Morgunblaðið - 07.04.2000, Page 2

Morgunblaðið - 07.04.2000, Page 2
2 C FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Aðalsteinsson Skipa- fréttir KEVIN Spacey (American Beauty) og Lasse Hallström (Cider House) sem leiddu sam- an hesta sína (eða þannig) í óskarsbaráttunni hafa ákveðið að tvímenna í byrjun næsta árs, þegar tökur á „ The Shipping News“ hefjast. Hallström mun teikstýra Spacey í myndinni sem fjallarum mann sem reynir aö byrja nýtt lífmeð dætrum sínum á Nýfundnaiandi. Reyndar rtöur þaö ekki viö einteyming, hæfi- leikafólkiö sem kemur aö gerö myndarinnar, sem byggö er á Pulitzer- verðlaunaðri skáldsögu E. Anne Proleux. Ron Bass (óskar f. „Rain Man“) mun skrifa hand- ritið ásamt Tom Epperson. Irwin Winkler (óskarf. "Rocky") verð- ureinn afframleiöendunum. Þaö stóö lengi til að John Tra- volta léki skipafréttaritarann og aö kona hans KellyPreston myndi leika á móti honum. Þau duttu útúrmyndinni s.l. sumar. Spaceyer núna við tök- urá „Payit Forward“ þar sem hann leikur ásamt Hel- enHunt(As GoodAslt Gets) og Ha- leyJoelOs- Kevin ment (Sixth Spacey Sense). Os- ment er alveg búinn aö ná sér eftir aö hafa ekki fengiö aö leika Harry Potter. Steven Spielberg er lika kominn yfir sjokkið. Spiel- berghefur áhuga á aö ráöa Os- mentí hlutverk í myndina sem hann gerir á eftir „A.l“ „A.l.“ stendur fyrir Artificial Intelig- ence, eða Gen/igreind. Tom Cruise mun leika aöalhlutverkiö í myndinni sem byggö er á sögu eftir Phillip K. Dick(Biade Runn- er). Hún gerist í framtföinni þeg- artækningeriryfirvöldum kleyft að handtaka og dæma fólk áður en þaö fremurglæpi. (Væri ekki hægt að nota þessa aðferð á fólk sem er að fara aö gera óheyrilega lélegar kvikmyndir?). Stanley Kubrick ætlaöi að leik- stýra „A.l“ en eins ogThe Holly- wood Reporter orðaöi svo skemmtilega, þá „kom dauöi hansívegtyriraö úrþvíyröi." Næsta mynd sem viö munum sjá Kevin Spacey í er „ The Big Kahuna“ verðurfrumsýnd hérí þessum mánuöi, en þar leikur hann á móti DannyDe Vito. Sjálfur ætlar Lasse Hallström ekki aö setja auöum höndum og bíöa eftir Spacey.. Hann erað fara af stað með „Cholcolat þar sem stöllumar úr „Óbæri- legum léttleika tilverunnat leika saman á ný. Þetta eru þær Juliette Binoche og Lena Olin, sem reyndarereiginkona Hall- ströms. Johnny Depp og Judi Denchveröa líka meö í súkku- laðinu. Þetta eru sérlega góöar fréttir fyrir hinn hæfileikarika Hallström (Mit Liv Som Hund) sem var eiginlega kominn út í horn eftir aö honum tókst að fæla fólk frá Júlíu Roberts með því að leikstýra henni í „Somet- hingTo Talk About. “ Hann geröi ekki mynd í fjögur ár, þar til Mira- max bauð honum CiderHouse Rules. ■ Nýr kvíkmyndaklúbbur í Háskólabíói • • --------------- OFLUGUR Filmundur GHOST Dog - The Way Of the Samurai, nýjasta mynd Jims Jarmusch, eins helsta óháða kvikmynda- leikstjóra Bandaríkjanna, reið á vaðið í gærkvöldi þegar nýr kvikmynda- klúbbur, Filmundur, hóf starfsemi