Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 21. laun hjá skútuútgerðinni minni. Eina skútuna kallaði ég Islandia, en ég vann aldrei neitt á henni svo ég seldi hana og breytti um nafn. Síðan hétu þær Surprise. Síðustu árin hafa skúturnar borið nafn stuðnings- aðilans. Ég hef til dæmis verið styrktur af Michelin, Euromaster, Dagab, Merkantil Data og er nú með Sema Group, sem er franskt-enskt fyrirtæki með meira en 20 þúsund starfsmenn og yfir 160 milljarða (ÍKR)veltuáári." Ottó segir að skútusiglingar séu mjög dýr íþrótt. Hann gerir út 52 feta langa keppnisskútu í félagi við tvo aðra, en Ottó er skipstjóri. Skip- ið er 11 feta breitt og vegur 4.800 kg. I áhöfninni eru 12-14 manns pg val- inn maður í hverju rúmi. „Eg hef alltaf passað mig á því að velja í áhöfnina menn sem eru betri en ég sjálfur. Með mér í áhöfn er til dæmis Daninn Jesper Bank. Hann hefur unnið eitt gull og tvö silfur á Ólymp- íuleikum og fer á næstu Ólympíu- leika. Jesper Bank var valinn íþróttamaður ársins í Danmörku ár- ið sem landslið þeirra í knattspyrnu vann Evrópumeistaratitil." í sumar verður Ottó mikið til með sömu áhöfn og undanfarin ár. Nú er hann að leita að nýju skipi og hefur auga- stað á tveimur skútum, annarri á Spáni og hinni í Vestur-Indíum. Ottó hefur ekki gert upp við sig hvort skipið hann velur. Þessa skútu ætlar hann að eiga einn og gera út. Margar siglingakeppnir Siglingavertíðin hjá Ottó hefst þann 1. maí næstkomandi í Stokk- hólmi. í þeirri keppni verður siglt frá Stokkhólmi til Kaupmannahafn- ar, aftur til Stokkhólms og þaðan til Helsingfors. Áfram verður haldið til Norður-Finnlands og aftur upp til Helsingfors og Stokkhólms. Ottó segist taka þátt í 18 til 22 siglinga- keppnum yfir sumarið. Ein keppnin kallast Gotland Runt. Þar taka þátt 300-350 bátar sem keppast við að sigla 400 sjómílna (780 km) langan hring í kringum Gotland. „Síðustu 10-12 ár höfum við aldrei verið neðar en í 6. sæti, einu sinni unnið og þrisvar lent í öðru sæti." Ottó segist aldrei standa lengur en einn og hálfan tíma í einu við stýrið, þá tekur annar við. „í keppni eins og Gotland Runt sem stendur um þrjá sólarhringa, er maður 3 stundir á vakt, sefur 3 stundir og aðrar 3 á bakvakt. Þegar er krussað eru allir á vakt. Það er hægt að krussa 33° upp í vind á 9-9,5 sjómílna hraða. Undan vindi siglum við á allt að 28 sjómílna hraða." Góð kynning Ottó segir að stórfyrirtækin víli ekM fyrir sér að styðja góða siglara. Þau fái þá peninga margfalt til baka. Þetta sé svo mikil kynning sem skili sér á ýmsan hátt. Það geti leitt til þess að gengi þeirra hækki á verð- bréfamarkaði fyrir vikið. Mikið tilstand ör í kringum sigl- ingakeppnirnar. Fyrirtækin sem kosta skúturnar bjóða gestum úr hópi valinna viðskiptavina að vera viðstaddir og gera vel við þá í mat og drykk. Gestunum er boðið í stutta Ottó nefnir skip sitt eftir stuðningsaðilanum hverju sinni. Undanfarið hefur hann siglt fyrir Sema Group, stór- fyrirtæki sem hefur yfir 20 þúsund starfsmenn. siglingu á keppnisskútunni og oft eru leigðar lystisnekkjur eða segl- skip þar sem haldin eru samkvæmi. Þegar tími gefst til frá kappsigl- ingum notar Ottó skútuna til að fara í hvataferðir og hópeflisferðir (Team Building) með fólk úr viðskiptalífinu. Hann segir að athafnafólk sé löngu orðið leitt á því að vera boðið á fín hótel til að liggja þar í leti. Það sé miklu vinsælla að bjóða því í sigl- ingu. I þessum ferðum er Ottó með tvo aðstoðarmenn í áhöfn og gestirn- ir fylla þau pláss sem á vantar. Allir eru eins klæddir og þurfa að vinna á dekkinu, við seglin og annað sem þarf tii að sigla skipinu. „Þegar menn vinna erfiðisvinnu saman þá byggist upp traust og trúnaður. Þegar þeir svo hringja hver í annan eftir siglinguna þá er það ekki