Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Þróunar- hjálpí grasrótinni ÞRÓUNARSTOFNUN Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefurhaftfrum- kvæði að og umsjón með mörgum athyglisveröum þróunarverkefnum í Mongólíu. Jafnan er lögö áhersla á að þróunarstarfiö fari fram í sem mestri nálægð við „grasrótina" í samfélaginu. Má þarnefna aðgeröir til að koma fátækustu fjölskyldunum til hjálpar, aðstoð við konur sem orð- ið hafa fórnarlömb ofbeldis og alkóhólisma eiginmanna sinna, nýjar aðferðir við húsbyggingar sem ætlað er að spara Mongólum mikla fjár- muni f formi hitunarkostnaðar og smá-lánastarfsemi sem hugsuö ertii atvinnuskapandi verkefna. Síðastnefnda verkefnið nefnist „Micro Start Mongolia" oger allrar athygli vert. UNDP hafði frumkvæði aö verkefni þessu og lagði til 520.000 Bandaríkjadali í upphafi. Nú hefur verið stofnað fjármálafyrir- tækið XAC á grundvelli Micro Start- áætlunarinnar og er það í eigu ým- issa hjálpar- og þróunarsamtaka. XAC er kapítalísktfyrirtæki sem jafnframt starfar á félagslegum grunni. Fyrirtækið veitir einstakling- um smálán sem einkum eru miöuð við að hjálpa þeim að stofna lítil fyrir- tæki. Á síðustu 18 mánuöum hefur XAC veitt 6.540 lán og fóru rúmlega 99% þeirra til einstaklinga. Fyrsta lán hljóðar upp á 116 Bandaríkjadali eða rúmlega 8.000 krónur. Það er endurgreitt með mánaöarlegum greiðslum, yfirleitt á 10 mánuðum, aukvægra vaxta. Standi lántakinn við skuldbindingar sínar getur hann fengið hærri lán og þannig fært út kvíarnar. Lántakinn er „metinn" af sérstakri nefnd fulltrúa fyrirtækisins á hverjum stað. Reynt er að fá fram hvern mann viökomandi hefur að geyma og hvort sá hinn sami sé traustsins verður. Þessi starfsemi hefurskilaö mikl- um árangri. XAC er þegartekið að skila hagnaöi og lántakendum fjölgar jafnt og þétt. Af þeim 6.540 lánum sem veitt hafa verið í Mongólíu hafa aðeins 13 lántakendur lentí greiðsluerfiöleikum. Mun það hlutfall teljast einstakt í fjármálaheiminum. í höfuöborg Mongólíu, Úlan Bator, heimsótti hópur norrænna blaða- manna lítinn veitingastað sem settur var á stofn með þessum hætti. Nú stefnir eigandinn að því að stækka staðinn auk þess sem hann hyggst hefja rekstur lyfjabúðar sem eigin- kona hans mun stjórna. Án þessarar lánastarfsemi væru þessu fólki allar bjargirþannaðar. í bænum Arvækhír var tekið hús á konu einni sem rekur þar sauma- stofu. Hún byrjaði með tvær hendur tómar en fékk 500.000 túgríka lán (1.000 túgrík svara nokkurn veginn til eins Bandaríkjadollars) frá ríkis- stjórninni með milligöngu Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Konan endurgreiddi lánið á aöeins rétt rúmu ári og hefur nú fjórar konur í vinnu. Þessum konum væru einnig allar bjargir bannaðar hefðu þær ekki notið þessarar aðstoðar. SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 17 mikillar fjölgunar búpenings á stepp- um Mongólíu síðustu árin hafi „léleg- um“ dýrum fjölgað að því skapi. Líta megi því á „dzúd“ sem aðferð náttúr- unnar til að tryggja jafnvægi og af- komu hinna hæfustu. Þegar þetta er skrifað er talið að um tvær milljónir skepna hafl drepist í kuldunum í Mongólíu. Tsagaan segist gera ráð fyrir að um sex af 36 milijón- um dýra mongólskra hirðingja muni falla úr hor. „Leyfum þeim að drepast, segi ég,“ bætir hann við. Hann tekur síðan að útskýra lífshætti og samfé- lagsgerð hirðingja og orð norskra hjálparstarfsmanna, sem