sína í Háskóla- bíói. „Þetta verður mjög öflugur klúbbur,“ segir einn forsvarsmanna Fil- mundar, Þorbjörn Orri Tómasson við Bíóblaðið, en að klúbbnum standa Háskólabíó, kvikmyndaklúbbur háskólastúdenta Hreyfimyndafélagið og vikublaðið 24-7. Sýningar Filmundar verða fjór- þættar: I fyrsta lagi nýjar kvikmynd- ir sem vakið hafa athygli á kvik- myndahátíðum erlendis og má nefna sem dæmi War Zone eftir Tim Roth, sem sýnd verður síðar í mánuðinum; í öðru lagi sígildar myndir eftir helstu höfunda kvikmyndasög- unnar og verður sú fyrsta Jour de Fete eftir Jacques Tati; í þriðja lagi verða forsýndar úrvalsmyndir af sýningarskrá Háskólabíós tveimur til fjórum mánuð- um fyrir almennar sýning- ar; í fjórða lagi verða þemasýningar þar sem teknir verða fyrir kunnir leikstjórar, þjóðlönd eða kvikmyndagreinar og má nefna að í maí verða verk Pedros Almódóvar í brennidepli. Sýningar Filmunds verða kl. 10 á fimmtudagskvöldum og á sama tíma á mánudagskvöldum. Filmundur er áskriftarklúbbur. Arskortið kostar 1000 kr. og eru tveir frímiðar innifa- ldir, en miðaverð á hverja sýningu er 450 kr.. Klúbbkortin eru til sölu í Há- skólabíói. Næsta sýning á eftir Ghost Dog verður á bresku myndinni East Is East. Jim Jarmusch: Fyrstur hjá Fil- mundi. w Okeypis á japanskar bíómyndir JAPÖNSK kvikmyndahátíð hefst í dag í Háskólabíói. Hún er fyrsti við- burðurinn sem Japanska menning- armiðstöðin stendur fyrh- en hún hóf starfsemi í vikunni. Á hátíðinni verða sýndar sex japanskar kvikmyndir af ýmsu tagi. Týndur í óbyggðum er sjálfsævis- aga ævintýramannsins Uemura Na- omi, sem klifrað hefur öll hæstu fjöll heims. Leikstjóri er Sato Jun’ya. Unglingar snúa aftur eftir Takeshi Kitano er gamansöm dramatísk mynd um unglinga í Tókýó. Sumo Do Sumo Dont eftir Suo Masayuki segir frá ungum sumo- glímukappa. Tsuro eftir hinn fræga leikstjóra Kon lchikawa er ævintýri, sem ger- ist í afskekktu þorpi. Saga Sadakos eftir Seijiroh Kohyama segir frá baráttu ungrar stúlku við hvítblæði af völdum kjarn- orkusprengingar. Peking vatnsmelóna er pólitísk gamanmynd eftir Nobuhiko Obayashi. Aðgangur að sýningunum í Háskólabíói er ókeypis. Sjónarhorn I SjóndeJJdar- \ i hrmgunnn \ \ breikRaðurl I Eftir flrnald Indliðason S4GA kvikmyndaklúbba á íslandi er talsvert I I ____________ merkileg þótt ekki fari mikið fyrir henni. Hún I I er um 45 ára gömul, sem teljast verður nokkuð hár aldur, og hún hef- I I ur alltaf haft að markmiði að auka breiddina í kvikmyndamenningu ís- J lendinga og tekist það framúrskarandi þegar best lét. Klúbbunum hef- J [ ur verið stefnt gegn Hollywood-myndunum sem gerðar eru undir ■ merkjum hreinnar afþreyingar og hafa mestanpart stjórnað markaðn- I um þessi 45 ár. Saga klúbbanna er að nokkru leyti samofm kvikmyndaþróun í | Evrópu. Fyrsti klúbburinn sem stofnaður var um bætta kvikmynda- I menningu, Filmía, varð til í kjölfar uppsveiflu í evrópskri kvikmynda- I gerð um