Morgunblaðið - 16.04.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 16.04.2000, Síða 28
28 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ekki einungis að sækjast eftir mat heldur ferðalagi yfir í annan heim í eina kvöldstund. Fyrsti staðurinn er varðaði þessa leið var Buddha Bar (8, Rue Boissy d’Anglas, sími 0033-1 53059000) sem er í hliðargötu við hlið glæsihótelsins Hotel Crillon við Place de la Concorde. Buddha Bar er líklega fyrsti Parísarstaðurinn sem hægt er að skilgreina sem nútíma gastroclub, skemmtistaður ekM síð- ur en veitingastaður. Hann var um skeið sá staður, þar sem allir er ein- hvers máttu sín urðu að láta sjá sig, varð síðan passéum stund er þotulið- ið færði sig annað en hefur nú fest sig ágætlega í sessi sem stofnun á þessu sviði. Þegar komið er inn á Buddha er gengið inn í gríðarstórt rými. Ferkantaður bar er á svölum um- hverfis geiminn, og líMega er göngu- leiðin einir 150 metrar, ef gengið er hringinn í kring. Þegar gengið er nið- ur tröppurnar í stóran veitingasalinn blasir við heljarinnar búddhalíkneski í lótusstöðu, hátt í tíu metrar á hæð. A matseðlinum má finna franska jafnt sem asíska rétti eða þá einhvers konar bræðing. Yfirleitt er maturinn ágætur en ekM stórkostlegur, þjón- ustan þægileg og stemmningin skemmtileg, íyrir þá sem kunna að meta svona staði. Eftir því sem líður á kvöldið hækkar tónlistin, sem er fjölþjóðleg blanda af asísk-ind- verskri, evrópskri og norður-afrískri tónlist og danstakturinn verður meira áberandi og kliðurinn frá barnum uppi á svölunum hærri. Ennþá stærri er Asian (30, Avenue George V, sími 0033-1 56891100), risavaxinn veitingastaður er tekur heila 400 gesti í sæti og maður veltir því fyrir sér hvernig hægt hafi verið að fá þetta stórt húsnæði á þessum rándýra stað, steinsnar frá Champs- Elysées. Asian, sem opnaður var á síðasta ári af frönsku, víetnömsku og laótísku teymi, er á nokkrum pöllum, á efri hæðinni er hægt að nýta sér barþjónustu á asískum bekkjum, er minna meira á legubekki en á veit- ingasvæðinu á neðri hæð breiða borðin úr sér yfir geysistórt rými, án þess þó að mynda heila breiðu. Þetta sköpunarverk arMtektsins Francois Wapler (sem til að mynda á heiður- Asísk áhrif í París París er borg einfaldra kaffíhúsa jafnt sem glæsilegra Michelin-stjörnustaða. Undan- farin misseri eru það hins vegar ekki síst al- þjóðlegir veitingastaðir sem notið hafa vin- sælda meðal Parísarbúa. Steingrímur n Sigurgeirsson snæddi á nokkrum þeirra og komst að því að asísk áhrif eru greinilega í miklu uppáhaldi. FAAR borgir búa yfir jafn rót- gróinni veitingahúsamenn- ingu og París. Á hverju horni er að finna einföld kaffihús (bistro), einfalda veitingastaði (brasserie) eða fínni veitingastaði (restaurant). Veit- ingahúsamenning Parísarborgar hefur verið fyrirmynd umheimsins en hins vegar minna um að straumar og stefnur utan Frakklands nái að brjótast í gegnum hinn gallíska vam- armúr. Það er þá helst hin banda- >ríska skyndibitamenning er náð hef- ur þeim árangri til þessa, líkt og hinn mikli fjöldi slíkra staða í París er til vitnis um. Þar með er þó ekM sagt að hin par- íska veitingahúsamenning sé ekM al- þjóðleg. Fá Evrópuríki eru í raun jafnalþjóðleg menningarlega séð og Frakkland. Oldum saman var Frakk- land stórveldi er teygði anga sína um allan heim og enn í dag er sjóndeild- arhringur Frakka víðari en flestra annarra, þótt þeir séu stundum sak- aðir um einangrunarhyggju þar sem þeir leggja ekki sama skilning í al- þjóðahyggju og engilsaxneskar þjóð- ir. Alþjóðahyggja Frakka er menn- ingarleg miklu frekar en markaðsleg. Sjálfstraust Frakka hvað eigin menningu snertir er jafn- framt það sterkt að þeir óttast ekM sMpbrot hennar vegna samneytis við aðra menningarheima. Það á ekM síður við um matarmenninguna, sem sést kannski best á því að helsta mat- argoð þeirra Frakka þessa stundina. Aiain Ducasse (sem rekur