Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR16. APRÍL 2000 B 25 lék í Peter's Friends og einnig hef- ur sést til hans í aukahlutverkum í nokkrum barnamyndum. Núna er hann orðinn eftirsóttur í aðalhlut- verkin og Stuart Little er ein af þremur myndum með kappanum í aðalhlutverki. Hugh lætur eins og þetta sé allt tómur misskilningur og tilviljun og segist vera klaufi sem potist í mörgu og kunni fátt fyrir sér. Var ekki undarlegt að leika á móti mús sem var ekki til? „Jú, óneitanlega, en það hefði verið enn undarlegra ef við hefðum þurft að leika á móti raunverulegri mús, það hefði líklegast verið erfið- ara og þá hefðum við trúlegast þurft að grípa til límtúpunnar og heftarans, við skulum ekki fara nánar út í þá sálma. Maður verður að nota ímyndunaraflið í öllum leik, sama hversu raunverulegar að- stæður eru. í kvikmyndaleik er alltaf myndavéi sem starir á mann og fimmtíu vel nærðir gaurar í gallabuxum sem standa fyrir aftan hana og láta sér leiðast. Síðan þarf maður að ímynda sér að eldfjallið sé að gjósa eða flugvélin að hrapa og þannig er þetta alltaf. Eitt skiptið hélt ég reyndar að ég væri að bilast, við vorum að taka upp at- riði þar sem ég tek Stuart í lófann, hann var náttúrlega ekki til staðar, ég þurfti að ímynda mér að hann væri þarna, en eitthvað fór úr- skeiðis þannig að leikstjórinn stoppaði tökuna og þá stóð ég sjálf- an mig að því að setja ósýnilegu músina sem var ekki til staðar aft- ur varlega niður á gólf. Við Geena þurftum að æfa okkur í að horfa á sama staðinn í tómarúminu, því ef maður er ekki að horfa á nákvæm- lega sama punktinn þá sjá áhorf- endur að það er eitthvað að. Mér finnst reyndar að á plakatinu séum við ekki að horfa á sama staðinn, en það er kannski bara ég." Engir áhættuökklar Var ekki hægt að merkja staðinn sem þið áttuð að horfa á með ein- hverju? „Jú, jú, þeir voru með frekar snjalla græju sem var eins og myndavélarhaus með mótor og á þrífæti sem sendi frá sér leysi- geisla, lítinn rauðan punkt, og gat munað og endurtekið hreyfinguna á punktinum. Svo það var hægt að láta „músina" hoppa af borðinu, á stólinn og niður á gólf og síðan var hægt að endurtaka það nákvæm- lega ef með þurfti. Mesta snilldin fólst í því að punkturinn blikkaði í takt við lokann á myndavélinni, þannig að allir á tökustað gátu séð rauða punktinn nema myndávélin, sem var gott, nema að það virkaði alls ekki, það var alltaf eitthvað að, en það var líka eina vandamálið. Þar fyrir utan var þetta alveg frá- bær græja." Þetta er fremur óvenjuleg rulla fyrir þig þar sem þú færð ekki mikið svigrúm til að geifla þig eða grínast? „Jú, það er rétt, ég geri ekki mikið í þessari mynd, ég er bara eitt skópar, og legg kannski smá ökklavinnu á mig öðru hvoru. Þess vegna fékk ég hlutverkið, ég er með svo góða ökkla, ég gerði alla mína ökklavinnu sjálfur, það voru engir áhættuökklar sem þurftu að koma í minn stað og þess vegna fékk ég þetta hlutverk, ég held allavega fast í þá trú." Er það rétt að leikstjórinn hafi séð þig í annarri mynd og ekki vilj- að neinn annan og lagt hart að þér að vera með í Stuart Little? „Tja, hann segir það núna, nei, nei, það þurfti ekkert að ganga hart á eftir mér, þessi mynd geng- ur lfka aðallega út á tölvutæknina. Það er gaman að fá tækifæri til að sjá hvernig þeir gera svona mikla mynd í mörgum risavöxnum upp- tökuverum." Þú hefur nú leikið í svipuðum myndum áður, ekki satt, The Borr- owers og 101 Dalmatar? „Jú, það er rétt, þetta eru svona fjöískyldumyndir og ... sjáðu til ég á þrjú börn sjálfur og það er hrein- lega ekki hægt að hafa of mikið framboð af svona myndum. Ef maður býr með börn í stórborg eins og London og veðrið er grám- uggulegt, eins og það er oft, er maður stöðugt í bíó með krakkana og þó að maður hafi séð eina góða í Hugh Laurie hverfur úr