miðja öldina og lagði höfuðáherslu á að sýna evrópskar • myndir en einnig myndir af öðrum og fjarlægari svæðum. Sýningar [ voru haldnar lengst af í Tjarnarbíói, klúbburinn var fjölmennur og má [ segja að hann hafi haft mikið uppeldislegt gildi því hann gaf fólki ■ tækifæri til þess að lesa í annars konar myndir en fjöldaafþreyinguna | I og bauð upp á óvenju mikla fjölbeytni í kvikmyndavali. I Þorgeir Þorgeirsson stofnaði kvikmyndaklúbb og rak um nokkurt I skeið og Fjalakötturinn varð til sem kvikmyndaklúbbur framhaldsskól- I I anema og hélt uppi öflugu sýningarstarfi í Tjarnarbíói þar sem sýndar I voru bæði nýjar og gamlar myndir meistara á borð við Kurosawa og • Fellini og hafði mikil áhrif á þá kynslóð íslendinga sem síðar áttu eftir J j að verða fyrstu kvikmyndagerðarmennirnir; Friðrik Þór Friðriksson, [ sem var starfaði hvað lengst við klúbbinn, hefur lýst því hversu mikill • áhrifavaldur Fjalakötturinn var honum. Því er þetta rifjað upp hér fáum orðum að ég var minntur á það um | | daginn að kvikmyndaklúbbsstarfiö er enn viö lýði og að nýr klúbbur I hefur verið stofnaður, sem tekur við sögulegu hlutverki. Hann heitir I I Filmundur og að honum standa Hreyfimyndafélagiö, Háskólabíó, sem I I áður hélt uppi einskonar klúbbi með svokölluðum Mánudagssýning- J um, og vikublaðiö 24 - 7. í starfslýsingu segir að Filmundur ætli að [ standa fyrir sýningum á klassískum myndum kvikmyndasögunnar í j bland við nýjar og nýlegar myndir, sem sýndar hafa verið á kvikmynda- . I hátíðum. Þá segir að klúbburinn muni taka fyrir einstaka leikstjóra, I þjóðlönd, kvikmyndategundir eða tímabil. | Er ástæða til þess að fagna framtaki þessu sérstaklega. Svo virð- | I ist sem fákeppnin sé að aukast á kvikmyndamarkaðinum, eins og á I I öðrum sviðum, en nú eru aðeins fjórir aðilar sem reka kvikmyndahús I I í Reykjavík. Hollywood-myndirnar verða sífellt ágengari (þótt margt af [ því besta í kvikmyndunum sé gert vestra er líka að finna þar margt af J [ því versta) og bruðlmyndirnar að verða sífellt stærri í beinu hlutfalli . við innihaldsleysið. Þess vegna er óskandi að Filmundi takist að inna starf sitt af hendi y I og víkka sjóndeildarhringinn því hann hefur að sönnu verið of þröngur j I of lengi. I I______________________________________________I Um þessar mundir er fyrsta sérhannaða íslenska kvikmyndaverið að komast í gagn- ið. Framkvæmdastjóri íslenska kvikmyndaversins ehf. er Guðjón Ó. Davíðsson og Páll Krístinn Pálsson spjallaði við hann um starfsemina sem er að fara í gang. lökur að hefjast í Stúdío Oskari og Stúdíó Lofti „Vigdís Finnbogadóttir tók fyrstu skóflu- stunguna um miðjan ágúst á síðasta ári og nú erum við að taka fyrsta áfangann í notkun,“ segir Guðjón. