Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 29

Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 B 2$ inn af hinum ekki síður glæsilega og vinsæla Barfly ögn ofar á George V) er hlutað niður í mörg svæði og þótt steypa og málmar séu notuð í inn- réttingar ekki síður en bambus og viðiu- er Asian hlýlegur staður þar sem fuglahljómur heyrist innan um hitabeltisgróðurinn. Á milli borða gengur ung stúlka með Dim Sum- vagn, þar sem hægt er að næla sér í þrjá gufusoðna kodda með tveimur sósum á meðan beðið er eftir matn- um. Matargerðin er hreinræktuð as- ísk en flokkuð niður í öll helstu mat- armenningarsvæði austurhluta Asíu. Hægt er að fá sushi og sashimi ekki síður en taílenska, víetnamska, laót- íska eða kínverska rétti. Gestum er boðið upp á að neyta koníaks með matnum kjósi þeir að fara að sið Hong Kong-búa (550 FF flaskan) eða þá saké nema menn vilji halda sig við franskar landbúnaðarafurðir, þegar kemur að drykkjarvali, sem er nú lík- lega viturlegast. Hræðilegustu hryll- ingssögur, sem maður heyrir í Cogn- ac, eni af heimsóknum til Hong Kong og þeirra rauna, sem menn verða að þola þar við matarborðið. Eldhúsið á Asian er opið og þar má sjá heilan herskara manna vinna skipulega undir stjórn Oth Sombath, sem var raunar áður árum saman yf- irkokkur á Blue Elephant. Allir þeir réttir, sem við snæddum á Asian, voru ljúffengir og þjónustan einstak- lega alúðleg og brosmild. Mjög svipaður að uppbyggingu er staðurinn Man Ray (34, rue Mar- beuf, sími 0033 - 1 56883636), sem einnig var opnaður á síðasta ári. Man Ray, sem kenndur er við bandaríska fjöllistamanninn, er eyddi stórum hluta ævi sinnar í París, er að hluta í eigu bandarísku leikaranna Johnny Depp og Sean Penn og hefur verið einn af helstu „innistöðunum" í París frá opnun. Að útliti til er hann eins konar blanda af Buddha Bar og Asi- an. Rýmið sjálft minnir um margt á Asian, þótt byggingarefni- og gólf- efni séu önnur og í stað hitabeltis- gróðurs eru það tvær stórar styttur, sem setja svip sinn á rýmið. Þekking mín á asískum trúarbrögðum er ekki nægileg til að skilgreina þær fyllilega en þær virtust í indókínverskum stíl og voru með vængi. Matseðill var uppbyggður af jafnt evrópskum sem asískum réttum og þótt allt þjón- ustufólk hafi verið franskt (ólíkt hinu asíska þjónustufólki Asian) voru þjónar klæddir í eldrauða, hneppta jakka í kínverskum stíl. Matargerðin bragðmikil og traust, vel útilátin og þjónustan rétt eins og á Asian ein- staklega lipur og vinaleg. Raunar er það athyglisvert í ljósi stærðar þess- ara staða hversu óstressað og ljúft þjónustufólkið er og þrátt fyrir að yf- irleitt séu borð að minnsta kosti tvís- etin um kvöldin stóðst það ávallt að borð var tilbúið á þeim tíma, sem pantað hafði verið á og tekið skal fram að í flestum tilvikum var um föstudags- eða laugardagskvöld að ræða. Það gerist nú ekki alltaf á vin- sælum stöðum í Reykjavík. r \ Bílasalar Námskeið til undirbúnings prófs fyrir þá sem vilja afla sér leyfis til sölu notaöra bifreiöa verður haldið dagana 27. apríl til 13. maí á Akureyri. Tekið er við skráningu í síma 586 10 50. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 26. apríl með greiðslu þátttökugjalds. Páska tilb o ð AV/S Rent a car Bílaleiga Þad cfGrist Gkki ócfýrara Ótakmarkaður akstur! (Fáðu 5. daginn frían) i Wetry) \ harder L Dugguvogur10 104 Reykjavík samleið? vilt þú vinna með þessu fólki rn-mwvu _____ V' Planet Pulse heilsuræktarkeðja sækist eftir hæfiteikum þlnum. Hver einasti starfsmaður er valinn eftir þekkingu, reynstu og getu. Atlir starfsmenn eru á taunaskrá og borga skatta og skyldur. Hér er um vet valið landslið fagfólks að ræða sem hefur að leiðarljósi að heilsurækt er fyrir alta og á alltaf að vera í þágu heilsunnar, andlegrar sem og líkamlegrar. Við óskum eftir fótki í eftirtalin störf: Fjármátastjóri: þarf að vera viðskiptafræðingur með reynslu af endurskoðun. Kynningarfulltrúar: Framkvæmdastjóri; Sölumenn: Fyrirtækjaþjónustufulltrúi: Gæðastjórnandi; Viðhalds og viðgerðamaður; Snyrtifræðingar; Nuddarar: Einkaþjálfarar; þurfa að vera sórfræðingar í mannlegum samskiptum og hafa áhuga á og reynslu af heilsurækt. Hjúkrunarfólk og tæknarkomasterklega til greina. fyrir heilsuræktarstöð sem verður opnuð innan tíðar; þarf nauðsynlega að hafa mikla reynstu af rekstri fyrirtækis, engin þörf fyrir þekkingu é heilsurækt. þurfa nauðsynlega að hafa áhuga á heitsurækt og þekkingu á sölu. þarf að geta haldið fyrirlestra fyrir hópa um heilsurækt og hafa góða menntun t.d. íþróttakennari eða sjúkraþjátfari. þekking nauðsynleg á gæðaeftirliti. þarf að geta lagfært tæki og sóð um viðhald húsnæðis. með reynstu og snyrtifræðinemar. með reynstu og nuddnemar. með róttindi FIA eða önnur viðurkennd réttindi. Einnig kennarar í Aerobic, Spinning, þrekhring, Tai Bo, Boddy Pump o.fL Umsóknir með upplýsingum um menntun störf og reynstu ásamt meðmætum sendist Ptanet Pulse Hótet Esju, Suðurlandsbraut 2,108 Reykjavík lcetand. Planet Pulse er keðja heilsuræktarstöðva í eigu sterkra fjárfesta. Planet Pulse hefur nú þegar hafið undirbúning að atvöru starfsemi í formi keðju sem hefur það markmið eitt að þjóna og skila árangri. Nú þegar er hafin uppbygging í eftirfarandi heitsuplánetum. /a’íf I C E L A N D zj CJity / Va/iír/ M£sJ<x. Æ*f*xrt4?t Æ*Md //i/> í miðbænum Suðurtandsbraut 2 Sími 588 1700 Suðuriandsbraut 6 Sími 588 8383 Nýr ktúbbur »em byggir á etnkaþjáUun, míkítii þjónustu og SFA. snyrti- og nuddstotu Stöðm sem byggir á einka- þjálfun. SPA. snyrli- og nuddstotu Stöð sem byggir á hóptimum og þjátfun 1 taekjasal með aðstöðu fyrir sjúkraþjátlun Áður 6ym80 Stöð sem byggír á vaxtamótun og iyfimgum ásamt einkaþjálfun ZijrP4*r~t Faxaíeni 12 Stmi 588 V400 Áður Aerob'tc Sport. Stöð sem byggtr á hópttmum og þjátfun í taekjum mað aðstoð þjálfara. einntg nuddstofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.