Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haraldur pólfari við stærsta íshrygginn til þessa Isklumpar á stærð við sumarbústaði Frumvarp um olíuleit og olíuvinnslu HARALDUR Örn Ólafsson pólfari á 125 km eftir ófarna á norðurpólinn ogbýstviðaðná takmarki sínu 10. til 15. maí. Hann tafðist nokkuð á fimmtudag við að finna leið í gegn- um mikinn ís- hrygg með ís- björgum á stærð við sumabústaði. Hann gekk 16, 3 km á fimmtudag í 16 stiga frosti og hægum vindi. Haraldur er farinn að hlakka mik- ið til ferðalokanna og undirbúningi að lokakafla leiðangursins er að mestu lokið af hálfu bakvarðasveit- arinnar. „Tilhlökkunin við að komast á pólinn er að komast í hámæli núna,“ sagði Haraldur í gær í símtali við Skúla Bjömsson í bakvarðasveit leiðangursins. Rosalegasti íshryggur sem ég hef séð Haraldur hefur ekki mætt norsku pólförunum Torry Larsen og Rune Gjeldnes sem komu gangandi á móti honum frá pólnum. Norðmennirnir áætla að komast til Ward Hunt-eyju 1. júní efir nærri fjöguira mánaða göngu þvert yfir Norður-íshafið. Fá- einir km skildu Harald og Norð- mennina að í gær en þar sem Norð- mennirnir eru nokkuð vestar en Haraldur er allt eins líklegt að þeir mætist ekki á göngunni. í gær rann upp níundi dagurinn í röð með skýjuðu veðri úti á ísnum og sagðist Haraldur aldrei hafa heyrt um að veðrið hagaði sér með slíkum hætti svo norðarlega. Hai’aldur sagði færið hafa verið sæmilegt á miðvikudag en tafðist í hálfa aðra klukkustund snemma dags þegar gríðarmikill íshryggur varð á vegi hans. „Þetta var rosaleg- asti íshryggur sem ég hef séð og kallaði hann því Kínamúrinn," sagði Haraldur. „Þarna höfðu hlaðist upp ísklumpar á stærð við sumarbústaði og ég sá varla yfir hann þegar ég leit yfir hann af stórum hól. Ég losaði af mér sleðann og gekk í vestur og datt allt í einu niður á ótrúlega leið í gegnum hrygginn. Það var örmjó tröð með sléttu gólfi og háum veggj- um sem lá í gegnum hrygginn og var aiveg magnað að ganga efir henni.“ Flugleiðir og FBA hafa boðið Unu Björk Ómarsdóttur unnustu Har- alds að fljúga út á ísinn ásamt með- limum úr bakvarðasveitinni þegar Haraldur verður sóttur út á ísinn í leiðangurslok. Merkinga á erfðabreytt matvæli að vænta STEFNT er að því að reglugerð um nýfæði, sem meðal annars felur í sér reglur um merkingar á erfðabreytt- um matvælum, verði gefin út síðar á þessu ári. Gert er ráð fyrir að erfðabreytt matvæli yerði merkt og til erfða- breyttra mátvæla teljist matvæli sem innihalda í mælanlegu magni DNA eða prótein tilkomið með erfðabreytingum. Þetta kemur fram í svari um- hverfisráðherra við fyrirspurn Kol- brúnar Halldórsdóttur, þingmanns vinstri grænna, um erfðabreyttar afurðir. í svarinu kemur fram að ráðu- neytið telur að neytendur skuli eiga rétt á upplýsingum um hvaða mat- væli séu erfðabreytt eða innihaldi erfðabreyttar afúíðir. Gefinn verði sex mánaða aðlögunartími í fyrirliggjandi drögum að reglu- gerð er gert ráð fyrir að þeir sem sett hafa erfðabreytt matvæli á markað fái sex mánaða aðlögunar- tíma til að uppfylla ákvæði reglu- gerðarinnar. Því ættu neytendur að geta vænst merktra matvæla á fyrri hluta næsta árs. Þá kemur fram að stefnt er að því að gefa út tvo bæklinga um erfða- breyttar afurðir á þessu ári; annan um erfðbreytt matvæli og hinn um erfðabreyttar lífverur. Með þessu móti hyggst ráðherra tryggja að al- menningur fái hlutlausar og fagleg- ar upplýsingar um erfðabreytt mat- væli og þau áhrif sem erfðaþreyttar lífverur geta haft á umhverfið. IÐNAÐARRÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, en jarðvísindalegar rann- sóknir í Norður-Atlantshafi benda til þess að verðmæt olíuefni kunni að leynast á landgrunni íslands og hafa erlend olíufyrirtæki sýnt áhuga á ol- íuleit á landgrunninu. Frumvai-pið fer nú til þingflokka ríkisstjórnar- flokkanna og verður síðan lagt fram á Alþingi í framhaldinu. í upplýsingum frá iðnaðarráðun- eytinu kemur fram að forsenda þess að erlend fyrirtæki fáist til að fjár- magna leit að olíu og gasi á land- grunni íslands sé að sett verði sér- stök lög um þessa starfsemi, en slík löggjöf sé til staðar í öllum ná- grannaríkjum okkar. Þijú svæði koma helst til greina Með lagasetningunni er sett rammalöggjöf um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, en með því er átt við jarðolíu, jarðgas eða annars kon- ar kolvetni sem er til staðar í jarð- lögum undir hafsbotni frá náttúr- unnar hendi og nýtanlegt er í loftkenndu eða fljótandi formi. Við samningu frumvarpsins var höfð hliðsjón af norrænni löggjöf um hliðstæð efni, auk þess nauðsynlegt var að samræma ákvæði fnim- varpsins löggjöf Evrópusam- bandsins vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Fram kemur að helstu svæðin sem koma til greina í þessum efnum séu Jan Meyen hryggurinn, Hatton- Rockall svæðið og setlagasvæðið undan ströndum Norðurlands. Eng- ir tæknilegir þættir virðast geta komið í veg fyrir olíuvinnslu á þess- um svæðum, ef slíkar auðlindir finn- ast í nægjanlegum mæli. ----------------- Forseti Póllands í opinbera heimsókn ALEKSANDER Kwasniewski, for- seti Póllands, kemur í tveggja daga opinbera heimsókn hingað til lands í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu forseta Islands er von á for- setanum, eiginkonu hans, Jolöntu, og fylgdarliði að morgni fimmtu- dagsins 11. maí og dvelja þau hér fram að kvöldi fostudagsins 12. maí. Meðal þess sem er á dagskrá heim- sóknar forsetans eru fundir með ís- lenskum ráðamönnum. Morgunblaðið/Kristinn Beðið úti í bíl STUNDUM þurfa farþegar að bíða er liklega best að gera eins og úti í bfl meðan bflstjórinn hleypur þessi; sýna þolinmæði, halla sér aft- inn í banka eða búð til að sinna er- ur í sætinu, horfa út um gluggann indum. Ef biðin verður helst til löng og láta sig dreyma. Sólveig Pétursdóttir situr ráðstefnu dómsmálaráðherra ESB um forvarnir gegn afbrotu Vilji ESB til að út- víkka samstarf til Islands staðfestur SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra situr nú ráðstefnu dóms- málaráðherra Evrópusambandsins um forvarnir gegn afbrotum í Al- garve í Portúgal og sagði hún í gærkvöldi að fram hefði komið staðfestur vilji til að útvíkka sam- starfið á þessu sviði til þeirra Sehengen-ríkja, sem ekki eru í ESB, Islands og Noregs. Hún sagði að helstu niðurstöður ráðstefnunnar væru að Evrópu- sambandið ætti að hefja undirbún- ing að sameiginlegri söfnun og úr- vinnslu tölfræðilegra upplýsinga um afbrot og glæpastarfsemi, víð- tæku samstarfi allra þátttakenda og samræmingu löggjafar. Hve langt á að ganga í samræmingu löggjafar? Hún sagði að einnig hefði verið rætt um að koma ætti á fót form- legum samráðsvettvangi þar sem ESB-ríki beri saman bækur sínar, skiptist á upplýsingum um þróun mála á borð við það hvaða for- varnaraðferðir hafi gefíð góða raun og hverjar ekki. Sólveig sagði að sameiginleg söfnun og úrvinnsla tölfræðilegra upplýsinga um afbrot og glæpi væri vitaskuld mikilvæg forsenda skynsamlegrar stefnumótunar. Hún gat þess að nokkur umræða hefði verið um samræmingu löggjafar og mismunandi áherslur meðal ríkjanna um hve langt ætti að ganga í þeim efnum. „Það sem varðar okkur íslend- inga þó mestu er að hér á ráð- stefnunni hefur verið staðfestur vilji ESB-ríkjanna til þess að út- víkka þetta samstarf að einhverju leyti til Schengen-ríkja, sem ekki eiga aðild að sambandinu, það er til íslands og Noregs,“ sagði Sól- veig. „Sá vilji er staðfestur í niður- stöðum ráðstefnunnar, en síðan er auðvitað að sjá hvernig það verður útfært af ESB þegar til formlegr- ar ákvarðanatöku kemur.“ Sólveig sagði að íslenska dóms- málaráðuneytið hefði undirbúið fundinn með því að senda ýmsar upplýsingar um hvernig staðið væri að forvörnum gegn afbrotum á íslandi, tíðni og gerð afbrota og fleira. Bent hefði verið á mikilvægi þess að aðilar ynnu saman á svip- aðan hátt og grenndarlöggæsla væri hugsuð þar sem saman vinna lögregla, skólar, íþróttahreyfingar, félagsmálayfirvöld, kirkja og for- eldrar, svo eitthvað væri nefnt. Mörg alvarleg brot virða ekki landamæri „Ég vakti enn fremur athygli á mikilvægi aukins samstarfs ríkja í baráttunni gegn afbrotum, ekki síst vegna þess að mörg alvarleg afbrot virtu engin landamæri, svo sem barnaklám og peningaþvætti," sagði hún. „Slíkt samstarf væri ekki síður mikilvægt varðandi for- varnir gegn afbrotum." Hún sagði að samstarf Norður- landanna væri þýðingarmikið og á fundinum hefði verið vakin athygá á því hvernig að því hefði verið staðið með góðum árangri. „Ég tel mikilvægt að auka sam- vinnuna við Evrópusambandið a sviði réttarfars og löggæslumála,' sagði Sólveig Pétursdóttir. „Ég hef unnið að eflingu samstarfsins við Bandaríkin og tel einnig mikil- vægt að við horfum ekki síður til Evrópu í þessum efnum." Islendingum og Norðmönnurn var boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu dómsmálaráðherra ESB og situr Sólveig hana fyrir íslands hönd. Þátttaka íslands í Evrópu- samvinnu á sviði dóms- og lögj gæslumála byggist annars vegar a aðildinni að Schengen-samstarfinu og hins vegar því að nú er unnið að aðild Islands og Noregs að EUROPOL, löggæslustofnun Evrópu, en framkvæmdastjóri hennar, Jurgen Storbeck, er vænt- anlegur til Islands síðar í þessum mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.