Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Krítarkort frá Hlín Agnarsdóttur Þegar ég tala, þá tala ég BÚIN að koma mér fyrir í húsi Larentzakis-hjónanna í Ger- ani sem er eitt af litlu þorp- unum sem liggur við ströndina vestur af Hania næststærstu borg Krítar. Húsið er stórt og rúmgott, femar svalir og eldhús fyrir bústnar bústýr- ur. Þegar ég drekk morgunkaffið * mitt á eldhússvölunum horfí ég upp í Lefka Ori, Hvítufjöll sem ná upp í 2.500 metra hæð, en þar leysir ekki snjóa á efstu tindum fyrr en í júní. Lyktin af vorinu er ilmandi og sum- arið á næsta leiti, enn er þó svalt á kvöldin og á nætumar pakka ég mér inn í tvær ábreiður. Frú Larentzakis sem heitir Dimitria færir mér appels- ínur og sítrónur sem ég raða á eld- hússkenkinn eins og Elin Edda vin- kona mín gerir svo smart. Tek síðan mynd af ,4nstallasjóninni“. Frúin færir mér líka ólífuolíu og heimatil- búið rauðvín á plastflösku. Hún spyr mig reglulega hvemig ég hafi það. Gestrisni hennar eru engin takmörk sett, hún er bæði til í að þvo af mér og elda ofan í mig. Stelios, maðurinn hennar, kemur líka reglulega til að tékka á að allt sé í lagi. Hann sér um heita vatnið og rafmagnið. Sonur þeirra, Vangelis, býr í sama húsi og hann er líka til þjónustu reiðubúinn eins og reyndar allir Krítverjar sem ég hitti. Þegar ég finn ekki lyklana mína er hann með aukalykla, ef eitt- hvað bilar, þá lagar hann það. Það er sem sé allt í himnalagi hér í Gerani, nema hvað einhver bóndi hefur kom- ið upp hænsnabúi hér við hliðina á húsinu. Eg er þess vegna orðin eins og „hann Tumi fer á fætur við fyrsta hanagal", sem væri svo sem í lagi, ef haninn væri bara einn að góla þetta, en þeir em ekki færri en þrír og gal- ast á með látum fram eftir öllum morgnum. Eina leiðin til að afbera þá eins og önnur karlkyns leiðindi, er að láta sem þeir séu ekki til. Ströndin vestur af Hania iðar öll af lífi. Ferðamannavertíðin er að byija og það em iðnaðarmenn út um allt. Innan skamms flykkjast hingað tug- þúsundir ferðamanna norðan úr Evrópu þar á meðal íslendingar sem koma nú í fysta sinn í beinu leiguflugi til Krítar. Fátt er jafnhrífandi og sjá hrausta karlmenn taka til hendinni og hreyfa sig almennilega. Hvar sem ég kem era múrskeiðar á lofti, pensill í hendi, sementspokar á baki og flísar í fangi. Krítverjar era vinnusamir fram úr hófi, það er ekkert „á morg- un“ kjaftæði hjá þeim, þeir fram- kvæma hlutina fljótt og vel. Það er verið að moka, bora, gróðursetja og flísaleggja fyrir ferðamennina, steyp- an vart þomuð á svölum og verönd- um. Ungri samstarfskonu minni verður ekki um sel þegar hún sér alla þessa karlmenn við vmnu. Konumar vinna jafnmikið, en era ekki eins áberandi. Þær eldri eru innandyra að þrífa og þvo þvotta, þær yngri vinna á skrifstofúm eða reka sína eigin veit- ingastaði. Mér er sagt af upplýstum grískum konum að fallókrötunum fari fækkandi. Fallókratis er gríska orðið yfir karlrembur, en grískir karlmenn hafa fyllt þann flokk með ágætum frá því í fomöld. Hér á Krít eimir meira eftir af gamla samfélag- inu en á meginlandinu, nútíminn og túrisminn hafa þó gert sína innrás og útkoman er sérkennileg blanda af sveitamennsku og heimsmenningu. Þingkosningar era nýafstaðnar í Grikklandi og það var verulega mjótt á mununum milli stærstu flokkanna tveggja. Margir era orðnir lang- þreyttir og leiðir á stjóm Pasok- flokksins sem er búin að vera við völd í 17 ár. Pasok er einhvers konar vinstri „sullflokkur“ bæði rotinn og spilltur að mati margra Grikkja. Þess vegna vildu margir sjá breytingu og fá hægrimennina í Nýja lýðræðis- flokknum