Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR16.APRÍL2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Hinrik Bjarnason Stokkseyri seint á sj öunda áratug FYRIR rúmum þrjátíu ár- um var unnið nokkuð að kvikmyndatöku á Stokkseyri á vegum Sjónvarpsins undir stjórn Hinriks Bjarnasonar. Ætlunin var að gera heimildamynd um hefðbundinn bú- skap og búsetu í sunnlenskri byggð. Ymsar aðstæður ollu því að þetta verkefni var lagt til hliðar uns upptökurnar voru teknar fram árið 1990. Þá voru þær teknar til handargagns og eru nú orðnar uppistaða í nýrri kvikmynd sem Sjónvarpið frumsýnir á skírdag klukkan 19.35. í myndinni er að sögn Hinriks Bjarnasonar brugðið upp augnabliksmyndum af um- hverfi, athafnalífi og fólki á Stokkseyri seint á sjöunda áratug tuttugustu aldar en uppistaða þeirra frásagna er frá þremur kon- um sem nú eru allar látnar. Þær hétu Margrét Júníusdóttir, sem fædd var 19. nóvember 1882 og dó 17. ágúst 1969, Þórunn Tómasdótt- ir, fædd 20. júlí 1889 og dáin 22. maí 1983, og loks Guðríður Guð- laugsdóttir, sem fæddist 14. sept- ember 1876 og dó 2. október 1971. Árnesingur í ættir fram „Þær Margrét og Guðríður segja sjálfar frá sínum högum í myndinni en þula fylgir Þórunni eftir," sagði Hinrik Bjarnason þeg- ar hann var spurður nánar um myndina Konurnar á ströndinni. „Eg þekkti þessar konur vel, ég er Stokkseyringur, fæddur og uppa- linn á Stokkseyri. í þessum upp- tökum frá 1969, sem nú koma loks fyrir almenningssjónir, var ég í raun að gera skil mínu æskuum- hverfi. Fólkið sem kemur þarna við sögu er fólk sem ég ólst upp undir handarjaðrinum á - ef svo má segja. Það nafngreinda fólk sem birtist í þessari mynd eru gamlir vinir mínir og foreldra minna. Sterkur partur af því mannlífi sem í myndinni kemur fram var það mannlíf sem ég þekkti á bernskuárum mínum. Foreldrar mínir voru Bjarni Sig- urðsson og Þuríður Guðjónsdóttir. Sjónvarpið frumsýnir myndina Konurnar á ströndinni á skírdag. Mynd þessi byggist að mestu á frásögnum þriggja aldraðra kvenna. Hinrik Bjarnason stjórnaði upp- tökunum sem myndin byggist á árið 1969. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Hinrik um bakgrunn myndarinnar og hans sjálfs, en hann er Stokkseyringur að ætt og upp- runa og þekkti vel konurnar sem fjallað er um í fyrrnefndri mynd. Þau voru bændur þar sem heitir í Ranakoti. Ég er raunar Árnesing- ur langt í ættir fram. Það þarf að fara alveg aftur á 16. öld til þess að finna ættföður sem kom frá Norðurlandi. Konurnar þrjár fulltrúar merkilegs menningarumhverfis Árið 1969 má segja að hafi enn verið til staðar gamli tíminn á Stokkseyri að vissu leyti. Reyndar er nú eins og menn vita mjög erfitt að meta tímann, okkur hættir til að líta á tímann sem eitthvað sem hugsanlega getur stoppað - við látum í veðri vaka að hægt sé að tala um „gamla" og „nýja" tímann, en auðvitað tökum við okkur þar visst „skáldaleyfi". Sú kynslóð á Stokkseyri sem var að renna sitt skeið á enda árið 1969 var í raun fulltrúi merkilegs menningar- heims. Það var mjög athyglisverð hefð alþýðumenningar á strönd- inni, sem ég kalla, það er milli Ölf- usár og Þjórsár, en það var minn partur í tilverunni í æsku. Greiðar leiðir voru þarna á milli og það þróaðist þarna markvert menning- ar- og mannlíf að ýmsu leyti og hafði raunar gert allt frá aldamót- um. Þessa sér stað í frásögn þeirra tveggja kvenna sem segja sögu sína í umræddri mynd, þær koma leynt og ljóst inn á þær hefðir sem ég hef verið að