Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 34
'34 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MÖRGUNBLÁÐÍÐ LISTIR Barnaköra- mót BARNAKÓRAMÓT Hafnarfjarðar verður haldið í fjórða sinn í Víði- staðakirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar koma fram átta kórar, en hver þeirra mun syngja tvö lög auk þess sem allir kórarnir syngja saman nokkur lög. Kórarnir sem syngja eru Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, Barnakór Bessastaðahrepps, Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju, Kór Engidalsskóla, Barna- og unglinga- kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Kór Setbergsskóla, Litli kór Öldutúns- skóla og Kór Öldutúnsskóla. Það er skólaskrifstofa Hafnar- fjarðar sem sér um undirbúning og framkvæmd mótsins. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar Hörpukórs Selfossi. Morgunblaðið. HÖRPUKÓRINN, kór eldri borg- ara á Selfossi, heldur tónleika á næstu dögum á Suðurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Þorlákskirkju í dag kl. 16, í Selfosskirkju 11. maí kl. 20.30 og í Félagsheimili Hruna- manna á Flúðum 17. maí kl. 20.30. Söngskrá kórsins er fjðlbreytt að vanda og auk einsöngvara með kórn- um er með honum gestasöngvari sem að þessu sinni er Ingibjörg Al- dís Ólafsdóttir sem er að ljúka söngnámi frá Söngskóla Reykjavík- ur. Stjórnandi Hörpukórsins er Sig- urveig Hjaltested, undirleikari Guð- jón Emilsson. Kvennakór Reykjavíkur á Snæfellsnesi KVENNÁKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Stykkishólmskirkju, í dag, laugardag, kl. 14 og í Grundarfjarð- arkirkju kl. 17. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir og undirleik- ari Þórhildur Björnsdóttir. Sérstak- ur gestur á tónleikum kórsins er Szymon Kuran fiðluleikari. Miðar að tónleikunum verða seldir við innganginn og kosta 1.000 kr. Minningar- tónleikar TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar og Kveldúlfskórinn í Borgarnesi standa fyrir minningartónleikum um Kristínu Halldórsdóttur í dag, laug- ardag, kl. 17 í Borgarneskirkju. Kristín lést 2. september 1998. Hún starfaði mikið að félags- og menningarmálum í Borgarnesi og sat m.a. í bæjarstjórn um árabil. Kristín var mikil áhugamanneskja um tónlist, hún tók virkan þátt í tónl- istarstarfi og sótti vel tónleika sem haldnir voru í héraðinu. Hún söng mörg ár í Kveldúlfskórnum og starf- aði einnig í skólanefnd Tónlistar- skóla Borgarfjarðar, segir í fréttatil- kynningu. Aðgangur er ókeypis. Síðasta sýning Borgarleikhúsið Síðasta sýning á leikritinu Leitin að vísbendingum um vitsmunalíf í al- heiminum eftir Jane Wagner verður íkvöldkl.19. Leikritið er einleikur og fjallar um örlagasögu fólks sem lifir á umróts- tímum og þarf að leita örvæntingar- fullt að andlegri lifsfyllingu. Leikari er Edda Björgvinsdóttir. Nemenda-; sýning í LHI SÝNING á verkum nemenda á fyrsta og öðru ári í málaradeild Listaháskóla íslands, sem þeir hafa verið að vinna að í vetur, verður opn- uð í dag, laugardag, kl. 14 í húsnæði málaradeildarinnar í Laugarnesi (SS-húsið). Sýningin verður opin til kl. 18 og á sama tíma á morgun, sunnudag. Morgunblaðið/Kristinn Helga Jóhannesdóttir tvinnar saman leir, gler og málm. Gjörólík efni sem kalla á samspil LEIR - gler - málmur er yfir- skrift fimmtu einkasýningar Helgu Jóhannesdóttur leir- listakonu, sem nú stendur yfir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Þar gefur að líta 19 verk, öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu á sfðustu mánuðum. Eins og yfirskrift sýningar- innar gefur til kynna eru verkin unnin í leir, gler og máltn, en að sögn Helgu hefur það verið við- fangsefni hennar í mörg ár að samtvinna þessi óh'ku efni. „En þetta er í fyrsta sinn sem ég meðhöndla glerið sjálf, bræði það og móta. Aður hafði ég not- að glerplötur ofan á leirborð, skorið út glerflísar og límt í leir- inn en nú er ég að vinna með glerið á annan hátt," segir Helga, sem einnig er farin að blanda koparþynnum og vír við leirinn og glerið. „Mér finnst mjög gaman að vinna með þessi efni. Þau