til valda, sem hinum finnst auðvitað hægri „bullflokkur". Annars fór lítið fyrir kosningunum og fólk ró- legt yfir úrslitunum. Kvöldið fyrir kosningamar rölti ég inn á dæmigert grískt „kafeneion" og þar situr skemmtilegt kompaní. Gamall, gráhærður og síðskeggjaður rétttrúnaðarprestur í fullum skrúða sem nikkar til mín af og til en þó aðal- lega þegar hann tekur út úr sér bleik- an góminn með folsku tönnunum og brosir til mín. Við hliðina virnu- hans, fótbrotinn í gifsi með hækju, aðeins við skál, líklega búinn að fá sér einu staupi of mikið af rakí, sem er krít- versktbrennivín. Sáveifar hækjunni í takt við einræðu sína og til að leggja áherslu á það sem hann hefur að segja. Þriðji maðurinn er einhver Sólon Krítíkos, lúinn flakkari með flauturæfil, sem hann nær litlu sem engu hljóði úr og ef það kemur er það falskt og mjálmandi. Hinum er því ekki skemmt við tónmennt hans. Kosningakvöldið sjálft fer ég á bílnum inn í Haniaborg niður á gömlu feneysku höfnina, sem er aðal að- dráttarafl borgarinnar. Veitingastað- irnir liggja þétt hlið við hlið og þar er hægt að gæða sér á krítverskum rétt- um m.a. djúpsteikta „myzíþra" ostin- um sem aðeins er framleiddur hér. Krítveijar eru stoltir af sinni mat- argerð og sjálfum sér nógir um flest matarkyns. Sjálfri finnst mér matur þeirra betri en á meginlandinu. Ég er auðvitað dottin ofan í Kaszantzakis, einn frægasta rithöfund þeirra Krít- veija, en Zorba hans er af slóðunum hér í kring og er auðvitað jafnóvið- jaftianlegur og Bjartur í Sumarhús- um okkar Laxness. Ég rek líka aug- un í bók sem ætluð er erlendum ferðakonum, svona tilvonandi Sig- rúnum Ástrósum. Hún heitir „Greek men made simple“ og er krufning á kynferðis- sjálfi grískra karlmanna. Aðalatriðið er þó að vita, að þegar grískir karl- menn tala og gala eins og hanar er best fyrir konur að þegja. Eða eins og einn fallokratis sagði við mig um dag- inn; “Þegar ég tala, þá tala ég.“ - Gœðavara Gjaíavara - matar- oo kaffislell. Allir veróflokkar. * Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Yersate. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. ÞITT FE Maestro hvar sem ÞÚ ERT Stokkar og bondar A FAUM áram hefir það gerst í hinum vestræna heimi, að almúg- inn, eða millistéttimar, sem þið viljið líklega kalla hann, er farinn að taka þátt í darraðardansinum í stórhappdrætti auðvaldsskipu- lagsins, sem heitir verzlun með verðbréf. Og á undraverðan hátt hefir þessi heimur fjármálavið- skiptanna líka opnast Jónum og Sigurðum íslands. Nú þegar hafa þúsundir manna hagnast vera- lega, og lýðurinn heillast af því að lesa um einstaklinga, sem orðið hafa margfaldir millar á auga- bragði við að hlutabréf þessa eða hins fyrirtækisins hafa skotist upp eins og flugeldar. Tölvan leikur stórt hlutverk í þessari þróun og fólk getur nú stundað verðbréfaviðskipti heima hjá sér í næði. Þeir sem lengst ganga í þessari grein hér vestra kaupa og selja hlutabréf á sama degi og köllum við þá dagbraskara (day traders). Sett hafa verið upp fyrirtæki sem leigja bröskurum aðstöðu og tölvur til að stunda iðju sína. Margir telja slík viðskipti hættuleg og hafa verið fréttir um voveiflega atburði þar að lútandi. Aular, sem spilað hafa rassinn úr buxunum í dagbraski, hafa skroppið heim og náð í hinar handhægu byssur sínar. Síðan farið og skotið forstöðumenn dag- brasks-stofanna niður eins og hverja aðra hunda. Hérna í henni Ameríku er nú talið að um helmingur heimila eigi verðbréf og stundi með þau við- skipti. Margir eiga í hlutabréfa- sjóðum, sem oft eru um leið lífeyr- issjóðir og er hægt