leng- ur herra Jansson og herra Svensson, heldur Oskar og Ole." Ottó hefur kynnst mörgum í gegn- um siglingarnar. „í fyrra hringdi í mig maður sem á North Sail-umboð- ið í Danmörku. Það er amerískt stór- fyrirtæki og með útibú um allan heim. Hann er fastur áhafnarmaður á skútu spænska kóngsins og spurði hvort mig langaði ekki að skoða hana og prófa í nokkra daga. Hún væri til sölu og myndi henta mér vel. Eg fór niður tíl Vigo og var þar 6-7 daga að sigla. Þegar við komum á hótelið og ég sá hvað það var flott sagði ég að ég vonaði að þetta þyrft- um við ekki að borga sjálfir. Til þess þyrfti alla sumarhýruna og engir peningar yrðu til fyrir nýju skipi. Við vorum í þrjá daga að sigla með kónginum og aðra þrjá á snekkju sem fylgdi honum. Skútan hans heit- ir Bribon, sem mun þýða skálkur eða flakkari." Ottó hefur tvisvar keppt á móti norska kónginum og sigldu skúturn- ^- ar tvær því sem næst hlið við hlið í 72 tíma árið 1998 í keppninni Gotland Runt. „Það fylgdi honum varðskip og ef þeim þótti við fara of nærri sigldu þeir upp að okkur," segir Ottó og brosir. Arið 1998 var hann tveim- ur og hálfri mínútu á undan kóngi og í fyrra tveimur og hálfri klukku- stund á undan, „en hann vann mig á forgjöf," segir Ottó. Honum var það nokkur sárabót að sigra sænska kónginn í Gotland Runt-keppninni, sem kostuð var af Microsoft. f sjávarháska Ottó segist sjaldan hafa lent í verulegum ógöngum. Það munaði þó litlu árið 1979 þegar hann tók þátt í Fastnet Race-siglingakeppninni. Þá er siglt frá Cowes nálægt Plymouth í Englandi, umhverfis Fastnet Rock við suðurodda írlands og til baka. „Ég var í átta manna áhöfn á 30 feta skipi sem hét gómlu víMnga- skipanafni, Skidbladnir, eða Skíð- blaðnir. Það skall á ógurlegt fárviðri. Við felldum öll segl og hentum út rekakkeri og öllu öðru sem gat dreg- ið úr ferðinni. Stormurinn var svo sterkur að við sigldum samt á rúm- lega níu mílna hraða undan veðrinu - á nöktum reiðanum. Okkur hvolfdi tvisvar um nóttina, báturinn fór heil- ar 180° en rétti sig við aftur. I seinni veltunni brotnaði rúða og skipið fylltist af sjó, en flaut samt. Við reyndum að setja út björgun- arbát, en líflínan slitnaði. Svo kom björgunarþyrla sem sá til okkar og bjargaði okkur. Þegar við vorum komin þar um borð sagði ég við skip- stjórann á skútunni, sem var Svíi, að við gætum stofnað fyrirtæki um þennan ferðamáta: Sigla út - fljúga heim. Hann kunni ekki að meta það," segir Ottó. í þessari keppni , fórust 18 siglingamenn og þurfti að bjarga 125 úr sjávarháska. AUtaf íslendingur Ottó hefur búið á Álandseyjum frá árinu 1991. Þá var hann aftur orðinn laus og liðugur og kynntist konu frá eyjunum. Hún var fyrst kvenna til að verða tollvörður í Finnlandi og starfar við tollgæsluna á Álandseyj- um_ Útivistin hjá Ottó er orðin nokkuð löng og hann ekki á heimleið. Hann er þó jafn mikill íslendingur fyrir því. „Einu sinni íslendingur, alltaf Islendingur," eins og Ottó orðar það. I september næstkomandi fer Ottó á nýju skipi til Mallorca og tek- ur þátt í heimsmeistarakeppni í a hafsiglingum. Hann sagði að sér þætti gaman að komast í samband við íslensk fyrirtæki sem vildu fara með gesti í siglingu um sænska skerjagarðinn. Það væri lítið mál að nefna skútuna eftir íslensku fyrir- tæki sem vildi nota skipið til hópefl- ingar (Team Building). Skútan hans rúmar 10 manns og ekki spillir að hafa íslending við stýrið. EIN MEST SELDA HEILSUDYNA A LANDINU BHs^dýrmrnar séjtv. 'kendar af%i»erís: og kanadísku kírópraktorasámtökun Yfir 32 þúsurid kírópractorar mæla því með ðhíropractk þar á meðal þeir íslensku. TIL BOÐ Allt heilsunnar vegna Queen 69,900.- ~~~ King 89,900.- Queen 89,900.- King 119,900.- *JAVÍK- AKUB6"1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.