eru svo gjörólík en kalla á ákveðið samspil. Yfirleitt nota ég frekar grófan steinleir en með því að hafa glerið með finnst mér yf- irbragðið léttast og skapa skemmtilegt mtítvægi," heldur hún áfram. Á tnörkum nytjalistar og skúlptúrs Hún segir verkin vera á mörk- um nytjalistar og skúlptúrs, hluti sem vissulega megi nota en standa þó algjörlega einir og sér sem skúlptúrar. Helga útskrifaðist frá leir- listadeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1991, var gest- anemandi í Kaupmannahöfn og í Kesckemet í Ungverjalandi og nam málmsmíði við Slippery Rock University í Pennsylvaníu veturinn 1998. Síðastliðin níu ár hefur hún rekið eigið verkstæði að Álafossi í Mosfellsbæ og tekið þátt í fjölda samsýninga en síð- asta einkasýning hennar var í Pittsburgh árið 1998. „Sýningin í Stöðlakoti er í ákveðnu framhaldi af síðustu sýningu - eins og reyndar yfir- leitt vill verða. Það skapast allt- af einhver neisti í hverri sýningu sem maður vill svo vinna áfram með," segir Helga. Þó að hún hafi lagt stund á nám í málm- smi'ði vestanhafs, segir hún að málmurinn hafi setið svolítið á hakanum hjá sér. „Leirinn er bara svo frekt efni," segir hún en hyggst þó gera þar bragarbót á á næstunni og fara að sökkva sér í tilraunir með málminn. Alþjóðleg sýning í Kaíró I næstu viku opnar Helga svokallaða stuttsýningu í Galler- íi Reykjavfk, en hún stendur að- eins yfir í nokkra daga. Þar still- ir hún upp í hluta af galleríinu nokkrum af verkunum af sýn- ingunni í' Stöðlakoti og einnig öðrum nýjum verkum sem hún hefur ekki sýnt áður. „Svo bauðst mér að taka þátt í al- þjóðlega keramikbiennalnum í Kaíró f Egyptalandi, sem byrjar 23. maf," segir Helga, sem er búin að senda út ljósaskúiptúra á sýninguna og langar mikið til að fara sjálf alla Ieið til Kaírd en veit ekki alveg enn hvort það gengur upp. „En þetta er nokk- uð sem manni býðst kannski einu sinni á ævinni," segir Helga og viðurkennir að það væri vissulega freistandi að drífa sig. Sýningin f Stöðlakoti er opin kl. 15-18 um helgina en henni lýkur á morgun, sunnudag. Stuðningur við störf Gerrits Schuil Morgunblaðið/Kristinn Uwe Beckmeyer, formaður þýsk-íslenska félagsins í Bremen. Gestasýning frá Bremen MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð: Við undirrituð höfum öll starfað með eða notið listar Gerrits Schuil. Gerrit Schuil er frábær listamað- ur, ábyggilegur skipuleggjandi og góður samferðamaður. Erlendir listamenn hafa í gegnum tíðina verið mikilvægir frumkvöðlar og starfað ötulir að uppbyggingu ís- lensks tónlistarlífs. Sem lítil og metnaðarfull eyþjóð er okkur sú samkeppni sem erlendir listamenn veita okkur mjög nauðsynleg og frjóvgandi. Gerrit er fjölhæfur listamaður og hefur starf hans á íslandi verið margþætt. Sumarið 1999 var Gerrit ráðinn listrænn stjórnandi og aðalhljóm- sveitarstjóri íslensku óperunnar. Starf íslensku óperunnar í vetur undir hans listrænu stjórn var fyr- irheit um ferskt og vandað óperu- leikhús og eru það okkur mikil vonbrigði að því starfi skuli nú lok- ið. Það er þó einlæg von okkar að við eigum eftir að fá notið sam- starfs og listar Gerrits Schuil á íslandi um ókomna framtíð. Alina Dubik, söngkona; Arndís Halla Ásgeirsdóttir, söngkona; Atli Heimir Sveinsson, tónskáld; Björk Jónsdóttir, söngkona; Bergþóra Jónsdóttir; tónlistarfræðingur; El- ín Ósk Oskarsdóttir, söngkona; Eydís Franzdóttir, óbóleikari; Gerður Gunnarsdóttir, fiðluleikari; Guðni Franzson, klarinettuleikari; Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari; Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari; Gunnar Guðbjörns- son, söngvari; Gunnar Kvaran, sellóleikari; Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari; Ingólfur Helgason, söngvari; Ingunn Ásdísardóttir, leikstjóri; Ingveldur G. Ólafsdótt- ir, söngkona; Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, söngkona; Jóhanna G. Linnet, söngkona; Jón Ásgeirsson, tónskáld; Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari; Kolbeinn Jón Ketils- son, söngvari; Kristín S. Sig- tryggsdóttir, söngkona; Lára