Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 15 ir stöðu mála. Skepnur tóku að falla úr hor um miðjan janúar. Nú eru 412.800 dýr dauð eða um 14% heild- arfjöldans í héraðinu. Um 9.000 fá- tækar fjölskyldur eru að missa lífs- afkomuna sökum vetrarkuldanna eða „dzúd“. Uppbygging síðustu þriggja til fimm ára er orðin að engu og önnur þrjú til fimm ár mun taka að bæta skaðann. Óttast er að allt að 700.000 skepnur muni falla úr hor í þessu eina héraði þegar afleiðingar „dzúd“ ná hámarki í maí. Það er um þriðjungur búpeningsins í héraðinu. Sumar fjölskyldur gætu misst allt að helming skepna sinna. „Matarskort- ur er yfirvofandi,“ segir Batmúnkh héraðsstjóri. „Hinir fátækari munu jafnvel líða hungur,“ bætir hann við og segir afkomu íbúa héraðsins nú að stórum hluta komna undir þeirri að- stoð sem berist erlendis frá. Sauðburður stendur yfir fram til 20. apríl. Veikburða skepnur geta af sér veikburða afkvæmi og í þeirri staðreynd birtist ein langtímaafleið- inga ótíðarinnar miklu. Dýrin skortir fóður og næringu og frá starfsmönn- um Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna heyrum við að aðstoðin er- lendis frá miðist við það að halda lífi í dýrunum því þannig verði lífinu einn- ig haldið í fólkinu. „Deyi skepnumar, deyr fólkið,“ segir O. Batmúnkh hér- aðsstjóri og má segja að þessi ein- falda speki feli í sér kjama tilveru hirðingjans. Örlög manna og dýra em eitt og hið sama. Jafnvægi í nátt- úranni tryggir afkomu manna og fer- fætlinga. Raskist það er voðinn vís. „Dzúd“ er þó fióknara fyrirbrigði en svo að þessi lýsing dugi. Smám saman skýrist myndin og henni fylg- ir gleggri skilningur á lífinu í Mongó- líu og þeim breytingum sem riðið hafa yfir samfélagið á síðustu tíu ár- um. „Dzúd“ er nefnilega fremur regla en undantekning og sá skortur á viðbúnaði sem einkennir horfellinn mikla í Mongólíu verður aðeins sett- ur í samhengi við hran hins mið- stýrða áætlanakerfis sem landsmenn máttu búa við í rúmlega 60 ár. Mongólía varð hluti af sovésku áhrifasvæði í upphafi þriðja áratug- arins þegar landsmenn öðluðust sjálfstæði frá Kínveijum með hjálp Rauða hersins. Sovésk áhrif fóra sí- vaxandi, menntamenn fóra til Sovét- ríkjanna til náms, mongólska staf- rófið var lagt niður og kyrilískt letur tekið upp. Sovéskir stjórnarhættir vora innleiddir á öllum stjórnsýslu- stigum. Martröð mongólskra hirð- ingja hófst árið 1956 þegar sovésku nýlendu- herramir ákváðu að samyrkjuvæða kvikfjárræktina. Hirðingjar vora neyddir til að láta skepnur sínar af hendi í nafni sósíal- ískra framfara. Margir kusu frekar að stytta sér aldur en að segja skilið við dýrin. Aðrir vora fangelsaðir og hurfu í vinnubúðakerfi sósíalismans. I stað sjálfsþurftarbúskapar sem mótast hafði á steppum Mongólíu 1 gegnum árþúsundin var ínnleidd miðstýring og hagfræði framleiðslu- áætlana. Hirðingjar voru neyddir til að gerast sósíalískir verkamenn á samyrkjubúum. Framleiðslan var tekin frá þeim og flutt til höfuðborg- arinnar, Ulan Bator, þaðan sem hluta hennar var aftur dreift til íbúanna en afgangurinn var fluttur úr landi. Hvert hérað varð hluti af framleiðsluferli sem laut miðstjórn- inni í Úlan Bator. Mongólía varð síð- an að uppfylla tilteknar áætlanh' inn- an „efnahagsbandalags" Sovét- ríkjanna og leppríkja þeirra er nefndist COMECON. Samyrkjuvæðingunni var lokið ár- ið 1960. „Aætlunin varð lög,“ segir Myatavyn Tsagaan, þekktur mong- ólskur útvarpsmaður og formaður samtaka mongólskra hirðingja sem man þessa tíma vel. Hann lýsir því hvemig hefðir mongólskra hirðingja vora traðkaðar í svaðið og hvernig landsmenn urðu smám saman háðir hinum sovésku yfirboðuram sínum. Þegar veldi kommúnismans hrundi í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum fengu Mongólar um 30% þjóðar- tekna sinna í formi styrkja frá Sovét- ríkjunum. Er það svipað og gilti um Kúbu. Fyrir samyrkjuvæðinguna á árun- um 1956-1960 er talið að hirðingjar í Mongólíu hafi verið um 230.000 eða 60-70% vinnuaflsins. Þegar valda- kerfi sósíalismans hrundi til granna Séð yfir bæinn Arvækhír, höfuðstað Úrkhangæ-héraðs. og Mongólar losnuðu undan sovésk- um yfirráðum árið 1990 vora hirð- ingjar 160.000 að tölu en Mongólum hafði fjölgað og taldi þjóðin þá um tvær milljónir manna. Nú búa í Mongólíu rétt tæpar 2,4 milljónir manna. Hran kommúnismans snerti vitanlega alla þætti þjóð- lífsins í Mongólíu. Tæp- lega 65 ára valdakerfi leystist upp