Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Seðlabankinn fjallar um þróun og horfur í efhahags- og peningamálum Verðbólguspá hækkar úr 3,8% í 5% yfír árið Aðgerða í ríkisfjármálum þörf til að sporna gegn viðskiptahallanum Morgunblaöið/Golli SEÐLABANKI íslands spáir nú 5,5% verð- bólgu á milli áranna 1999 og 2000 og 5% verð- bólgu yfir árið. í janúar sl. spáði Seðlabankinn 3,8% verðbólgu yfir árið 2000, en áhrif kjara- samninga og erlendrar verðbólgu eru megin- skýring hækkunar á spánni og nema tæplega 1% af 1,2%, að því er fram kemur í ársfjórðung- sriti Seðlabankans, Peningamálum, sem kom út í gær. Seðlabankinn birtir nú verðbólguspá sína í fyrsta skipti í ritinu. Viðskiptahallinn er einnig vaxandi langtíma- ógnun við stöðugleikann, að mati Seðlabankans. „Viðskiptahalli sem á sér vart hliðstæðu meðal þróaðra ríkja og horfur eru á að verði að óbreyttum forsendum viðvarandi á næstu árum er hins vegar veruleg ógnun við efnahagsstöð- ugleika. Því er þörf á að grípa til frekari að- gerða," segir í Peningamálum. Kjarasamningar og erlend verðbólga hafa áhrif til hækkunar Frá janúar 1999 til janúar 2000 hækkaði vísi- tala neysluverðs um 5,8%. Seðlabankinn spáir nú að á þessu ári muni vísitalan hækka um 5% og um 4% á árinu 2001. Það felur í sér að meðal- hækkun verðlags á milli áranna 1999 og 2000 verður 5,5% og 4,5% á milli áranna 2000 og 2001, eins og segir í riti Seðlabankans. Að hluta til stafar mismunurinn á spá Seðla- bankans frá í janúar og spánni sem birt var í gær, af verðhækkunum sem þegar hafa orðið, en horfur um verðlagsþróun til loka ársins hafa einnig versnað töluvert. Að mati Seðlabankans má rekja það til þess að ýmsar forsendur spár- innar hafa breyst til hins verra og er annars vegar vísað til þess að hækkun launa mun verða töluvert meiri en gert var ráð fyrir í janúar- spánni og hins vegar að horfur um þróun inn- flutningsverðs eða erlenda verðbólgu hafi versnað nokkuð. I janúarspá Seðlabankans var reiknað með 6,5% hækkun launakostnaðar á árinu 2000, en forsenda nýjustu spárinnar er að launakostnað- ur hækki um tæp 8% árið 2000 og um 5,5% árið 2001. Gert er ráð fyrir 2,5% launaskriði árið 2000 og 1,5% launaskriði árið 2001. Forsenda um þróun framleiðni á árinu 2000 er óbreytt eða 2% en gert er ráð fyrir framleiðniaukningu sem nemur 1,5% á næsta ári. Varðandi versnandi horfur um þróun inn- flutningsverðs segir í riti Seðlabankans: „í jan- úar var búist við 2% hækkun innflutningsverðs í erlendri mynt, en nú er gert ráð fyrir að það hafi hækkað með 3,5% árshraða fyrstu 3 mán- uði yfirstandandi árs en muni hækka með 2% árshraða eftir það. Á móti kemur að gengi krón- unnar sem lagt er til grundvallar spánni hefur hækkað um 2,1% frá því að janúarspáin var gerð." Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, segir muninn á milli verðbólguspáa Seðlabankans nú og í janúar í raun innan skekkjumarka. „Við viljum auðvitað sjá verðbólguna lækka með meiri hraða en við höfum spáð. Spá okkar nú bendir til heldur meiri verðbólgu en í janúar, en við gerum þó ráð fyrir að hún hjaðni þegar líða tekur á árið." Að mati Seðlabankans eru þeir kjarasamn- ingar sem gerðir hafa verið, innan þeirra marka sem búast mátti við miðað við aðstæður. „Kjarasamningarnir eru ekki miMll verðbólgu- hvati þótt þeir séu kannski á ystu nöf. Þeir hefðu getað orðið verri," segir Birgir ísleifur í samtali við Morgunblaðið. Styrkleiki kjarasamninganna sem eru í höfn felst að mati Seðlabankans m.a. í því að þeir eru gerðir til langs tíma eða til ársins 2003. Seðla- bankinn telur framlag ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna ennfremur hóflegt og meira svigrúm nú en árið 1997 til að beita sköttum í hagstjórnarskyni. Þrýstingur á gengið haldi ójafnvægi áfram íþjóðarbúskapnum Að venju gerir Seðlabankinn ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar frá spádegi, sem í þessu tilviki er 25. apríl, en gengisþróun á spá- tímabilinu er ævinlega einn helsti óvissuþáttur spárinnar, að því er fram kemur í riti bankans. Þar segir að ýmislegt bendi til þess að gengi krónunnar haldist stöðugt eða hækki jafnvel á næstu mánuðum vegna innstreymis fjármagns, m.a. vegna miMls vaxtamunar. „Þegar litið er lengra fram á spátímabilið er hins vegar ekki hægt að útiloka að þrýstingur myndist á krón- una til lækkunar, haldi ójafnvægið í þjóðar- búskapnum áfram. Annar veigamikill óvissu- þáttur eru áhrif ofþenslu á launaskrið og verðlag." Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,1% frá verðbólguspá Seðlabankans í janúar. „Það er Ijóst að hátt og hækkandi gengi krónunnar vinnur gegn verðbólgunni og gegn hækkun inn- flutningsverðs eða erlendri verðbólgu. Verð- bólguspáin nú væri því töluvert hærri ef gengi krónunnar væri hið sama og í janúar," segir Birgir ísleifur í samtali við Morgunblaðið. Mið- að við að hvert prósentustig í gengishækkun Birgir Isleifur Gunnarsson, formaður bankasrjórnar Seðlabankans, segir muninn á milli verð- bóiguspáa Seðlabankans nú og í janúar í raun innan skekkjumarka. samsvari 0,4 prósentustigum í verðbólgu, má ætla að verðbólguspá Seðlabankans hljóðaði nú upp á nærfellt 6,5% verðbólgu á milli ára ef gengið hefði verið óbreytt. Stefnir í 8% viðskiptahalla Viðskiptahallinn nemur nú 7% af landsfram- leiðslu og hefur aukist frá síðasta ári. Þjóðhags- stofnun gerir ráð fyrir að viðskiptahallinn haldi áfram að aukast í þjóðhagsspá sem birt var í mars, og gert er ráð fyrir að hann fari upp í 8% í framhaldinu. Viðskiptahallinn veldur stjórn Seðlabankans áhyggjum. „Það þarf að taka mjög alvarlega þegar viðskiptahaLlinn er kominn upp í 7% af landsframleiðslu og jafnvel útlit fyrir enn vax- andi halla," segir Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Seðlabankinn hefur lagt áherslu á að auka þurfi þjóðhagslegan sparnað til að sporna gegn viðskiptahallanum. „Ríkisfjármálin geta leikið þar stórt hlutverk en jafnframt er æskilegt að reyna að örva einka- sparnað eins og hægt er." Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, sagði á blaðamannafundi í gær að við- skiptahallinn væri ógnun við gengisstöðugleik- ann til lengdar, en ekki á þessu ári. Hann sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ríkisfjármál- um og nefndi þar m.a. niðurskurð útgjalda ríkis- ins og hækkun skatta. Einnig að draga þyrfti úr skuldahvetjandi þáttum skattkerfisins, svo sem í vaxtabótakerfinu, sem virtist gera það að verkum að heimili væru tilbúnari en ella að skuldsetja sig. Hætt er við að traust markaðsaðila á stöðug- leika krónunnar hverfi verði ekkert að gert, að því er segir í riti Seðlabankans. Hugsanlegt er að Seðlabankinn þurfi á næstu árum að halda uppi stöðugt hærri vöxtum til að halda gengi krónunnar sterku. „Hátt vaxtastig mun þá að lokum kæfa þann hagvöxt sem nú er til staðar, en stjórnvöldum gæfist kostur á að grípa til annarra ráðstafana til þess að draga úr eftir- spurn og viðskiptahallanum á sársaukaminni hátt." Alíka mikill halli og var undanfari gjaldeyriskreppu í Peningamálum kemur fram að til þess að dragi að ráði úr viðskiptahallanum þurfi út- flutningur að vaxa umtalsvert hraðar en inn- flutningur. I öðru lagi sé mögulegt að heimilin auki sparnað sinn á næstu árum. Engin leið sé hins vegar að spá fyrir um hvenær og hvernig umskipti verða í þessu efni. Sá viðskiptahalli sem ísland býr nú við er einn sá mesti sem á nýliðnum árum hefur mælst í OECD-ríki. Hann á sér einungis hliðstæðu á Nýja-Sjálandi á síðustu árum, að því er fram kemur í riti Seðlabankans, en þar hefur við- skáptahalli minnkað síðan árið 1997. Seðlabank- inn dregur þá ályktun að ástand efnahagsmála sé lakara á Islandi en Nýja-Sjálandi að því leyti að verðlagsþróunin gefi ekki færi á neinni slök- un á peningalegu aðhaldi í náinni framtíð, þar sem verðbólga hefur aukist hér á landi en hélst lág á Nýja-Sjálandi við svipaðar aðstæður. Fram kemur að sú spurning verði áleitin hversu lengi svo miMð ójafnvægi getur varað án þess að traust markaðsaðila á efnahagsstefnuna bresti. „Alþjóðleg reynsla gefur til kynna að svo mikill halli sé mjög áhættusamur. Þetta er álíka mikill halli og varð undanfari gjaldeyriskreppu í Mexíkó árið 1994/1995 og í Taflandi árið 1997." I