Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR16.APRÍL2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 MANNLIFSSTRAUMAR I»|OÐLIFSI»ANKAR/J^Y/oZ£ nægilega mikið um blómin? f Fjalldalafifillinnfagrí Nú fer að verða gaman að ganga úti, blómin fara að skjóta upp kollinum - þeirra hef ég sárt saknað í allan vetur, og víst margir fleiri en ég. Rabarbar- inn er kominn upp og lætur sér fátt um finnast þótt slyddurigning og jafnvel hagl mæti honum á fyrstu lífdögum hans þetta vorið. Grasið er heldur ekki uppnæmt fyrir lítilfjörlegu vorhreti, það hefur staðið annað eins af sér um dagana. í öllum hraða nútímalífsins og æsilegum fréttum, innlendum sem út- lendum, fer ekki mikið fyrir þeim tíðindum þegar hin og þessi blómategundin fer að sýna sig á vorin. Það er heldur ekki víst að menn hefðu allir gagn af slíkum blómafréttum - kunnáttu fólks í þessum efnum virðist hafa hrakað töluvert. 1 T^Tuna er það ekki gefið að fólk ±\ þekki almennt með nafni ljóns- lappa, lambagras og blóðberg þótt það gangi daglega fram á þessi blóm í gönguferðum sínum í nágrenni bæj- c^^^^^^^ arins á sumrin, og samt er margt af þessu fólki með há- skólapróf. íslensk blóm láta yfirleitt fremur lítið yfir sér en eru ,.,.,. fjarskalega falleg rsi 7h mörgþegarathygl- Guðlaugsdotlur jnni er beint að þeim. Persónulega finnst mér fjall- dalafífill fegursta íslenska blómið, það er gætt svo mikilli hógværð og ikurteisi. Ekki einu sinni í glaðasól- skini lítur fjalldalafífillinn upp, rjóður hneigir hann höfuðið sitt í átt til jarð- ar - það gerir hann svo skemmtilega fáskiptinn og nánast leyndardóms- fullan. Hann þarf samt ekki að skammast sín fyrir neitt, hann er af rósaætt og ber latneskt nafn, Geum rivale L. Eins og margir þeir sem láta lítið yfir sér er hann góður inn við beinið. Rót hans geymir ýmis ilm- og bragðefni sem notuð voru sem krydd bæði í mat og drykk og kallast engja- negulrót. Hún þykir bæði styrkjandi, Tcöldueyðandi og svitaleiðandi og því góð til þess að öðlast þrótt eftir niður- gang og farsóttir. Einnig má nota hana við matarólyst, blóðsótt og til þess að strá í vond sár. Af rótinni er hægt að gera bæði duft og seyði. Þeg- ar allir þessir kostir eru hafðir í huga ætti að vera óhætt fyrir fjalldalafífil- inn að verða upplitsdjarfari. Ég býst samt ekki við að hann bregði háttum sínum þetta sumarið fremur en þau fyrri. Það er samt aldrei að vita, það er alltaf allt að breytast. Kannski tek- ur einhver upp á að kynbæta fjall- dalafífilinn og gera hann álíka upp- skafningslegan og t.d. túnfífillinn er. Hann er nánast óviðkunnanlega gul- ur, stinnur og áberandi, það vottar ekki fyrir kurteisi í fari hans. Hins vegar er hann glaðlegur, það verður ekki af honum skafið. Það borgar sig þó ekki að láta hið glaðhlakkalega út- lit hans blekkja sig til þess að slíta hann upp og reyna að borða legginn, hann er beiskur - Drottinn minn! Blöð hans má hins vegar afar vel borða, einkum þau smærri og nýrri. Frakkar sem hingað komu áður fyrr notuðu fíflablöð í salat og þótti ýms- um íslendingum nóg um það fram- ferði. Kannski hefur það verið vegna útlitsins sem menn trúðu því að nota mætti túnfífilinn til fegrunar. Fyrr- um voru nefnilega framleidd fegrun- arlyf úr fíflum, t.d. með því að sjóða þá og nota síðan seyðið, konur þvoðu Dansað inn í dýpri vitund með Alain Allard 5 Rhythms námskeið 28.