Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 30

Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Framsæ hiphop MARGIR kannast við Asphodel- útgáfuna sem var um tíma leiðandi í útgáfu á neðanjarðarrappi og fram- sækinni danstónlist, en frá fyrirtæk- inu komu meðal annars þeir Rob Swift og Xecutioners-félagar og héldu magnaða tónleika. Asphodel hefur heldur dregið úr starfsemi und- "Jinfarið en Eric Gilbert, sem áður var það innsti koppur í búri, er búinn að stofna eigin útgáfu. Eric Gilbert segir að þegar Asp- hodel-menn hafi ákveðið að draga úr starfsemi fyrirtækisins hafi mm^mmm^^m* hann séð sér leik á borði að stofna eig- in útgáfu sem hafi staðið til lengi, enda sé til nóg af góðri tónlist til að gefa út. „Það er gríðalega mikið af efiiiÁrno góðri tónlist sem Matihiosson menn eru að skapa í dag og hiphop tónlist lifir mjög góðu ^jfi neðanjarðar, ekki síst fyrir áhrif ' sem berast inn í það frá framsækinni rokktón- list, raftón- list, dans- tónlist og þai' fram eftur götunum. Það er reyndar vill- andi að kalla það neðanjarðartón- list, enda er það ofnotaður merki- miði auglýsinga- skrumara; það mætti frekar kalla það framsækið hip- hop.“ Nýja útgáfan hans Gilberts heitir 75 Ark Music og fyrsta stóra platan sem hún gefur út er plata rappkvartettsins Anti Pop Consort- ium. Gilbert segir að það sé aðeins byrjunin, það séu margar fleiri plötur væntanlegar þó ekki séu þær í líkingu við Anti Pop Consortium. Væntanleg er plata með þeim Dan the Automa- tor, Del tha Funkee Homosapien og Kid Koala undir nafninu Deltron 3030, og einnig skífa með Encore úr Handsome Boy Modeling School. „Þetta er ekki líkt Anti Pop Consort- ium, en framsækið hiphop engu að síður. Anti Pop má kannski frekar kalla listrænt hiphop og ég tel að sú plata eigi eftir að hafa mikil áhrif á ungsveitir sem eru að byrja að fást við tónlistarformið í dag.“ Undanfarin ár hefur helst borið á söluvænni hiphop-tónlist með þunn- ildislegum textum og soðgrýluundir- spili, sem Gilbert vill reyndar kalla lé- lega popptónlist frekar en hiphop. „Á sama tíma var mikið að gerast neðan- jarðar, að hluta sem andsvar við poppsullið, en einnig vegna þess að menn voru að miða tónlistarforminu áfram. Það ber kannski meira á því sem stendur vegna þess að plötu- kaupendur og áhugamenn um hiphop eru teknir að leita að einhveiju nýju og ferskara; það má segja að offram- boð á lélegri tónlist hafi orðið neðan- jarðartónlistinni til góðs.“ Hiphop hefur átt sína góðu daga og slæmu og hvað eftir annað hafa menn talið að tónlistarformið væri búið að syngja sitt síðasta, en líkt og rokkið hefur það endumýjað sig og endur- fæðst. Gilbert segist ekki sjá að það eigi eftir að hverfa á næstu árum eða áratugum, formið bjóði upp á svo mikla þróun. MEÐ HELSTU spámönnum drum ’n bass tónlistar er Daniel William- son sem tók sér nafnið LTJ Bukem eftir þáttunum Hawaii Five-O, sem eldri lesendur þekkja eflaust. Buk- em fékk hefðbundið tónlistar- ^Suppeldi, lærði á trompet, en lék einn- ig á trommur og píanó en með tímanum mjakaði hann sér út í dans- tónlistina. LTJ Bukem var rekinn úr skóla sextán ára gamall og gaf það honum færi á að reyna fyrir sér sem plötusnúður í rave- og hardcore- danstónlist, en meðfram því var hann byrjaður að fást við eigin tónlist. Undir lok níunda áratugarins var Bukem farinn að senda frá sér lög sem féllu fáum í geð enda var tónlist- -Jn mýkri og fágaðri en það sem hæst Joar áþeim tíma. Eftir því sem drum ’n bass, eða jungle, náði meiri hylli, meðal annars fyrir tilstilli manna eins og Goldies, vakti Bukem æ meiri athygli fyrir tónlist sína. Fyrsta lag hans sem vakti verulega athygli var Logical Progression sem kom út fyr- ir réttum tíu árum. Um líkt leyti fékk yjSukem sig fullsaddan á því hversu litlu hann fékk ráðið um plötur sínar og stofnaði eigin útgáfu, Good Look- ing Records, sem hann hefur rekið síðan með góðum árangri, svo góðum reyndar að hann stofnaði aðra út- gáfu, Looking Good Records, fyrir önnur tilbrigði við danstónlist og hef- ur gengið enn betur. Þótt Bukem sé afkastamikill laga- smiður og bráðduglegur í hljóðver- inu hefur hann ekki gert mikið af því að gefa