Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 13

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 13 MALSTOFUR A STOFNFUNDISAMFYLKINGAR „Nútímamenn- ing er borgar- menning“ Á MÁLSTOFU um byggðamál hóf Stefán Jón Hafstein umræðuna með erindi sem hann nefndi Jaðar- byggðastefnan er röng. Ekki verja byggðirnar heldur mannlífið Hann lýsti þeirri skoðun sinni að markmiðið væri ekki lengur að verja byggðir landsins heldur mannlífið í landinu. „Landsbyggð- in er ekki til sem félagsleg, pólitísk eða menningarleg heild.Við eigum að tala um líf, ekki byggðir. Það er sjálfsblekking að tala eins og hrun hafi ekki þegar átt sér stað á lands- byggðinni. Það er aðeins raunhæft að tala um þrjú svæði utan höfuð- borgarsvæðisins á landinu sem líf- vænleg; ísafjörð, Eyjfjarðarsvæð- ið og Egilsstaði. Við eigum að hjálpa þeim svæðum á lappirnar sem geta staðið í þær. Það er sjálfsblekking að tala um vaxtar- möguleika á landsbyggðinni, þar eru í besta falli til staðar varnar- möguleikar," sagði Stefán Jón Hafstein. Fleiri verkefni til sveitarfélaganna Gísli Sverrir Árnason forseti bæjarstjórnar í Homafjarðarbæ nefndi erindi sitt Efling sveitar- stjómarstigsins er besta byggð- astefnan. Hann hóf mál sitt á því að rekja þróun búsetu á Hornafjarð- arsvæðinu og sagði að á síðustu tveimur áram hefði íbúum í fyrsta sinn á öldinni fækkað í Homafirði. „Það er ekki laust við að örvænt- ingartónn heyrist strax í samfélag- inu okkar en flestir era á því að snúa vörn í sókn.“ Gísli tiltók fjög- ur atriði sem væru mikilvæg til að tryggja hag íbúa utan höfuðborg- arsvæðisins. „I íyrsta lagi þarf að færa enn fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna og halda áfram sameiningu þeirra svo þau verði færri og stærri. í öðra lagi þarf að efla menntun á framhalds- og háskólastigi. í þriðja lagi þarf að kynda undir framkvæði heima- manna í stað þess að drepa það nið- ur. í fjórða lagi þarf að veita öllum byggðarlögum landsins tækifæri til að dafna. og leyfa landsbyggð- inni að njóta sannmælis." Stríð á hendur vinnu- brögðum fjöhniðla Ingibjörg Hafstað bæjarfulltrúi í Skagafirði beindi máli sínu að hlutverki fjölmiðla. og sagði van- þekkingu og rangar áherslur í fréttaflutningi af landsbyggðinni hafa miklu meiri áhrif en fólk gerði sér grein fyrir. dags daglega. „Við þurfum að segja vinnubrögðum fjölmiðlanna stríð á hendur og vera kröfuharðari við þá, einkum sjón- varpið. Allt landið utan Reykja- nesskagans heitir „útá landi“. Þar era samgöngur erfiðar og stijálar, veður válynd, eldgos, snjóflóð og jarðskjálftar ævinlega yfirvofandi. Við þurfum að snúa þessu hugar- fari við og það sem vel er gert þyk- ir ekki eins fréttnæmt." Fyrir hvað lifum við? Páll Skúlason rektor Háskóla íslands flutti síðastur erindi þar sem hann varpaði fram spuming- unni Fyrir hvað lifum við? „Nú- tímamenning er borgarmenning og sú menning sem þrífst á lands- byggðinni sækir allt sitt til borgar- menningarinnar. Þetta er einkenni á nútímasamfélögum. í borgunum er hið skapandi afl, þar er kraftur- inn og framkvæðið. Við þurfum hins vegar að tengja betur mann- lífið á landsbyggðinni við lífið í borginni. Þýðing landsins í huga þjóðarinnar hefur einnig breyst. í hugum margra er strjálbýlið leik- svæði, í hugum annarra er það orkuver. Heimur okkar er borgar- heimur. Það stríðir hins vegar gegn hagsmunum þjóðarinnai’ að tala um tvær þjóðir í landinu, hér er aðeins ein þjóð,“ sagði Páll. Auðlindir o g al- mannahagsmunir ÁGÚST Einarsson, prófessor og nýkjörinn formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingar, stýrði mál- stofu um sjávarútvegs- og umhverf- ismál, náttúravemd og orkumál. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni verði staðfest Svanfríður I. Jónasdóttir, þing- maður, ræddi um pólitískt mat við nýtingu sjávarafurða. Hún sagði að eignarhald auðlinda og afnotaréttur skipti miklu máli og fiskistofnarnir væra sameign þjóðarinnar sam- kvæmt lögum. Ýmsar aðrar auðlind- ir væra í forsjá og vörslu ríkisins eins og hálendið eða þjóðlendurnar, hafsbotninn, orkuhndir og auðlindir í jörðu þótt meginreglan væri að eignaréttur væri hjá landeigendum. Það væri vont að ríkið væri skráð- ur eigandi mikilvægra auðlinda sem ættu að vera ævarandi eign íslensku þjóðarinnar eins og það væri orðað í lögunum um Þingvelli. Hægt væri að ganga frá eignarhaldi á sameiginleg- um auðlindum eins og til dæmis væri gert í Bandaríkjunum, þar sem ýms- ar sameiginlegar auðlindir væru í þjóðareign, að stjórnarskrárbinda nýjan eignarrétt, þjóðareign, sem bæði gæti markað afnotarétt sam- eiginlegra auðlinda og komið í veg fyrir að misvitur stjórnvöld seldu varanlega það sem við vildum að ís- lendingar framtíðarinnar erfðu. Svanfríður sagði að greiða þyrfti fyrir aðgang að auðlindinni og ef menn vildu í alvöra tala um fiskveiði- stjórnunarkerfið þyrfti fýrst að leysa deiluna um úthlutun veiðiréttarins. „Aðalatriðið er hinsvegar það að eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni sé staðfest, aðgangurinn byggður á jafnræði og að almannahagur sé tek- inn fram fyrir sérhagsmuni," sagði Svanfríður. Guðmundur Páll Ólafsson, rithöf- undur og náttúrufræðingur, fjallaði um samband umhverfismála við aðra þætti þjóðlífsins og sagðist ekki gera greinarmun á náttúraauði og mannauði. Hann sagði að ein for- senda skynsamra ákvarðana í nýt- ingu náttúrunnar byggðist á grunn- rannsóknum - að þekkja og skilja náttúrana, en þær hefðu ávallt verið Styrkja þarf ís- lenskt menntakerfí ÁHERSLA á mikilvægi menntun- ar kom skýrt fram í máli allra frummælendanna í málstofu sem bar yfirskriftina: Hvernig breytum við Islandi í þekkingarþjóðfélag? Þeir töldu allir þörf á að styrkja íslenskt menntakerfi ætti það að geta mætt kröfum næstu ára. Framsöguerindi fluttu Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Há- skóla íslands, Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, sem sæti á í stúd- entaráði Háskóla íslands. Ingjaldur Hannibalsson fjallaði um það í erindi sínu hvaða framtíð við vildum á íslandi. Hann lagði áherslu á að miklu skipti að Is- lendingar ykju hlut hátækniiðnað- ar til þess að bæta samkeppnis- stöðu sína á alþjóðavísu. Menntakerfinu þarf að breyta hratt Verðmætasköpun er að breytast í heiminum, að mati Ingjalds. Draga mun úr vægi framleiðslu og vægi þjónustu aukast. Þekking skipti því æ meira máli. í þessu samhengi lýsti Ingjaldur áhyggj- um sínum af því hve fáir íslend- ingar lykju prófi í raunvísindum og tungumálum, en þá menntun telur hann afar mikilvæga í þeirri þróun sem fyrir höndum er. Ingjaldur benti á að íslenskt menntakerfi hefði aldrei staðið í fremstu röð í menntamálum. Kerf- ið megi hins vegar bæta mjög en breytingar þurfi að gerast hratt ef menntakerfið eigi að geta mætt kröfum framtíðarinnar. Þekking ræður þátttöku Halldór Grönvold velti því fyrir sér í framsögu sinni hverjir muni taka þátt í þekkingarsamfélaginu. Halldór telur að góð grunnmennt- un og símenntunn verði lykillinn að þátttöku einstaklingsins í þekk- ingarsamfélaginu. Halldór vék að goðsögninni um hina menntuðu þjóð og varaði við henni. Hann sagði staðreyndina vera þá að hið íslenska mennta- kerfi þyrfti að gera mun betur. Halldór telur mikilvægt að treysta þekkingargrundvöll þjóð- arinnar, í því sambandi sé brýnast að efla kennslu í íslensku, stærð- fræði, tölvufærni og tungumálum. Halldór er raunar þeirrar skoðun- ar að á Islandi ætti að ala upp tvi- tyngda þjóð, sem tali bæði ís- lensku