-30. apríl Þegar þú finnur dansinn þinn, finnur þú sjálfa(n) þig og sköpunarkraftinn þinn. Waves 1 - The 5 Rhythms föstudaginn 28. aprfl kl. 19.30-22. Waves 2 - Kafað dýpra Laugardag 29. apríl kl. 10-17 og sunnudag30. apríl kl. 10-17 Staður: Reykjadalur í Mosfellsbæ Nánari upplýsingar gefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir í síma 866 5527. Alain Allard, sem kemur frá Bretlandi, hefur hlotið kennaraþjálfun hjá Gabrielle Roth. nitAt haskúunn Aakubeyri Slmenntunarsvið Námskeið og fræðslufundir grunnskóla Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur kynnt tilboð um námskeið og fræðslu til skólanna í útsendum bæklingi til grunnskóla. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu RHA, http://www.unak.is/Rha/index.htm Skráningarfrestur vegna námskeiða í júní er til 6. maí nk. en vegna námskeiða í ágúst til 31. maí. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 463 0570 en fyrirspurnum má beina til Benedikts í síma 463 0567, bensi@unak.is Símenntunarstjóri. andlit sitt með þessu seyði til húð- fegrunar. Rangvellingar bættu um betur og grófu upp fíflarætur vor og haust, steiktu þær á glóð og borðuðu heitar með smjöri, líka voru þær steiktar á pönnu í smjöri. Loks voru þeir til sem notuðu þurrkaðar og brenndar fíflarætur til þess að drýgja kaffi þegar það var ennþá bæði fok- dýrt og illfáanlegt. Þessir tveir ólíku fíflar eiga tvo frændur sem fara bil beggja. Jakobsfífill er lítill og bleikur og ekki mikill fyrir mann að sjá. En hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann þykir nefnilega góður við gulu og liðverkjum af gigt - hreinsar blóð, gall og vessa. Undafíf- ill er hins vegar óvirðulegasti fífillinn. Þótt nafnið gæti bent til þess að hann hafi einhvern tíma þótt græðandi þá þykir satt að segja sennilegra að jurt- in hafi ekki verið kennd við und, held- ur hunda og þá í niðrandi merkingu. Þegar tekur að hlýna heldur meira og vorljósar nætur eru orðnar að veruleika er ákaflega gaman að ganga upp með Elliðaánum og skoða plönturnar sem á vegi manns verða. Það er nú ekki annað hægt en gefa lúpínunum auga. Þær hafa á sér mis- jafnt orð svo ekki sé meira sagt. Sum- ir líta á þær sem bjargvætt uppblás- inna sanda íslands en aðrir sem skaðræðisskepnu í hógværum heiða- gróðri landsins. Plöntu-„rasismi" er furðulega algengt fyrirbæri á íslandi. Menn fussa og sveia yfir innfluttum plöntum og gá í hneykslan sinni ekki að því að allar plöntur á íslandi eru innfluttar, það er bara misjafhlega langt síðan þær námu land. Ég viðurkenni að ég geri sjálf tals- vert upp á milli plantna. Eg er hrifn- ari af plöntum sem ekki láta of mikið á sér bera - nema hvað ég er aðdá- andi ætihvannar, sem er fyrirferðar- mikii planta sem hefur sterka lykt. Hvönn eða ætihvönn hefur á sér mjög gott orð á íslandi og raunar víð- ar á Norðurlöndum enda var hún not- uð þar til matar í fornöld og hér á landi voru hvannagarðar algengir. Villtar hvannir voru mikið notaðar til manneldis og safnað í vetrarforða hér á landi í hestburða tali. ÖU jurtin var etin. Rætur þóttu bestar uppgrafnar snemma vors. Hvannarstönglarnir voru borðaðir hráir en ysta himnan flysjuð af. Hvönn