Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 33 Borgarleikhúsið Fimm leikarar ráðnir GUÐJÓN Peder- sen, leikhússtjóri í Borgarleikhús- inu, hefur ráðið fimm leikara á fastan samning við leikhúsið eftir að nær 100 leik- arar sóttu um stöðurnar í vet- ur. Leikararnir eru Bergur Þór Ingólfsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdótt- ir, Ólafur Darri Ólafsson og Þór Tulinius. Guðjón sagði fyrir lægi að fara yfir allt skipulag leikhússins og á næstu 2 árum mætti vænta frek- ari breytinga en í þær yrði farið með gát. Benedikt Erlingsson og Hilniir Snær leikstýra Aðspurður um verkefni á næsta vetri sagði Guðjón að fyrir lægi að fyrsta frumsýning næsta leikárs yrði nýtt leikrit Hallgríms Helga- sonar, Skáldanóttin, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Þá ætlar Guðjón að stjórna sjálfur uppfærslu á Lé konungi eftir Shakespeare og Hilmir Snær Guðnason mun leik- stýra gamanleikritinu „Abigails party“ eftir Mike Leigh. Þá mun Kjartan Ragnarsson leikstýra við Borgarleikhúsið en hann hefur starfað við Þjóðleikhúsið og erlend- is undanfarin ár. Þá segir Guðjón að leikritið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beekett verði væntanlega á verkefnaskránni næsta vetur. Ingvar E. Sigurðsson með LR Fleiri leikarar en áður voru taldir munu koma við sögu í Borgarleik- W' 1» í JB Ólafur Darri Ólafsson Katla Margrét Þorgeirsdóttir i 7** ■( jfí3Lj|-' v m ■; . | . Jóhanna Vigdís Þdr H. Arnarddttir Tulinius húsinu næsta vetur og þar má helstan telja Ingvar E. Sigurðsson sem hefur sagt upp samningi sínum við Þjóðleikhúsið og mun að sögn Guðjóns taka þátt í verkefnum í Borgarleikhúsinu á vetri komanda. Guðjón segist hafa lagt fram eins konar óskalista að verkefnum næstu tveggja ára og þeirra á með- al eru Tveggja þjónn eftir Carlo Goldoni, Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol, Kirsuberjagarðurinn og Iv- anov eftir Tsékov, Vozzek og ein- hver leikrita Strindbergs en fæst leikrita hans hafa enn verið sýnd í íslenskum leikhúsum. „Þetta er meðal þess sem okkur langar til að gera en ýmislegt fleira er í gangi en hér er talið og það mun koma í ljós þegar þar að kemur, “ sagði Guðjón Pedersen leikhússtjóri. Bergur Þór Ingólfsson Morgunblaðið/Garðar P Vignisson Atriði úr leiksýningu LA-GÓ hópsins á biðlum og brjóstahöldum. Biðlar og brjóstahöld Grindavfk. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ LA-GÓ frumsýndi á dögunum leikritið „Biðla og brjóstahöld" eftir Claude Magmier. Alls eru það 10 leikarar sem sýna í þessari leiksýningu undir leikstjóm Skúla Gautasonar. „Þetta er áhuga- samur hópur, klárir krakkar og ég er mjög ánægður með útkomuna," sagði Skúli þegar blaðamaður hafði samband við hann. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Hennanns Rúnars Helgasonar sem leikur bið- ilinn Kristján Martin og Boga Hall- giámssonar sem leikur forstjórann Brand Barnier. Eins og í öllum ærslaleikjum er hér mikið um mis- skilning en leikritið hefst á því að ungur maður (Kristján Martin) kemur til forstjórans (Brands Barn- ier) og biður um mikla launahækk- un en forstjórinn fellst á beiðnina þegar hann heldur að helsti kepp- inauturinn sé að bera víur í piltinn. Þegar ungi maðurinn hefur fengið sína launahækkun biður hann um hönd dóttur forstjórans og dóttir forstjórans segist vera ólétt eftir þann sem hún er ástfangin af. Þetta er þriðja árið sem leikhóp- urinn LA-GÓ starfar saman að leiksýningu og ljóst að hópurinn er búinn að slíta barnskónum. Samkór Vestmannaeyja upp á land SAMKÓR Vestmannaeyja vísiterar Reykjavík og heldur tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 17. Samkór Vest- mannaeyja var endurvakinn fyrir tæpum sex árum þegar Bára Gríms- dóttir, stjórnandi kórsins, flutti til Vestmannaeyja. A efnisskránni eru Eyjalög eftir Oddgeir Kristjánsson, Arnþór Helgason o.fl., íslensk þjóð- lög og dægurlög, erlend lög m.a. eftir Bítlana, lagasyrpa eftir Paul Simon og djasslög. Einnig flytur kórinn lag eftir stjórnandann, Báru Grímsdótt- ur, sem og nokkur lög sem eru í út- setningu hennar. Undirleikari á tón- leikunum er Helga Laufey Finnbogadóttir. Einsöngvari er Eyvindur Steinarsson. Kynnir Ólaf- ur Týr Guðjónsson. I Samkór Vestmannaeyja eru um 30 manns. Kórinn heldur svo sína ár- legu vortónleika í Eyjum 17. maí nk. Horfðu reiður um öxl í Þjóðleikhúsinu ÆFINGAR hófust í Þjóðleikhúsinu á fóstudag á breska leikritinu Horfðu reiður um öxl (Look back in anger) eftir John Osborne í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviöinui sept- ember. Leikendur eru Elva Ósk