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel, fyrir utan smávægilega seinkun vegna veð- urs. Við stefnum að formlegri opnun í lok mán- aðarins, en erum byrjaðir að bóka tíma og það er nú þegar hægt nota stúdíóið. Við leigðum það til dæmis út fyrir skömmu undir heljar- mikla veislu, svo það er hægt að nýta aðstöðuna fyrir ýmsar uppákomur." íslenska kvikmyndaverið er í eigu fyrirtækj- anna Saga Film, Islensku kvikmyndasamsteyp- unnar og Hins íslenska kvikmyndafélags og einstaklinganna Gísla Baldurs Garðarssonar, Sævars Jónssonar og Kristjáns Jóhannssonar. Það er til húsa að Fossaleyni 19 við ána Korpu í fallegu og rólegu umhverfi. Lóðin er 14.700 fermetrar og heildarflatarmál þeirra bygginga sem ætlunin er að reisa er um 5.500 fermetrar. Ráðgert að hafa þarna tvö stúdíó, annars vegar Stúdíó Óskar, sem tileinkað er minningu Osk- ars Gíslasonar, frumkvöðuls íslenskrar kvik- myndagerðar, og hins vegar Stúdíó Loftur, sem nefnt er eftir öðrum brautryðjanda, Lofti Guð- mundssyni. Síðan er ætlunin að á lóðinni verði einnig ýmis fyrirtæki sem tilheyra kvikmynda- framleiðslu, smíðaverkstæði, ljósa- og tækja- leiga og búningaleiga svo eitthvað sé nefnt, svo þarna geti myndast einskonar kvikmyndaþorp. „Fyrsti áfangi er Stúdíó Óskar,“ segir Guð- jón „og hann skiptist í þrennt: 200 fermetra skemmu með góðu aðgengi og stórum hurðum þar sem hægt að smíða ýmislegt; síðan stúdíóið sjálft sem er 1200 fermetrar og með 10 metra lofthæð; og loks þjónustuálma, sem er 500 fer- metrar á tveimur hæðum og þar er mötuneyti, skrifstofur, förðun, fundaraðstaða og búnings- herbergi. Kostnaðaráætlunin við þennan áfanga hljóðar upp á 120 milljónir króna.“ Guðjón segir markmiðið að þjóna kvikmynda- iðnaðinum hér innanlands sem og erlendis og veita góða og aðgengilega aðstöðu fyrir fram- leiðslu kvikmynda, auglýsinga og dagskrár- gerðar fyrir sjónvarp. „Hér hefur vantað til- finnanlega varanlegt stúdíó, menn hafa bara komið sér upp bráðabirgðaaðstöðu tengda ákveðnum verkefnum. Síðan er ætlunin að sníða þjónustustarfsemina að þeim þörfum sem upp koma hjá þeim sem þarna vinna.Við höfum orðið varir við mikinn áhuga hjá innlendum kvikmyndagerðarmönnum og erlendum fram- leiðendum auglýsinga, sem komið hafa að skoða aðstæður. Við göngum út frá því að þarna verði allt á fullu alla daga.“ Hvað leiguverð áhrærir segir Guðjón að um það verði samið fyrir sérhvert verkefni, þau séu svo ólík að ekki henti að vera með staðlaða Morgunblaöið/Golli Guðjón með íslenska kvikmyndaverið í baksýn: Aiit á fullu alla daga. verðskrá. „Og þetta er að sjálfsögðu öllum op- ið,“ bætir hann við. „Stúdíóið er ekki reist ein- göngu fyrir þá sem eiga það sjálfir, heldur til að skapa betri aðstöðu fyrir allt hið fram- úrskarandi kvikmyndagerðarfólk sem hér er að störfum." Athugasemd í VIÐTALI við Friðbert Pálsson í síðasta Bíóblaði voru eftir honum höfð ummæli sem unnt er að misskilja á þann veg að í þeim fæl- ist gagnrýni á myndaval núverandi stjórn- enda Háskólabíós. Því er tekið fram að slíkt var hvorki ætlun viðmælanda né blaða- manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.