Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Litíumbókin er hjálpartæki í samvinnu sjúklings og læknis Gagnleg heilbrigðis- stéttum og almenningi KOMIN er út bók um meðferð geðhvarfasjúkdóma með litíum. Höf- undur er danskur sérfræðingur í geðlækningum, Mogens Schou, og hefur Magnús Skúlason geðlæknir þýtt hana. Geðvemdarfélag íslands gefur bókina út og er útgáfan liður í fræðslustarfsemi félagsins. Þörf lesning „Utgáfa á efni sem þessu er að mínu mati afar brýn því það þarf að auka fróðleik á öllu er varðar geð- sjúkdóma. Þar leikur Geðvemdarfé- lag íslands stórt hlutverk sem von- andi verður framhald á því við þurfum að beita öllum ráðum til að eyða fordómum og fáfræði um geð- sjúkdóma og auka skilning almenn- ings á þeim með skynsamlegri og góðri fræðslu," segir Magnús Skúla- son í samtali við Morgunblaðið. Magnús, sem dvaldi um árabil við sérfræðinám í Danmörku, kvaðst hafa rekist á þessa bók fyrir nokkr- um árum og þýtt hana en á liðnum vetri hafl verið drifið í útgáfunni. „Hún fjallar um mjög afmarkað efni, notkun lyfsins litíum við geð- hvarfasýki, og hefur höfundurinn langa reynslu af notkun þess með góðum árangri og hefur einnig stundað umfangsmiklar rannsóknir á verkun lyfsins. Bókin er mjög skil- Omaklega vegið að sjúkra- húsinu VILHJALMUR Andrésson, for- stöðulæknir á kvennadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, segir Marsden Wagner, sérfræðing í barna- og nýburalækningum, vega ómaklega að sjúkrahúsinu í Morgun- blaðinu í gær þar sem hann segir að tæknileg inngrip í fæðingar séu meiri á Akureyri en annars staðar á landinu. „Gagnrýni hans þjónar eng- um tilgangi og gerir fólk hrætt og hissa og hræðir frá sjúklinga," segir Vilhjálmur. Hann segir að tölum af því tagi sem Wagner slái fram í frétt Morg- unblaðsins þurfi að taka með miklum fyrirvara. Það verði fyrir það fyrsta að flokka niður hvar inngrip hafi átt sér stað í fæðingar og hvers vegna. Þá séu tiltölulega fáar fæðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þannig að það þurfi ekki nema einn eða tvo keisaraskurði til þess að prósentuhlutfallið rjúki upp úr öllu valdi en mun fleiri keisaraskurði þurfi t.d. á Landsspítalanum til þess að fá samsvarandi hækkun á prós- entuhlutfallinu. Vilhjálmur segir að það þurfi ekki að felast neitt óeðlilegt í þeim tölum sem Wagner hafi tekið úr samhengi. „Staða mála er ekki svona alvarleg og öllum konum sem hafa fætt sín börn hér hefur vegnað vel. Málið lýt- ur einfaldlega ekki að tölfræði held- ur því að bjarga móður og bami og allir leggjast á eitt um það,“ segir Vilhjálmur. Alexander Smárason, yfirlæknir á kvennadeild FSA, segir með ólíkind- um að maður sem ekki þekki sjúkra- húsið skuli veitast að því með þess- um hætti án þess að hafa kynnt sér aðstæður. „í 80% tilfella gengur yfir- leitt allt vel en nú til dags samþykkir fólk ekki að nokkurt tilfella geti farið illa. Ef til vill er það af völdum hræðslunnar við þau tilfelli sem ganga illa sem það verða óþægilega mörg inngrip og stundum að óþörfu," segir Alexander. merkilega skrifuð á skýru máli og á því fullt erindi til almenn- ings,“ segir Magnús ennfremur. í formála sínum segist þýð- andinn gefa höfundi hæstu einkunn fyrir frammistöðuna og að „umfjöllun hans ein- kennist af skýrleika og látleysi svo að hvert mannsbam fær skilið, en um leið tekst að varðveita hið fræði- lega inntak, svo í raun er þessi litla bók hin þarfasta lesning fyrir lækna og heilbrigðis- stéttir ekki síður en al- menning." Litíumbókin er einkum ætluð ein- staklingum í litíummeðferð, fjöl- skyldum þeirra og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um efnið, segir í inngangi bókarinnar. Þar segir einn- ig: „Bókin getur ekki komið í staðinn fyrir samband sjúklings við geðlækni eða heimilislækni. Það er