Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 35 NEYTENDUR Þarf ekki að nota gerileyðandi hreinsi- efni við heimilisstörf Gerileyðandi hreinsiefni geta aukið vandamál vegna óæskilegra örvera og þau virka oft ekkert betur en venjuleg hreinsiefni. ítarlegar rannsóknir skortir til að kanna áhrif þeirra frekar. „í STÓRUM dráttum er munurinn á gerileyðandi hreinsiefnum (anti- bacterial) og venjulegum hreinsi- efnum ekki mikill. Þetta eru vörur til að nota við hreingerningar sem í er bætt sérstökum efnum sem eiga að virka þannig að þau hindri vöxt óæskilegra örvera," segir Elín G. Guðmundsdóttir, efnafræðingur á eiturefnasviði hjá Hollustuvernd ríkisins. „Virknin gegn örverunum er ekki eingöngu af hinu jákvæða. Auðvitað virka efnin á einhverjar örverur en ekki allar. Pegar litið er á þetta í heild sinni þá hreinsa gerileyðandi hreingerningarlegir ekki endilega betur," segir Elín. Geta myndað óþol Aðspurð að því hvort gerileyð- andi hreinsiefni geti eytt „góðum" bakteríum segir Elín að vandamál- ið sé að einhverjir örverustofnar myndi óþol. Akveðnar bakteríur aðlaga sig þá að þessum efnum og þessar svokölluðu slæmu bakteríur geta náð yfirhöndinni. „Við þurfum auðvitað ákveðnar bakteríur og ör- verur, t.d. í líkamanum, en það eru venjulega ekki þær sem við ætlum að þvo í burtu. Hins vegar gætu þær sem á að þvo í burtu myndað óþol," segir Elín. Hún segir að þessi efni geti verið skaðleg umhverfinu en þetta sé fjölbreyttur hópur efna þannig að það sé erfitt að alhæfa um áhrif þeirra. „Þetta eru t.d. stórar líf- rænar sameindir sem brotna hægt niður í náttúrunni og safnast þá upp og valda skaða t.d. á vatnalíf- verum. Einnig skaða slík efni ör- verugróður sem á að brjóta niður skolp í rotþróm og skolphreinsi- stöðvum," segir Elín. Itarlegar rannsdknir vantar „í nýlegri grein í sænska tímarit- inu Rád&Rön getur að líta grein um gerileyðandi hreinsiefni og í viðtali við lækni kemur fram að sum efnin hafi svipaða virkni og sýklaeyðandi lyf sem fólk er að taka inn. Slík efni geta haft skaðleg áhrif á líkamann. Þá kemur jafnframt fram að enn skorti ítarlegar rann- sóknir á þessum efnum bæði varð- andi umhverfisskaðsemi og áhrif þeirra á heilsu manna en þetta er tiltölulega ný neytendavara. Sænska heilbrigðiseftirlitið varar við notkun efnanna. Einnig er talað um í greininni að það hafi sýnt sig að með auknu hreinlæti þá séu asma- og ofnæmissjúkdómar að aukast. Hræðsluáróður hefur verið notaður til þess að selja umræddar vörur sem snýr að því að fólk þurfi að sótthreinsa í kringum sig. „Það má ekki gleyma því að verið er að nota efni sem eru ekki öll holl fyrir lífverur," segir Elín. Sala eykst erlendis „Við höfum aðallega fengið fyrir- spurnir varðandi efnin frá framleið- endum hér heima sem eru að setja þessar vörur á markað og höfum ekki verið með mikinn áróður gegn þessum efnum hingað til. Hins veg- ar hefur verið talað um að ekki sé æskilegt fyrir matvælafyrirtæki og heilsustofnanir aðnota gerileyð- andi hreinsiefni. Á sjúkrahúsum eiga alls ekki að koma hreinsiefni sem innihalda bakteríudrepandi efni. I umræddri sænskri grein sem og í grein í danska neytendatíma- Morgunblaðið/Árni Sæberg Itarlegar rannsdknir vantar á þessum efnum bæði varðandi umhverf- isskaðsemi og áhrif þeirra á heilsu