Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn stoðar vegna andlegra erfíðleika,“ segir Héðinn og viðurkennir að hafa mestar áhyggjur af unga fólkinu. „Ég rakst nýlega á tölur yfír sjálfsvíg ung- menna. Tíðnin er ótrúlega há og sérstaklega ógnvænlegt hversu algengt er að tilraunir séu gerðar til sjálfsvíga.“ Héðinn heldur áfram að lýsa verkefninu. Að hugmyndin sé að taka höndum saman með fjölmiðlum, halda tónleika og sýna listaverk geðveikra í því skyni að vekja athygli á málefn- inu. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að Geðrækt er þjóðhagslega hagkvæmt verkefni. Fjárhags- legur gróðinn einn er næg réttlæting til að láta fé til verkefnisins. í skýrslu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins er áætlað að þunglyndi hafi kostað þjóðfélagið um 20 milljarða árið 1998. Núna erum við að reyna að fá þijú stór fyrirtæki til að láta hvert um sig þijár milljónir á ári í þijú ár af hendi rakna til verkefnisins. Fyrir utan kostnaðinn stuðlar átakið að almennri velh'ðan. Markmiðið er að auka verga þjóðarhamingju." Sjálfshjálp og fræðsla Hin hugmyndin kviknaði vegna áhuga Héð- ins á því að koma öðrum til hjálpar með því að miðla af eigin reynslu. Hann fékk Sigurstein Másson fréttastjóra og Svein Rúnar Hauksson lækni í lið með sér til að setja upp sjálfshjálpar- hóp fyrir fólk með geðröskun. „Við viðuðum að okkur efni víða að, t.d. frá Manic Depressive Fellowship í Bretlandi. Talsvert af efni er sótt til AA-samtakanna. Hins vegar ákváðum við að taka ekki upp svokallað 12 spora kerfi eins og stuðst er við í tengslum við meðferð á áfengis- sýki. Markmið okkar með sjálfsstyrkingar- hópnum var að ná fólki saman. Að stuðla að sjálfshjálp með samhjálp, skapa vináttutengsl og stuðning. Félagsskapurinn varð að fela í sér þagnarskyldu, gagnast og koma öllum að,“ segir Héðinn og telur upp þríþættan tilgang félags- skaparins út á við. „Hlutverk okkar er að standa fyrir fræðslu um geðhvörf og leiðir til betra lífs. Við viljum veita aðhald eins og aðrir þrýstihóp- ar og vinna að því að útrýma fordómum í garð fólks með geðhvörf." Sj álfs- hjálp með samhj álp Þremur sjálfshjálparhópum geðsjúkra og aðstandenda geðsjúkra hefur verið komið á fót í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 frá því í haust. Anna G. Ólafsdóttir fékk fulltrúa úr hverjum hópi til að segja sér frá því hvað þar fer fram. Hjá Héðni Unnsteinssyni, upphafsmanni sjálfs- hjálparhópanna, kom fram að megintilgangur- inn með starfínu væri að veita sjálfshjálp með samhjálp. GEÐRÆNAN vanda hefur sjaldnast borið hátt í samfélögum í gegnum tíðina. Ekki er því fyrir að fara að útbreiðslan sé lítil eins og sannast á því að 22% íslendinga glíma við vandann á hverjum tíma. Hlutfallið gefur því til kyrma að um 50.000 íslendinga, fimm ára og eldri, þjáist af einhvers konar geðtruflun. Ef gert er ráð fyrir að þrír aðstandendur tengist hverjum sjúkl- ingi tengist yfir helmingur þjóðarinnar geðræn- um vanda í nánast umhverfi sínu. Heildarhópur- inn er líklega enn stærri. Lítil umræða um geðrænan vanda tengist þvi væntanlega hversu erfitt er fyrir aðra að setja sig í spor hinna geðsjúku. Vanþekking kallar á ótta og leiðir oft af sér fordóma. Geðsjúkir hafa því vanist því að axla byrðar sínai- í hljóði og leyna áhrifunum eftir fremsta megni. Ein leiðin til að ijúfa einangrunina og bijóta fordóma á bak aftur hefur falist í stofnun sjálfshjálparhópa geðsjúkra hér á landi. Sjálfshjálparhópamir eru þrír, vegna geðhvarfa, þunglyndis og fyrir aðstandendur geðsjúkra, og hafa verið haldnir vikulegir fundir í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7. Á