læknirinn sem sjúkdómsgreinir og hefur með- ferð, og enginn leiðarvísir, hversu vel sem hann er skrifaður, getur komið í staðinn fyrir meðferðareftirlit hjá lækni eða leiðbeiningar sem læknir Magnús Skúlason geðlæknir þýddi Litíumbókina. gefur sjúklingi sínum,“ segir höfundur ennfrem- ur og bendir jafnframt á að bókin sé hugsuð sem hjálpartæki í samvinnu sjúklings og læknis. Aðallega notað við geðhvarfasýki Magnús segir að lit- íum sé aðallega notað við geðhvarfasýki en við lyfjagjöf verði að viðhafa vissa varúð. „Það þykir til dæmis ekki ráðlegt að nota lyfið hjá sjúkling- um sem búa við skerta nýmastarfsemi. Ef hún er skert getur það rugl- að því hvernig útskilnaði lyfsins er háttað úr blóðinu og þá verður erfitt að hafa stjórn á magni lyfsins í blóðinu hverju sinni. Við meðferðina verður að stilla magnið inn á hvern og einn sjúkling. Lyfið er ýmist gefið í tímabUum eða jafnvel ævilangt og stundum er hægt að draga úr magninu án þess að það hafi merkjanleg áhrif. Ýmsir óttast litíum jafnvel meira en önnur geðlyf vegna þess að of há þéttni þess í líkamanum getur valdið eitrun. I bókinni er þetta vel útskýrt og hvemig auðvelt sé að fyrirbyggja Morgunblaðið/Ómar Hellulagnir á Austurvelli VERIÐ er að leggja nýjar hellur á Austurvöll og verða hellur eflaust lagðar víðar í bænum nú þegar far- ið er að viðra vel til útivinnu. Þeir voru einbeittir við mælingar og skipulagningu verksins, menn- irnir tveir sem voru við störf þegar Ijósmyndari átti leið um miðbæinn. slíkar aukaverkanir. Óhætt er að segja að tilkoma litíum hafi mai’kað tímamót í geðmeðferð.“ í bókinni er einnig rakin saga lit- íummeðferðar en hún hófst upp úr 1949 er ástralski geðlæknirinn John Cade gerði grein fyrir rannsóknum sínum og tilraunum. Þá er meðferð- inni sjálfri lýst og svarað ýmsum spurningum um lengd, hvenær ekki eigi að beita henni, hverjir kostirnir séu og hver vandamálin. Einnig er fjallað um aukaverkanir og áhættu- þætti. Margir ættingjanna þjáðust Mogens Schou hóf leit að nýjum leiðum í meðferð við geðhvarfasýki þar sem margir ættingja hans þjáð- ust af þunglyndi og geðhvarfasýki. Eftir að grein Johns Cade birtist hóf hann tilraunir í Danmörku og segir lítillega frá honum í bókinni I róti hugans, eftir bandaríska sálfræðing- inn Kay Redfield Jamison, sem átti við geðhvarfasýki að stríða. Bókin fjallar um baráttu hennar við sjúk- dóminn, hvernig hún náði tökum á honum og hún segir frá þjáningum sínum og sigrum. Hún kynntist Mog- ens Schou sem hún sagði hafa verið sér dýrmætt því hann hefði hvatt sig til að notfæra sér eigin reynslu í rannsóknum sínum og kennslu og að tala við mann sem hefði líka notað eigin reynslu til að breyta lífi þús- unda annarra og segist hún sjálf hafa verið í þeim hópi. „Þótt litíum hafi valdið mér miklum erfiðleikum er það deginum ljósara að án þess væri ég dauð fyrir löngu eða gleymd og grafin einhvers staðar á geðveikra- hæli,“ segir hún. Vorleysing- ar á veiði- slóðunum SANNKALLAÐAR vorleysingar hafa verið á sjóbirtingsveiðislóðun- um í Vestur-Skaftafellssýslu síðustu daga, eða frá sunnudeginum, er flóð- gáttir himnanna opnuðust. Formað- ur Stangaveiðifélags Keflavíkur, Gunnar Oskarsson, hafði ætlað að veiða í Vatnamótunum ásamt félög- um sínum, en þeir gátu aðeins veitt fyrsta hálfa daginn, síðan „var bara drulluleðja og vatnavextir," eins og hann lýsti ástandinu. Gunnar og félagar veiddu þó 9 fiska þennan eftirmiðdag, slepptu þar af fimm sem voru horaðir og dökkir. Þar með voru komnir 69 físk- ar á land, þar af hafði um 20 verið sleppt aftur. „Þetta hefur verið rysjótt, bæði veðrið og veiðin í vor. Þetta er svipað í Geirlandinu, ef frá er talið 32 fiska holl þá hafa verið að kroppast upp þetta 4 og upp í 12 fiskar í hollunum og svo ekkert núna í flóðunum. Það kemur örugglega