kváðust fyrst nú vera teknir að skilja örlítið í lífinu í Mongólíu eftir þriggja ára dvöl í landinu, fá skyndilega aukið vægi. Mongólski hirðinginn færir sig yíir- leitt um set þrisvar á ári. Hann á sér vetrar-, vor- og sumarbústað. Þegar hann flytur tekur hann allt með sér, tjaldið er fellt á undraskömmum tíma og aðeins tekur um 30 mínútur að koma því upp á ný. Yfirleitt flytja fjöl- skyldur sig nokkra tugi kílómetra í hvert skipti en tilgangurinn er sá að hlífa beitarhögum og tyggja þannig vöxt og viðgang stofnsins. Mjög al- gengt er að ættmenni búi í nágrenninu og þá oftast í einhverra tuga kílómetra fjarlægð. Eins er reglan sú að fjórar eða fimm fjölskyldur búi saman og myndi svonefnt „Khotæ“ sem nefna mætti „þyrpingu". Þar renna gjarnan saman nokkrir ættliðir og reglan er sú að ein fjölskylda - og þá karlpeningur- inn - gegni ákveðnu forystuhlutverki sökum aldurs og reynslu. Tsagaan kveðst telja að sökum þessa félagslega nets muni hirðingjar í Mongólíu standa af sér þennan „dzúd“ þótt vissulega sé hann sá harðasti í manna minnum. Ættingjar muni fá þeim sem illa urðu úti nýjar skepnur og sjá til þess að enginn svelti heilu hungri. Þá muni þeir sem betur standa ráða hina efnaminni í vinnu og greiða þeim í formi dýra sem aftur muni gera þeim hinum sömu kleift að lifa sjálf- stæðu lífi. Þannig muni hið félagslega velferðarkerfi sem myndast hafi í gegnum tíðina á gresjum Mongólíu tryggja að hirðingjar neyðist ekki til að hverfa frá þeim lífsháttum sem þeim séu í blóð bornir. Hann hefur því efasemdir um gildi alþjóðlegrar að- stoðar. „Dzúd má lýsa sem lögmáls- bundnum náttúruhamförum í Mongó- líu. Eigum við þá alltaf að óska aðstoðar erlendis frá þegar þær ríða yfir?“ spyr hann. Næstu dagana ökum við utan vega eftir steppunni og sækjum heim hirð- ingjafjölskyldur. Frásagnir þeirra virðast renna stoðum undir greiningu Þetta brosmilda fólk býr saman í tveggja herbergja blokkaríbúð í Úlan Bator. Hirðingi reynir að koma máttvana hrossi sínu á lappir. Myatavyn Tsagaan. Mjög misjafnt er hversu grátt „dzúd“ hefur leikið fólkið. Sumir hafa misst næstum allan bú- stofninn en aðrir hafa sloppið mun bet- ur. Eitt eiga þó allir þeir sem teknir eru tali sameiginlegt: enginn kvartar og enginn barmar sér. Aldm’hniginn hirðingi gætir hrossa sinna og segir að í síðustu viku hafi fjölskylda hans fundið fimm dauð hross eftir mikla leit. Við ökum honum heim í tjaldið en þar er engan að finna. Yngra fólkið hefur lagt af stað fótgangandi út í auðnina í leit að hross- unum. Dauðar skepnur liggja um- hverfis „gerið“. Hræfuglarnii- færa sig nær og úlfamir eru vart langt undan. ískaldur vindurinn blæs mold og sandi yfir menn og ferfætlinga. Flestir geta sagt sögur af fólksflutn- ingum úr suðurhluta landsins þar sem Góbí-eyðimörkin mótar náttúrufarið. Tíðir sandstormar þar gera að verkum að sífellt verður erfiðara að stunda hirðingjabúskap í nágrenninu. Bithag- ar verða eyðimörkinni að bráð. Margir hafa komið allslausir í leit að lífsaf- komu í miðju landinu og þaðan hafa aftur margir flutt sig til norðurs. Fréttir berast af því að 7.000 fjölskyld- ur hafi flutt sig úr Dúndgóbí-héraði í suðurhlutanum á síðustu vikum og að þessu fólki sé nú borgið. Þrátt fyrir að þetta fólk búi við fá- tækt sem er Vesturlandabúum með öllu óskiljanleg vill það allt fyrir gesti sína gera. Á meðan einn matarbiti er til í mongólsku „geri“ er hann ætlaður