að leggja í þá skattfrjálsa peninga, sem ekki má taka út fyrr en hætt er að vinna. Hægt er að velja um marga sjóði sem era mismunandi áhættusam- ir. I vinnunni og utan hennar bein- ist talið oft að þessum eða hinum sjóðnum og menn keppast um að vera klókir og hæla sjálfum sér, ef þeirra sjóðir hækka meira en ann- arra. Ekki er að því að spyrja að grobbið hjá sumum verður oft næsta óbærilegt þegar vel geng- ur. Aftur á móti er sjaldnast talað um þegar gæfan snýst við. Margir nýgræðingarnir fylgjast með verðbréfamarkaðnum á degi hveijum og eru að fara á taugum Þórir S. Gröndal skrifar frá F1 iórída vegna sífelldra kúvendinga verð- mætis verðbréfa sinna. Einn dag- inn stórgræða þeir en tapa svo öllu aftur næsta dag. Þeir voru ekki tilbúnir að fórna lífsjafnvæg- inu fyrir gróðavonina, en samt er nú svo komið hjá þeim mörgum. Næstum allir virðast vera að keppa um að verða moldríkir strax. Engin þolinmæði er fyrir hendi og fólki nægir ekki að pen- ingarnir ávaxtist hægt og rólega, heldur verða þeir að margfaldast á skömmum tíma. Oreyndir fjár- festar era gjarnir á að selja hluta- bréf, sem þeim finnst ekki nógu arðsöm og kaupa önnur, sem þeir halda að muni gefa þeim góðan arð. Sölumenn verðbréfa kynda undir, því þeir græða meira eftir því sem oftar er selt og keypt. Allt of miklum fjárhagslegum upplýs- ingum er dembt yfir lýðinn á öll- um sviðum fjölmiðlunar. Unga fólkið smitast af verðbréfaæðinu eins og skoðanakönnun í einum af betri háskólum landsins gefur til kynna, en um 65% nemenda sögð- ust ætla að stefna að því að verða milljónamæringar og reiknuðu með að það gætitekist. Skiljanlega era margir landar hér í sólarríkinu sem taka þátt í verðbréfakapphlaupinu og nota þeir tölvur sínar óspart, enda flinkir að hagnýta sér allra nýj- ustu tæknina. Sumir þeirra, sem komnir era hér á eftirlaun, hafa stundað þessa iðju í mörg ár og hafa safnað vel í sarpinn. Kemur þá ekki til með að skorta neitt á elliáranum, sem Ameríkanar kalla líka gullnu árin. Upp á vestur-ís- lenzkan máta kalla sumir ís- landsmanna hér hlutabréf (stocks) og skuldabréf (bonds) einfaldlega stokka og bonda! Ekki getum við skilið við þetta spjall um stór-fjármál, áhættu og stórgróða án þess að minnast á lottóið. Þar eru íslendingar auð- vitað sérfræðingar og vora reynd- ar langt á undan Ameríkananum á þessu sviði, en nú hafa þeir sótt í sig veðrið og er næstum komið op- inbert lottó í hvert ríki í landinu. Stjórnmálamennirnir segja að hagnaðurinn af sölu miðanna sé notaður að mestu til kennslumála, en stöðugar deilur era nú um það. Alla vega geta þeir sem ánetjast hafa sætt sig við að þeir séu að styrkja gott málefni. Víst er um það, að fólkið sem mest eyðir í lottóið hefir minnst á því efnin. Hér er dregið tvisvar í viku í Flórída-lottóinu og verða vinning- arnir himinháir ef nokkar vikur líða án þess að nokkur geti valið réttu tölurnar. í fyrri viku var vinningurinn 83 milljónir dollara, sem mér sýnist vera rúmlega 6 milljarðar króna! Stundum dreif- ist aðalvinningurinn á marga miða, en í þessu tilfelli féll hann á aðeins einn. Fjölmiðlar hafa sýnt fram á að líf flestra sem vinna stórt í lottóinu fer að mestu leyti í vaskinn. Þeir era bara örfáir sem hafa vit og lán til þess að láta vinn- inginn bæta líf sitt. Samt dreymir lýðinn dag- drauma um hvað hann ætli að gera við allar milljónirnar, ef vinningurinn skyldi nú falla á rétt- an miða. Þrátt fyrir heitar vonir en næstum enga möguleika, held- ur fólkið áfram að spila í happ- drættinu og lætur ímyndunina draga sig á tálar. Stundum getur það orðið hjákátlegt. Um