Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ + Nóg var að gera á saumastof- unni og elgandinn hugðist færa út kvíarnar. Þróunar- hjálp í grasrótinni ÞRÓUNARSTOFNUN Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefur haftfrum- kvæði að og umsjón með mörgum athyglisverðum þróunarverkefnum í Mongólíu. Jafnan er lögö áhersla á að þróunarstarfiö fari fram í sem mestri nálægð við „grasrótina" í samfélaginu. Má þarnefna aðgerðir til að koma fátækustu fjólskyldunum til hjálpar, aðstoð við konur sem orð- ið hafa fórnarlómb ofbeldis og alkóhólisma eiginmanna sinna, nýjar aðferðir við húsbyggingar sem ætlað er að spara Mongólum mikla fjár- muni íformi hitunarkostnaðar og smá-lánastarfsemi sem hugsuð ertil atvinnuskapandi verkefna. Síðastnefnda verkefnið nefnist „Micro Start Mongolia" og er allrar athygli vert. UNDP hafði frumkvæði að verkefni þessu og lagöi til 520.000 Bandaríkjadali í upphafi. Nú hefur verið stofnaö fjármálafyrir- tækið XAC á grundvelli Micro Start- áætlunarinnar og er það í eigu ým- issa hjálpar- og þróunarsamtaka. XAC er kapítalísktfyrirtæki sem jafnframt starfar á félagslegum grunni. Fyrirtækið veitir einstakling- um smálán sem einkum eru miöuö við aö hjálpa þeim að stofna lítil fyrir- tæki. Á síðustu 18 mánuöum hefur XAC veitt 6.540 lán og fóru rúmlega 99% þeirra til einstaklinga. Fyrsta lán hljóöar upp á 116 Bandaríkjadali eða rúmlega 8.000 krónur. Það er endurgreitt meö mánaðarlegum greiðslum, yfirleitt á 10 mánuðum, auk vægra vaxta. Standi lántakinn við skuldbindingar sínar getur hann fengið hærri lán og þannigfært út kvíamar. Lántakinn er „metinn" af sérstakri nefnd fulltrúa fyrirtækisins á hverjum stað. Reynt er að fá fram hvern mann viökomandi hefur að geyma og hvort sá hinn sami sé traustsins verður. Þessi starfsemi hefurskilaö mikl- um árangri. XAC er þegartekið að skila hagnaði og lántakendum fjölgar jafnt og þétt. Af þeim 6.540 lánum sem veitt hafa verið í Mongólíu hafa aðeins 13 lántakendur lentf greiðsluerfiöleikum. Mun það hlutfall teljast einstakt í fjármálaheiminum. í höfuðborg Mongólíu, Úlan Bator, heimsótti hópur norrænna blaða- manna lítinn veitingastað sem settur var á stofn með þessum hætti. Nú stefnir eigandinn aö því að stækka staðinn auk þess sem hann hyggst hefja rekstur lyfjabúðar sem eigin- kona hans mun stjórna. Án þessarar lánastarfsemi væru þessu fólki allar bjargir bannaðar. í bænum Arvækhír var tekið hús á konu einni sem rekur þar sauma- stofu. Hún byrjaði með tvær hendur tómar en fékk 500.000 túgríka lán (1.000 túgrík svara nokkurn veginn til eins Bandaríkjadollars) frá ríkis- stjórninni meö milligöngu Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Konan endurgreiddi lániö á aðeins rétt rúmu ári og hefur nú fjórar konur í vinnu. Þessum konum væru einnig allar bjargir bannaöar hefðu þær ekki notið þessarar aðstoöar. mikillar fjölgunar búpenings á stepp- um Mongólíu síðustu árin hafi „léleg- um" dýrum fjölgað að því skapi. Líta megi því á „dzúd" sem aðferð náttúr- unnar til að tryggja jafnvægi og af- komu hinna hæfustu. Þegar þetta er skrifað er talið að um tvær milljónir skepna hafi drepist í kuldunum í MongóMu. Tsagaan segist gera ráð fyrir að um sex af 36 milljón- um dýra mongólskra hirðingja muni falla úr hor. „Leyfum þeim að drepast, segi ég," bætir hann við. Hann tekur síðan að útskýra lífshætti og samfé- lagsgerð hirðingja og orð norskra hjálparstarfsmanna, sem kváðust fyrst nú vera teknir að skilja örlítið í lífinu í Mongólíu eftir þriggja ára dvöl í landinu, fá skyndilega aukið vægi. Mongólski hirðinginn færir sig yfir- leitt um set þrisvar á ári. Hann á sér vetrar-, vor- og sumarbústað. Þegar hann flytur tekur hann allt með sér, tjaldið er fellt á undraskömmum tíma og aðeins tekur um 30 mínútur að koma því upp á ný. Yfirleitt flytja fjöl- skyldur sig nokkra tugi kflómetra í hvert skipti en tflgangurinn er sá að hlífa beitarhögum og tyggja þannig vöxt og viðgang stofnsins. Mjög al- gengt er að ættmenni búi í nágrenninu og þá oftast í einhverra tuga kflómetra fjarlægð. Eins er reglan sú að fjórar eða fimm fjölskyldur búi saman og myndi svonefht „Khotæ" sem nefna mætti „þyrpingu". Þar renna gjarnan saman nokkrir ættliðir og reglan er sú að ein fjölskylda - og þá karlpeningur- inn - gegni ákveðnu forystuhlutverki sökum aldurs og reynslu. Tsagaan kveðst telja að sökum þessa félagslega nets muni hirðingjar í Mongólíu standa af sér þennan „dzúd" þótt vissulega sé hann sá harðasti í manna minnum. Ættingjar muni fá þeim sem illa urðu úti nýjar skepnur og sjá til þess að enginn svelti heilu hungri. Þá muni þeir sem betur standa ráða hina efnaminni í vinnu og greiða þeim í formi dýra sem aftur muni gera þeim hinum sömu kleift að lifa sjálf- stæðu lífi. Þannig muni hið félagslega velferðarkerfi sem myndast hafi í gegnum tíðina á gresjum Mongólíu tryggja að hirðingjar neyðist ekki til að hverfa frá þeim lífsháttum sem þeim séu í blóð bornir. Hann hefur því efasemdir um gildi alþjóðlegrar að- stoðar. „Dzúd má lýsa sem lögmáls- bundnum náttúruhamförum í Mongó- líu. Eigum við þá alltaf að óska aðstoðar erlendis frá þegar þær ríða yfir?" spyr hann. Næstu dagana ökum við utan vega eftir steppunni og sækjum heim hirð- ingjafjölskyldur. Frásagnir þeirra virðast renna stoðum undir greiningu Þetta brosmilda fólk býr saman í tveggja herbergja blokkaríbúð í Ulan Bator. Hirðingi reynir að koma máttvana hrossi sínu á lappir. Úlan Bator er heillandi borg á sinn sérstaka hátt. í úthverfunum má sjá dæmigerð fjölbýlishús frá sovéttímanum og miklar tjaldborgir. Víða e +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.