Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 13

Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 13 Morgunblaðið/Þröstur Göngugarpar frá Frakklandi, Bandarikjunum, Argentínu og Spáni á Plaza de Ana í Burgos; Amalio, Adam, Nacho, Juanna, Carolina, Eva, Elena, Jose, Esteban og Pepe. C. Ortegal •El Ferrd na B i S k a j a f I Ó i r- n a ix is i a II cdeíwas 1 FRAKKLAN ftpl Pprrnl -s*/. 1 .Giión / i : o Saniandw Biamtz o«Bayonne iq eviiiaiba »Tineo •Oviedo auanes Bilbao » 1 * 3 b r i u fj ö I l SanSebastián 7,1 •Lugo v & 'pala> ,arA, v zvinabiino vhona Pamplona < > deRei " i. . •LaVooiiia Reinosa • Estella., imv Monfode ' *• *on .rra a León Belorado'5'0 /* <• v » Osorno . ,* . ■ w |V ©Orense Astorga - . • _/ •: Logrono s\e*%A n ' Burgos * <c- *Viflada Castrojenz 3 • LaGudma eVaideras »Paipnrja ° D Lourdes0™**8 • W'J*i’W "• (4 ^&Í/Vj'// -- •Baltar um, loks ganga pílagrímar inn í stórt anddyri og þar fyrir ofan gnæfir Portico de la Gloria. Sam- kvæmt gamalli hefð leggur píla- grímurinn hönd á líkneski af Ja- kobi, þar hefur myndast dæld sem markast hefur afþeim milljónum pílagríma sem á undan komu. Píla- grímurinn lýtur höfði og ennið snertir súluna. I gegnum tíðina hef- ur skapast hjátrú í kringum þessa helgiathöfn. Margir kaþólikkar trúa að ein ósk þeirra af þremur muni rætast þegar höndin snertir styttuna. Á segllausu skipi stýrðu af Guði Jakob var lærisveinn Jesú, bróð- ir Jóhannesar og sonur fiskimanns- ins Zebedee. Jakob boðaði fagnað- arerindið á Spáni og naut mikilla vinsælda, að því er sagan segir. Ekki tókst honum að snúa mörgum til kristinnar trúar og því sneri hann aftur til Palestínu. Þar var hann líflátinn en lærisveinar hans fluttu líkama hans aftur til Galisíu - á báti án segla sem stýrður var af Guði. Gröf hans gleymdist í 800 ár, allt þar til konungurinn Alfonso annar, byggði kirkju á þeim stað þar sem talið er að hann hafi verið jarðsettur og fljótlega varð Jakob himneskur verndari Spánar. Hrafn Sveinbjarnarson á ferð í Jakobslandi Jakobssaga postula var þýdd á íslensku á miðöldum, að sögn Ás- dísar Egilsdóttur, lektors við Há- skóla Islands. Vitað er um fáeina norræna menn sem komu til Galis- íu, að sögn Ásdísar, Hrafn Svein- bjarnarson og Noregskonungana Olaf Haraldsson og Sigurð Jórsala- fara. Einnig fór Rögnvaldur Ork- neyingajarl þangað. Minnst er á ferð Sigurðar í Heimskringlu og Rögnvalds í Orkneyingarsögu. Þeir munu hafa farið sjóleiðina og Hrafn væntanlega líka. Hrafns saga er stuttorð um ferð Hrafns. Þar segir aðeins; „Þaðan fór hann vestur til Jakobs.“ Ásdís segir að í íslenskum miðaldaritum hafi Galisía verið kennd við Jakob og kölluð Jakobs- land. Stærsta reykelsisker heims í kirkju Dómkirkjan í Santiago krefst nánari skoðunar. Heila dagstund ef ekki meira þarf til þess að skoða innviði þessarar mögnuðu kirkju sem margir helstu listamenn Spán- ar hafa skrýtt. Hún er gríðarstór, sjálft kirkjuskipið er á stærð við fótboltavöll, þar eru stórir sjónvar- psskermar og í hliðarsölum er fjöldi minni kapella, elsti hluti kirkjunnar er talinn vera frá árinu 1075. Til þess að komast inn í grafhvelfing- una í kjallara, þurfti einnig að standa í biðröð en þar eru jarðnesk- ar leifar Jakobs postula og tveggja lærisveina hans sagðar hvíla í duft- silfurkeri. Við altarið heilsa menn heilögum Jakobi eina ferðina enn, þar er stytta af honum í gervi píla- gríma. Við altarið er að finna stærsta reykelsi í heimi, ef marka má orð Monicu Diaz, leiðsögu- manns. „Kveikt er á því einu sinni á dag og hvorki meira né minna en átta menn þarf í að sveifla því til og frá. Kerið var upphaflega sett upp til þess að eyða ólykt af pílagrímum sem sóttu kirkjuna langt að.