Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 5 Safnaðarstarf Garða- sókn færð GARÐASÓKN var fært að gjöf veg- legt málverk eftir Gísla Sigurðsson. Er málverkið gefið í minningu Lofts Jónssonar, sem lést 21. aprfl 1999. Afhendingardagur verksins er ein- mitt afmælisdagur Lofts heitins. Verk þetta ber yfirskriftina „Þér hafið gjört það að ræningjabæli." Sýnir verkið þá stund þegar Jesús velti um borði víxlaranna í musterinu forðum, en verkið sýnir okkur einnig hvernig hið góða lætur undan gróða- braski og mætti hervaldsins. Er umfjöllun verksins all nýstár- leg, en það er málað á árunum 1982- 84. Gefendur eru ekkja Jóns, Asta Hávarðardóttir og börn þeirra hjóna, Ingibjörg og Jón. Eru gefend- um færðar hjartans þakkir frá sókn- arnefnd og sóknarbörnum Garða- sóknar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hefur málverkið fengið veglegan sess í safnaðarheimili Vídalíns- kirkju, Kirkjuhvoli. Þau hjón Ásta og Loftur hafa alla tíð sýnt starfinu okkar í kirkjunni áhuga og tekið þátt í því af einlægni meðan heilsa Lofts leyfði. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur. Dymbilvika og páskar í Hall- grímskirkju í DYMBILVIKU og á páskum verð- ur að vanda mikið um að vera í Hall- grímskirkju. Á pálmasunnudag verður síðasti fræðslumorgunninn að þessu sinni, en kl. 10 mun dr. Ein- ar Sigurbjömsson prófessor flytja erindi er hann nefnir Kirkja Krists - eining og aðgreining. Kl. 11 verður messa og barnastarf. Börnin munu ganga inn með trjágreinar úr náttúr- unni til að minna á atburð pálmas- unnudags. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors. Þriðjudaginn 18. apríl verður fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30 árdegis. Miðvikudaginn 19. apríl verður fyrri flutningur Jóhannesarpassíunnar eftir J.S. Bach, en hún verður einnig flutt að kvöldi föstudagsins langa kl. 20 báða dagana. Flytjendur verða: Mótettukórinn, einsöngvararnii- Marta G. Halldórsdóttir, sópran og Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi verður Hörður Áskels- son, kantor. Á skírdag verður skáta- guðsþjónusta kl. 11 en að öðru leyti verður helgihaldið hefðbundið um bænadagana, þ.e. kvöldmessa með Getsemane-stund kl. 20 á skírdag og guðsþjónusta kl. 11 á föstudaginn langa. Á föstudaginn langa verður þeirri hefð haldið að lesa alla Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar, en lest- urinn hefst kl. 13 og stendur til 18.30. Að þessu sinni munu 12 niðjar sr. Hallgríms og Guðríðar lesa sálmana, en milli lestra verður flutt tónlist. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfun- dur, valdi lesara. Á páskadag verða tvær morgun- messur, kl. 8 og 11. í báðum messun- um mun Mótettukórinn flytja Hall- elújakórínn úr oratoríunni „Messías" eftir F. Hándel undir stjórn kantors kirkjunnar. Á annan páskadag verður hátíðarmessa kl. 11 með fermingu. Páskabingó í Hjallakirkju PÁSKABINGÓ verður í safnaðar- heimili Hjallakirkju, efri hæð, mánu- daginn 17. apríl. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingóvinningar eru margvís- legir; páskaegg, páskaskraut, sæl- gætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar 200 kr. Safnaðarfólk, sem og aðrir, er hvatt til að mæta. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ásta Hávarðardóttir, Jón Loftsson og Ingibjörg Loftsdóttir sem eru gef- endur að þessu málverki eftir Gísla Sigurðsson í minningu um Loft Jónsson, til hægri á myndinni eru Arthúr Farestveit, sr. Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur og sr. Friðrik Hjartar, prestur í Garðasókn. Páskaeggja- bingó í Grafar- vogskirkju SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs- kirkju heldur sitt árlega páskaeggja- bingó næstkomandi mánudag kl. 20. Allur ágóði rennur til kirkjubygg- ingarinnar. Á undanförnum árum hefur Safnaðarfélagið gefið kirkjunni marga fallega kirkjugripi, hökla, altarisgripi o.fl. Við vígslu Grafarvogskii'kju hinn 18. júní nk. gefur félagið söfnuðinum fullbúið eldhús í safnaðarheimili kirkjunnar og altarisgripi. Bústaðakirkja. TTT, æskulýðs- starf fyrir 10-12 ára, mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Kirkjukvöld mánudag kl. 20.30. í fórspor Krists. Margir höstuðu á hann. Þjáningar í lífi ungs fólks. Einar Már Guðmun- dsson, rithöfundur. Hamrahlíðar- kórinn syngur undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur. Langholtskirkja. Bænagjörð mánudag kl. 18. Ritningarlestur og lestur Passíusálms. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45. Mánudagskvöld kl. 20.12 spora hópurinn. Seltjamarneskirkja. Æskulýðsfé- lagið kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Yngri deild æsku- lýðsfélagsins kl. 20-22. Kirkjuprakk- arar, 7-9 ára, kl. 16-17 á mánudög- um.TTT-starf 10-12 ára, kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild æskulýðs- félagsins kl. 20-22. Fella- og Hólakirlga. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga írá kl. 9-17 í síma 587-9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu- dögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um- sjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kópavogskirkja. Mömmu- og pabbamorgunn þriðjudag kl. 10 í Borgum. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni þriðjudag kl. 12.30. Seljakirkja. Æskulýðsfundur í dag kl. 20. KFUK-fundir á mánudög- um. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyrir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmu- morgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Ungl- ingakór á mánudögum kl. 17-19. Æskulýðsfélag mánudag kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Æsku- lýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á prestssetrinu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. AI- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópurinn leiðir söng. Ræðumaður Dögg Harðardóttir. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomn- ir. Mán: Marita-samkoma kl. 20. All- ir velkomnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K-starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Akraneskirkja. Mánudagur: Fundur í æskulýðsfélaginu í húsi KFUM ogKkl. 20. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Á morgun, mánudag: Unglingadeild KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og eldri. Lágafellskirkja. Mánudagur: Kirkjukrakkar - starf fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17. Umsjón Þórdís. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm- ingarfræðsla á mánudögum kl. 13.45. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði. Eftirtaldir fyrirlestrar á myndböndum verða sýndir á stóru tjaldi tvö næstu þriðjudagskvöld kl. 20.30. 18 aprfl: Ofbeldi og stjórn- leysi. 25. aprfl: Árangursríkt bæna- líf. Fyrirlesari er Dwight Nelson. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Al- menn fjölskyldusamkoma sunnu- daga kl. 17. Grand Vhara hefur margt fram yfir aðra jeppa í sínum verðflokki Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grir sest inn (Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef | veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu bílsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg að ekta hálendisbíl. svipuðu verði! Grand Vitara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR.VITARA 2,0 L 2.099.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 5SS 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. (safjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavlk: BG bflakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.