Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGAKDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Orkumálaráðherra Irlands hitti Siv Friðleifsdóttur umhverfísráðherra í Reykjavík Vinnslu geislavirks kjarnorkuúrgangs í Sellafield verði hætt ÍRSKI orkumálaráðherrann Joe Jacob og Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra vonast til þess að Irland og Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega afstöðu í málefnum er varða starfsemi kjarnorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi fyrir fund OSPAR-ríkj- anna í Kaupmannahöfn í júní. Telja þau að þannig séu mun betri líkur á því að þrýsta megi á Breta um að hætta alfarið vinnslu geislavirks kjarnorkuúrgangs í Sellafield. Ráðherrarnir tveir funduðu í Reykjavík í gær. Ræddu þau um málefni Sellafield og væntanlegan fund OSPAR-ríkjanna, þ.e. ríkjanna sem aðild eiga að OSPAR-samn- ingnum, samningi um vernd hafrým- is á Norðaustur-Atlantshafi. Var fundurinn afar gagnlegur, að sögn Sivjar, og undir það tekur Jacob. Þau hyggjast halda áfram samvinnu sinni í þeirri von að óskir beggja, um að telja megi Breta á að draga úr los- un geislavirks úrgangs í hafið, verði að veruleika. „Ástæða þess að ég óskaði eftir fundi með íslenska umhverfisráð- herranum var fyrst og fremst sú að ég vildi útskýra í hverju áhyggjur írskra stjórnvalda og almennings á írlandi felast hvað varðar kjarnork- umálin í heild sinni," sagði Jacob á blaðamannafundi sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í gær. Bætti hann við að einkum og sér í lagi hefði hann viljað útskýra þá hættu sem kjarnorkuiðnaðurinn í Bretlandi skapaði á írlandi. Jacob sagði ljóst að írar og íslend- ingar deildu áhyggjum varðandi los- un geislavirks úrgangs í hafið. Því væri mikilvægt að löndin ynnu sam- an með það í huga að draga úr þeirri hættu sem að öryggi og heilsu íbúa í löndunum tveimur steðjar vegna Morgunblaðið/Kristinn Joe Jacob, orkumálaráðherra írlands, og Siv Friðleifsdóttir áttu fund í Ráðherrabústaðnum í gær. áhrifa geislavirks úrgangs á um- hverfi sjávar og lífskilyrði fólks. „Við [írar] krefjumst þess á fund- inum í júní að endurvinnslu kjarn- orkuúrgangs verði hætt og rök okk- ar eru þau að endurvinnslan jafngildi mengun sjávar," segir Jacob en auk íra hafa Danir lagt fram ályktun í þessa veru fyrir fundinn. „Við höfum einfaldlega glatað allri trú og öllu trausti sem við höfðum gagnvart þessari starfsemi í Sellafield." Geislun margfalt meiri í hafinu umhverfis írland en Island írar hafa eins og Norðurlöndin harðlega mótmælt starfseminni í Sellafield, ekki síst eftir að í ljós kom fyrr í vetur að öryggismálum í stöð- inni var verulega áfátt og að gögn um stöðu mála þar höfðu verið föls- uð. Jacob segir íra hafa næg gögn í höndunum til að sanna hættuleg áhrif losunar geislavirks úrgangs í hafið og að mengunin geti stefnt fiskistofnum og sjávarfangi í hættu. Áhyggjur almennings á írlandi séu því fyllilega réttmætar, ekki síst á þéttbýlli stöðum á austurströnd landsins, sem er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá kjarnorku- endurvinnslustöðinni í Sellafield. Við mælingar hér á íslandi hefur hins vegar ekki orðið vart við eitur- magn í sjávarafurðum, að sögn Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra. Ekkert bendi heldur til þess að við séum að nálgast hættumörkin í því efni. „írar eru í þeirri sérstöku stöðu að vera í næsta nágrenni við Sellafield- endurvinnslustöðina," sagði Siv. „Ef hægt er að tala um einingar í geisla- mengun þá mælist einingin 1000 í írlandshafi en 50 við strendur Nor- egs og 1 við íslandsstrendur." Hún benti á hinn bóginn á að markaður með sjávarafurðir væri af- ar viðkvæmur og því væri íslending- um mikið í mun að taka höndum saman við íra og aðrar Norðurlanda- þjóðir og telja Breta áað hætta losun geislavirkra eiturefna í hafið. Rættum breytt skipulag í starfi bind- indismanna ÍSLENSKIR stúkumenn munu ræða um hugmyndir um breytt starf á Stórstúkuþingi sem verður 1.