GENGI krónunnar hefur styrkst eftir víkkun vikmarka gengisins og hækkun Seðlabankavaxta í febrúar og hefur krónan ekki verið sterkari frá því að gengi hennar var fellt 28. júní 1993. Þetta kemur fram í nýút- komnum Peningamálum, ársfjórð- ungsriti Seðlabanka íslands. Fram kemur að frá því að vik- mörk gengisins voru víkkuð um 3 prósentustig og stýrivextir hækkað- ir hafi vaxtamunur milli íslands og annarra landa aukist, sem ýtti undir frekari styrkingu krónunnar. „Gengi krónunnar hækkaði strax, fór í um 6% yfir miðgildi vikmark- anna. Þann 25. apríl sl. var gengi krón- unnar 6,24% yfir miðgildi vikmark- anna og hafði gehgi krónunnar hækkað um 2% frá áramótum," að því er fram kemur í skýrslunni. Sagt er að ýmsir þættir hafi leitt til svo hás gengis krónunnar. Eru þar m.a. nefndir til sögunnar háir vextir hér á landi, sem ýtt hafa und- ir erlendar lántökur og innstreymi erlends fjármagns. Einnig kunni óróleiki á erlendum hlutabréfa- mörkuðum í apríl að hafa leitt til tímabundinnar minni eftirspurnar Krónan ekki verið sterkari frá 1993 innlendra stofnanafjárfesta eftir er- lendum verðbréfum og þar með minna útstreymis fjár en ella og kunni það að vera skýring á styrk- ingu krónunnar síðustu vikur. Velta á krónumarkaði jókst verulega Millibankamarkaður með gjald- eyri hefur verið líflegur fyrstu mán- uði ársins og hefur velta verið tals- vert meiri en á síðasta ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1999 nam veltan 128 milljörðum króna, en frá árs- byrjun til 25. apríl á þessu ári um 235 milljörðum króna, sem er rúm- lega helmingur veltunnar á árinu 1999, en það ár var metár í viðskipt- um á gjaldeyrismarkaði. I febrúar á þessu ári voru mestu viðskipti með gjaldeyri í einstökum mánuði og námu þau tæplega 83 milrjörðum króna. Seðlabankinn hefur ekki átt viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri síðan í júní 1999, að því er fram kemur í Peningamálum. Velta á krónumarkaði jókst veru- lega fyrstu fjóra mánuði ársins sam- anborið við veltu síðasta árs. Það sem af er þessu ári nemur veltan 219 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra nam hún 160 milljörðum króna. I mars var veltan 73 milljarð- ar króna og er það mesta velta í ein- um mánuði frá því að markaðurinn tók til starfa. Seðlabankinn segir að ein helsta ástæða aukinnar veltu á millibanka- markaði séu aukin viðskipti á gjald- eyrismarkaði. Ennfremur hafi lausafjárreglur greitt fyrir viðstópt- um á markaðinum. Lausafjárregl- urnar eru einnig sagðar hafa aukið viðskipti með bankavíxla á Verð- bréfaþingi, en fyrstu fjóra mánuði ársins námu þau 11 milljörðum króna, en voru árið 1999 6,5 millj- arðar. Hæsta ávöxtunarkrafa hús- næðisbréfa síðan 1997 Viðskipti með ríkisvíxla hafa dregist nokkuð saman, enda hefur verulega verið dregið úr útgáfu þeirra undanfarin ár, m.a. vegna góðrar stöðu ríkissjóðs, að því er segir í skýrslunni. Þá var heildarfjárhæð útistand- andi samninga endurhverfra við- skipta 25. apríl sl. um 35 milljarðar króna, sem er lítið eitt lægri staða en um síðustu áramót. Veruleg hækkun varð á ávöxtun- arkröfu skuldabréfa á eftirmarkaði í mars og fyrstu viku apríl. Á fimm vikum hækkaði ávöxtunarkrafa spariskírteinaflokksins með lengsta líftímann um 0,8 prósentustig og á helstu markflokkum húsbréfa og húsnæðisbréfa um 0,45-0,65 prós- entustig. Frá 7. apríl hefur ávöxtun helstu flokka lítið breyst. Nokkur hækkun hefur þó verið á ávöxtun spariskírteina en ávöxtun húsbréfa lækkað lítið eitt. Avöxtunarkrafa helstu flokka húsnæðisbréfa og 5 og 15 ára sparis- kírteina hefur ekki verið jafnhá síð- an um mitt árið 1997. Krafan á hús- bréfaflokknum, sem er á gjalddaga árið 2021, fór hæst í 5,83% 4. apríl sem er sú hæsta frá því í febrúar 1996. Athygli er vakin á því í skýrslu Seðlabankans að hækkunin hafi orð- ið á sama tíma og uppkaup spari- skírteina og húsbréfa áttu sér stað. Ennfremur hefur útgáfa húsbréfa aukist verulega á árinu. Fyrstu þrjá mánuðina var hún 6,5 milljarðar króna samanborið við 4,6 milljarða á sama tímabili 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.