út sólóskífur og fyrsta sóló- plata hans kom út fyrir nokkrum dögum. Hann hefur þó sent frá sér grúa laga á safnskífum ýmiskonar, þeirra helsta Logical Progression sem er skyldueign öllum þeim sem áhuga hafa á danstónlist. Fyrsta sólóskífa LTJ Bukems heitir Journey Inwards og spannar tvo geisladiska. Stemmningin er áþekk því sem hann hefur áður gert, fágað og mjúkt drum ’n bass, en hann leyfir sér líka sitthvað á skíf- unni og kryddar víða vel með fönki og hip-hop-stemmningum. Hann beitir einnig víða fyrir sig lifandi spilamennsku til að gæða skífuna sem mestu lífi og skila inn í hana óvissu og spennu. Fyrsta sólóskífa LTJ Bukem ÞRIÐJA breiðskífa kanadísku sveitarinnar Blinker the Star hefur vakið nokkra athygli, enda er þar á ferð framúrstefnulegt popp og grípandi. Leiðtogi sveitarinnar er helst þektur fyrir samstarf við Hole, en nær vonandi vinsældum af eigin verðleikum með breið- skífunni August Everywhere. Sá mannskapur kemur við sögu á þriðju skífu sveitarinnar, August Everywhere, sem kom út fyrir skemmstu. Jordon ræður þó ferð- inni sem forðum, semur allt og út- setur, en í millitíðinni kom hann reyndar við sögu á síðustu skífu Hole eins og getið er. August Ever- ywhere hefur fengið góða dóma, þykir forvitnileg poppskífa sem leynir á sér. Jordon Zadorozny, leiðtogi Blinker the Star, hefur fengist við tónlist frá unga aldri, enda af tónlistarfólki kominn. Þannig er faðir hans bluegrasstónlistar- maður og hefur gefið út nokkrar skífur og móðir hans tónlistar fræðingur og leikur keltneskí tónlist á fiðlu sér til skemmtun- ar. Þegar við bættist að fjöl- skyldan rak lengi vel hljóð- færaverslun er varla nema von að drengurinn hafi tekið til við spilamennsku, en til viðbótar við bluegrass og keltneska tónlist bættist svo balkantónl- ist sem leikin var fram á nótt í eldhúsinu í heimsóknum tón- elskra ættingja. Allt það skýrir sjálfsagt fjölbreytileg- ar hugmyndir sem skjóta upp kollinum í tónlist Blinker the Star. Jordon lærði snemma á leika á pínaó og gítar, en tónlistin var ævinlega aukaatriði þar • tii hann heyrði í Van Halen og eftir það komst ekkert annað að en rokk. Þegar hann var rétt kominn á ferm- ingaraldurinn komst hann yfir upp- tökutæki og eyddi löngum stundum með bróður sínum í lagasmíðar og upptökur. Þegar þeir stofnuðu hljómsveit saman var það þó ekki til að leika eigin tónlist heldur til að stæla aðra. Hver sveitin rak aðra þar til Jordon hélt í framhaldsnám í Montreal. Þar auglýsti liði í hljómsveit, en var sjálfum boð- ið að spila í sveit. Hann hélt þó áfram að semja einn síns liðs og taka upp þau lög sem rötuðu á fyrstu breiðskífu hljómsveitar sem fékk nafnið Blinker The Star. Þetta var árið 1995 og smám saman safnaði Jordon að sér mann- skap til að mynda tónleikasveit og á endanum fastan kjarna tríós sem hann hefur starfað með upp frá því. ALLLENGI hef- ur rapparinn Black Rob notið hylli meðal kass- ettuvina í New York og ýmis lög með honum kom- ist á óformlegan vinsældalista götunnar. Fyrir skemmstu kom út fyrsta breiðskífa hans sem kallast Life Story. Stíll Robs er blátt áfram og sög- urnar sem hann segir byggjast á atvikum úr ævi hans, en svo er að heyra á skífunni að minnsta kosti og sjá á nafni hennar. Sú ævi hefur ekki verið dans á rósum, frekar en Blátt áfram þeirra sem alast upp í fátækra- hverfum almennt. Með sér á skíf- unni er Rob með framúrskarandi aðstoðarmenn, til að mynda Ce-Lo og Mase, sem hætti í rappinu á dög- unum, Lox koma einnig við sögu þó flokkurinn hafi sagt skilið við Bad Boy, Jennifer Lopez, Lil’ Kim og G- Dep, auk þess sem Puffy lcggur sjálfur til rapp í einu laganna. Flutningur Robs þykir minna um margt á Biggie Smalls, en ekki þykir hann standa honum jafnfætis í textaspunanum. Fyrstu opinberu smáskífur hans vöktu ekki eins mikla athygli og neðanjarðaráhugi gaf til kynna og því var skífunni seinkað hvað eftir annað þar til þeir félagar Puff og Rob töldu að búið væri að berja í brestina. Hvort nóg sé að skreyta skífuna með stjörnum er ekki ljóst, en á skíf- unni á Rob framúrskarandi spretti að flestra mati, ekki síst þar sem Lox Ieggur honum lið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.