Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 27 Verksamningur um háhitaboranir á Nesjavöllum undirritaður Hagnaður Disney meiri en spáð var Los Angeles. Reuters. HAGNAÐUR Walt Disney fyr- irtækisins á íyrstu þremur mánuðum þessa árs var 31% meiri en á sama tímabili í fyrra. Petta er meiri hagnaður en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir og segir í tilkynningu frá því að auknar auglýsinga- tekjur séu helsta skýringin þar á. Auknar auglýsingatekjur helsta skýringin Þar komi til gott efnahags- ástand, miklar pólitískar auglýsingar og auknar auglýs- ingar internetfyrirtækja. Auglýsingatekjur ABC sjón- varpsstöðvarinnar, sem er í eigu Walt Disney, reyndust töluvert meiri en ráð var fýrir gert. í til- kynningu íyrirtækisins segir að auglýsingatekjur vegna sjón- varpsþáttanna, Hver vill verða milljónamæringur, sem sýndir eru á ABC sjónvarpsstöðinni og njóta mikilla vinsælda, hafi farið langt fram úr áætlunum. Orkuveita Reykjavíkur og Jarðboran- ir hf. semja um háhitaboranir Frá undirritun samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf., talið frá vinstri: Þór Gislason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Jarðborana hf., Bent Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf., Sigfús Jónsson, forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Gunnar A. Sverrisson, framkvæmdasljóri Framkvæmdasviðs Orkuveitu. UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf. um boranir á Nesjavöllum. Samningur- inn var undiiritaður af Sigfúsi Jóns- syni forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Bent S. Ein- arssyni framkvæmdastjóra Jarðbor- ana. Fjárhæð samningsins nemur um 380 milljónum króna. Að sögn Bents Einarssonar hjá Jarðbonmum hf. er hér um verðugt verkefni fyrir fyrir- tækið að ræða. „Framkvæmdir á há- hitasvæðum eru mjög flóknar og kemur þá vel í Ijós hve mikilvæg víð- tæk þekking og reynsla starfsmanna félagsins er við þessar framkvæmdir. Auk þess er framkvæmd af þessari stærðargráðu mikilvæg íyrir fyrir- tækið.“ Verkið tekur til borunar á tveimur allt að 2.000 metra djúpum borhol- um. Báðar borholurnar verða stefnu- boraðar. Holunum hefur verið valinn staður nærri Hengli og er tilgangur borananna að rannsaka jarðhita- svæðið á Nesjavöllum lengra til suð- urs inn undir fjallið. Ef árangur verð- ur góður í þessum borunum er mögulegt að tvær aðrar borholur verði boraðar á sama borsvæði. I stefnuborun er beitt sömu tækni og notuð hefur verið með afar góðum árangri á undangengnum árum við boranir í Kröflu og á Nesjavöllum. Jarðboranir hafa samið um tæknilegt samstarf við bandaríska alþjóðafyrir- tækið Halliburton, sem er leiðandi aðili á sviði stefnuborana í heiminum. Undirbúningur verksins er að hefjast og áætlað er að því Ijúki í ágúst nk. kjörgripur á hjólum Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Hátalarar Lengd I Breidd I Verð frá 1800 cc 112 já 2 5 já 4 4,60 m 1,77 m 1.589.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagöróum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.