Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 27

Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 27 mig og hina „ljósmyndarana“ eftir að því lauk og fylgdi okkur út, en ég var auðvitað búinn að tryggja mér miða áður en ég fór vestur um haf fyrir litlar 17.000 krónur, en dýrustu miðarnir kostuðu það á Netinu. Þrjár og hálf klukkustund liðu eins og korter Ég sé svosem ekkert eftir þeim þúsundköllum því í hönd fóru þriggja og hálfrar klukkustundar tónleikar sem liðu eins og korter. Næstu tvö lög á eftir „Southern Man“ voru ný lög „Stand And Be Counted" eftir Crosby og „Heart- land“ eftir Nash, bæði af nýju plöt- unni „Looking Forward“. Par á eftir kom „49 Reasons" eftir Nash líka, þá „Slowpoke“ af Looking Forward og þá var röðin komin að því að bregða sér aðeins aftur í tímann með laginu „Marrakesh Express“. Crosby endurfæðist „Faith In Me“, upphafslag nýju plötunnar, kom næst og þar á eftir kom eiginlega, mér algjörlega að óvörum, hálfgerður hápunktur kvöldsins. David Crosby tók salinn með trompi þegar hann, með að- stoð hinna auðvitað, þrumaði yfir viðstadda laginu „Almost Cut My Hair“. Hann tókst næstum á loft karlinn og ég átti von á að hann myndi hrökkva uppaf á hverri stundu, sívalur eins og hann er, sköllóttur og lufsuhærður með stórskaddaðan líkama eftir inntöku allskyns ólyfjanar í gegnum tíðina. Stills og Young spiluðu gargandi gítarsóló á víxl og ég átti ekki til eitt aukatekið orð, enda var ég kominn til að sjá Young taka hina kallana í nefið, og næsta lag, hið rafmagnaða „Cinnamon Girl“ eftir Young, fór næstum framhjá mér. Ég var ekki alveg búinn að ná mér eftir þessa endurfæðingu Crosbys. En þegar „Cinnamon Girl“ var búið veifaði Nash og sagði í hljóð- nemann að þeir kæmu aftur eftir smástund með kassagítarana sína. Það var komið hlé. Hlé - reykingar bannaðar Mér leið næstum einsog ég hefði orðið fyrir hreindýri en skrapp á klósettið þar sem fjölmargir stóðu reykjandi. Sumir voru með Win- ston, aðrir með Marlboro, og enn aðrir voru með heimatilbúna vind- linga sem gáfu frá sér skrýtna lykt, karlar á sextugsaldri með vel- megunarbumbu og derhúfu á höfð- inu. Lyktin sem þessir vindlingar gáfu frá sér var reyndar sú sama og sveimaði um í loftinu inní tón- leikasalnum stóra. Það er strang- lega bannað að reykja allstaðar í Boston nema undir berum himni og á nokkrum börum, það er búið að banna reykingar á öllum opin- berum stöðum. Seinni hálfleikur Eftir 20 mínútna hlé birtust gömlu mennirnir aftur og sumir búnir að skipta um föt að ofan. Þeir byrjuðu á „Helplessy Hoping" og þar á eftir var það gamla góða „Our House“ þar sem Nash var í aðalhlutverki og spilaði á píanó. Young kom ekki úr pásu fyrr en hinir þrír höfðu lokið við „Our House“ en næsta lag var hans, „Old Man“ sem er að finna á „Har- vest“ plötu Youngs frá 1972. Næstu þrjú lög á eftir mynduðu einskonar heild, öll af nýju plöt- unni. Fyrst kom „Dream For Him“ eftir Crosby sem hann tileinkaði „Django" fjögurra ára gömlum syni. Young leiddi félaga sína í næsta lagi, titillagi „Looking For- ward“ en í laginu syngur hann m.a. „það eina sem ég sé í framtíðinni er eitthvað gott fyrir mig og þig“. Þvínæst kom „Someday Soon“ eft- ir Nash sem hann tileinkaði elsk- unni sinni og bað fólk endilega um að reyna að halda í ástina. Young við pípuorgelið Þegar þessum hálfgerða þríleik lauk fór Young aftast á sviðið og settist þar við gamalt fótstigið pípuorgel, smellti á sig munnhörpu og söng og spilaði „After The Goldrush" við frábærara undirtek- ir allra sem heyrðu. Hann breytti textanum aðeins þannig að hann ætti betur við nútímann, og svo þegar orðin „getting high“ komu fyrir í textanum var einsog KR hefði orðið Islandsmeistari í fót- bolta, svo mikil voru gleðilætin. Crosby og Nash stóðu rétt hjá Young og sungu 'bakraddir einsog englar. Eftir að laginu lauk lét Young sig hverfa og hinir þrír spiluðu „Guinevere" eftir Crosby áður en þeir skelltu sér í lag sem þeir spil- uðu þetta kvöld í annað sinn í túrn- um. Suite: Judy Blue Eyes eftir Stills. Stills einn sá um spilamenn- skuna og Crosby og Nash bara sungu með. Fólk hafði verið dálítið að kvarta undan því að þetta lag vantaði í