Jeeves og Wooster í hlutverk músar- pabbans. gær vill maður aðra góða í dag. Þar sem ég er fjölskyldufaðir hugsa ég kannski meira um svona myndir og það er gaman að fá tækifæri til að gera nokkrar góðar. Eg myndi vilja gera fullt af svona myndum ... þó verð ég að segja að ég myndi gjarnan vilja sparka nið- ur nokkrar hurðir og segja: „Stattu kyrr, sóðalöppin þín!" En ég myndi að sjálfsögðu ekki leyfa börnunum mínum að sjá svoleiðis myndir." Börnin ánægð með Stuart Eru þau helstu gagnrýnendurnir þínir? „Já, þau eru sex, átta og tíu ára og það er erfitt að gera þeim til hæfis og það vekur enga sérstaka aðdáun hjá þeim þó að ég sé leikari en þau voru mjög ánægð með Stu- art Little, hlógu mikið og fylgdust spennt með eltingaleikjunum og það kom mér lfka á óvart hvað þau voru snortin af myndinni. Maður sér það nefnilega ekki við gerð myndarinnar, maður hefur á til- finningunni hvaða kaflar eru fyndnir og spennandi en það er ekki fyrr en öll myndin er komin saman sem heild sem hún getur farið að snerta viðkvæmari taugar. Það er ekki hægt að verða hrærður á tveimur sekúndum. Það er hægt að hlæja og verða spenntur á tveimur sekúndum en það tekur einn og hálfan tíma að verða djúpt snortinn og hrærður. Þau voru öll hágrátandi á sófanum hjá mér, það var ekki laust við að sektarkenndin gerði vart við sig." Hvað kom sjálfum þér mest á óvart? .^Tölvutæknin, það er svo íangt síðan við tókum myndina upp, það tók fjóra mánuði og svo voru þeir í heilt ár að setja Stuart inn í mynd- ina. Meðan á tökum stóð voru þeir með slatta af skissum, teikningum og nokkur gróf tölvumódel en sjón- hverfingar eru bara þannig að þær virka ekki fyrr en síðasti hlutinn er kominn á sinn stað. Það er oft eitt- hvað sem maður tekur sjaldan eftir eins og t.d. hljóðið, maður sér Stu- art á skjánum og trúir engan veg- inn á hann, það er eins og hann sé límdur á bakgrunninn en svo þegar hljóðið þegar hann burstar í sér tennurnar fylgir með og það hljóm- ar rétt, er eins og allt smelli saman í hausnum á manni og maður trúir gjörsamlega á galdrana." Ekki eins gaman að vera atvinnumaður Ferill þinn sem grínleikari hófst á meðan þú varst í háskóla í Cambridge, dreymdi þig alltaf um að verða grínleikari? „Ég dýrkaði grínleikinn þegar ég var áhugamaður í faginu en um leið og ég fór að vinna við það þoldi ég þetta ekki lengur, virkilega, ég veit ekki af hverju, það verður ákaflega erfitt og öðruvísi. Ég held ég þurfi geðlækni til að hjálpa mér með þetta ... Á námsárunum ím- yndaði ég mér að áhorfendurnir væru kvenkyns, ekki þannig að all- ir í salnum væru konur, heldur að áhorfendur sem heild hugsuðu eins og ein kona sem ég var að daðra við og monta mig fyrir, og það var gaman, skemmtilegur leikur. Þegar ég gerðist atvinnumaður var eins Geena Davis - aldrei áður leikið músarmömmu. og áhorfendur yrðu skyndilega karlkyns í kollinum á mér og sætu með krosslagðar hendur og skildu ekki hvað ég var að fíflast, þá varð það keppni og ekki eins gaman ... fannst mér. Eg ætti náttúrlega að segja einhverjum meðferðarfull- trúa þetta í stað þess að kvelja blaðamenn." Hugh Laurie hefur líka skrifað eina skáldsögu, The Gun Seller, sem kom út í fyrra og hann hefur nýlega lokið við að breyta í kvik- myndahandrit sem United Artists ætlar bráðlega að hefja framleiðsl- una á. Hann er að skrifa bók núm- er tvö og segir að það sé ákaflega erfitt: „Allir segja að það sé lang- erfiðast að skrifa bók númer tvö og þess vegna ætla ég að hoppa yfir það og vinda mér beint í bók núm- er þrjú!" Hann leikur í tveimur öðrum myndum sem eru væntan- legar á árinu; Maybe Baby eftir Ben Elton, sem er einn af höfund- um Black Adder-þáttanna, með Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Eob Minkoff - áskorun að vinna í senn með raunveruleikann og ímyndunina. Jolie Richardson