Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dauðinn á steppunni. Ljósmyndir /Asgeir Sverrisson DZUD Horfellir á steppum Mongólíu D*WK*K»KKV«*«« BORGPIRSKA lopapeysan er margoft lofuð þennan dag sem flesta aðra. Vind- urinn sem æðir yfir stepp- ur Mongólíu er kaldari en nokkuð annað sem reynt hefur verið í þessu jarðlífi. Orðtakið að kuldinn „smjúgi í gegnum merg og bein" öðlast nýja og bókstaflegri merkingu. Einungis harðgert fólk fær þraukað í þessu einstaka landi. Hundarnir hafa verið reknir í burtu og okkur er því óhætt að nálg- ast tjöld hirðingjanna sem dvelja stóran hluta ársins hér í auðninni miðri. Þrjár fjölskyldur búa hér sam- an og eftir að við höfum komið okkur fyrir inni í einu tjaldinu, sem Mong- ólar nefna „ger" tekur einn fjölskyldufaðirinn að segja okkur hvernig fimbulveturinn eða „dzúd" hefur leikið þetta fólk. Um þriðjung- ur skepnanna er dauður, hrossin eru horfin en kindurnar og geiturnar halda enn velli. Börnin stara á þessa undarlegu gesti sem troðið hafa sér inn í líf þeirra; flest hafa þau aldrei séð hvítan mann áður. Við höldum af stað frá höfuðborg- inrii Úlan Bator (sem nefnist á mong- ólsku Úlaan Bathaar) á þremur fjór- hjóladrifsbílum, sjö norrænir blaðamenn, þrír starfsmenn Samein- uðu þjóðanna, fulltrúi almannavarna Mongólíu og tveir mongólskir sjón- varpsfréttamenn. Ferðinni er heitið í suðvestur til bæjarins Arvækhír, sem er höfuðstaður Úrkhangæ-hér- aðs en þar hefur horfellirinn vegna „dzúd" verið einna mestur. Ekið er eftir einum skásta vegi Mongólíu, sem var lagður slitlagi fyrir einhverj- um áratugum en er nú einna líkastur því að ítrekað hafi verið gerðar á hann loftárásir. Hann er með af- brigðum hæðóttur og oft liggur við slysi þegar nauðhemla þarf vegna skurða í veginum eða þegar tekið er framúr hægfara vöruflutningabílum frá sovét-tímanum. Það tekur okkur átta klukkutíma að keyra þessa 480 kflómetra með réttnefndum glanna- akstri. Oft er fljótlegra að aka utan vegar. Einn bílanna gefst upp á leið- inni. Mongólía er land ævintýralegra víðerna. Steppan sýnist endalaus, hvergi er hús að sjá en í norðri gnæfa miklir fjallgarðar. Himininn er heið- ----------------------.------ RÚSSLAND Ulaarigom Hovd i Hovsgol Nuur HEN^ Choybalsan0,- OÚIanBator - Fuhai M O N G Ó L í A r/ Arvækhír S „ \ Chifenge R4.»«* I- ? 6 ** ^ Dalandzadgad S* ^ Peking O K í N A Mongólía Stærð: 1.566.000 ferkílómetrar (15 sinnum stærra en ísland). íbúafjöldi: 2.380.000. Höfuðborg: Úlan Bator (jafnan tal- in kaldasta höfuöborg heims). Tungumál: Mongólska, rúss- neska, kínverska. Stjórnkerfi: Landinu er skipt upp í 21 hérað sem nefnast „æmak" á mongólsku auk þess sem höfuö- borgin nýtur sjálfsstjórnar. Þéttbýli/drelfbýli: 51,9% þjóðar- innar búa f þéttbýli en 48,1% í dreif- býli. Rúmurfjórðungurþjóöarinnar býr í Úlan Bator. Aðrir helstu þéttbýl- isstaðireru Darhan (um 90.000 íbúar) og Erdenet (um 65.000 íbúar). Trúarbrögð: Tíbetskur búddismi, múhameðstrú, andatrú, kristnum fer fjölgandi. Þjóðin: Rúm 86% þjóöarinnar eru svonefndir Khalk Mongólar. Rússar voru áöur fjölmennir en eru flestir fluttirþurt. Stjórnarform: Lýðræði. 