á örskömmum tíma. Af- leiðinga þessa gætir einna mest á landsbyggðinni þar sem öll ríkisrek- in atvinnustarfsemi lagðist af með tilheyrandi fjöldafátækt og atvinnu- leysi. Nefna má að í Úrkhangæ-hér- aði þar sem 114.000 manns búa eins og áður sagði er nú aðeins starfrækt ein verksmiðja. Hún framleiðir vodka en drykkjusýki er þjóðarböl Mongóla líkt og fleiri þjóða sem lentu undir sovéskri ráðstjóm. I kjölfar hrans kommúnismans var lýðræði innleitt og fram fór einkavæðing búpenings landsmanna, samkvæmt flóknum reglum sem smíðaðar vora í þessu skyni. Alls vora 255 samyrkjubú leyst upp árið 1990. Að auki snera margir þéttbýl- isbúar aftur til heimahaganna og tóku upp hefðbundna lífshætti mong- ólskra hirðingja. Af þeim sökum er ekki óþekkt að hirðingjar búi yfir góðri menntun. Afleiðingin varð sú að fjöldi hirðingja tvöfaldaðist og era þeir nú um 400.000 að tölu. Um helm- ingur Mongóla býr í þéttbýli en hinn helmingurinn á steppunum og er al- gengt að menn stundi búskap með annarri vinnu til að draga fram lífið. Að sögn Myatavyn Tsagaan skýrir þessi fjölgun hluta þess mikla vanda sem fimbulyeturinn hefur haft í för með sér. í Úrkhangæ-héraði var frostið í vetur að jafnaði 32-40 stig sem er um tíu gráðum undir meðal- lagi. Rót vandans er hins vegar að finna í sumrinu í fyrra sem var óvenju þurrt. Spretta var því léleg en skepnur mongólskra hirðingja byggja upp forða yfir sumartímann sem gerir þessum harðgerðu dýram kleift að þrauka veturinn. Skepnurn- ar voru því sérlega illa undir þennan „dzúd“ búnar. Tsagaan segir að horfellirinn nú hafi því verið öldungis fyrirsjáanleg- ur. „Fimbulvetur era reglubundin fyrirbrigði í mongólskri náttúra og koma jafnan á fimm til sex ára fresti. Óvenju langt er hins vegar liðið frá hinum síðasta eða rúm tíu ár. Þetta er því í fyrsta skipti sem „dzúd“ skellur á frá því að kommúnisminn hrandi og búpeningurinn var einka- væddur. Menn sváfu á verðinum. Auk þess verður að hafa í huga að sökum fjölgunar í stétt hirðingja höfðu fjölmargir bæst í hópinn sem bjuggu hvorki yfir nægilegri reynslu né fyrirhyggju. Hinir reyndari munu standa þetta högg af sér,“ segir Tsagaan. Hann bætir við að mongólskir hirðingjar drepi ógjarnan dýr sín en hann hafi sjálfur hvatt til þess í út- varpsþáttum sínum síðasta haust að lélegri skepnurnar yrðu slegnar af til að tryggja afkomu hinna sterkari. „Dzúd er eins og dómari sem dæmir hina óhæfu til dauða,“ segir Tsagaan. „Góð“ dýr geti þolað allt að sex mán- aða þrengingar en við blasi að sökum Kátar stelpur með æði Ijóshærðar og vestrænar dúkkur á Barnaheimili númer 4. Barna- heimili númer 4 í Mongólíu geta litlar fjárupphæöir breytt miklu. í þorpinu Arvækhír er aö finna „Barnaheimili númer 4“ sem svo nefnist ennþá en á sovét- tímanum voru flestar verksmiðjur og opinberar stofnanir aðgreindar með númerum í Mongólíu sem og öðrum sósíalískum ríkjum. Á Barnaheimili númer 4 dveljast börn á aldrinum 3 til 7 ára og fer þar þvíeinnig fram undirbúningurfyrir eiginlega skólagöngu. Barnaheimil- ið var í algjörri niöurníðslu og í raun ekki brúklegt þegar því barst aðstoð upp á 200.000 túgrfk (um 200 Bandaríkjadali eða rúmar 15.000 krónur) frá Sænsku þróunarstofn- uninni SIDA. Fyrir þessa peninga var unnt að innrétta upp á nýttfjórar stofur og kaupa leikföng handa börnunum. Um það sáu konur sem starfa sem sjálfboðaliðarí bænum. Barnaheimilið fékk einnig 200.000 túgrík frá Soros-stofnun- inni og var þeim þeningum varið tii að gera upp fimmtu stofuna auk þess sem leikföng voru einnig keypt. Skólastofur þessar eru bjartar, snyrtilegar og hlýlegar og ekki fór á milli mála að börnin nutu sín vel á þessu barnaheimili. Tveir eða þrír starfsmenn voru í hverri stofu og voru þeir sammála um að aðstæður allar hefðu gjörbreyst sökum styrkja þessara. í einni stofunni voru tvö fötluð börn og kvaðst starfsfólk merkja að þau hefðu tekið um- talsverðum framförum við að vera innan um jafnaldra sína við svo Kynjaímyndir virðast þær sömu í Mongólíu og á Vesturlöndum. Alltjent léku stelpurnar hjúkrunarkonur en strákarnir bílstjóra. ákjósanlegar aðstæður. Nokkuö skyggir hins vegar á að margir foreldrar hafa ekki efni á að senda börn sín á Barnaheimili núm- er 4. Gjöldin eru um 150 krónur á mánuði og sú upphæð er mörgum ofviða. Þannig má breyta lífi marga í Mongólíu með hnitmiðaðri aðstoð við „grasrótina".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.