Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 Ofurhljómsveitin Crosby, Still, Nash og Young endurborin. Crosby, Stills, Nash & Young eru enn komnir af stað með nýja skífu eftir tólf ára hlé. Ólafur Páll Gunnarsson út- varpsmaður er mik- ill aðdáandi gamalla tónlistarmanna og brá sér vestur um haf til að sjá þá fé- laga á tónleikum. PAÐ ERU meira en 30 ár liðin síð- an fjórir ungir menn tóku heiminn með trompi á umtöluðustu tónlist- arhátíð sem haldin hefur verið, Woodstock. Þetta voru þeir David Crosby sem áður hafði verið í hljómsveitinni Byrds, Graham Nash úr Hollies, og þeir Stephen Stills og Neil Young úr Buffalo Springfield. Þeir stofnuðu eina fyrstu „súpergrúppuna", Crosby, Stills, Nash & Young, og heilluðu fólk uppúr skóm og sokkum, fyrst á Woodstock og svo á plötunum Déja Vu og tónleikaplötunni „Four Way Street". CSN&Y voru út- nefndir besta nýja hljómsveitin þegar Grammy-verðlaunin voru af- > hent í mars 1970 en það liðu heil 18 ár þar til næsta stúdíóplata hljómsveitarinar kom út, hét Am- erican Dream og Young tók ekki þátt í tónleikaferð til að fylgja henni eftir. A síðasta ári kom svo út þriðja breiðskifa þeirra félaga, Looking Forward. Sérstakt samband Samband þeirra karlanna hefur alla tíð verið dálítið sérstakt. Þeir hafa stundum unnið saman tveir og tveir, Stills og Young annars ^ vegar, Nash og Crosby hinsvegar 'auk þess sem Crosby, Stills og Nash hafa sent frá sér nokkrar plötur í gegnum tíðina. Það þótti því tíðindum sæta þegar það frétt- ist að Crosby, Stills og Nash ásamt Neil Young væru að vinna saman að plötu og ekki þótti það síður merkilegt að þeir væru auk þess %að spá í að leggja upp í tónleika- Frábær skemmtun upprennandi ellilífeyrisþega Neil Young ferð um Bandaríkin. Platan sem kom út seint á síðasta ári heitir Looking Forward og er sú besta sem fjórmenningarnir hafa gert saman síðan 4 Way Street kom út 1971, enda er það svo sem ekkert skrýtið því American Dream frá 1988 þykir ekki mjög merkileg plata. Tilviljun fyrst og fremst Eins og svo oft áður var það Graham Nash nánast tilviljun sem réð því að „Looking Forward" varð til með Neil Young innanborðs. Það atvik- aðist þannig að þeir Young og Stills voru á búgarði Youngs í Kal- iforníu að undirbúa útgáfu á stór- um kassa með öllu efni hljómsveit- arinnar Buffalo Springfield sem þeir voru báðir í undir lok sjöunda áratugarins. Stills spilaði þá fyrir Young gamla vin sinn lag sem hann sagði að ætti að fara á plötu sem hann væri að gera með þeim Crosby og Nash. Young hreifst svo af þessu lagi að hann sagðist vera til í að koma og aðstoða þá. Þegar hann var svo kominn á staðinn og hitti þessa gömlu félaga sína fannst honum svo gaman að vera með þeim að hann lagði til að hann yrði með sem fullgildur hljómsveit- aiTneðlimur og bauð þeim að velja úr einum 15 lögum sem hann var þá búinn að taka upp fyrir næstu sólóplötu sína. Þeir slógu til, völdu fjögur lög (sem eru að mínu mati bestu lög plötunnar) og þar á með- al er titillagið „Looking Forward". Tónleikaferð til að kynna Look- ing Forward hófst svo í Michigan 24. janúar sl. við góðar viðtökur, og þegar ég ásamt litlum hópi Is- lendinga sá þá karlana í Boston 27. mars sl. voru þeir búnir að ná vel saman. Fyrri hálfleikur Tónleikarnir fóru fram í Fleet Center sem er nýlegt risastórt íþróttahús og heimavöllur Boston Celtics körfuboltaliðsins. Það var mikil eftirvænting í salnum þegar ég kom inn og auðvitað var ég spenntur líka því Neil Young og öll hans tónlist er mikið áhugamál hjá mér og hefur verið það um árabil. Ég var fyrst og fremst kominn til að sjá hann og heyra, en auðvitað hina líka. Ég var einn af fjórum ljósmyndurum sem fengu að mynda þetta kvöld og hafði miklar áhyggjur af því að ná ekki nógu góðum myndum. Þetta gengur þannig fyrir sig hjá svona stjörn- um einsog CSN&Y að þeir eru með blaðafulltrúa í vinnu hjá sér og blaðafulltrúinn sem er kona lagði okkur lífsreglurnar vel og vandlega áður en hún leiddi okkur upp að sviðinu. Við máttum taka myndir af þeim í tveimur fyrstu lögunum og eftir það myndi hún sækja okkur óg fylgja okkur út. Rétt uppúr kl. 8 birtust þeir á sviðinu, veifuðu þessum 16 eða 17 þúsundum karla, kvenna, drengja og stúlkna sem komin voru til að sjá og heyra í þeim, spenntu á sig gítarana og byrjuðu á laginu „Carry On“. Strax í kjölfarið fylgdi svo gamla góða „Southern Man“ eftir Young sem þeir fluttu óað- finnanlega. Blaðafulltrúinn sótti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.