geðdeild í tvennum tilgangi Héðinn Unnsteinsson átti hugmyndina að sjálfshjálparhópunum. Héðinn hefur sjálfur reynslu af geðhvörfum. Fyrstu einkennin komu fram árið 1989. Fyrsta kastið reið yfir tveimur árum síðar. Afleiðingin af því var að hann hætti námi í læknisfræði veturinn 1991 til 1992. „Eftir að hafa náð betra jafnvægi fór ég í íþróttakenn- araháskólann. Lífið gekk sinn vanagang þar til ég veiktist aftur árið 1994. Námið vék aftur fyrir veikindunum þegar ég var lagður inn á geð- deild. Meðferðin bar tilætlaðan ái-angur og út- skrift blasti við skömmu síðar.“ Eftir útskriftina varð Héðni ljóst að ekkert aðgengilegt fræðsluefni væri til um geðhvörf á íslensku. Hann sat ekki við orðin tóm og samdi, með aðstoð Snorra Ingimarssonar geðlæknis kynningarbækling um geðhvörf. Bæklingurinn skiptist í tvennt, almenna lýsingu á sjúkdómun- um og reynslusögu Héðins. Ný útgáfa með frá- sögn móður Héðins af hlið aðstandandans er væntanleg með vorinu. Stefnan er að hægt verði að nálgast bæklinginn á heilbrigðisstofnunum og rafræna útgáfu á heimasíðu útgefandans, Delta, á Netinu. Héðinn útskrifaðist frá íþrótta- kennaraháskólanum um svipað leyti og bæklingurinn kom út árið 1996. Að náminu loknu lá leið hans aftur inn á geðdeild - í nýjum til- gangi. „Ég fór að vinna á bama- og unglingageðdeild Landspítalans í eitt ár. Annars tók ég vaktir á fleiri deildum, m.a. þar sem ég hafði leg- ið inni tveimur árum áður. Að koma þar inn sem starfsmaður var afar sérstök og erfið reynsla. Eftir hléið ákvað ég að snúa mér aftur að náminu og tók almennt kennaran- ám við Kennaraháskóla íslands á tveimur árum. A sama tíma vann ég sjálfboðaliðavinnu á vegum Geðhjálpar í skólum ogfjölmiðlum. Markmiðið var að minnka fordóma og ýta úr vör upplýstri umræðu um geðraskanir. Afar brýnt er að opna umræðuna um geðrænan vanda eins og sést best á því að eft- ir að ég fór að koma fram og tala um sjúkdóm- inn hafa fimm til sex einstaklingar leitað til mín með vanda sinn í viku hverri. Atak landlæknis- embættisins stuðlaði, auk umræðunnar um Engla alheimsins, að 50% fjölgun koma á göngudeild Landspítalans í janúar. Nú er hægt að segja að flóðbylgja geðrænna vandamála skelli yfir í samfélaginu. Ekki aðeins af því við- varandi vandi er að koma upp á yfirborðið held- ur af því að geðræn vandamál eiga eftir að verða umfangsmeiri í framtíðinni eins og glögglega kom fram í máli Sigurðar Guðmundssonar land- læknis á ráðstefnu um gæðamál í heilbrigðis- þjónustu fyrir skömmu.“ Geðrækt frá grunni Eftir útskrift frá Kennaraháskóla íslands fór Héðinn að vinna að fræðsluefni um geðhvörf fyrir íslenska erfðagreiningu. Hugmyndir að tveimur sjálfstæðum verkefnum kviknuðu í huga hans sama sumar. Hin fyrri snýst um svokallaða Geðrækt. „Ég var alltaf að rekast á heimasíður og fræðsluefni um geðrækt á Net- inu. í framhaldi af því ákvað ég að athuga hvort áhugi væri fyrir því að efna til sérstaks átaks í geðrækt hér á landi. Hugmyndin féll í góðan jarðveg hjá landlækni og var í framhaldi af því — Morgunblaðið/Kristinn Héðinn er upphafsmaður sjálfshjálparhópanna. ákveðið að landlæknisembættið, Landspítalinn og Geðhjálp skyldu vinna að verkefninu í sam- einingu. Geðhjálp var falið að sjá um fram- kvæmdina og tveir starfsmenn voru ráðnir til að sinna átakinu. Ég er annar starfsmannanna og Adda Steina Bjömsdóttir hinn. Yfir verkefninu hefur verið skipaður 12 manna stýrihópur.