og ensku, en hann telur Morgunblaðið/Þorkell Svanfríður Jónasdóttir og Ágúst Einarsson á málstofu um auðlindir. sveltar á kostnað hagnýtra rann- sókna, græðginnar. Lengi hafi póli- tískt ofurkapp verið lagt á orkurann- sóknir og orkunýtingu á kostnað alls annars sem gæti reynst gæfulegt fyrir samfélagið. í raun hefði orku- frekjan skaðað möguleika þjóðarinn- ar, komið í veg fyrir þróun atvinnu- greina og stíflað uppsprettu mannauðsins. í máli Guðmundar kom fram að eyðileggingarslóð uppistöðulóna næði langt í sjó fram og gæti haft al- varleg áhrif á auðlindir okkar í sjón- um. Uppistöðulón hindraðu náttúra- legar sveiflur, lagskiptingu sjávar og næringarsturtuna sem nauðsynleg væri lífinu í sjónum. Afleiðingamar gætu orðið alvarlegar ef virkjað væri áfram í blindni. Hér ættu sjómenn, útvegsmenn ogþjóðin öll gríðarlegra hagsmuna að gæta - að virkjanir risu ekki. Miklar skipulagsbreytingar í orkumálum framundan Friðrik Már Baldursson, rann- sóknaprófessor, talaði um skipulag orkumála en gat þess að hann væri ekki í Samfylkingunni og um væri að ræða eigin skoðanir. Hann sagði að framundan væru miklar breytingar á skipulagi orkumála, annars vegar vegna innlendrar þróunar og hins vegar væra skipulagsbreytingar samningsbundnar vegna aðildar ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu og tilskipunar ESB frá 1996 um raf- orkumarkaðinn en íslendingar hefðu frest fram á mitt ár 2002 til að festa ákvæði tilskipunarinnar í lög. Markmið tilskipunarinnar væri að mynda sameiginlegan „innri mark- að“ fyrir raforku í ESB líkt og með aðrar vörur og þjónustu og vegna til- skipunarinnar yrði markaðsbúskap komið á í ríkjum ESB innan skamms. Hann sagði að tilskipunin tryggði samt ekki samkeppni á ís- landi því staða Landsvirkjunar væri það sterk. Hann taldi eðlilegt að ný fyrirtæki yrðu stofnuð um sölu raf- orku til stóriðju og stefna ætti að því að losa hið opinbera út úr orkugeir- anum á næstu. Beitarstjórnun nauðsynleg Ingvi Þorsteinsson, náttúrafræð- ingur, ræddi um gróðurvernd sem hluta umhverfismála. Hann sagði ís- lendinga sitja uppi með manngerða eyðimörk en gróður- og jarðvegs- þekja hefði minnkað úr 60 til 70 þús. ferkm í 20 til 30 þús. ferkm. Tap landgæða hefði orðið margfalt meira ef ekki hefðu komið til landgræðslu- aðgerðir en þær hefðu verið alltof takmarkaðar. Fyrst og fremst vegna fjárskorts og eins vegna þess að ekki hefði náðst samstaða um stjórnun beitar og hóflega landnýtingu. Hann sagði að á miðhálendi ís- lands dygði ekkert annað en alger friðun fyrir beit til að stöðva upp- blástur og stuðla að sjálfgræðslu. mikið upp á skorta að enskukunn- átta þjóðarinnar sé fullnægjandi. Þá telur Halldór ástæðu til að efla sértaklega tækni- og sérþekkingu Islendinga, sem og samskipta- hæfni. Halldór segir að tryggja þurfi jafnrétti til náms á forsendum ein- staklinganna sjálfra, meðal annars í formi betri aðgangs að símenntun og með uppbyggingu endur- og eftirmenntunar. Þannig ættu allir að geta tekið þátt í þekkingar- samfélaginu. Meiri fjárinuni í menntun Þorvarður Tjörvi Ólafsson nefndi erindi sitt: Auðurinn býr í fólkinu sjálfu. Hann lagði þunga áherslu á að menntun ætti að vera fyrir alla og fagnaði tilkomu fjar- náms í því sambandi, það veitti mörgum aðgang að námi sem ekki hefðu hafthann fyrir. Þorvarður Tjörvi telur þörf á að stjórnvöld verji miklu meiri fjár- munum til menntunar og benti í framsögu sinni á að fiskur án menntunar væri lítils virði, mennt- un gæti hins vegar verið mikils virði án þess að tengja þyrfti hana við sjávarútveg. Hreinlætis- clasar tækjal Yandaður Gustavsberg sturtuklefi fyrir sumarbústaðinn Kr. 36.900. íó.é9a HÚSASMIÐJAN Slmi 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.