gestinum. Við drekkum te með smjöri og kaplamjólk en getum launað fyrir okkur með hveiti og sælgæti handa börnunum. Við ökum fram á hirðingja sem er að reyna að koma föllnu hrossi sínu á fæt- ur. Það tekst með erfiðismunum og hann upplýsir að allir reyni að halda skepnum sínum standandi á meðan þess er nokkur kostur. Hross Mong- óla, sem eru sýnilega af sama stofni og íslenski hesturinn, eru sterkbyggð en hirðinginn segir að engu að síður hafi „dzúd“ nánast þurrkað út hross hans og kýr. Hann kveðst þó vongóður um að sauðfé og geiturnar lifi hörmung- arnar af. Vonleysi sýnist vera Mongólum framandi enda fengju þeir varia lifað í þessu stórkostlega fallega en erfiða landi ef slíkar sálarhræringar væru þeim eðlislægar. Land þar sem sumar- hitar fara upp i 40 celsíus-gráður og al- gengt er að frostið mælist allt að 80 gráðum neðar hlýtur að geta af sér einstakt fólk. Jafnvel í Ulan Bator þar sem fátæktin og atvinnuleysið hefur getið af sér ægilegan félagslegan vanda, upplausn fjölskyldna, alkóhól- isma og ofbeldi, halda flestir reisn sinni. Fjölskyldufaðir einn sem býr ásamt tíu ættingjum sínum í lítilli tveggja herbergja íbúð í úthverfi höf- uðborgarinnar kannast reyndar við að erfitt sé að eiga sér drauma við þessar aðstæður en hann bætir við að margir eigi við meiri erfiðleika að etja en þau. Sama bjartsýnin einkennir mál- flutning forsætisráðherra Mongólíu, hins 38 ára gamla, Rinchinnyamiyn Amarjargal. Hann fer fyrir stjórn tveggja sósíaldemókratískra flokka en flest bendir raunar til þess að stjórn hans muni falla í þingkosningunum í júnímánuði og flokkur endurhæfðra kommúnista, Byltingarflokkur mong- ólskrar alþýðu, komist á ný til valda. Forsætisráðherrann segir að Mong- ólar hafi forðum ráðið yfir mesta land- veldi mannkynssögunnar og ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir geti á ný orðið öflugt ríki í Asíu. Landfræðileg stað- setning milli Rússlands og Kína veiti mikla möguleika á sviði verslunar og samgangna. Hann kynnir fyrir okkur áætlanir sem óneitanlega hljóma nokkuð draumórakenndar m.a. að netvæða alla skóla landsins á næstu fimm árum. Slíkt sýnist ansi langsótt í landi þar sem vegakerfi sem staðið getur undir nafni er vart að finna. Amaijargal forsætisráðherra kannast hins vegar við að stjórnvöld þurfi á aðstoð að halda eriendis frá vegna „dzúd“. Sameinuðu þjóðirnar sendu í liðinni viku út alþjóðlegt neyðarkall vegna ástandsins í Mongólíu en talið er að allt að 30 milljónir dala muni kosta að koma hirðingjafjölskyldum til hjálpai*. Yfir slíkum fjármunum ræður ríkisstjórn Mongólíu einfaldlega ekki. Forsætisráðherrann forðast hins veg- ar að tjá sig um hvort sú aðstoð sem borist hefur og metin er á um eina milljón Bandaríkjadala geti talist við- eigandi viðbrögð af hálfu alþjóðasam- félagsins við náttúruhamförunum í Mongólíu. Hann vísar í gamlan mong- ólskan málshátt: „Maður telur ekki tennurnar í hrossinu sem þegið hefur verið að gjöf.