var að mestu hætt að nota eftir að menn lærðu hér að rækta og borða útlendar matjurtir. Þá gleymdist hve góð hún hafði þótt við lystarleysi, uppþembu, gulu, kveisuverkjum, hósta, skyrbjúg, fótaveiki og gegn eitri. Rótin var þurrkuð og tuggin þegar næmar sótt> ir gengu og þótti raunar hið besta sælgæti, bituð og með sykri út á. Birki er óætt en afar viðkunnan- legt og vel lyktandi tré. Birkið hefur líka meira brjóstvit en önnur tré hér, það lætur ekki blekkjast þótt óvænt hlýindi gangi yfir landið, því dettur ekki í hug að skjóta út brumi og síðan blöðum fyrr en birtan er komin á ákveðið stig. Það væri betur að mannfólkið lærði af birldnu og væri ekki að „laufgast og bera jafnvel ávöxt" miklu fyrr en birta og hitastig tilverunnar gefa tilefni til. Alltof margir verða fyrir kali í hretviðrum lífsins, sem þeir hefðu sloppið við hefðujjeir hugað betur að aðstæðun- um. Eg get ekM skilist við blóm- skrúðið upp við Elliðaárnar án þess að geta tveggja jurta sem mér hefur Hka alltaf þótt sérlega áhugaverðar. Önnur þeirra er blágresið. Það er svo sem ekki nein sérstök lækningajurt, að vísu góð við niðurgangi, þvagstein- um og hvítum klæðaföllum og úr blöðunum má lita efni lifrauð - en nei, aðalstyrkur blágresisins blíða er feg- urð þess, einkum litfegurðin. Um- feðmingsgrasið er líka fallega blátt - en það er bara svo óforskammað - það er beinlínis ósæmilega upp- áþrengjandi. Það er með græna angalanga sem það vefur utan um aðrar jurtir og notar þær svo til þess að klifra upp um - kannast nokkur við svona lýsingu úr mannlífinu? Ekki hef ég rekist á nein ummæli um að þessi ágenga jurt geri fólki neitt gagn nema hvað hún er skemmtileg að horfa á í júlímánuði þegar hún stendur með hvað mestum blóma. Loks svolítið um lyfjagrasið, sem er lfka blátt - bara ljósblátt. Þegar ég var lítil át ég óhikað hið ljósbláa blóm og hinn fölgræna stilk lyfjagrassins eins og það hyort tveggja kom fyrir af skepnunni. Ég áleit nafnsins vegna að það hlyti að vera afar hollt til átu. En ég var þar óttalegur græningi sem ekki var kannski nema von. Löngu seinna las ég um lyfjagrasið í íslenskum lækninga- og drykkjar- jurtum eftir Björn L. Jónsson og sá þá mér til skelfingar að það hafði aldrei verið notað innvortis. Eg má sem sagt þakka kærlega fyrir að hafa náð því að verða læs og skrifandi, hvað þá blaðamaður í fullu starfi. Hins vegar er lyfjagrasið gott við gömlum sárum, soðið saman við ósa- ltað smjör og nýja tólg í hlutföllunum 6:8:4., þetta gætu þeir t.d. reynt sem ekki hafa nægilega vel athugað að: „Þess bera menn sár, um ævilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur." Það er nefnilega ekki aðeins að íslensk blóm búi sum hver yfir lækninga- mætti fyrir lfkamleg mein; það að skoða þau og gaumgæfa getur líka verið hollt fyrir sálina. Þegar ég geng upp með Elliðaánum á vorin verður sú hugsun oft áleitin að við manneskj- urnar höfum furðu rfka tilhneigingu til þess að leita langt yfir skammt að ánægjulegri lífsfyllingu. IVIATARLIST/F/'ua^ er pasqualinaf Hugleiðsluelda- mennska Það er eggjamánuðurinn, páskamánuðurinn. Hér á landi hefur myndast sterk hefð fyrir súkkkulaðieggjum og er það gott og blessað, en hin raun- verulegu egg bjóða upp á marga möguleika. Það hefur tæpast farið fram hjá