tvo þriggja Michelin-stjömu staði) opn- aði fyrir nokkru staðinn Spoon, Food and Wine, sem ekki einungis heitir ensku nafni heldur er jafnframt und- ir mjög kalifomískum áhrifum. Um alla París má finna veitinga- staði er endurspegla hin ólíku heims- horn. Vilji menn reyna norður-af- ríska matargerð Maghreb-svæðisins, gefst kjörið tækifæri á hinum fjöl- mörgu couscous-veitingastöðum Parísar. Sama má segja um matar- gerð IndóMna, er var jú einnig hluti af Frakklandi langt fram á þessa öld. En þessir straumar em ekki einung- is bundnir við fyrrum nýlendur Frakka. Kínverska, suður-ameríska og jafnvel ástralska staði má finna hér og þar. Að ekM sé nú minnst á japanska sushi-staði, sem líkt og víð- ar spretta upp eins og gorkúlur í borg ljósanna. Almennt séð er augljóst að asísk matargerð nýtur gífurlegra vinsælda í París þessa stundina, ekki síst með- al yngri kynslóða. Hana má jafnt finna í sínu hreina formi, sem í sam- bræðingi við evrópska matargerð líkt og verið hefur vinsælt beggja vegna Atlantshafsins síðastliðin ár. Eitt besta taílenska veitingahús Parísarborgar heitir The Blue Elephant (45, Rue de la Roquette, sími 0033-1 47004200) og er raunar hluti af keðju, sem er óvenjulegt fyr- ir góð veitingahús. Fyrsti Blue Elephant-staðurinn var opnaður í Bmssel árið 1980 af belgískum fom- munasala og taílenskri eiginkonu hans og er nú um tugur staða rekinn undir þessu nafni víða um heim. And- rúmsloftið á Blue Elephant minnir á h'tið taílenskt þorp. Þegar gengið er inn á veitingastaðinn, sem er í veit- ingahúsagötu í um tíu mínútna göngufjarlægð frá Bastillutorginu, kemur maður inn í nýjan heim. Loft- ið ilmar af hitabeltisgróðri og fram- andi kryddum og teMð er á móti manni af taílenskum gyðjum í glæsi- legum þjóðbúningum. Veitingasalur- inn er undantekningarlítið þéttset- inn og era borðin við litla tjörn, þar sem stórir litríkir fiskar synda um, auk þess er setið á svölum í kringum salinn. Þjónusta er hröð og góð en einkennist kannsM einum of mikið af afgreiðslu, enda gegnumstreymi gesta miMð. Matargerðin er sígild, taílensk og mjög vel útfærð. Kokkar staðarins hika ekM við að beita kryddum og ekM er gerð nein tilraun til að útvatna matargerðina að vest- rænum smekk. Að máltíð loMnni em konur leystar út með blómi. Þrír aðrir staðir tilheyra hins veg- ar nýrri kynslóð parískra veitinga- húsa, þar sem Vesturlönd og Austur- lönd mætast á miðri leið og ekM er síður lagt miMð upp úr glæsilegum innréttingum og „svölu“ andrúms- lofti en sjálfum matnum. Þetta em spennandi staðir, þar sem gestir eru Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á skírdag, fimmtudaginn 20. apríl, þarf að skila fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 18. apríl. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Heilsugæslan í Kópavogi auglýsir lausar læknastöður Afleysingastaða læknis Laus er til umsóknar staða afleysingalæknis með aðsetur á Heilsugæslustöðinni Borgir, Fannborg 7-9, Kópavogi. Staðan er laus frá 1. júlí n.k. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Sumarafleysingar heilsugæslulækna Lausar eru til umsókna tvær stöður sumarafleysingalækna. Önnur staðan er við við Heilsugæslustöðina Borgir, Fannborg 7- 9 og hin við Heilsugæslustöðina Hvammur, Hagasmára 5. Tímabilið er frá júní til ágústs. Umsóknarfrestur er til 7. maí n.k. Umsóknir sendist til: Heilsugæslan í Kópavogi, Heilsugæslustöðinni Hvammur, Hagasmára 5, 200 Kópavogi. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá Landlæknis- embættinu og á báðum heilsugæslu- stöðvunum í Kópavogi, Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Björn Guðmundsson, settur yfir- læknir, í síma 554-0400 frá kl. 8 - 17 alla virka daga. Kópavogi, 16. apríl 2000 Heilsugæslan í Kópavogi Heilsugæslustöðinni Hvammi, Hagasmára 5, 200 Kópavogi Sími 554-0400 Fax 564-2700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.