“ Leiðsögn um dómkirkjuna er í boði tvisvar á dag yfir sumartímann og messur eru haldnar reglulega. Vel látið að pflagrímum fyrr og nú Heppnin var með pílagrímnum Picard Manier sem kom til Compostela árið 1726. Hann fékk heitt súkkulaði hjá St. Francis munkum, hádegismat hjá St. Mart- ins munkum eða jesúítum og kvöld- verð hjá St. Dominik munkum. Góð rúm biðu hans í konunglega sjúkra- húsinu og á kvöldin sótti hann veit- ingastaði þar sem í boði voru sar- dínur og vín. Tímarnir hafa breyst en sá sem veifar skjali þess efnis að hafa komið fótgangandi hina fornu leið til borgarinnar fær ókeypis málsverð og gistingu í borginni. Borg Jakobs er sneisafull af sögu liðins tíma sem gaman er að skoða á daginn en kvöldin eru ætluð til þess að sitja á kaffistöðum og njóta mat- ar. Þjóðarréttir Galisíu eru alls kyns sjávarréttir, sér í lagi skel- fiskur og kolkrabbi í eigin bleki. Pílagn'mar fyrri alda gengu sömu vegslóðir og báðust fyrir í sömu kirkjum og nútímaferðalangar. „Sá sem tekur vel á móti píla- gi-ímum tekur vel á móti drottni sjálfum," segir í gamalli ferðabók munks sem fór fótgangandi til Santiago. Líklega á það enn við í dag því íbúar þeirra staða sem farið er um, eru einstaklega almennilegir. Margir staðir hafa eingöngu byggst upp vegna þjónustu við píla- gi-ímanna. Ekki er unnt að tala um eina píla- grímaleið til Santiago, þær eru margar. Einkum eru kunnar silfur- leiðin sem liggur sunnar úr álfunni, alla leið til Afríku og Arabíu. Norð- urleiðin, portúgalska leiðin og franska pílagrímaleiðin Camino Frances sem er langþekktust og fjölförnust. Sú franska liggur frá landamær- um Frakklands frá Somport eða Roncevalles. Gengið er þvert yfir Kastilíu- og Leónfylki og þaðan til Galisíu. Franska leiðin var upphaflega verlsunarleið Rómverja og nefndist vetrarbrautin vegna stjarnanna sem lýsa veginn. Lítið er um stórar borgir á leiðinni, en meira um bæi og þorp sem sum hafa eingöngu byggst upp vegna ferðalaga pílagi'ímanna fyrr á öldum. Franska leiðin er mjög vel merkt, alls staðar eru göngustígar sem liggja um merkta pílagrímastaði. Á leiðinni er fjöldi kirkna, auk þess má fmna klaustur og söfn í stórum stíl. Áhugavert er að virða fyrir sér byggingalistina en að margra mati gætir þar erlendra áhrifa sem rekja má til ferða pílagríma. Veðráttan eru töluvert önnur en sunnar á Spáni, það rignir meira og ekki er eins heitt og á algengum sumarleyfisstöðum íslendinga. Þegar ég var á ferðinni í lok ágúst var fremur svalt í veðri á kvöldin og dagarnir sólarlausir að mestu, stöku sinnum rigndi. Pílagrímum býðst ódýr gisting í Kastilíu- og Leónfylki og í Galisíu kostar hún ekki peseta, hvað þá meira. Pílagrímagistihúsin eru flest opin frá byrjun maí og fram í októ- ber. Sum lengur. Morgunblaðið/Þröstur Leiðin til Santiago getur stund- um reynst löng og ströng. Mynd- in er tekin í útjaðri borgarinnar Burgos og pflagrúnamir eiga um 200 km ófarna. Margir segja