rót á fiskinn við þessa breytingu og spurning hvort hann fer að síga til sjávar úr þessu,“ bætti Gunnar við. Nýtt hús við Gljúfurá Veiðimenn við Gljúfurá í Borgar- firði munu búa við stórbætta aðstöðu í framtíðinni, en nú er búið að reisa þar nýtt veiðihús, skammt frá því gamla sem stendur enn og er ugg- laust með eldri veiðihúsum landsins. Það verður þó rifið næsta haust. Nýja húsið er 160 fermetrar með fjórum svefnherbergjum sem þvert um sig hefur sérbaðherbergi. í hús- inu er og stór stofa, stórt eldhús og innangengt er úr aðgerðarherbergi með frystikistu og vöðlugeymslu. Hugsanlegt er að verönd og heitur pottur verði hluti af aðbúnaðinum í framtíðinni, en tæplega þó í sumar. Þá er ekki víst að náist að Ijúka öllum frágangi utanhúss, þ.e.a.s. við lóð hússins, áður en að veiðitíminn hefst. Talaði ekki fyrir hönd Samhjálpar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Heið- ari Guðnasyni, forstöðumanni Samhjálpar: „Vegna greinar er birtist á síðu 1.5 í blaðinu 24.7 er barst með Mbl., hinn 4. maí, óskar undirritað- ur eftir því að eftirfarandi athuga- semdir verði birtar: í greininni er haft eftir: „Sam- hjálp er í eigu hvítasunnumanna Fíladelfíukirkjunnar og var stofn- uð 1973 af manni sem var alkóhól- isti. Samhjálp er í eigu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu en er rekin sem sjálfstæð eining. Samhjálp var stofnað 1973 af sömu kirkju. Maðurinn, sem viðmælandi blaðamanns nefnir, var fyrsti for- stöðumaður stofnunarinnar." Haft er eftir: „Upphaflega var þetta mjög í anda Hvítasunnukirkj- unnar, notast var við handayfir- lagningar og þess háttar og þetta varð að miklu leyti geymslustaður fyrir utangarðsfólk sem átti engan stað annan að fara á með sín vandamál. Við upphaf reksturs eða árið 1973 var starfið í mótun, s.s. eðlilegt er. Ýmsir erfiðleikar voru í rekstrinum, s.s. vegna skorts á fjármagni en einnig vegna ómót- aðra hugmynda um meðferðarstarf. Árið 1977 kom til starfa sem for- stöðumaður Óli Ágústsson (ekki Ólafur Ágústsson, s.s. rangt var farið með). Þá strax urðu umskipti í starfinu sem hefur síðan þá verið byggt upp af festu og fagmennsku. Þó að meðferðarstarfið sé unnið á kristilegum grunni hefur það aldrei byggst á handayfirlagning- um og þess háttar, né hefur Hlað- gerðarkot verið geymslustaður fyrir utangarðsfólk." Haft er eftir: „Upp úr ’85 fóru menn að taka inn AÁ kerfið og í dag er munurinn sáralítill á Vogi og Hlaðgerðarkoti. Vissulega byggist meðferð í Hlaðgerðarkoti á hinum kristna grunni 12 spora kerfis AA en undirritaður er viss um að forráðamenn Vogs taka undir það að talsverður munur er á þessum tveimur stofnunum þó svo að markmiðið sé það sama. Það skal tekið fram að undirritað- ur ber mikla virðingu fyrir starf- semi SÁÁ og telur þar vandað afar vel til allra verka.“ Haft er eftir: „Kaffistofan er al- farið rekin með frjálsum framlög- um,... það sem er veitt fáum við allt gefins Varðandi rekstur kaffi- stofu skal það tekið fram að hún er ekki rekin með frjálsum framlög- um, heldur veitir Reykjavíkurborg styrk til rekstursins. Rauði kross- inn hefur veitt styrk og auk þess þá hafa einstaklingar styrkt starf kaffistofunnar með fjárframlögum. Það sem á hefur vantað hefui' komið af sjálfsaflafé stofnunarinn- ar. Nokkur fyrirtæki hafa orðið til þess að gefa matvöru reglulega. Hefir framlag þeirra verið til mik- illar hjálpar en ekki nægt til þess að mæta þörfinni. Því hefur stofnunin þurft að út- vega það sem á vantar en sem dæmi þá eru allar mjólkurvörur og kaffi keyptar af stofnuninni. Það skal tekið fram að viðmæl- andi blaðamanns, Árni Gunnlaugs- son, talaði ekki fyrir hönd Sam- hjálpar og skoðanir sem fram koma s.s. á heilbrigðiskerfinu eru hans skoðanir en ekki stofnunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.