efnisskrá tónleikanna en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið með frá upphafi er sú að þetta er langt og mikið fjórskipt lag sem ekki hafði gefist tími til að æfa áður en lagt var upp í ferða- lagið. Þeir Donald „Duck“ Dunn bassaleikari og trommarinn Jim Keltner voru ekki ráðnir fyrr en viku áður en lagt var í ’ann og þó svo þeir Dunn og Keltner séu al- vanir menn treystu þeir sér ekki strax í „Judy Blue Eyes“. Stórt og feitt reykelsi Young kom aftur eftir að tón- leikagestir höfðu klappað vel og vandlega fyrir hinum þremur og næsta lag var „Out Of Control11 af nýju plötunni og Young leiddi með söng og píanóleik. Næsta lag þekkti ég því miður ekki en svo var röðin komin að „Teach Your Children" sem er líklega þekktasta lag fjórmenninganna hér á landi, oft og iðulega spilað í þætti Gests Einars á Rás 2. á laugardögum, „Með grátt í vöngum". Áður en þeir byrjuðu á laginu þurfti að færa eitthvað dót til á sviðinu og Crosby notaði tækifærið og blés glóð í eitthvað sem var annaðhvort stórt og feitt reykelsi eða eitthvað allt annað og ólöglegra. Hvort sem það var fékk hann heilmikið klapp fyrir þessa sérstöku athöfn sína. Annað sígilt CSN&Y lag, „Woodstock" fylgdi í kjölfarið og svo kom óvænt gamla Byrds-lagið „8 miles high“ sem þeir kallarnir höfðu eftir mínum bestu heimild- um ekki spilað áður í tónleikaferð- inni. „Ohio“ var næst og þvílíkur flutningur. Aðalsmerki þeirra áður fyrr var hvernig þeir gátu raddað einsog englar, en það er ekki á allra færi að gera það svo vel sé, en þessi gömlu jálkar eru snilling- ar í því, það er næstum einsog þeir hafi fundið raddaðan söng upp. Næsta lag var gamli hippaslaga- rinn með fallega boðskapnum „Love The One Yoúre With“ þar sem Stills syngur; Ef þú getur ekki verið með þeim sem þú elsk- ar, elskaðu þá fólkið sem þú ert með. 27. lagið Þegar því lauk var komið að síð- asta lagi tónleikanna, 27. laginu, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum þeg- ar það byrjaði, „Rockin In The Free World“ sem Young gaf út á plötunni „Freedom" fyrir 12 árum. Það er eitt af hans allra þekktustu lögum og dró ekki úr vinsældunum þegar hljómsveitin Pearl Jam byrj- aði að spila það í tíma og ótíma á tónleikum fyrir nokkrum árum. Young hamaðist á gamla svarta Gibson Les Paul gítarnum sínum í gegnum allt lagið og hinir kallarnir sem höfðu ekkert sérstaklega mik- ið að gera á meðan virtust skemmta sér konunglega. Tónleik- arnir enduðu með mikilli bjögunar- veislu eins og lög gera ráð fyrir þegar Neil Young og rafmagnsgít- ar eiga í hlut. Það var klappað og stappað í nokkrar mínútur og auð- vitað komu þeir félagarnir aftur og tóku eitt lag. Það var vel valið, „Long May You Run“ sem kom út á plötu sem Young og Stills gerðu 1978, en lagið samdi Young um gamla líkbílinn sinn sem flutti hann hálfa leiðina til Kaliforníu á sínum tíma þegar hann fór þangað frá æskustöðvunum í Kanada í fyrsta sinn í leit að frægð og frama en þurfti svo að skilja hann eftir með skottið fullt af minningum. Ég skildi ekkert eftir í Fleet Center í Boston nema kannski nokkra svitadropa og minninguna um frábæra skemmtun upprenn- andi ellilífeyrisþega geymi ég vel. Metrum á sekúndu breytt í vindstig 12 I 11 10 8 7 6 5 4| 3 2| 1 vindstig h35 30 -25 20 15 -10 5 L0 m/s Hér er hægt að breyta m/s í vindstig Sláðu inn m/s: 30 v- \':v ■V,v/V'Á©V./v::. V;'VVÍB>.; íí.:' Smelltu á 1 REIKNA Vindstig: 11 (Öfsaveður) < Skýringar Með því að smella á „skýringar“ á kortinu geturðu reiknað út vindstig út frá metrum á sekúndu. Hefurðu skilning á íslenskrí Ef að mælieiningin metrar á sekúndu vefst fyrir þér, geturðu auðveldlega breytt því yfir í vindstig á mbl.is. Þú einfaldlega lætur Veðurvef mbl.is reikna það út fyrir þig. Á Veðurvefnum á mbl.is eru nýjustu veðurathuganir um allt land birtar á mjög aðgengilegan hátt. Veðrið er sýnt myndrænt á íslandskorti með vindáttum og hitastigi. Nýjustu upplýsingarnar eru á mbl.is V Nýjustu veðurathuganir á 11 stöðum á landinu, 8 sinnum á dag. iv Ný veðurspá 5 daga fram í tímann. Veðurhorfur á landinu til kl. 18 daginn eftir. Nú geturðu klætt þig eftir veðri! VEÐRIÐ A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.