heppilegast að ganga snemmsumars þegar hlýtt er í veðri og blómin eru að springa út. Vinsælasti ferðatíminn er í júlí og ágúst en þá hefjast sumarieyfi hjá Spánverjum sem margir kjósa að ganga leiðina til Santiago. Ódýrt og öðruvísi sumarfrí Flestir þeirra sem ganga pflag- rímaleiðina eru ekki reyndir göngu- menn. Margir hafa aldrei gengið svona langt áður og munu aldrei gera það aftur. En hvers vegna ákveður fólk að eyða sumarleyfinu í að fara fótgangandi nærri 800 km leið til Santiago? Fyrir því eru margar ástæður. Aðspurðir sögðu margir að þetta væri er ódýr ferða- máti, umhverfið sé fallegt og fé- lagsskapurinn alþjóðlegur. Áhuga- vert sé að upplifa Spán, söguna og menninguna á annan máta en vant er og sumarfrí sem þetta er um- hverfisvænt! Trúarlegar ástæður liggja að baki hjá mörgum, að upplifa ein- semdina, hugsa um Guð og tilgang lífsins. Jafnvel finna lausn á lífsins gátum. Aðrir ganga heilsunnar vegna, þurfa að losna við fáein aukakíló. Sjálfsagt er fátt meira endurnærandi en að ganga um sveitir Norðvestur-Spánar, jafnvel einn með sjálfum sér. Lífsgæða- kapphlaupið er langt undan. Hjólreiðar eru mjög vinsælar á Spáni og margir kjósa að hjóla til Santiago. Ferðin tekur þá styttri tíma en á nokkrum stöðum er hjól- reiðafólki gert erfitt um vik þar sem stígurinn er þröngur og bratt- ur. Við gistihúsin er hestaaðstaða fyrir þá sem kjósa að fara ríðandi en þó nokkuð er um það. Burgos mikilvægur áfangastaður í Burgos rakst ég fyrst á slóðir pílagrímanna. Burgos er lítil, falleg borg í Kastilíu- og Leónfylki, um það bil miðja vegu milli landamæra Frakklands og Santiago de Compostela. Þaðan keyrði ég frönsku leiðina til León, þaðan til Villafranca Del Bierzo og lauk ferð- inni í Santiago de Compostela. Burgos var mikilvægur áningar- staður pílagríma fyrri alda, einkum vegna „silfur“ dómkirkjunnar sem enn er helsta kennileiti Búrgos en þar liggur þjóðhetjan E1 Cid grafin. Einnig var þar fjöldi klaustra og sjúkrahúsa fyrir pílagrímana forðum sem komu sárfættir og margir þjáðir eftir margra vikna- eða mánaðagöngur. I gamalli ferðabók, ítalska munksins Domenico Laffi frá 17. öld stendur um Burgos; Við borgar- mörkin er spítali, Hospital del Rey, sem er eins og borg í borginni svo stór er hann. Þar er rúm fyrir 2000 manns og látið er vel að pflagrím- um, góð rúm og afbragðs matur. Byggingu dómkirkjunnar í Burg- os lauk snemma á 13. öld. Hún er talin gott dæmi um áhrif pílagríma á arkitektúr og listir á Spáni m.a. gætir þar sterkra franskra áhrifa. Fyrir framan kirkjuna er fallegt torg, Plaza de Ana og þar sitja nokkir pílagrímar, frá Argentínu, Bandaríkjunum, Frakklandi og Spáni, og svala þorsta sínum við gosbrunninn. Spánverjarnir Ama- lio og Esteban, upplýsa að hópur hafi hist á leiðinni og gengið saman mestallan tímann frá Roncevalles. „Við höfum gengið um það bil 20 kílómetra á dag en nú skilur leiðir. Eg vinn í Madríd og þar sem sum- arfríinu er lokið, verður Santiago að bíða betri tíma,“ segir Esteban. Þetta er í annað sinn sem Amalio gengur slóð pflagrímanna. „Með göngunni svala ég íþróttaþörf en einnig finnst mér gaman að ganga og hitta í leiðinni fólk af öllum þjóð- ernum.