Ste- fánsdóttir, listdansari; Ólafur Sveinsson, söngvari; Óskar Ing- ólfsson, tónlistarstjóri; Páll Pamp- ichler Pálsson, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri; Peter Maté, píanóleikari; Ragnheiður Linnet, söngkona; Ragnheiður Pétursdótt- ir, fiðluleikari; Rannveig Fríða Bragadóttir, söngkona; Rut Ing- ólfsdóttir, konsertmeistari; Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari; Sieglinde Kahmann, söngkona; Signý Sæmundsdóttir, söngkona; Sigríður Jónsdóttir, söngkona; Sigrún Eðvaldsdóttir, konsert- meistari; Sigrún Jónsdóttir, söng- kona; Sigurður Björnsson, söngv- ari; Sólrún Bragadóttir, söngkona; Unnur Wilhelmsen, söngkona; Valgarður Egilsson, læknir; Zbigniev Dubik, fiðluleikari; Þor- kell Sigurbjörnsson, tónskáld; Þórarinn Stefánsson, píanóleikari. 101 Reykjavík kemur út í Svíþjóð SKALDSAGA Hall- gríms Helgasonar, 101 Reykjavík, kom nýlega út hjá Norstedts í Sví- þjóð í sænskri þýðingu Johns Swedenmarks. Umfjallanirnar hafa flestir verið lofsamleg- ar, þótt ýmsum þyki húmorinn svartur og lýsingin á menningunni við aldahvörf myrk. Ýmsir eru tvíbentir í garð yrkisefnisins og segir einn gagnrýnend- anna að „aldrei hafi ís- lenskar bókmenntir komist jafn langt frá sinni miklu fornsagna- hefð eins og í þessari Allir gagnrýnendurnir Hallgrímur Helgason skáldsögu." hrósa þrótt- miklum stílnum og frumleika hans og segj- ast merkja að höfundur hafi fengist við uppi- stand. Auk annarra einkenna hrósa gagn- rýnendur persónu- sköpun Hallgríms, segja aðalpersónuna, Hlyn Björn, vera minn- isstæða og áleitna sem þrátt fyrir allt kalli fram „eins konar sam- úð" hjá lesanda og margir nefna lfkindi aðalpersónunnar, Hlyns, við Hamlet Shakespeares, segir í fréttatilkynningu. 101 Reykjavík kom út hjá Máli og menningu árið 1996. GESTASYNINGIN Klerkar - kaup- menn - karfamið: íslandsferðir Brimara í 1000 ár varopnuð í Þjóð- arbókhlöðunní í gær. Á myndinni er Uwe Beckmeyer, formaður þýsk-ís- lenska félagsins í Bremen, sem átti frumkvæðið að sýningunni sem lýk- ur31.maí. ¦ Íslendingar/Lesbók 6 Vér Islend- ingar á námskeiði í OPNA Háskólanum hefst nám- skeiðið Vér íslendingar þriðjudags- kvöldið 9. maí kl. 20 í Odda, stofu 201. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld, 9., 11., 16. og 18. maí og er ætl- að öllum áhugamönnum um íslensk- ar bókmenntir, sagnfræði, pólitík og dægurmenningu og er öllum opið endurgjaldslaust. Efni þess fjallar um lýsingar íslendinga á sjálfum sér eins og þær koma fram í bókmennt- um og dægurþrasi, menningarfram- leiðslu, pólitík og sagnfræðilegri um- ræðu. Hvernig lýsa íslendingar sjálfum sér? Hvernig hæla þeir sjálf- um sér? Hvernig meta þeir sérkenni sín og hvaða einkenni sín sjá þeir í hillingum? Gert er ráð fyrir fyrirlestri og um- ræðum með þátttöku sérstakra gesta fyrirlesaranna. Umsjónarmað- ur er Jón Ólafsson, Hugvísinda- stofnun, en fyrirlesarar verða þau Viðar Hreinsson, Unnur Karlsdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Páll Björnsson og Geir Svansson. Sérstakir gestir Viðars í hans fyr- irlestri verða Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur og Ólafur Dýr- mundsson ráðunautur. Sérstakur gestur Unnar í hennar fyrirlestri verður Einar Árnason prófessor í líf- fræði. Sérstakur gestur Þorgerðar í hennar fyrirlestri verður Vilborg Sigurðardóttir kennari. Skrá skal þátttöku hjá Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands. Námskeiðið er menningarborgarverkefni Háskóla íslands. M-2000 Forskot á sæluna Kringlan. Kl. 14 leikur hljómsveitin Ensími en hún er meðal þeirra sem fram koma á Tónlistarhátíð í Reykja- -^ vík 10.-11. júní. Kl. «^k^^ 14:30 verður ný, ís- ^^W lensk heimiídar- ^Lj^-m ln.y|)<]- 'SillVi(1 ¦^^^^^ salta, kynnt með W frumlegum hætti en hún ^ verður frumsýnd síðar sama dag. Kl. 15:00 mun svo leikhópurinn Perlan flytja brot úr sýningunni Perlur og skínandi gull sem frumsýnt verður í Iðnó á morgun, sunnudag. Dagskráin er liður í menningar- borgarárinu. www.reykj avik2000.is. wap.olis.is. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.