Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR16. APRÍL 2000 B 23 Dagbók f rá Amman I Amman þenst út og gamli miðbærinn er að færast til EN UM annað var ekM að ræða þar sem dvalarleyfi fékkst ekki framlengt af því sýrlenskur orðhákur hafði látið heyrast á röngum stað að ég hefði skrifað greinar frá Sýrlandi. Það þurfti ekki meira til. Þó tel ég að Sýrlendingar geti ekki haldið því til streitu að vera ut- an almennrar framvindu í fjarskipt- um. Netið kemur hvort sem það verður löglegt til að byrja með eða ekki og með gervihnöttum ná Sýr- lendingar fréttum sem þeir höfðu ekki grænan grun um að hefðu átt sér stað. Enda á þessi þjóð betra skilið en hún sé leikin eins og er á mörgum sviðum nú. Það gekk prýði- lega að komast yfir sýrlensku landa- mærin. Landamæraverðirnir höfðu ekkert að gera nema afgreiða mig svo við fórum í landafræðileik og ég leyfði þeim að sjá mína athyglis- verðu rithönd á arabísku og er það í fyrsta skipti sem ég hef orðið vör við að hún hafi vakið aðdáun. Mér varð hugsað til þess þegar við vorum að keyra frá Damaskus í átt til landamæranna, að þeir hafa ný- lega skipað umhverfisráðherra og segjast fyrstir Araba til þess, hvort sem það er sannleikanum sam- kvæmt eða ekki. En þegar maður sér ruslahaugana og plastpokana og draslið, þá hugsar maður ósjálfrátt, hvernig væri að fara með umhverfis- ráðherrann í skoðunarferð um land- ið. Svo gæti hann virkjað þessar tvær milljónir sem eru sagðar vera í leyniþjónustunni eða tengslum við hana og landið yrði eins og nýtt. Kíktuá skíðafærið núna! ESSO hefur kamið myndavélum fyrir á helstu skíöasyæðunum og nú getur þú kannað skíðafærið með eigin augum á www.esso.is Aðsendar greinar á Netinu v^mbl.is \LLTAf= £ITTH\SAÐ NÝrT Það lék um landið sól og sumarylur og eins og Jóhanna Kristjónsdótt- ir hefur áður tekið fram var það ekki með neinni kæti að haldið var á brottu. Víst hafði alltaf staðið til að heimsækja góða vini í Jórdaníu en gert var ráð fyrir að síð- an yrði horfið á ný til Damaskus og þráðurinn _____tekinn upp._____ Eftir að lokdð var umræðum okkar félaganna við sýrlensku landamærin og harmkvælum þeirra yfir því að ég ætlaði ekki að koma til baka í þessari ferð var farið um væna spildu lands uns komið var að þeim jórdönsku. Þar var líka allt rólegt og ekkert að Pm-iÉUBÍB andlitsböð '¥¦ snmtislcrfja É Skipholti 70 ? sími 553 5044 Barna- bílstól! 0-13 kg Kr. 12.1 Ath. Lokað laugordag fyrir páska. Œ) / //Cf Klapparstíg 27, ALLT FYRIR BÖRNIN s. 552 2522. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••* Fáðu tækin til að breyta lífi þínu á lýðháskóla þar sem þú lærir aðferðir til að takast á við lífið og finna gleði, ást og sjálfsvirðingu! Skólínn er fyrir alla sem vilja þroska sjálfa sig! 16 og 20 vikna námskeið, auk 2 vikna námskeiða, sem þú getur raðað saman eins og best ¦fc hentar þlnum tíma. Kennslan fer fram á léttri dönsku. • • Nemendur eru á öllum aldri, 18-80 ára, en meðalaldur er 42 ár. • * Verð (lengri námskeið): 650,- dkr. á viku. ^l. • Verð (styitri námskeið); 760,- dkr. á viku. ^ Innifalið í verði er kennsla, fæði, húsnæði og kennsluefni. Hægt er að sækja um styrk hjá Norðurlandafélaginu (Foreningen Norden). Pú getur lesið meira um skólann á www.vhd.dk! Kærar kveðjur frá VÆKSTH0JSKOLEN DJURSLAND Sunddalvej 1 - Ginnerup - 8500 Grená - Danmörku Simi: 0045 8633 9188. Fax: 0045 8633 9167. -£•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••* gerast og skotgekk að koma mér i gegn. Maður sér mikinn mun á því hvað Jórdanía er hreinlegra land og ég tala nú ektó um flest hverfi Amman þótt þar séu sjálfsagt einhverjar skuggahliðar. Stefanía Khalifeh ræðismaður okkar var ekki sein á sér að sækja mig og drífa mig heim til sín. Það var gott að hitta þau hjón og son þeirra og þar er gestrisnin og vinsemdin söm og jöfn. Það var gaman að geta horft á alls konar fréttir um kvöldið. Allt mögulegt var að gerast og ég var bara eins og Sýrlendingur og vissi ekki meir. Mér heyrist og sýnist að Abdúllah kóngur standi sig með prýði og láti sig varða ótal framfaramál. Sama máli gegnir um Röniu konu hans. Þau hjón höfðu verið lítt áberandi áður og það er ekki víst að margir hafi búist við að Abdúllah - þó elsti sonur sé - yrði kóngur. En hann er út og suður, vill efla atvinnu og tækni, bæta stirð samskipti við Sýr- lendinga. Allt tekur tímann sinn en þetta virðist vera maður sem tekur starf sitt alvarlega og vill virkilega leggja sitt af mörkum. Að mínu viti er hann fullmikið áberandi, það hef- ur hvarflað að mér þessa daga að þjóðinni hafi ekki verið gefið virki- legt ráðrúm/svigrúm til að syrgja Hussein kóng sem sannarlega - ekki síst á seinni árum hans var dáður af fólkinu hvar í stétt sem það stóð. Það þarf að fara mjög varlega í slíkum málum. Mér finnst Amman þenjast út enda eru fimm ár síðan ég var hér síðast. Gamli miðbærinn er að fær- ast á nýjan stað og sá sem áður var iðandi kös fólks er nú röð hálf- eða aldauðra smáverslana. En samt: í dag fór ég á kaffibókastað eða bók- affistað í þessum hluta bæjarins. Sú búð lifir góðu lífi. Þangað koma bóka- og kökuvinir og sameinast í áhuga á hvorutveggja. Og þaðan var fagurt útsýni yfir hluta Ammans sem streymir eins og breitt fljót nið- ur hæðirnar. E-vftamfn er öflug vörn fyrír frumur líkamans náttúrulega! halsuhúsið É Skólavörðustfg, Kringlunni & Smáratorgi Falleg oggagnleg fermmgargjöf s Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 ensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins 4.590 krónur Gagnleg og glœsileg fermingargjöf sem nýtist vel í nútíð og framtíð. Fæst hjá öllum bóksölum. ORÐABÓKAÚTGÁFAN W 0 n; v * bfc' ^ssorvzf Grensásvegi 16 (inni í portinu) Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. SOO - Regnhlífar og solgleraugu kr. 200 - Höfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.