“ Áður en haldið er í svona langa gönguför telur Amalio ráð- legt að fólk fari í læknisskoðun og stunda líkamsrækt eða göngur í nokkurn tíma. „Algengt er að fólk hætti á miðri leið, ef það er ekki nægjanlega vel undirbúið. Lítill farangur er einnig lykilatriði, góðir skór og að borða heilsusamlega." Leiðin milli Burgos og León ligg- ur um dali og fjöll og mikið er um litla miðaldabæi og þorp. Kirkjan í Fromista er t.d. þess virði að skoða en eftir Sahagun byrja spænsku slétturnar og fremur fátæklegt er um að litast. Borgin León er hins vegar ríkmannleg og afar falleg. Mikið er um sögufrægar minjar. Gotneskja dómkirkjan þar er kannski ívið minni en sú í Burgos en fallegri að mati sumra. I basilik- unni San Isidoro er úrval freskna frá 12. öld. og þar í kring má sjá vel varðveitta rómverska borgarveggi. Fyrir framan Parador San Marcos, hótelið í León, sat Fernando Videgain Iragui frá Navarra á bekk og borðaði nestið sitt; brauð og oststykki. Hann hef- ur gengið frönsku leiðin áður og hefur ætlað sér tæpan mánuð til fararinnar. „Ég geng í mesta lagi 35 kílómetra á dag en hvílir mig nokkra daga inn á milli. “ Iragui upplifir ferðina sem pflagrími, hann heimsækir að meðaltali um fjórar kirkjur hvern dag og biðst fyrir- .„Mér finnst gott að vera einn á ferð og hugleiða. Að ferð lokinni er mað- ur endurnærður á sál og líkama.“ Villafranca del Bierzo er vinalegur bær Astorga er næsti bær við León, önnur borg með rómverska fortíð. Astorga er minni en León en þar er mikið af sögufrægum stöðum svo sem dómkirkjan og biskupshöllin sem hönnuð er af Gaudi. Astorga er einnig fræg fyrir smjörkökurnar sínar. Eftir Astorga breytist lands- lagið að nýju og skógar koma í ljós og vínræktarhéruð. I litla, vinalega fjallabænum Villafranca del Bierzo, er algengt að pílagrímar staldri við því þar er að finna alls kyns minnis- varða um ferðir pílagríma til forna. Þeir sem ekki treystu sér til að ganga lengra, fyrr á öldum, gátu í Villafranca fengið fyrirgefningu syndanna. Fjall gleðinnar og ferðin á enda Palozzas, lítil hús sem líta út eins og spænskir strákústar, eru það fyrsta sem blasir við þegar komið er til Galisíu. í bænum O Cebreio sem frægur er fyrir ostagerð, er að finna nokkur Pallozzahús, sem byggð voru að hætti Forn-Kelta. Santiago nálgast óðfluga. Fjall gleðinnar er í augsýn. Það hlýtur að hafa verið stórkostleg stund í huga pílagríma til forna að koma að borgarmörkum Santiago De Compostela. Frá Fjalli gleðinnar, Monte do Cozo er útsýni yfir borg- ina helgu. Loks var að baki erfitt og sjálfsagt lífshættulegt ferðalag. Samkvæmt hefð, áttu pílagrímarnir að afklæðast og baða sig í Lavacolla ánni, áður en gengið var á fjallið. Nýþvegnir og glaðir í bragði skund- uðu þeir síðan að Fjalli gleðinnar. Sá sem kom fyrstur var sjálfkjörin leiðtogi hópsins. Domenico Laffi skrifaði: Við að sjá Santiago féllum við á hnén, grétum af gleði og sungum Te Deum en aðeins nokkrar línur, því tárin féllu í stríðum straumum, hjartað barðist í brjósti og snöktið yfirgnæfði sönginn. Um síðir linnti táraflóði og syngjandi héldum við áfram síðasta spölinn. Af Fjalli gleðinnar er nú lítið að sjá annað en sjónvarpsloftnet Santiagoborgar og sjaldgæft er að ferðamenn tryllist af kæti við kom- una þangað. Mörgum er sjálfsagt létt en Fjall gleðinnar er einnig til merkis um að ferðin sé á enda. Sveitasælan er á bak og burt. Borg- in bíður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.