Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Tæknl/Lifir einkabíllinn tækniumbyltinguna af? Miðvikudagur í vetnis- þjóðfélaginu árið 2020 t>Ó svo að víst megi telja að einkabíllinn lifi af í fyrirsjáanlegum tæknium- byltingum næstu áratuga verður hann með breyttu formi. Meira að segja þeir íhaldssömustu innan bílaiðnaðarsins eru farnir að viðurkenna að svo sé með því að búa sig undir breytingarnar, svo að þeir verði ekki undir í umrót- inu. Olíubirgðirnar verða fyrirsjáan- lega þrotnar um eða rétt fyrir miðja hina nýju öld, og skiptir ekki öllu máli hvort dálitlu meira eða minna kunni að finnast af olíu en nú er örugglega vitað um. Eðli hins hraða vaxtar er þannig að 10% aukning olíulinda valda miklu minna en samsvarandi aukningu í ending- artíma olíunnar. Fjöldi einkabíla fer hvað úr hverju að ná milljarði, og hinn hraði vöxtur heldur áfram. Ofur- fjölgun hans er fram undan og þar ræður mestu að bíllinn fer að nálgast að verða almenningseign í milljarða- ríkjunum Kína og Indlandi næstu áratugina. Það gerir olíuna og óáreið- anlegri hest til að veðja á, að tvo þriðju af þekktum birgðum er að finna á óstöðugu svæði í stjómmála- legum skilningi. Þetta er Irak, Iran, Kúveit og önnur ríki í kringum Pers- aflóa. Bfll hins evrópska Meðaljóns verða að líkindum ekki knúinn metanóli, þótt vetnisvæðingin hefjigöngi sína á því formi hér á Islandi. Astæða þess að hafist verður handa með metanólið eru að hingað til hefur þótt torleystur sá vandi sem felst í að geyma hreint vetni í nægu magni í bflnum. En ein- mitt nú þessi árin eru að verða hraðar framfarir hvað þetta varðar. Aðferðin felst í að afar gleypt form hinna ýmsu málma bindur vetnið á málmyfir- borðinu. Með því að málmurinn er úr ofur fínum þráðum með holrúmi á milli, verður yfírborð hans og þar með bindigeta stór. Þannig má gera ráð fyrir að Meðaljón geti ekið allt að 500 lon á áfyllingunni, og bfllinn hans gefi ekkert eftir Subarunum sem hann á nú. Bfllinn yrði knúinn efna- rafal, sem mætti kalla róteindaskipti á nýyrðamáli. Vetnisatóm er róteind með rafeind á ferð utan um. Vetn- isatómin losa sig við rafeindimar fyr- ir tilverknað málhvata, en vegna mis- munandi hleðslu þeirra og róteindanna, sleppa þær síðamefndu í gegnum himnu tengda málmhvatan- um. Rafeindirnar þurfa þar með að fara krókaleið framhjá efnarafalnum. Sú ferð þeirra er ekkert annað en vanalegur rafstraumur, sem má nota til að knýja rafhreyfla, þ.e. sjálfan bfl- inn. Þegar rafeindirnar koma af hinni löngu hjáleið framhjá róteindaskipt- inum sameinast þær aftur róteindun- um, sem fóru stuttu leiðina í gegnum himnuna, mynda með þeim vetnisat- óm að nýju, sem sameinast síðan súr- efni alndrúmsloftsins. Utkoman er vatn, semsé mengunarlaus. Aftur er það ekki endilega mengunarlaust að búa til vetnið, sem fyllt hefur verið á málfrauðargeymi bflsins. Sé það búið til á sama hátt og mikið af raforku Evrópu dagsins í dag, þ.e. með brennslu kola, er hefldarferlið fylli- lega jafn mengandi og fyrr. Við hér á íslandi ætlum að reiða okkur á vatn- sorku og eða jarðvarmaorku til þess- arar framleiðslu, en æ fleira bendir til að notuð verði sólarorka úti í hinum stóra heimi til vetnisframleiðslunnar. Það sem gerir þetta æ hagkvæmara er miklar framfarir í gerð sólarraf- hlaðna, en nýtni þeirra fer sívaxandi. Bfll meðaljóns nær 160 km/klst, ef gefið er í. En það er ekki sama frelsið til glannaakstur og menn hafa í dag, ef frelsi skyldi kalla. í stað ónógrar