Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Blaðurskjóðan Isafold segir af Leifí heppna Helga Arnalds hefur samið brúðuleikrit um Leif heppna og ferðir hans. Verkið var frumsýnt í Washington í tilefni opnunar víkinga- sýningar Smithsonian- stofnunarinnar. LEIFUR heppni heitir brúðuleik- ritið og er sett upp af brúðuleikhús- inu Tíu fingur í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000 og Landafundanefnd. Höfundur leikmyndar er Petr Matásek. „Þegar velja þurfti íslenskt atriði til að sýna í tengslum við víkinga- sýninguna uppgötvaðist að í raun var ekkert beinlínis ætlað fyrir börn á henni. Börn eru stór hluti þeirra gesta sem sækja sýningar sem þessa og því kom sú hugmynd upp að við settum upp skemmtilega og fræðandi sýningu um Leif heppna Eiríksson," segir Helga þegar spurt var út í tildrög þess að brúðuleikhús hennar er komið til höfuðborgar Bandaríkjanna. „Þessi sýning ætti sérstaklega að höfða til barna, en raunar einnig til fólks á óllum aldri," bætir Helga við. Brúðuleikhús hennar hefur einn- ig sett upp söguna um Ketil flatnef, prinessuna með gulltárin og fleiri verk frá stofnun árið 1994. Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri leikriteins um Leif heppna, segir að það sé skemmtilegt verkefni en um leið ögrandi að setja upp slíkt verk fyrir enskumælandi áhorfendur. „Við fengum ábendingar um ákveðin atriði sem þurfti að hafa í huga," segir hann. „Þannig má ekki nefna ákveðna líkamsparta á nafn, Morgunblaðið/Ásdís Helga Arnalds og Þórhallur Sigurðsson með Leif heppna Eiríksson á víkingasýningunni í Washington nýverið. sem ekki þættu mikið tiltökumál í- Evrópu." Byggt á Islendingasögunum Leikverk Helgu er byggt á ís- lendingasögunum og er blaður- skjóðan ísafold látin leiða áhorfend- ur gegnum söguna meðan hún tekur þvottinn niður af snúrunum og hlýð- ir á eftirlætis útvarpsþátt sinn um víkingana. Smám saman verður ísafold hluti af sögunni og lendir í margskonar óvæntum og skemmtilegum upp- ákomum. Alls var brúðuleikritið um Leif heppna sýnt þrisvar sinnum í Blair- fyrirlestrarsalnum í Náttúrusögu- safni Smithsonian-stofnunarinnar, og sáu nokkur hundruð manns sýn- inguna í hvert sinn. Helga segir að spennandi verk- efni séu framundan. „Áhorfendur tóku verkinu mjög vel og hlógu mik- ið og virtust skemmta sér hið besta. Það kom mér skemmtilega á óvart að bandarísk börn hlógu ekki aðeins á þeim stöðum sem ég hafði vænst, heldur oftar," sagði hún. Meðal gesta á sýningunum var fjöldi íslendinga sem búsettir eru í Bandaríkjunum og komu margir þeirra að máli við þau Helgu og Þór- hall að sýningunni lokinni og þökk- uðu fyrir. Fer Leifur í Disneyworld? „Eg er ekki í vafa um að sýningin á eftir að fara víðar í Bandaríkjun- um. Meðal annars hefur komið til tals að hún fylgi víkingasýningunni eftir," segir Helga aðspurð um næstu verkefni. Víkingasýningin mun ferðast víða í Bandaríkjunum og Kanada á næstu tveimur til þremur árum, sækja heim borgir á borð við New York, Los Angeles, Houston og Ottawa. Þá kemur komið til tals að Helga kynni verkið um Leif heppna fyrir áhorfendum í þeim þekkta skemmtigarði Disneyworld í Orlan- do í Flórída. Ef til kemur yrði Leifur settur upp í haust hjá Mikka mús og félög- um í undraveröld Disneys. „Oneit- anlega yrði það mjög spennandi. Málin eru enn aðeins á umræðu- stigi, en maður bíður bara og von- ar," sagði Helga Arnalds. Rætt um viðhald gatna í borgarstjórn Gatnavið- hald verði tekið fost- um tökum BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu á fundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld forgangsröðun meirihlut- ans á verkefnum borgarinnar; gæluverkefnum hefði verið sinnt á kostnað lögbundinna verkefna á borð við viðhald gatnakerfis borgarinnar. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, ósk- aði eftir því á fundinum að séð verði til þess að viðhald gatna- kerfis borgarinnar verði tekið föstum tökum. Kjartan sagði fulla ástæðu til þess að leggja viðbótarfjár- magn í viðhald gatnakerfisins, á móti mætti skera niður fjár- framlög til verkefna sem ekki eru lögbundin. Þessu samsinnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Hann gagnrýndi að jafnmikilvæg framkvæmd og nauðsynleg og viðhald gatna í borginni hefði setið á hakanum. Vill kanna hvað veldur ástandinu nú Borgarstjóri tók undir það með sjálfstæðismönnum að við- hald gatna borgarinnar væri mikilvæg framkvæmd og nauð- synleg en hafnaði því að R-list- inn hefði ekki sinnt því sem skyldi, viðhald gatnakerfisins hefði ekki farið versnandi á um- liðnum árum. Hún benti hins vegar á að hún teldi ástæðu til þess að kanna hvað ylli því að ástand þess væri jafn slæmt nú og raun ber vitni, hvort eitt- hvað væri í malbikinu eða efna- notkun sem færi svo illa með göturnar. Fundur iðnaðarráðherra um möguleika fjarvinnslu á landsbyggðinni Tregða stjornenda helsti þröskuldurinn MÖGULEIKAR á flutningi stofn- ana og fyrirtækja út á landsbyggð- ina eru víða fyrir hendi út frá tækni- legu sjónarmiði, en tregða stjórnenda er helsti þröskuldurinn í slíkri þróun. Þetta kom ma. fram á fundi sem iðnaðarráðherra boðaði til að kynna forstöðumönnum ráð- uneyta og ríkisstofnana nýjustu tækni á sviði gagnaflutninga og fjarvinnslu. í lok fundarins opnaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, nýjan vef sem ber heitið Markaðstorg og er ætlað að styðja við þróun fjar- og gagnavinnslu á landsbyggðinni. Jóhannes Pálsson frá Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði flutti erindi um tækifæri á flutningum verkefna, stofnana eða fyrirtækja út á lands- byggðina og taldi því fátt til fyrir- stöðu. Tæknilega væru slíkir mögu- leikar fyrir hendi í gagnaflutningum og fjarvinnslu á landsbyggðinni að engu máli skipti hvar stofnanir væru staðsettar. Hins vegar væri tregða stjórnenda erfiðasti þrösk- uldurinn sem þyrfti að yfirstíga. „Ein meginforsendan sem þarf að liggja fyrir er kjarkur stjórnenda. Þetta er ekki einfalt því þeir sem sitja í einhverri stöðu vilja auðvitað ekki missa hana eða flytja til." Morgunblaðið/Sverrir Forstöðumenn ráðuneyta og ríkisstofhana kynntu sér möguleika fjarvinnslu á fundinum á Hótel Sögu. Á fundinum kynntu nokkur fyrir- tæki reynslu sína af flutningi verk- efna til landsbyggðarinnar í gegn- um fjarvinnslu og var niðurstaðan sú að yfirleitt hefði það gengið vel og að verkefnin hefðu jafnvel staðið sterkari á eftir. Skráningarstofan hefur samið við íslenska miðlun um flutning ýmissa verkefna og við nánari skoðun hefur komið í ljós að fleiri verkefni er mögulegt að vinna á landsbyggðinni sem nú eru unnin á vegun Skráningarstofunnar í Reykjavík. Forsvar er fyrirtæki sem stofnað var í desember sl. á Hvammstanga og hefur tekið að sér það verkefni að vinna gagnagrunn fyrir Alþingi, en það felst í því að tölvuskrá mála- skrá Alþingis til að auðvelda aðgang að málum Alþingis. Sparisjóður Siglufjarðar hefur unnið að skrán- ingu fyrir lífeyrissjóði í samvinnu við Kaupþing, og hefur það sam- starf lofað góðu. Nýr vefur opnaður um fjar- vinnslu á landsbyggðinni Þeir sem kynntu þessi verkefni voru sammála því að helstu kostirn- ir við flutninga á verkefnum til landsbyggðarinnar fælust í starf- skröftunum og ódýrara húsnæði en í boði væri á höfuðborgarsvæðinu. Vinnuaflið væri að öllu jöfnu stöð- ugra á landsbyggðinni og starfsum- hverfið styrkti því verkefnin sem þar væru unnin. Helsti þröskuldurinn sem menn stæðu fyrir væri þó tregða stjórn- enda fyrirtækja og stofnana við að flytja verkefni til fyrirtækja á landsbyggðinni. Einnig er hár kostnaður við gagnaflutninga hjá landsbyggðarfyrirtækjum talinn ós- anngjarn miðað við sambærilegan kostnað hjá fyrirtækjum á höfuð- borgasvæðinu. I lok fundarins opnaði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra nýj- an vef, fjarvinnsla.is, undir heitinu Markaðstorg fjar- og gagnavinnslu. Markaðstorgið er hugsað til þess að auðvelda fyrirtækjum á lands- byggðinni markaðssetningu og fyrir væntanlega verkkaupa til að kynna sér þá þjónustu sem er í boði. Jafn- framt er hugmyndin að vefsíðurnar nýtist sem upplýsingaveita um hvað er að gerast í fjar- og gagnavinnslu á landsbyggðinni. Það er fyrirtækið Snerpa ehf. á ísafirði sem sá um uppbyggingu vefsins. Valgerður sagðist líta á Markaðs- torgið sem tengilið á milli fyrir- tækja og opinberra stofnana og að vonir sínar væru bundnar við það, að torgið muni leiða af sér fleiri op- inber störf á landsbyggðinni. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.