þeim sem lesa pistla mína hér í blaðinu að ég er mjóg hrifin af ítalskri matar- gerð. Hún er einfaldlega til fyrirmyndar, bæði vegna einfaldleika síns, sam- setningu fæðuflokkanna og hinna gómsætu rétta. Torta pasqualina 500 g tilbúið blaðdeig 500 g ricotta-ostur _______375 g frosið spínat_______ ________100 g gulrætur________ 4soði megg smjör, pgrmesan-ostur, hveiti, saltog múskat Eg hef tileinkað mér margt úr ít- alska eldhúsinu, þar á meðal hina margrómaðu „pasqualina"- tertu, ættaða frá borginni Genúa á it- ölsku strandlengjunni. Það er hefð hjá flestum fjölskyldum á ítalíu að út- búa þessa tertu í kringum páska, én hún er jafnframt á boðstólum allt árið um kring og þá oft í annarri og matar- meiri útfærslu, með ætiþistlafyllingu. eflir Álfheiðí Hönnu pað sýnir vel hve FriSriksdóttur mikið og vel ítalir hugsa um mat og það að næra sig vel, að árið 1930 skrifaði blaðamaðurinn Giovanni Asaldo grein í ítalska dag- blaðið II lavoro, sem bar yfirskrfitina „Hinar 24 gersemar „pasqualina"- tertunnar". Fyrsta og önnur fegurð- areigind bökunnar birtist í einföldum deigplötunum gerðum einungis úr hveiti, olíu og vatni; sú þriðja og fjórða birtist í blaðbeðjufyllingunni (Swiss Chard, má nota spínat í stað- inn); fimmta gersemin er ferskt mar- joram: ilmur þessarar jurtar er alger- lega ómissandi, heldur Asaldo fram. Svona er haldið áfram upp í 24 atriði. Það er mikil þolinmæðisvinna að útbúa þessa tertu og eins konar hug- leiðsla, sem er vel við hæfi í páska- mánuðinum. Maður þarf að fletja út eins fínt og mögulegt er um 25 lög af deigi og breiða síðan hvert yfir annað. Samkvæmt hefðinni eiga deigblöðin að vera 33, jafnmörg árum Jesú, en í flestum uppskriftum sem ég hef rek- ist á hefur verið sæst á að færa töluna niður í 16-27 blöð. Þó svo að komist hafi verið að þessari málamiðlun, eimir ennþá eftir af þeim anda sem tertan skuli útbúin í, anda sem beri vott um þá ást sem þurfi að vera til staðar við undibúning álfka rétta og tertu þessarar. Hér fylgir einfaldasta og (smá „svindl") uppskriftin sem ég á að þessum ögn flókna, en þakkláta rétti. Hálfþíðið spínatið og fínsaxið það því næst. Þvoið, raspið og rífið niður gulræturnar. Hitið u.þ.b. 30 g af smjöri í potti og hell- ið spínatinu út í og þar næst gulrótun- um. Saltið og látið malla í um 5 mínútur án loks. Fletjið rúm- lega helming deigs- ins út á hveitiborið borð. Smyrjið og hveitiberið að innan form, um 24 em í þvermál. • Hellið ricotta-ostinum í skál og blandið saman við hann spínatblönd- unni, 8 msk. af ný- rifnum parmesan- osti, salti og rifnu múskati. Setjið út- flatt deigið í formið og hellið fyllingunni yfir og raðið soðnum, skurnlausum eggj- unum jafn yfir fyll- inguna. Fletjið rest- ina af deiginu út og búið til lok yfir bök- una, lokið því vel og pikkið nokkur göt á yfirborð þess með gaffli. Penslið með eggjarauðu og bakið við 190 gráður í u.þ.b. 45 mín. Kaka þessi er best léttvolg eða köld. Terta þessi er tilvalin sem léttur hádegis- eða kvöldverður með fersku salati, eða ein og sér. Mér finnst gott að bera fram með henni salat úr lambhagasalatblöðum, sem ég hef baðað rfkulega upp úr sýrðum rjóma. Ekki spillir að fá sér vel kælt (ekki of sætt) rósavínsglas með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.