-3. júní næstkomandi í samræmí við hugmyndir sem hefur verið hrundið í framkvæmd í Noregi. Björn Skau, norskur bindindisfrömuður, kom hingað til lands á vegum Stórstúkunnar til að kynna henni hvað norskir bindindismenn væru að gera og tekur hann þátt í umræðum um hugsanlegar breytingar hér á starfsháttum og starfsaðferðum ís- lensku Stórstúkunnar. Gunnar Þorláksson, stórritari Stórstúku íslands, segir að breyttir tímar og breyttur tíðarandi fái menn til að endurskoða starf sitt. Einnig er hitt að menn telja jafnvel að betur verði náð til almennings með breyttu fyrirkomulagi á hreyfingunni. End- urnýjun hafi ekki verið hjá Stórstúk- unni eins og menn vildu. Hugmynd- irnar eru þær að bjóða áfram upp á þann valkost að menn geti starfað áfram í stúkuformi þeir sem það vilja en að öðru leyti verði starfið líkara almennum félagsskap og höfði meira til þeirra sem síður vilja binda sig í siðastarfi og stúkuformi. Gunnar gerir ráð fyrir því að breytingar sjá- ist á starfinu á þessu ári. Menn geri sér vonir um að þær skili sér í fleiri verkefnastjórnum sem fleirum hugnist að leggja lið. Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri áfengis- og vímuvarn- aráðs, fagnar því ef stúkan finnur leið til þess að ná hljómgrunni á ný. „Ég held að það sé ákjósanlegt að þeir sem vinna á þessum vettvangi séu sem fjölbreyttastir og endur- spegli þjóðfélagið í heild. Grunnhug- mynd stúkunnar er áfengisleysi og þeirra starf hefur miðast mest við áf- engi en ekki eiturlyf. Ég er ekki hrif- in af neinum öfgum og held ekki að það skili okkur í nútímasamfélagi fram á veginn. En allt sem hjálpar okkur er til góðs og það er ánægju- legt ef stúkan finnur sér farveg sem nær hljómgrunni," segir Þorgerður. I Skýrsla um almenningssamgöngur með áætlunarbflum á landsbyggðinni ÆSKILEGT væri að leggja niður endurgreiðslu þungaskatts til sér- leyfishafa áætlunarbifreiða, en hið opinbera keypti þess í stað tiltekna, skilgreinda þjónustu áætlunarbif- reiða, af fyrirtækjum og einstakl- ingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu um almenn- ingssamgöngur með áætlunarbflum á landsbyggðinni, sem Karl Bene- diktsson og Óskar Eggert Óskars- son, landfræðingar hjá Raunvís- indastofnun Háskóla íslands, kynntu á ráðstefnu samgöngu- ráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar sem haldin var í Borgarnesi. Haldin voru þar fjölmörg erindi um samgöngur í lofti, með almenn- ingsvögnum og áætlunarbílum í þéttbýli og dreifbýli og komið var inn á hlut einkabílsins og skipulags- mál. I skýrslunni, sem þeir Karl og Óskar unnu fyrir samgönguráðu- neytið og Vegagerðina, er gerð grein fyrir hlutverki almennings- samgangna með áætlunarbílum á landsbyggðinni, settar fram hug- myndir um framtíðarskipan og hlutverk ríkis og sveitarfélaga í því sambandi og einnig bent á aðferðir til að skipuleggja þjónustuna svo hún nýtist sem flestum. Fámennari hópar nýta þjdnustuna Óskar segir að með breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu, almennri bflaeign og auknum kröfum um Æskilegt að hætta endurgreiðslu þungaskattsins þjónustu séu aðstæður fyrir al- menningssamgöngur alltaf að verða erfiðari. „Hóparnir