tala um. Þær nafn- greina ýmislegt sem hafði áhrif á þær í þessa átt í æsku og á manndómsárum á Stokkseyri. Við getum tekið sem dæmi að þær minnast báðar á þann þátt sem ís- ólfur Pálsson átti í þeirra menn- ingaruppvexti, en Margrét Júníus- dóttir var reyndar bróðurdóttir hans. Það kemur bæði fram í frá- sögn þeirra og hvernig þær haga sínu máli hvernig fulltrúar þær eru fyrir sitt umhverfi. Margrét var reyndar frænka mín, af Berg- sætt eins og ég. Þórunn og Guðríð- ur voru nágrannar og vinkonur foreldra minna og mínar. Sambýl- iskona Þórunnar, Bjartey Hall- dórsdóttir, kemur við sögu í mynd- inni líka. Þessi myndfrásögn var gerð í júní 1969 og elsta konan, sem hér er um að ræða, dó síðsum- ars það ár, tvær aðrar voru látnar áður en umrætt ár var liðið, sú sem lengst lifði dó 1983. Var snúningastelpa hjá móður Hannesar Hafstein Svo langt seilist þessi frásögn til baka að elsta konan, Guðríður Guðlaugsdóttir, segir lítillega frá embætti sínu á æskuheimili Hann- esar Hafstein, fyrsta íslenska ráð- herrans. Guðríður ólst upp í Reykjavík og var snúningastelpa hjá móður Hannesar og segir frá honum og systkinum hans sem ungu fólki - eins og það var er hún kynntist þvi í vistinni. Margrét segir frá því eins og hverjum öðr- um sjálfsögðum hlut þegar hún var að hefja sitt ævistarf um 1905. Með öðrum orðum spannar frá- sögn þeirra í raun tvær aldir - þetta eru sannarlega tveggja alda konur. Margrét og Guðríður segja sjálf- ar frá, þær voru báðar greindar konur og vel máli farnar. Guðríður var húsmóðir, átti nokkur börn og frá henni er komin töluverð ætt, hún sinnti almennum daglauna- störfum og segir frá því í myndinni hvernig hún vann fyrir sér sem ung kona og einnig síðar. Hvað varðar Þórunni þá er frásögnin um hana byggð á athöfnum og um- hverfi hennar, farið var inn á heimili hennar og sambýliskonu hennar, Bjarteyjar, en þær voru mágkonur og bjuggu lengi saman, Bjartey var ekkja, Þórunn giftist Vann lengst íslenskra kvenna við rjómabú MARGRÉT Júnfusdóttir hafði verið rjdmabústýra á öðrum stöð- um á landinu í 20 ár þegar hún kom að Baugsstaðabúinu. Stofn- fundur rjómabúsins þar var 8. oktdber 1904. Rjdmabússkálinn sem byggður var fyrir búið stend- ur enn. Margrét starfaði sam- fleytt við rjdmabú hátt á fimmta áratug. Árið 1907 fdr hún i mj<51k- urskdlann á Hvítárvöllum eftir að hafa starfað við rjdmabúið á Baugstöðum um tfma og vann síð- an á rjdmabúum á Suðurlandi og á Jól.landi þar til hún tdk við for- stöðu Baugsstaðabúsins 1927. Hún var forstöðukona þess alla tíð sem það starfaði eftir það, nokkru fram yfir seinni heim- styrjöld. Til gamans má geta þess að Margrét bjd til, á þeim rjdma- búum sem hún starfaði við, smjör sem nam 217.460 kfldgrömmum, Ljósmynd/Þórarinn Guðnaaon Margrét Júníusddttir rjdmabústýra og Hinrik Bjarnason siljamli undir vegg Baugsstaðarjdmabúsins í hléi frá kvikmyndatöku snemmsumars 1969 þar af gerði hún um helming þessa smjörfjalls á Baugsstaða- búinu. Margrét fæddist á Syðra-Seli 19. ndvember 1882 en missti mdð- ur sína í mannskaðaveðri árið eft- ir og dlst upp hjá ömmu sinni Margréti Gísladdttur á Syðra- Seli. Hún þdtti mjög dugleg rjdmabústýra og hafði auk ann- arra starfa með höndum alla reikniqgsfærslu fyrir Baugsstaða- biiið. Svo atorkusöm var Margrdt við rjdmabússljórniiia að hún tdk sér aldrei tíma til að fara í sum- arleyfi meðan hún stjdrnaði rjdmabúinu á Baugsstððum við Stokkseyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.