Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landafundum Leifs heppna fagnað í viku í kvikmyndaborginni Los Angeles Reuters Ólafur Ragnar Grúnsson forseti snæddi á fimmtudag á veitingastaðnum North Woods Inn í San Gabreil í Suður- Kaliforníu þar sem borinn er fram íslenskur fiskur. Forseta á hægri hönd situr Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washington, og honum á vinstri hönd er Conley Clearmon, framkvæmdastjóri staðarins. Ólafur Ragnar gaf Clearmon eintak af íslendingasögunum þegar hann heúnsótti veitingastaðinn. Umfjöllun í stórblöðum og • * sjonvarpi ISLENDINGAR í Los Angeles fagna þúsund ára afmæli landafunda Leifs heppna með því að kynna ís- lenskar kvikmyndir og tónlist fyrir heimamönnum. Guðjón Arngríms- son, framkvæmdastjóri landafunda- nefndar, segir hátíðahöldin breytileg eftir borgum og í kvikmynda- borginni hafi þótt eðlilegt að leggja áherslu á helstu áhugamál heima- manna. Ýmislegt annað er þó í boði, til dæmis matreiðir Siggi Hall ís- lenskan mat á Hollywood Roosevelt- hótelinu, íslensk fyrirtæki af ýmsum toga kynna starfsemi sína fyrir bandarískum, Hallveig Thorlacius sýnir brúðuleikrit í Barnasafninu í Los Angeles og tvær sýningar verða á leikritinu Perðir Guðríðar, svo dæmi séu tekin. Kvikmyndin Englar alheimsins var frumsýnd í hinu sögufræga Egyptian-kvikmyndahúsi við Holly- wood Boulevard á fimmtudagskvöld. Um 500 manns voru viðstaddir frumsýninguna og fögnuðu bæði leikstjóranum FriðriM Þór Friðriks- syhi og aðalleikurunum Ingvari Sig- Viðamikil Islandskynning stendur nú yfír í Los Angeles í tengslum við þúsund ára af- mæli landafunda Leifs heppna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, er af þessu tilefni í kvikmyndaborginni og ræddi við ráðamenn kvikmyndafyrirtækisins Warner Brothers um íslendingasögurnar ________sem efnivið í kvikmyndir. ______ urðssyni og Baltasi Kormáki með lófataki. Frumsýning Engla alheims- ins var liður í íslenskri kvikmynda- hátíð í Egyptian-kvikmyndahúsinu. Hátíðin er styrkt af Kvikmyndasjóði íslands og kvikmyndafyrirtækinu Palomar Pictures, sem er í eigu Sig- urjóns Sighvatssonar, heiðurskons- úls íslands í Los Angeles. Á hátíðinni eru kvikmyndir af ýmsum toga, Dansinn, Perlur og svín, Ungfrúin (2) Steinsteypa Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 Fagmennska BM»VaIlá í steypuframleiðslu tryggir þér betra hús. Allt um góða steinsteypu á www.bmvalla.is www.bmvalla.is góða og húsið, Börn náttúrunnar, 101 Reykjavík, Fíaskó, Rokk í Reykjavík og Popp í Reykjavík. Leitað til héimamanna Guðjón Arngrímssön sagði að við skipulagningu landafundahátíða hefði landafundanefndin nýtt sér þekkingu íslendinga sem búsettir væru í Bandaríkjunum. Það hefði ekki síst átt við í Los; Angeles. Markmiðið væri að kynna ísland fyr- ir almenningi, styrkja samfélög ís- lendinga á hverjum stað og ná sam; bandi við stjórnvöld og fyrirtæki. „í Los Angeles leituðum við til Sigur- jóns Sighvatssonar og settum upp dagskrá sem tekur mið af skemmt- anaiðnaðinum. Það gerðist hins veg- ar hér, líkt og raunin hefur verið annars staðar, að dagskráin hlóð fljótt utan á sig, þótt kvikmyndahá- tíðin sé enn kjarninn." Guðjón sagði að það hefði gengið framar vonum að fá umfjöllun fjöl- miðla í Los Angeles og þar hefðu góð sambönd Sigurjóns Sighvatssonar komið sér vel, auk þess sem landa- fundanefnd hefði ráðið starfsmann til að sjá um kynningarstörf. „Stór- blaðið Los Angeles Times hefur fjór- um sinnum fjallað um hátíðahöldin hér og útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa tekið viðtöl, m.a. við Jón Baldv- in Hannibalsson sendiherra og Olaf Ragnar Grímsson forseta. Þessi um- fjöllun hefur vakið töluverða athygli. Við erum líka mjög ánægð með hve mikla og vandaða umfjöllun landa- fundaafmælið hefur fengið hjá stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna, til dæmis Time-tímaritinu, sem var Morgunblaðið/Torfi Ólafur Ragnar Grímsson forseti heimsótli á fimmtudag kvikmyndaver Warner Brothers og fær hér ásamt Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi leiðsögn um sviðsmynd skrifstofu forseta Bandaríkjanna, sem notuð er í sjónvarpsþættinum Vesturálman. með umfjöllun um vflánga á forsíðu blaðsins í vikunni." ísland í Today Show Tímaritið Newsweek hefur einnig fjallað um ferðir norrænna manna til Ameríku til forna og fyrir skömmu var ítarleg umfjöllun í tímaritinu National Geographie. I gærmorgun bættist enn við umfjöllunina, þegar ísland var kynnt fyrir áhorfendum Today Show, morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Þátturinn, sem er tveggja tíma langur, er sýnd- ur um gjörvöll BandaríMn. Frétta- macJur;NBC, Matt Lauer, hefur ferð- ast víða um heim þessa vikuna, en áhorfendur stöðvarinnar völdu áfangastaðina í sérstakri atkvæða- greiðslu, þar sem ísland fékk 18% at- kvæða. Förin hófst í Víetnam, þá lá leiðin til Hawaii, Spánar, Suður-Afr- íku og ítalíu, en fór hans lauk í Bláa lóninu á íslandi í gær. Þátturinn var á mjög jákvæðum nótum, fréttamað- urinn lýsti fegurð landsins fjálglega, staðfesti sumar goðsagnir um landið og eyddi öðrum. Meðal þeirra sem hann ræddi við yoru Svanhildur Konráðsdóttir, sem fræddi hann um ýmislegt sem snýr að menningarlífi landans, og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sem útskýrði und- ur jarðhitans. Einar Bollason skrapp með honum í útreiðartúr og að sjálf- sögðu fékk Keiko hluta athyglinnar. NBC býður áhorfendum sínum að kaupa myndband með ferðalagi fréttamannsins þessa vikuna, svo ís- landsfróðleikurinn lifir áfram. íslendingasögur til Warner Brothers Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kom til Los Angeles á miðvikudag í tengslum við Islands- kynninguna. Á miðvikudag hitti hann borgarstjóra Los Angeles, Richard J. Riordan, en á fimmtudag heimsótti hann ritstjórnarskrifstof- ur Los Angeles Times og fundaði með yfirmönnun Warner Brothers, þar á meðal Ólafi Jóhanni Ólafssynií kvikmyndaveri fyrirtækisins. Ólafur Ragnar sagði að sér þætti landafundanefndin hafa samið góða dagskrá fyrir Los Angeles. „Mér finnst mjög vel til fallið að kynna ís- lenskar kvikmyndir í þessari borg og ég fann í viðræðum mínum við yfir- menn Warner Brothers að þeir eru mun opnari en áður fyrir að leita að efnivið og samstarfsaðilum erlendis. Áður var bandaríski kvikmyndaiðn- aðurinn tiltölulega einangraður en núna leita þeir að rithöfundum, efni- viði, skáldsögum fornum og nýjum og kvikmyndagerðarmönnum um allan heim. Ég átti ágætis viðræður við þá um íslendingasögurnar sem hugsanlegan efnivið til kvikmynda- gerðar og niðurstaðan varð sú að ég mun senda þeim heildarútgáfuna af íslendingasögunum á ensku og þeir munu skoða þann efnivið mjög ræki- lega." Forsetinn sagði að sér hefði þótt mjög ánægjulegt að sjá með eigin augum hvað þekktustu fulltrúar Is- lands í kvikmyndaborginni, Ólafur Jóhann og Sigurjón Sighvatsson, nytu mikils trausts og hve öflugir þeir væru innan bandarískrar kvik- myndagerðar. Hann sagði að í viðræðum sínum við borgarstjórann og yfirmenn á Los Angeles Times hefði komið skýrt fram að þeim þætti ísland for- vitnilegt fyrir þá hátækni sem þar hefði sprottið fram á síðustu árum, hvort sem það væri á sviði erfða- tækni, rannsókna á notkun vetnis eða beitingu upplýsingatækni. „Menn velta því mjög fyrir sér hvernig þetta sé hægt í svona litlu samfélagi. Ég benti þeim á að sköp- unargáfan hefði fylgt okkur alla tíð og sá kraftur, sem áður birtist í sög- um okkar, birtist nú í dirfsku til að gera eitthvað nýtt. Þar að auki er ris- ið nýtt hagkerfi upplýsirigatækni, þar sem engu máli skiptir hvar fyrir- tæki eru staðsett." i Samningar og tónlist í gærmorgun, föstudag, buðu ís- lensk fyrirtæki til móttöku á Holly- wood Roosevelt-hótelinu, þar sem þau kynritu starfsemi sína. Stór- samningur X-Í8 um skósölu til Bíln'dáríkjanna var undirritaður þar um hádegið og þar var einnig haldin tískusýning þar sem skórnir voru sýndir. í gærkvöldi voru tónleikar með ís- lensku hljómsveitunum Maus, Slowblow, Quarashi og DJ Herb Legowitz í El Rey-leikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.