Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 7 ekki en á afkomendur. Hinrik Bjarnason er löngu þjóð- þekktur maður, bæði fyrir æsku- lýðsstörf sín en þó öllu fremur störf sín á vettvangi fjölmiðla. „Ég fór frá Stokkseyri um ferm- ingu, og þá til náms og starfa í Reykjavík, fór að læra og vinna fyrir mér jafnhliða þar til ég hafði lokið kennaraprófi. Ég hóf störf hjá Sjónvarpinu á fyrstu árum þess. Á árunum 1966 til 1970 stjórnaði ég og gerði handrit að mörgum kvikmyndum og sjónvar- psþáttum en mest af þessu efni var innan ramma barnaefnis. Á þessum tíma var sjónvarpsefnis- gerð því ríkur þáttur í minni vinnu, ég gerði milli 20 og 30 myndir í allt. Síðan þróuðust mín mál inn á aðrar brautir og ég fjar- lægðist þetta verk. Ég varð árið 1970 framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og varð svo dag- skrárstjóri Sjónvarps 1979. Það er ekki fyrr en núna, eftir að ég er orðinn eftirlaunamaður, að ég gat sinnt þessu verkefni þegar það aft- ur skaut upp kollinum. Eg vann þetta með mönnum sem ég staraði mikið með í lok sjöunda áratugar- ins, Þórarinn Guðnason kvik- myndatökumaður og ég unnum vel saman sem teymi. Oddur Gústafs- son annaðist hljóð 1969. Auðvitað er myndin svart-hvít eins og gerð- ist á þessum tíma. Þessar myndir voru allar teknar í svart-hvítu," segir Hinrik. Þess ber að geta að hljóðvinnslu myndarinnar Konurn- ar á ströndinni annaðist Agnar Einarsson. Tónlist í myndinni er eftir þá feðga ísólf Pálsson og Pál ísólfsson. Þulir eru Guðmundur Ingi Kristjánsson og Ragnheiður Elín Clausen. Grafík er í höndum Guðrúnar Ragnarsdóttur og um klippingu sér Ragnheiður Thor- steinsson. Menningarlíf var blómlegt á Stokkseyri En hvað með arfleifðina frá Stokkseyri'? „Memúngarumhverfið á Stokkseyri hafði óneitanlega mikil áhrif á mig," segir Hinrik. „Að sínu leyti til, miðað við stöðu mála í landinu á fyrri hluta ald- arinnar, var á Stokkseyri blómlegt og nokkuð frumlegt menningarlíf á mínum uppvaxtarárum og raunar hafði svo verið allt frá því um alda- mótin 1900. Þarna voru nokkuð margir aðilar sem höfðu metnað og getu til að skila frá sér menningar- verki, þráin var sterk hjá sumu þessu fólki til þess að afkasta ein- hverju á því sviði. ísólfur Pálsson er góður fulltrúi þessa fólks og sá sem náði lengst í þessum efnum, en frændur hans og bræður voru i sama hópi. Eg kynntist ekki ísólfi en ég kynntist konu hans Þuríði, hún var mjög eftirminnileg kona. I myndinni Konurnar á ströndinni er flutt tónlist þeirra feðga, ísólfs og Páls. Myndin kannski eftirtektar- verðari núna en fyrir 30 árum Konurnar í myndinni voru alls- endis ótengdar innbyrðis. Frásögn þeirra átti frá upphafi að vera hryggjarliður í þessari umfjöllun sem átti síðan að festa töluvert hold á, minna varð úr þessu í upp- hafi en áætlað var, en myndin ger- ir eigi að síður grein fyrir hvert markmiðið var með þessari upp- töku. Það er ákaflega ánægjulegt að Sjónvarpið skuli hafa látið ljúka þessu. Efnislega hefur ekkert ver- ið tekið upp í viðbót við gömlu tök- urnar nema hvað við fórum austur í sumar sem leið og í vetur og tók- um myndir til tengingar þessum köflum sem til voru frá 1969. Eng- in söguskýring er í myndinni frá öðrum en þessum konum sjálfum, þær eru sögumenn og frásegjend- ur og ég leyfi mér að segja að þær séu eftirminnilegar sem slíkar. Þrjátíu ár er langur tími í mann- sævi, og líka langur tími í list, ekki síst er hann langur í sögu sjón- varps á íslandi. Núna finnst mér þetta vera nokkuð ánægjuleg málalok - hefði myndinni verið lokið á þeim tíma sem áætlað var hefði hún verið sýnd árið 1971. En ég er ekki frá því að hún sé að sumu leyti eftirtekarverðari núna en hún hefði verið þá - hún á kannski enn meira erindi nú en hún hefði átt þá." Skógrækt- arnám- skeiðum fjölgað vegna að- sóknar I VOR hefur Skógræktarfélag ís- lands gengist fyrir hagnýtum skóg- og trjáræktarnámskeiðum fyrir áhugafólk. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, en hann hefur mikla reynslu af skógrækt á jörð sinni, Sólheimum í Land- brqti. Á námskeiðunum leiðbeinir Björn ræktunarfólki varðandi verkfæri og áhöld, gróðursetn- ingu, áburðargjöf, illgresiseyð- ingu og umhirðu svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Hann leggur mikla áherslu á að fólk setji sér markmið í upphafi rækt- unarinnar. Allir eigi að geta rækt- að fallegan útivistarskóg á skömmum tíma með því að beita réttum vinnubrögðum. Námskeiðin hafa verið afar fjöl- sótt, ekki síst af sumarhúsaeig- endum. Því hefur verið ákveðið að bæta við námskeiði dagana 3. og 4. maí og ættu áhugasamir að hafa samband við Skógræktarfélag ís- lands. Þessi námskeið eru hluti af samstarfi Skógræktarfélags ís- lands og Búnaðarbanka íslands. Ferðafélagið með páska- ferðir FERÐAFÉLAG íslands stendur fyrir fjallaferðum um páskana. Það er hefðbundið að félagið leggi leið sína í Landmannalaugar og Þórsmörk yfir hátíðarnar og frá því verður ekki brugðið. Boðið verður upp á skíðagönguferð í Landmannalaugar 20.-22. apríl og verður farangur fluttir til og frá Sigöldu. Það er nægur snjór á þessum slóðum og færi gott og ekki spillir fyrir að hafa heita laugina til að baða sig eftir góðan skíðadag. Þá verður haldið í Þórs- mörk. Sú ferð stendur 22.-24. ap- rfl. STJÖfíNUfí Á MOfíBUNHIMNI Besta sýningin í bænum... frábær, ótrúlega mögnuð..."K.B.J. Bylgjan < ... beint í hjartastað..." S.H. Mbl. Flugeldasýning í Iðnó... lifir lengi í minningunni..." H.F. DV Virkilega skemmtileg sýning... mæli hiklaust með henni..." G.B. RÚV ... tvímælalaust verk sem ðhætt er að mæla með..." G.S. Dagur & wo 5303030 SÍMINN Vörðufélagar lá 25% afslált IONÓ - Vonaistræti -101 Reykjavik simi 5 30 30 30 ¦ fax 9 30 30 31 i4no@ldno.ls - www.ldno.il STANLEY Merki sem þú þekkir og getur treyst Glæsilegar útihurðir klæddar rústfríu stáli í miklu úrvali ásamt mörgum tegundum af gleri (þrefalt gler) BYGGÐU ÞITT HUS SJALFUR - VERSLAÐU HJA AHÚS Kanadískir framtíðar- gluggar úr harðplasti Kostimir við gluggana eru: Ekkert viðhald, búnir til eins og þú vilt hafa þá, þreföld þétting á fögum, gluggarnir koma glerjaðir, flugnanet, K-gler jafnast á við þrefalt gler, gráta ekki, notað er P.V.C.- efni sem gefur 100% árangur. Vinyl-harðplast. Gluggamir eru slagregnsprófaðir hjá R.B. og stóðust þeir prófið 100%. Leirdal 18,190 Vogar sími/fax 424 6735, gsm 868 8396 GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA GET BOÐIÐ UTANHÚSSKLÆÐN- INGAR OG ÝMISLEGT FLEIRA. AHÚS - Innflutningur á viðhalds- fríu efni á hús - Leitið tilboða Hugljómun sjálfsþekkingar „Thc Enlightenment intensive" í kyrrð fjallanna 31. maí til 3. júní. Þetta einstaka hugleiðslunámskeið hefur sl. 32 ár hjálpað þúsundum manna til aukinnar sjáífsþekkingar og betra lífs. Guðfmna Steinunn Nánari upplýsingar og skráning i sima 562 0037 og 869 9293. Svavarsdóttir________________ _^ Sending komin! TILBOÐ: Borð og 6 stólar, Borð 100 x 160 sm og 6 stólar Kr. 69.00.- Borð 100 x 190 sm og 6 stólar Kr. 79.00.- Borð 100 x 220 sm og 6 stólar Kr. 89.00.- Öll borðstofuborð á tilboði sporöskjulöguð eða köntuð. 3 gerðir stóla. SOFABORÐ: 120x70x45 sm TILBOÐSVERÐ Kr. 19.900.- Pantanir óskast sóttar. Lítið á mörg önnur góð húsgagnatilboð. Nokkur lítið gölluð húsgögn á ^**^TOMBÓLUVERÐI!-*^** ^(kristall Faxafeni sími: 568 4020 HUSGAGNADEILD Fasteignir á Netinu vj>mbl.is ict.721/^ e/rmvna nytt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.