samvisku hins samviskulausa öku- manns dagsins í dag er komið nokk- urs konar yfirsamviska, eða yfir-yfir- sjálf, svo að notað sé freudískt orðalag sálfræðinnar. Það er í líki tölvu. Hún nemur akstursaðstæður, veggrip, fjai’lægð í næsta bfl, beygju- radíus vegar, og hvað sem reynt er af glannaskap, kemur hún í veg fyrir. Honum er stjórnað með einum stýri- pinna, og hann lætur betur að stjóm og er margfalt öruggari en Subara- inn hans frá árinu 2000. Öryggisat- riðin eru ótalmörg, sem tölva bflsins gerir kleift að viðhafa. Það gagnleg- asta er e.t.v. að bfllinn neitar að aka ef lyktarskynjari tengdur tölvunni nemur áfengislykt. Bfllinn er í þessu farinn að likjast færleikum skag- firskra drykkjumanna, sem hafa oft bjargað lífi eigenda sinna með því að hafa vit fyrir þeim þegar ófæra hefur verið annars vegar. STÓRSÝNING Á TRÉSMÍÐAVÉLUM Stórsýning á trésmíðavélum og ýmsum öðrum vörum tengdum tréiðnaði verður haldin dagana 14.-16. apríl á Smiðjuvegi 1, Kópavogi á 1.100 fm sýningarsvæði, þar sem sýnt verður alít frá handverkfærum upp í tölvustýrðar vinnslustöðvar. Opnunartími verður sem hár segir: Föstudaginn 14. apríl frá kl. 13.00 -18.00 Laugardaginn 15. apríl frá kl. 10.00 -18.00 Sunnudaginn 16. apríl frá kl. 11.00 -18.00 Alllr áhugamenn um trésmíðar eru velkomnir HEGAS ehf., Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi. S. 567 0010, fax 567 0032 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 19 Markviss tölvunámskeið NT\r skólarnir í Hrtfncirfirði og Kópcivogi bjóðci upp cí tvö bcignýt og nictrkviss tölvunrtmskeið fyrir byi-jendui'. 60 klst. eða 90 kei-inshist undir: - Gninnatrlði í upplýsingatækni ► Windows 98 stýrikerfið - Word ritvannsla - Excel töílureiknir - Access gagnagrimnur - PowerPoint (gerð kymningarefnis) - Internetið (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 72 kennslnstunclir: - Almennt um tölvur og Windows 98 ► Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Intemetið (vefurínn og tölvupóstur) Boðið er upp á bæði morgun og kvðldnámskeið sem hefjast 25. april og 5. og 8. maí n.k. IJpplýsingar og innritun í simum 544 4500 og 555 4980 Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 HKðasmára 9- 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is Umsóknir um styrki úr Umhverfissjóði verslunarinnar Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður 1. október 1995 og eru þátttakendur í sjóðnum um 160 verslanir um land allt. Tekjur sjóðsins eru af sölu plastpoka sem merktir eru sjóðnum. Umhverfissjóður verslunarinnar mun í byrjun sumars 2000 úthluta fé til verkefna sem falla að markmiðum sjóðsins, sem eru þau að stuðla að bættu umhverfi landsins, fegrun þess og uppgræðslu. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum, samtals 100 milljónum króna. Megináherslan er lögð á úthlutanir til stærri verkefna en hluta af ráðstöfunarfénu mun verða úthlutað til minni verkefna. Félagasamtökum og einstaklingum sem hyggjast ráðast i verkefni á sviði umhverfismála gefst hér með kostur á að sækja um styrki til Umhverfissjóðs verslunarinnar. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjóðsins í Húsi verslunarinnar 6. hæð og einnig á heimasíðu sjóðsins; www.umhverfi.is. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2000 Umhverfissjóður verslunarinnar Húsi verstunarinnar • Kringlunni 7 103 Reykjavík • Sími 568 7811 Myndsendir 568 5569 www.umhverfi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.