sem nýta sér al- menningssamgöngur eru orðnir miklu fámennari. En samt eru nokkrir hópar, eins og eldra fólk, unglingar og ferðamenn, sem nýta sér þær í nokkrum mæli," segir Óskar. Hann segir strjálbýli landsins einnig gera rekstur almenningssam- gangna mjög erfiðan. „Það er mjög erfitt að halda uppi almenningssam- göngum og útilokað að þær beri sig í dreifðum byggðum. Það er því pólitísk ákvörðun hvort halda eigi þessari þjónustu uppi. Við tökum ekki afstöðu til þess í skýrsl- unni, en bendum á að ef það á að halda henni uppi með viðunandi hætti, yerður að borga fyrir hana," segir Oskar. I skýrslunni segir að til að ná markmiðum nýlegrar ályktunar Al- þingis um stefnu í byggðamálum og varða almenningssamgöngur á landsbyggðinni, sé nauðsynlegt að auka fjárveitingar til málaflokks- ins. Lagt er til að endurgreiðsla þungaskatts yrði lögð niður og í stað þess komið á nýju fyrirkomu- lagi þar sem hlutverk ríkis og sveit- arfélaga yrðu skilgreind upp á nýtt. Landinu yrði skipt í svæði sem tækju mið af búsetu, vinnusókn, verslunarmynstri og sókn í þjón- ustu og á hverju svæði myndu sveitarfélógin mynda með sér byggðasamlag um almenningssam- göngur. Leiðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og Eg- ilsstaða yrðu skilgreindar sem stofnleiðir. Ef vetrarsamgöngur yrðu tryggðar á Möðrudalsöræfum yrði leiðin milli Akureyrar og Eg- ilsstaða einnig skilgreind sem stofnleið. Aðrar leiðir yrðu skil- greindar sem héraðsleiðir. Lagt er til að hlutverk ríkisins yrði að skilgreina æskilega ferða- tíðni áætlunarbíla á stofnleiðum og gera samninga við fyrirtæki um kaup á þeirri þjónustu. Einnig að skilgreina lágmarksþjónustu á hér- aðsleiðum, sem fæli í sér tengingu byggðarlaga innan héraðsins ásamt tengingu við stofnleiðir og að veita nægilegt fjármagn til að íbúar þétt- býlis og innra dreifbýlis eigi kost á lágmarksþjónustu. Einnig hefði rfkið eftirlit með því að sveitarfélög sinntu hlutverkum sínum og að ökutæki fullnægðu öryggiskröfum. Lagt er til að hlutverk byggðar- samlaganna yrði að skipuleggja þjónustu áætlunarbíla á svæðinu og tengingu út fyrir það. Einnig að gæta þess að þeir lágmarksstaðlar sem ríkið setur og fjármagnar séu uppfylltir, en sveitarfélögin gætu svo aukið við þjónustuna eftir því sem þau teldu æskilegt og þá á eig- in kostnað.Óskar segir marga kosti samfara því að sveitarfélögin tækju í auknum mæli þátt í skipulagningu almenningssamgangna. Bæði þekktu heimamenn best þarfir íbúanna og einnig yrði auðveldara að samræma áætlunarferðir þeim akstri sem sveitarfélögin stæðu þegar fyrir, svo sem akstri til skóla og öðrum þjónustuakstri. Fjárfesta þarf fyrir 40 milljarða Páll Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Aflvaka, ræddi almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hann benti á að gert væri ráð fyrir 40-50% fjölgun einkabfla til ársins 2020 og miðað við það þyrfti að fjárfesta í umferðarmannvirkjum fyrir 40 milljarða króna. Ef hægt væri að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem leiddi til þess að hægt væri að fresta fjórðungi fyrirhugaðra fram- kvæmda myndu sparast 10 millj- arðar króna. Ef notkun einkabíla myndi minnka um 10% og sú um- ferð færðist yfír á almennings- vagna mundi álag á gatnakerfi borgarinnar minnka um 5-7%. Auk þess mundu milljarðar sparast vegna færri umferðarslysa og líta mætti á minnkandi bflaumferð sem framlag til mengunarvarna. Páll telur það taka 5-10 ár að snúa þróuninni við því byggja þurfi markaðinn fyrir almenningssam- göngur upp frá grunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.