daginn, áður en risavinningurinn var dreginn, hringdi maður frá næsta ríki í innheimtustjórann hjá okkur og bað hann um að kaupa miða fyrir sig. Sagðist hann skyldu borga honum 15% af vinningnum, ef hann félli á einn sinna miða. Innheimtustjórinn var bíllaus þennan dag svo hann fékk lánaðan vagninn hjá bókhaldaranum til að skreppa út í búð og hét henni að borga eina milljón dollara af þess- um rúmlega 12, sem hann fengi, fyrir afnot af bílnum í 10 mínútur! Þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að gera við afganginn af peningnum sagðist hann m.a. ætla að kaupa mikið af stokkum og bondum! Fallegur sjóbirtingur. Togast smátt og- smátt VORIÐ er að smákoma á Klaustri og mönnum gengur veiðiskapurinn svona þokkalega, að sögn Sigmars Helgasonar veiðieftirlitsmanns á svæðinu. Miklir skaflar era víða, en jörð annars að mestu auð og árnar komnar undan ís. Helst hafa fréttir borist úr Geirlandsá og þar hefur veiðst vel þegar skilyrði hafa leyft. Fyrir skömmu var t.d. hópur að sögn Sigmars, sem dró 15 fiska á land, þar á meðal einn sem var 14-16 punda. „Þetta var svakabolti sem þeir fengu. Fiskurinn tók hjá þeim í Ár- mótunum og þar virðist vera mikill fiskur," sagði Sigmar. En Sigmar var á því að fiskur væri víðar en neðst og hafði það eftir ekki ómerkari heimildarmanni en Ólafi bónda í Mörtungu, sem sagði vorið hafa verið svo kalt að fiskur myndi líklega enn vera í miklum mæli frammi í gljúfi-um og lítið farinn að síga af stað til sjávar. „Hver veit nema maí verði óvenju veiðisæll,“ bætti Sigmar við. Auk þessa hafa verið góð skot í Hörgsá, Skaftá og Eldvatni á Brana- sandi, en þær ár era ekki stundaðar alla daga. Veiði er ekki hafin í Tungulæk að sögn Þórarins Krist- inssonar, eins eiganda hans, en hann taldi að veiði færi ekki í gang þar fyr- ir alvöra fyrr en í maí að þessu sinni. Fluguhnýtingar 2000 Islandsmeistaramótið í fluguhnýt- ingum árið 2000 er hafið og verða úr- slit kunngjörð eftir miðjan maí næst komandi. Að sögn Ragnars Hólm Ragnarssonar, formanns Landssam- bands stangaveiðifélaga sameina flest allir sem að fluguhnýtingum koma á íslandi krafta sína við þetta tækifæri, en yfirdómari mótsins verður Norðmaðurinn Jan Idar Löndal, fyrrverandi heimsmeistari í fluguhnýtingum. LS stendur að þessu móti í samvinnu við flestar af þekktustu veiði- og útivistarverslun- um Reykjavíkursvæðisins, auk ann- arra. Fluguþurrð í sumar? Svo gæti farið að skortur verði á veiðiflugum í landinu á komandi ver- tíð nema að kaupmenn finni lausn á málinu áður en flóðbylgjan skellur á. Þórður Pétursson, einn þekktasti fluguhnýtari og fluguhönnuður landsins sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði eftir ýmsum í kaupmannastéttinni að þeir óttuðust þetta nokkuð. Ástæðan er sú, að Kristján Gíslason, fyrrum verðlags- stjóri og fluguhnýtari með meira er nú látinn. „Kristján var svo umsvifa- mikill að skarðið verður vandfyllt," sagði Þórður. Laxaflugur á Netinu Ef menn rata inn á slóðina www.frances.is getur þar að líta póstverslun með laxaflugur. Sá sem stendur að þessari búð er dr. Jónas Jónasson, vel þekktur fluguhnýtari hér á landi, einnig leiðsögumaður er- lendra veiðimanna og snjall stanga- veiðimaður. Þekktastur er Jónas fyrir útfærslur sínar af hinni bráð- drepandi flugu Frances, sem gaf meðal annars 470 af 1128 flugulöxum úr Norðurá á síðasta sumri. Jónas býður bæði upp á Frances og aðrar flugur í ótal útfærslum og er það boðað að í framtíðinni muni margs konar fróðleikur um stangaveiði al- mennt bætast við síðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.