í hinu aðalhlut- verkinu, og That Girl From Rio sem kemur væntanlega út þegar nær dregur jólum. Þar leikur hann bankaræningja sem ætlar að hefja nýtt líf með ástkonu sinni. En Hugh vill miklu frekar tala um mótorhjólið sitt eða soulhijóm- sveitina sem hann spilar með. Ég ímynda mér að þessi virðulegi breski háðfugl sem lék yfirstéttar- vitleysinginn Jeeves í þáttaröðinni Jeeves and Wooster geti ómögu- lega látið sjá sig á öðru en virðu- legu gömlu Triumph eða BSA-hjóli. „Nei, reyndar ekki, ég er á ný- tískulegu straumlínulaga þýsku hjóli úr plasti. Ég átti allt þetta gamla dót, en þessi nýju hjól eru svo miklu betri, þau fara í gang, þau stoppa, og fara til hægri og vinstri þegar maður vill það og eru bara með allskonar hluti eins og t.d. bremsur sem eru frekar nauð- synlegir á mótorhjóli. Gamalt breskt hjól er dásamlegur gripur að eiga, en maður eyðir öllu lífinu með gírkassann í eldhúsvasknum og ég er of gamall fyrir svoleíðis." Þú hefur líka dundað eitthvað við tónsmíðar, ekki satt? „Jú, aðeins, ég he f samið nokk- ur grínlög fyrir sjónvarpsþætti en það sem mér finnst skemmtilegast er að hengslast með og í kringum tónlistarmenn. Eg er í tíu manna soulhljómsveit, ég spila á hljóm- borð og gítar og það er frábært að spila með alvöru tónlistarmönnum. Hljómsveitin heitir Poor White Trash, fullt nafn er Poor White Trash and The Little Big Horns en það kæmist aldrei fyrir á stutt- ermabol. Það eru mikil læti í okkur og við erum farnir að spila meira af okkar eigin lögum. Við byrjuðum á annarra manna lögum á borð við Mustang Sally og þvílíkt en núna erum við búnir að fá leiða á því og finnst okkar dót skemmtilegra." Er tónlistin þá efst á vinsælda- listanum hjá þér? „Já, en ef það er eitthvað sem ég hef lært af tónlistarmönnum þá er það að þeim finnst ekkert gaman að vera tónlistarmenn. Um leið og maður fer að vinna við eitthvað er eins og það verði að kvöl og pínu, kannski erum við öll hundóánægð með okkar hlut. Ef ég gæti spilað eins og engill á saxófón myndi ég ekki gera neitt annað, en gæinn í hljómsveitinni tekur sólóið sitt og fer svo bara að lesa blaðið, fyrir honum er þetta bara skrifstofan." Þú fórst ekki í leiklistarskóla er það? „Nei, ég hef aldrei lært leiklist, ég veit ekkert um svoleiðis, ég veit ekkert um Stanislawsky, ég er ekki með neitt prófskírtemi eða neitt, engin réttindi, ég stúderaði mann- fræði í háskólanum. Það hefur ekki breytt miklu hvað minn feril snert- ir, held ég. Við byrjuðum með litla sýningu sem við fórum með á Ed- inborgarhátíðina og eftir það var okkur boðið að gera sjónvarpsþætti og þannig fór þetta allt af stað. Eg var aldrei með nein stór áform." Rfkisvfylar í markflnkknm Utboð mánudaginn 17. apríl Mánudaginn 17. apríl kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti. eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. Fiokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað bimark tekinna tilboða RVOO-0719 19-júJí 2000 3 mónuðir 0 3.000,- RVOO-1018 18.október2000 6 mónuðir 0 1.500,- RV00-0418 18.Qpríl2000 12 mónuðir 0 1.500,- *MUljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tílboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhaeð tílboðsins sé ekki laegri en 20 miHjónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyris- sjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tílboð í meðalverð samþykktra tílboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tílboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Iinasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, mánudaginn 17. aprfl 2000. Útboðsskilmálar, önnur tílboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6. 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.Unisysh.is • utbod@Un»ysla.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.