“ Núna eru Héðinn og Adda Steina að undir- búa sig undir átakið. „Við erum að viða að okkur fræðsluefni og sækja upplýsingar á ráðstefiiur. Heimsóknir í leikskóla, grunnskóla, framhalds- skóla og vonandi háskóla hefjast í haust. Markmiðið er að kynningin verði við hæfi aldurs og þroska hvers hóps fyrir sig. Géðrækt snýst í grófum dráttum um að vekja almenning til vit- undar um vægi geðheilbrigðis. Við vitum að erfðir og umhverfi hafa áhrif á geðheilsu. Erfðir eru eins og gefur að skilja erfiðar viðureignar. Á umhverfið getum við reynt að hafa jákvæð áhrif. Geðröskun er í eðli sínu ójafnvægi. Jafn- vægi stuðlar að öryggi. Öryggi skapar vellíðan. Stóra spurningin er hvernig hægt sé að stuðla að jafnvægi, t.d. með svefnvenjum, hreyfingu og mataræði. Eins koma fjárhagslegt öryggi og til- finninga- og félagslegt jafnvægi þama inn í. Annar hluti af átakinu felur í sér að velta því upp hvenær ástæða sé til að leita faglegrar að- Aðstandendur geðsjúkra Sækjast eftir styrk, fræðslu o g þrýstingi TVÆR ungar konur hafa ásamt fleiram komið á fót sjálfshjálpar- hópi aðstandenda geðsjúkra. Hvor- ug vill láta nafn síns getið enda hafa hinir sjúku aðstandendur hvoragur viðurkennt sjúkdóm sinn. Aðeins hafa verið haldnir nokkrir fundir og er ætlunin að hefja hópastarfið af fullum krafti næsta haust. Konurnar segja að hugmyndin sé að hefja hópastarfið með opnum fræðslufundi. í kjölfarið fari áfram- haldandi hópastarf og reynt verði að fá gesti til að fræða aðstandendur um ýmsar hliðar geðrænna vanda- mála. Sterklega komi til greina að skipta hópnum upp í framtíðinni. Ekki aðeins af því að hópur aðstand- enda geðsjúkra sé ótrúlega stór heldur af því að þarfir og væntingar til hópastarfsins séu ólíkar. I ljós hefur komið að aðstandendur sækj- ast eftir því að styrkja sjálfa sig, fræðast og mynda þrýsting gagn- vart aðgerðum stjórnvalda í tengsl- um við aðbúnað geðsjúkra. Stöllurnar tala um að oft sé skort- ur á upplýsingastreymi til aðstand- enda og ekki hvað síst þegar sjúkl- ingur viðurkennir ekki sjúkdóminn. Læknar þurfa að tryggja að afneit- un sjúklingsins komi ekki í veg fyrir að aðstandendum berist nauðsyn- legar upplýsingar. Ekki sé heldur eðlilegt að aðstoð til aðstandenda sé undir því komin að sjúklingurinn viðurkenni sjúkdóminn. Sjálfshjálp- arhópurinn gefur aðstandendum tækifæri til að miðla af eigin reynslu. Með því veita þeir hver öðr- um styrk til að vinna sig út úr erfið- leikum og stuðla að eigin vellíðan. Önnur markmið hafa verið að skipt- ast á gagnlegum upplýsingum og rjúfa einangrun með því að tengjast öðrum með svipaða reynslu á herð- unum. Ungu konurnar vora beðnar að nefna dæmi um hvernig geðsjúk- dómar koma niður á nánustu aðstandendum hinna sjúku. Önnur hefur reynslu af því að eiga geðsjúkt foreldri. „Á yfirborðinu var alltaf allt slétt og fellt á heimilinu. Undir niðri kraumuðu ótrúleg átök. Við skömmuðumst okkar, lugum og vildum ekki fá aðra krakka í heim- sókn af ótta við að allt kæmist upp. Við bjuggum heldur ekki við sömu ást og umhyggju og hinir krakkarn- ir.“ Hin á veikt systkini. „Ég varð aldrei fyrir sérstökum fordómum vegna veikindanna. Allir í þorpinu vissu hvers kyns var og tóku því eins og sjálfsögðum hlut. Hins vegar fór ekki hjá því að okkur hinum systkin- unum fyndist við vera sett til hliðar á meðan veika systkininu var sinnt.“ Báðar segjast nokkuð vissar um að afar mikið sé um hjónaskilnaði meðal geðsjúkra. „Geðsjúkdómar breyta makanum og valda ýmiss konar erfiðleikum í hjónabandinu. Sambandið þarf að vera ótrúlega gott til að halda í gegnum þykkt og þunnt. Stundum vill sá heilbrigði ekki taka af skarið um skilnað af ótta við hvað verði um hinn sjúka. Hugsunin getur verið að ekki sé betra að umönnunin lendi á bömun- um. Börnin hafi þegar þolað nóg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.