Öl- afsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hall- dóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Rúnar Freyr Gfslason. Leikstjóri er Stefán Baldursson og leikmynd og búninga hannar Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir. Horfðu reiður um öxl þótti valda tímamótum í breskri leikritun á sjötta áratugnum. Leikritið er gjarnan talið marka upphaf nýrrar bylgju í bresku leikhúsi þar sem áherslan var lögð á kjör alþýðu manna og raunsæi og framsetningu. Leikritið var flutt í Þjóðleikhúsinu 1958 og þá var.Gunnar í hlutverki Jimmys Porters, þess hlutverks sem Hilmir Snær fer með núna. Risastór skjámynd TOJVLIST Háskólabíó SINFÓNIUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Tsjaikovskij og Camille Saint-Saens Einleikari: Erling Blöndal Bengftsson Stjórnandi: Rico Saccani. NÚ er tæknin að ná því marki, að t.d. fjarkennsla er að taka við af hefðbundnu skólastarfi og í framtíð- inni verður allur lærdómur ef til vill unninn í heimahúsum. Hugsanlegt er, að fjarskiptatæknin smám saman yfirtaki allt og að lifandi tónlistar- flutningur muni brátt heyra sögunni til, eitthvað því líkt og átti sér stað á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í gærkveldi, er Hörður Áskels- son lék á Klais orgel Hallgríms- kirkju með Sinfóníuhljómsveit Islands, staðsettri í Háskólabíó. Að- ur en orgelsinfónían var flutt, nefndi stjórnandinn Rico Saccani það, að ef til vill yrði næsti flutningur sinfón- íunnar í nýrri tónlistarhöll og þá með orgeli á staðnum og fögnuðu áheyr- endur ræðu hans með lófataki. Tónleikarnir hófust á samleik Erl- ings Blöndals Bengtssonar og Sin- fóníuhljómsveitar Islands, í Rókok- kó-tilbrigðunum op. 33, eftir Tsjaikovskij. Heyra má í temanu að- dáun Tsjaikovskij á Mozart, og ekki síður í þeim sjö tilbrigðum og ritorn- ell-milliþáttum sem fylgdu. Leikur Erlings Blöndals Bengtssonar var glæsilegur, þar sem hvergi bar á skugga í margbreytilegum tónlínum verksins, hvort sem tilbrigðin voru hægferðug eða þar sem meira var umleikis hvað snertir tækni. Annað verkið á efnisskránni var sellókonsert op. 33, eftir Camille Saint-Saéns. Þessi konsert er æði misjafnt verk en einkar glæsilegur, upphafskaflinn var mjög vel fluttur og var það í raun stórkostlegur flutn- ingur sellósnillingsins, Erlings Blöndals Bengtssonar, sem gaf verk- inu glæsilegan svip. Lokaverk tónleikanna var þriðja sinfónían op.78, eftir Camille Saint- Saéns, sem stundum er nefnd or- gelsinfónían. Tónskáldið gerði ekki mikið úr hlut orgelsins í prógramm- nótum sínum, enda ber ekki að líta á orgelið sem einleikshljóðfæri, því það er aðallega notað til að byggja upp hljóma til undirleiks við streng- ina í hæga þættinum og í lokaþættin- um en þar eru meðal annars byggð upp sérkennilega hljómandi stefbrot með strengjum og fjórhentum leik á píanó og þar næst fær orgelið smá strófu. Heildarsvipurinn í samleik orgelsins og hljómsveitarinnar var mjög góður en þar eiga tæknimenn hlut í, þó flutningurinn hjá hljóm- sveitinni hafi verið aðalatriðið en þar lék allt á lukku hjólum, enda sinfón- ían áhrifamikið verk, vel samin og víða nokkuð erfið og krefjandi, sem hljómsveitin skilaði með glæsibrag undir öruggri stjórn Rieo Saccani. Það sem gerði þessa tónleika góða var fyrst og fremst fi’ábær flutning- ur sellósnillingsins Erlings Blöndals Bengtssonar, glæsilegur leikur hljómsveitarinnar undir kraftmikilli stjórn Rico Saccani. Tæknileikurinn heppnaðist mjög vel en hinn risastóri myndskjár var á köflum truflandi og athyglin beindist um of að orgelleik- aranum, Herði Áskelssyni, sem skil- aði sínu vel og af nákvæmni, þó hið tónræna innihald væri í hrópandi mótsögn við risastóra skjámyndina. Jón Ásgeirsson MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART í REYKJAVÍK HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 FORNÁM Veturinn 2000-2001 býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á árs nám á framhaldsskólastigi til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. Námið er 36 eininga og er samkvæmt nýrri námskrá framhaldsskóla. Umsækjendur séu 18 ára, hafi lokið a.m.k. 3ja ára námi á framhaldsskólastigi í almennum greinum eða sambærilegu námi sem skólinn metur gilt og standist inntökupróf. Umsóknarfrestur er til 12. maí 2000. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og hægt að nálgast þau á heimasíðu skólans. Inntökupróf fara fram 3. og 4. júní 2000. Skrifstofa skólans er opin á virkum dögum kl. 14-17. Sími 551 1990 eða 551 1936, fax 551 1926, www.isholf.is/myndlistaskolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.