76 full- trúarsitjaá þingi. Gjaldmiðill: Túgrík. (um 1.000 tú- grík eru t einum Bandaríkjadollar). Aldurssamsetning: Mongólska þjóðin er óvenjulega ung. Rúm 60% þjóðarinnar eru yngri en 30 ára og 40% Mongóla eru undir 16 ára aldri. Meðaltekjur heimlla: Um 73 Bandaríkjadalir á mánuði eöa rúmar 5.000 krónur (tölur frá I sept. 1997). Fátaekt: Samkvæmt opinberum tölum draga 36,8 % þéttbýlisbúa fram lífiö undirfátæktarmörkum en 27,5% landsbyggðarfólks. Utan ættjarðar: Rúmar fjórar millj- ónir Mongóla búa utan Mongólíu, flestir í Rússlandi og Innri-Mongólíu sem Kínverjarráða. Þessi aldraði hirðingi gætti hrossanna á meðan yngra fólkið leitaði þeirra sem horfið höfðu í auðninni. ur og blár og sólin skín þennan dag líkt og flesta aðra í Mongólíu. Eftir því sem fjarlægðin frá höfuð- borginni eykst fjölgar rotnandi hræj- unum við vegarkantinn. Allt eru það hross eða kýr, ldndurnar og geiturn- ar þola „dzúd" betur. Hjarðir grind- horaðra dýra er víða að sjá og oftar en ekki fylgja þeim hirðingjar. Einn þeirra biður um far, hann hefur ákveðið að skilja hestinn eftir þar sem hrossið megnar ekki lengur að bera eigandann. Hestarnir eru ann- ars flestir horfnir, þeir halda einfald- lega út í buskann þegar hvergi er stingandi strá að finna. Og svo er ekki nú; steppan er grábrún og öld- ungis lífvana. Hún grænkar ekki fyrr en um miðjan júní. Þá óttast menn að horfellirinn hafi margfaldast og að fátækustu hirðingjafjölskyldurnar, þær sem áttu innan við 50 skepnur áður en fimbulveturinn skall á, muni svelta heilu hungri. Hirðingi án hrossa er illa staddur, illmögulegt er að leita haga og bjarg- ráða án þarfasta þjónsins í þessu landi. Þess vegna vantar marga hirðingjana skó, þeir hafa slit- ið þeim upp til agna í leit sinni að horfnum búpeningnum. Eftir því sem lengur er dvalist í Mongólíu verður okkur ljóst hversu einstakt samband hirðingjans og skepna hans er. Nær náttúrunni verður vart kom- ist. Koma okkar til Arvækhír telst til stórviðburða þar um slóðir. Þetta er rúmlega 20.000 manna þorp og höf- uðstaður Úrkhangæ-héraðs. í hérað- inu búa rúmlega 114.000 manns og það er 63.500 ferkílómetrar að stærð. Mongólía skiptist upp í 21 hérað og hafa 13 þeirra fengið að kenna á nátt- úruhamförunum. Hérað nefnist á mongólsku „æmak" og í Úrkhangæ eru 19 „súm" eða „þéttbýliskjarnar". Tæp 75% íbúanna hafa framfæri sitt af kvikfjárrækt en hefðbundin nytja- dýr Mongóla eru hross, nautgripir, kindur og geitur auk kameldýra. Börnin stara á okkur líkt og við værum verur frá öðrum hnetti sem reyndar er ekki svo fjarri lagi. Þetta eru falleg og brosmild börn, snyrti- leg og sýnast lífsglöð. Hræðslan vík- ur brátt fyrir forvitninni og sælgætið hverfur eins og dögg fyrir sól. Full- orðna fólkið fylgist grannt með okk- ur þar sem við stöndum á aðaltorgi bæjarins. Það er feimið en undrun þess er vingjarnleg og einlæg. Við eigum eftir að kynnast einstakri gestrisni mongólskra hirðingja síðar. Á fundi með 0. Batmúnkh, héraðs- stjóra Úrkhangæ, fáum við yfirlit yf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.