Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 27

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 27 Verksamningur um háhitaboranir á Nesjavöllum undirritaður Hagnaður Disney meiri en spáð var Los Angeles. Reuters. HAGNAÐUR Walt Disney fyr- irtækisins á íyrstu þremur mánuðum þessa árs var 31% meiri en á sama tímabili í fyrra. Petta er meiri hagnaður en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir og segir í tilkynningu frá því að auknar auglýsinga- tekjur séu helsta skýringin þar á. Auknar auglýsingatekjur helsta skýringin Þar komi til gott efnahags- ástand, miklar pólitískar auglýsingar og auknar auglýs- ingar internetfyrirtækja. Auglýsingatekjur ABC sjón- varpsstöðvarinnar, sem er í eigu Walt Disney, reyndust töluvert meiri en ráð var fýrir gert. í til- kynningu íyrirtækisins segir að auglýsingatekjur vegna sjón- varpsþáttanna, Hver vill verða milljónamæringur, sem sýndir eru á ABC sjónvarpsstöðinni og njóta mikilla vinsælda, hafi farið langt fram úr áætlunum. Orkuveita Reykjavíkur og Jarðboran- ir hf. semja um háhitaboranir Frá undirritun samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf., talið frá vinstri: Þór Gislason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Jarðborana hf., Bent Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf., Sigfús Jónsson, forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Gunnar A. Sverrisson, framkvæmdasljóri Framkvæmdasviðs Orkuveitu. UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf. um boranir á Nesjavöllum. Samningur- inn var undiiritaður af Sigfúsi Jóns- syni forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Bent S. Ein- arssyni framkvæmdastjóra Jarðbor- ana. Fjárhæð samningsins nemur um 380 milljónum króna. Að sögn Bents Einarssonar hjá Jarðbonmum hf. er hér um verðugt verkefni fyrir fyrir- tækið að ræða. „Framkvæmdir á há- hitasvæðum eru mjög flóknar og kemur þá vel í Ijós hve mikilvæg víð- tæk þekking og reynsla starfsmanna félagsins er við þessar framkvæmdir. Auk þess er framkvæmd af þessari stærðargráðu mikilvæg íyrir fyrir- tækið.“ Verkið tekur til borunar á tveimur allt að 2.000 metra djúpum borhol- um. Báðar borholurnar verða stefnu- boraðar. Holunum hefur verið valinn staður nærri Hengli og er tilgangur borananna að rannsaka jarðhita- svæðið á Nesjavöllum lengra til suð- urs inn undir fjallið. Ef árangur verð- ur góður í þessum borunum er mögulegt að tvær aðrar borholur verði boraðar á sama borsvæði. I stefnuborun er beitt sömu tækni og notuð hefur verið með afar góðum árangri á undangengnum árum við boranir í Kröflu og á Nesjavöllum. Jarðboranir hafa samið um tæknilegt samstarf við bandaríska alþjóðafyrir- tækið Halliburton, sem er leiðandi aðili á sviði stefnuborana í heiminum. Undirbúningur verksins er að hefjast og áætlað er að því Ijúki í ágúst nk. kjörgripur á hjólum Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Hátalarar Lengd I Breidd I Verð frá 1800 cc 112 já 2 5 já 4 4,60 m 1,77 m 1.589.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagöróum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.