Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir Kaþólikkar á Jakobsmessu í Santiago de Compostela krjúpa fyrir framan styttu af heilögum Jakobi og biðja. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir Fernando Videgain Iragui sat á bekk í León og borðaði nesti sitt. Hann skoðaði fjórar kirkjur daglega í tæpan mánuð. Morgunblaðið/Þróstur Heilagur Jakob í dómkirkjunni í Santiago de Compost- ela. Hann er talinn hafa breitt út boðskap Krists á Spáni. Allar leiðir liggja til Santiago Þúsundir fara árlega fótgangandi um 800 km leið til Santiago de Compostela á norð- vesturströnd Spánar sem talin er ein af þremur helgustu borgum kristinna manna. Hrönn Marinósdóttir hóf ferðina í Burgos síðsumars og keyrði hluta frönsku píla- grímaleiðarinnar til Santiago sem eitt sinn var talin útvörður heimsins. EFTIR því sem nær dregur þéttist fólksfjöldinn. Dómkirkjan er loks í augsýn og öngstrætin allt í kring eru full af fólki. Jakobs- messa stendur yfir og pílagrímar streyma hvaðanæva að til hinnar heilögu borgar, Santiago de Compostela. Að fornum sið hafa margir gengið leiðina til Santiago um 800 kílómetra, frá Frakklandi og yfir þveran Spán. Aðrir koma enn lengra að og úr öðrum áttum, ýniist gangandi, hjólandi, akandi eða ríðandi. í um þúsund ár hafa pflagrímar gengið til borgarinnar, þar sem hei- lagur Jakob er sagður vera jarð- settur en hann er talinn hafa breitt út boðskap Krists í þessum heims- hluta. Á miðöidum lágu allar leiðir til Santiago de Compostela. Borgin er talin vera ein af þremur helgustu borgum kristinna manna á eftir Jerúsalem og Róm. Á miðöldum, þegar mest var, kom árlega um hálf milljón manna fótgangandi til Santiago í þeirri von um að verða vitni að kraftaverki við gröf heilags Jakobs eða hljóta syndafyrirgefn- ingu. Á tímabili fækkaði pílagrím- um en nú virðist sem gönguleiðin til Santiago njóti æ meiri vinsælda, ekki síst hjá þeim sem sameina vilja útiveru, trúaráhuga og ferðalög. Caroline Phillips frá Bandaríkj- unum er talandi dæmi. Um það bil mánaðargöngu hennar um Spán er lokið og nú hvílir hún lúin bein, fyr- ir framan dómkirkjuna í Santiago. „Ætli ég hafi ekki heimsótt um 120 kirkjur samanlagt, um það bil fjór- ar á dag, en ferðalagið var afar skemmtilegt, maður kynnist fólki af ýmsu þjóðerni og nýtur þess að vera úti í náttúrunni." Mánaðarganga um grænan Spán Göngugarpar nútímans eru auð- þekkjanlegir í Santiago de Compostela. Margir haltra um með bakpoka á öxlum, hatta á höfði, göngustafi og skeljar um hálsinn - tákn þeirra sem eru handgengnir heilögum Jakobi. Skeljarnar voru upphaflega bornar til merkis um að viðkomandi hafi komið á enda ver- aldar en talið var að vesturströnd Spánar, sem Santiago de Compost- ela stendur við, væri útvörður heimsins. Göngumenn eru á öllum aldri en ungt fólk er í meirihluta. Að baki er mikið ævintýri, hjá mörgum um það bil mánaðarganga, löng og ströng um fjalllendi og grænan Spán sem á lítið skylt með þeim Spáni sem margir íslendingar þekkja frá Costa del Sol. Flestir ganga á eigin vegum en einnig eru í boði styttri skipulagðar ferðir sem hefjast t.d. í Burgos, eða León. Algengt er að menn gangi að meðaltali um 20 km á dag en sumir fara hraðar en aðrir hægar eins og gengur. Ein af menningar- borgum Evrdpu Dag postulans Jakobs bar upp á sunnudag í fyrra, 25. júlí, og þegar svo ber undir er þess vænst að kaþ- ólikkar geri sér ferð í dómkirkjuna í Santiago til þess að biðjast fyrir- gefningar á syndum sínum. Um tíu milljónir manna komu til borgar- innar árið 1999 í tilefni Jakobs- Morgunblaðið/Þrbstur Á Jakobsmessu sl. sumar myndaðist löng röð fyrir framan dómkirkjuna í Santiago de Compostela þar sem heilagur Jakob er talinn livfla. í fyrra komu 10 ntilljónir mannatil borgarinnar ítilefni Jakobsmessu. messu, þar af fetuðu um tvær millj- ónir slóð pílagríma til forna. íbúafjöldi Santiago de Compost- ela er svipaður og í Reykjavík og þar er vinsæll háskóli. Borgin hlaut menningarverðlaun Evrópuráðs en auk þess hefur UNESCO útnefnt hana sem eina af gersemum heims- ins. Alla jafna er rólegt í Santiago de Compostela, lítið er um ferðamenn nema þegar Jakobsmessa stendur yfir sem næst verður árið 2003. Væntanlega er einnig líflegt um að litast i borginni í ár því Santiago er ein af níu menningarborgum Evrópu. Á torginu fyrir framan dómkirkj- una fögru á Plara de Obradoiro í Santiago de Compostela er mikið um að vera. Löng biðröð er inn í kirkjuna um „heilögu dyrnar" á framhlið hússins, Portico la Gloria. Aðeins er gengið inn um þær, þau ár sem Jakobsmessa stendur. Ung- ir sem aldnir, heilu fjölskyldurnar láta sér lynda að bíða í röðinni guðslangan daginn í steikjandi hit- anum. Þar eru skemmtikraftar af ýms- um toga. Menn leika styttur, einn stóð grafkyrr eins og Rómverji og annar lék munk. Lítill drengur rak upp skelfilegt vein þegar styttan hreyfði sig. Rómverjinn er á lífi! í nágrenninu úir og grúir af veit- ingastöðum og verslunum sem selja minjagripi; styttur af heilögum Jakobi, göngustafir, skeljar og litl- ar sekkjapípur sem gefa frá sér skerandi hljóð, en börnin hafa gam- an af. Santiago er borg handverks- manna og silfurmunir af ýmsum toga setja svip á verslanir. Röðin þokast hægt að inngangin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.