Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 5 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Garða- sókn færð vegleggjöf GARÐASÓKN var fært að gjöf veg- legt málverk eftir Gísla Sigurðsson. Er málverkið gefið í minningu Lofts Jónssonar, sem lést 21. apríl 1999. Afhendingardagur verksins er ein- mitt afmælisdagur Lofts heitins. Verk þetta ber yfirskriftina „Þér hafið gjört það að ræningjabæli." Sýnir verkið þá stund þegar Jesús velti um borði víxlaranna í musterinu forðum, en verkið sýnir okkur einnig hvernig hið góða lætur undan gróða- braski og mætti hervaldsins. Er umfjöllun verksins all hýstár- leg, en það er málað á árunum 1982- 84. Gefendur eru ekkja Jóns, Ásta Hávarðardóttir og börn þeirra hjóna, Ingibjörg og Jón. Eru gefend- um færðar hjartans þakkir frá sókn- ar-nefnd og sóknarbörnum Garða- sóknar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hefur málverkið fengið veglegan sess í safnaðarheimili Vídalíns- kirkju, Kirkjuhvoli. Þau hjón Ásta og Loftur hafa alla tíð sýnt starfinu okkar í kirkjunni áhuga og tekið þátt í því af einlægni meðan heilsa Lofts leyfði. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur. Dymbilvika og páskar í Hall- grímskirkju í DYMBILVIKU og á páskum verð- ur að vanda mikið um að vera í Hall- grímskirkju. Á pálmasunnudag verður síðasti fræðslumorgunninn að þessu sinni, en kl. 10 mun dr. Ein- ar Sigurbjörnsson prófessor flytja erindi er hann nefnir Kirkja Krists - eining og aðgreining. Kl. 11 verður messa og barnastarf. Börnin munu ganga inn með trjágreinar úr náttúr- unni til að minna á atburð pálmas- unnudags. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors. Þriðjudaginn 18. aprfi verður fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30 árdegis. Miðvikudaginn 19. apríl verður fyrri flutningur Jóhannesarpassíunnar eftir J.S. Bach, en hún verður einnig flutt að kvöldi föstudagsins langa kl. 20 báða dagana. Flytjendur verða: Mótettukórinn, einsöngvararnir Marta G. Halldórsdóttir, sópran og Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandiverður Hörður Áskels- son, kantor. Á skírdag verður skáta- guðsþjónusta kl. 11 en að öðru leyti verður helgihaldið hefðbundið um bænadagana, þ.e. kvöldmessa með Getsemane-stund kl. 20 á skírdag og guðsþjónusta kl. 11 á föstudaginn langa. A föstudaginn langa verður þeirri hefð haldið að lesa alla Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar, en lest- urinn hefst kl. 13 og stendur til 18.30. Að þessu sinni munu 12 niðjar sr. Hallgríms og Guðríðar lesa sálmana, en milli lestra verður flutt tónlist. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfun- dur, valdi lesara. Á páskadag verða tvær morgun- messur, kl. 8 og 11. f báðum messun- -um mun Mótettukórinn flytja Hall- elújakórinn úr oratoríunni „Messías" eftir F. Handej undir stjórn kantors kirkjunnar. Á annan páskadag verður hátíðarmessa kl. 11 með fermingu. Páskabingó í Hjallakirkju PÁSKABINGÓ verður í safnaðar- heimili Hjallakirkju, efri hæð, mánu- daginn 17. apríl. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingóvinningar eru margvís- legir; páskaegg, páskaskraut, sæl- gætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar 200 kr. Safnaðarfólk, sem og aðrir, er hvatt til að mæta. Páskaeggja- bingó í Grafar- vogskirkju SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs- kirkju heldur sitt árlega páskaeggja- bingó næstkomandi mánudag kl. 20. Allur ágóði rennur til kirkjubygg- ingarinnar. Á undanförnum árum hefur Safnaðarfélagið gefið kirkjunni marga fallega Mrkjugripi, hökla, altarisgripi o.fl. Við vígslu Grafarvogskirkju hinn 18. júní nk. gefur félagið söfnuðinum fullbúið eldhús í safnaðarheimiii kirkjunnar og altarisgripi. Bústaðakirkja. TTT, æskulýðs- starf fyrir 10-12 ára, mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Kirkjukvöld mánudag kl. 20.30. í fórspor Krists. Margir höstuðu á hann. Þjáningar í lífi ungs fólks. Einar Már Guðmun- dsson, rithöfundur. Hamrahlíðar- kórinn syngur undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur. Langholtskirkja. Bænagjörð mánudag kl. 18. Ritningarlestur og lestur Passíusálms. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20.12 spora hópurinn. SeHjarnarneskirkja. Æskulýðsfé- lagiðkl. 20-22. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ásta Hávarðardóttir, Jón Loftsson og Ingibjörg Loftsdóttir sem eru gef- endur að þessu málverki eftir Gfsla Sigurðsson í minningu um Loft Jónsson, til hægri á myndinni eru Arthúr Farestveit, sr. Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur og sr. Friðrik Hjartar, prestur í Garðasókn. Árbæjarkirkja. Yngri deild æsku- lýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkjuprakk- arar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánudög- um.TTT-starf 10-12 ára, kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild æskulýðs- félagsins kl. 20-22. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu- dögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um- sjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kópavogskirkja. Mömmu- og pabbamorgunn þriðjudag kl. 10 í Borgum. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni þriðjudag kl. 12.30. Sejjakirkja. Æskulýðsfundur í dag kl. 20. KFUK-fundir á mánudög- um. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmu- morgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafharfirði. Ungl- ingakór á mánudögum kl. 17-19. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Æsku- lýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á prestssetrinu. Hvítasunnukirkjan Fíiadelfía. Al- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópurinn leiðir söng. Ræðumaður Dögg Harðardóttir. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomn- ir. Mán: Marita-samkoma kl. 20. All- ir velkomnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Akraneskirkja. Mánudagur: Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUMogKkl.20. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á morgun, mánudag: Unglingadeild KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Lágafellskirkja. Mánudagur: Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17. Umsjón Þórdís. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm- ingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði. Eftirtaldir fyrirlestrar á myndböndum verða sýndir á stóru tjaldi tvö næstu þriðjudagskvöld kl. 20.30. 18 apríl: Ofbeldi og stjórn- leysi. 25. apríl: Árangursríkt bæna- líf. Fyrirlesari er Dwight Nelson. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Al- menn fjölskyldusamkoma sunnu- daga kl. 17. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 55515 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavlk: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 42112 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.