“ Eftir vikudvöl í þessu stórkostlega landi hinna ósnortnu víðerna er undar- legt að koma til Peking, höfuðborgar Kína. Mannfjöldinn á götunum er lyg- inni líkastur og umferðin mjakast áfram. Vestrænar, kapítalískar, „framfarir" blasa hvarvetna við; skýja; kljúfar og kæfandi mengun. I sjónvarpinu æpa unglingsstúlkur sig hásar yfir ljóshærðum Kínveija með Bítla-klippingu sem syngur rapp-tón- list. Nútíminn verður ekki lengur um- flúinn í bili. Úlan Bator er heillandi borg á sinn sérstaka hátt. í úthverfunum má sjá dæmigerð fjölbýlishús frá sovéttímanum og miklar tjaldborgir. Víða er eyðilegt um að litast eins og myndin sýnir. Bólstaður í miðri auðninni „Gerið“ er heimili mongólskra hirðingja og oft er þar að sjá fallega muni. Húsmóðir að störfum við eldavélina. Krakkar að leik fyrir utan heimili sitt í miðri auðninni. TJÖLD mongólskra hiröingja nefnast „ger“ á máli þeirra. Tjöld sín flytja þeir með sér þegar skipt er um dvalarstaö til aö hlífa beitarhögum. Að öllu jöfnu flytja mongólskir hiröingjar sig um set þrisvar á ári og er oftast um aö ræöa nokkurra tuga kílómetra ferðalag meö allar jarð- neskareigurfjölskyldunnar. „Geriö" er reist á viöargrind. Hún er síðan klædd aö innan með skrautlegum teppum en dúkur er strengdur yf- ir aö utanveröu. Hirðingjar munu aðeins vera um 30 mín- útur að fella tjald sitt og reisa. Þegar inn er komið blasir viö kola-/taöeldavél á miöju gólfinu. Þarfermatseld húsmóöurinnarfram og þaðan kemureini hitagjafinn semfinna máítjaldinu. Algengast er að þrjú til fjögur rúm séu í hverju tjaldi en oft liggja margir saman í fleti. Auk rúmanna er þarna að sjá viöar- skápa og skrautmuni ýmsa en sérstakan sess skipar við- arrammi meö Ijósmyndum af ættingjum og sovéska stutt- bylgju-útvarpið, sem tryggir sambandiö viö umheiminn. Yfir sauöburðinn er algengt aö nýfædd lömb séu geymd í „gerinu". Líf hirðingjans er komiö undir skepnum hans og utanaðkomandi fá ekki skiliö þaö nána sam- band sem er á milli búsmalans ogfólksins sem býr á steppum Mongólíu. Algengt er aö nokkrar fjölskyldur búi saman og myndi svonefnt „khotæ". Margir búa þó einir inni í auðninni í margra tuga kílómetra fjarlægð frá næstu fjölskyldu. Al- gengt er aö mongólskir hirðingjar þurfi að fara tugi kfló- metra á degi hverjum eftir vatni. Þá eru hrossin nauðsyn- leg en margir eiga einnig skellinöðrur. Mongólskir hirðingjar stunda réttnefndan sjálfbæran búskap. Allternýtt ogöllu er skilaö afturtil náttúrunnar. Þegar dvalist er meðal þessa fólks vakna upp spurningar um þær skilgreiningar sem notaðar eru á Vesturlöndum r yfir „frumstæöa lífshætti". Með tilliti til þeirra sjálfbæru lífshátta sem mongólskir hiröingar iöka má spyrja hvort þeir standi Vesturlandabúum nauösynlega að baki. All- tjent sýnist sem þeir hafi náð því sjálfbæra stigi sem um- hverfisspírur ýmsar á Vesturlöndum gapa mest yfir. Mongólar klæöast að jafnaði síðum kufli með einlitum mittislinda. Yfirhafnireru hins vegar þykkarogvindheld- ar. Stígvél mongólskra hirðingja eru sérá báti, gríðarmikil og oftar en ekki úr hnausþykku leðri. Höfuðfatið á lands- byggöinni er jafnan ullar- eða leðurhúfa. Þau börn mongólskra hirðingja sem hljóta menntun sækja hana yfirleitt í næsta þorp. Þar dveljast þau hjá ættingjum eða í eins konar heimavist hluta vikunnar. Greiða þarf með hverju barni og er algengt aö með því sé y lagt kjöt. Vöruskiptaverslun er enda algengasta við- skiptaformið eftir hrun kommúnismans. Reiðufé hvarf að mestu í sveitum landsins er ríkisrekin fyrirtæki stöðvuð- ustogfjöldaatvinnuleysi skall á. Ríkidæmi hirðingja er mælt í fjölda þeirra skepna sem þeir eiga. Sá sem á 50 dýr eða færri telst fátækur. Hver sá sem ræður minnst yf- ir 1.000 skepnum telst ríkur. Af þessum sökum ógnar fimbulveturinn, „dzúd", einkum afkomu fátækustu fjöl- skyldnanna. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.