manna. ritinu Tenk+test kemur fram að sala þessara efna sé að aukast. Hvað sölu þessara vara snertir hér heima þá hugsa ég að það sé ein- faldlega þannig að framboðið á þeim sé að aukast sem leiðir þá til aukinnar sölu," segir Elín. Elín segir að ekki sé ástæða til að mæla með notkun gerileyðandi hreinsiefna við venjulegt heimilis- hald. „Það er vitað að mörg þessara efna eru óæskileg fyrir umhverfið og einnig eru mörg þeirra ofnæmis- valdandi fyrir menn. Þá er talað um að það séu komnir upp þolnir stofnar sem geta valdið lungna- bólgu sem mjög erfitt sé að ráða við, einnig harðgerðir stofnar sal- monellu og berklabakteríu svo dæmi séu tekin," segir Elín. Þess má að lokum geta að heima- síða Hollustuverndar er www.holl- ver.is en þar eru ýmsar upplýsing- ar sem og tenglar á erlendar vefsíður sem á er að finna góð ráð í sambandi við hreingerningar. Hárfroðan Grecian 2000 Komin er á markaðinn Grecian 2000 hárfroða. í fréttatilkynn- ingu segir að hárfroðan end- urheimti fyrri lit í grátt hár og að hárið þykkni um alltaðl0%. Froðunni er sprautað í lófa, hún sett í hárið og hárið síðan greitt. Innflytjandi er Haraldur Sigurðs- son ehf. Vörulisti Prentsmið- jan Oddi hf. hefur gefið út vörulista fyrir árið 2000. Vör- ulistinn er rúmlega 100 síður og í fréttatilkynn- ingu segir að þar sé meðal annars að finna úrval af pappír, skrifstofuvörum, rekstrar- vörum, skrifstofubúnaði og skrif- stofuhúsgögnum. Jafnframt kemur fram að nú sé einnig hægt að panta prentverk, eins og t.d. nafnspjöld, eftir vörulistanum og fá verðáætlun meðan beðið er. Vörulista Odda er hægt að nálgast í verslun fyrirtækisins að Höfða- bakka 3 en einnig er hægt að hringja og panta hann símleiðis sem og í gegnum heimasíðu fyrisrtækisins sem er www.oddi.is. Spurt og svarað um neytendamál Hvenær gildir lyfjakortið? FORELDRAR tveggja telpna, sem þurfa að nota sýklalyfið Primazol að staðaldri, komust að því að verð lyfsins var afar mismunandi eftir því í hvaða apótek var farið. Stundum virtist lyfjakort fyrir sýklalyfinu lækka kostnaðinn, stundum ekki. Móðirin fór t.d. í apótek, keypti eina flösku og greiddi 700 krónur fyrir. Henni var sagt að lyfjakortið lækkaði ekki verðið. Faðirinn greiddi um fimmtungi lægra verð fyrir sama magn þegar hann sýndi lyfjakort- ið í öðru apóteki. Hvernig stendur á þessu? Þær upplýsingar fengust hjá lyfjadeild Tryggingastofnunar rík- isins að kaupandi greiðir að fullu fyrir sýklalyf nema í þeim tilfellum að hann hafi fengið lyfjakort. Sá sem hefur fengið lyfjakort fyrir sýklalyfi greiðir fyrir lyfið sam- kvæmt ákveðnu kerfí, sem er þann- ig að hann greiðir fyrstu 1.200 krónurnar af smásöluverði lyfsins, 80% af verði umfram það en þó aldrei hærra en 3.800 krónur fyrir hverja afgreiðslu. Ef handhafi kortsins er barn sem fær umönnun- arbætur, eða er öryrki eða lífeyris- þegi greiðir hann fyrstu 400 krón- urnar af smásöluverðinu, 50% af því sem er umfram en að hámarki 1.100 krónur. Lyfseðill getur að hámarki gilt fyrir 100 daga skammti og er því hagkvæmast að kaupa hámarksskammt hverju sinni og nýta þannig afsláttinn að fullu, sem lyfjakortið veitir. Skýringin á því hvers vegna af- sláttur var stundum veittur þegar lyfjakortið er sýnt er líklegast sú að apótekin sjálf taka á sig hluta kostnaðarins, sem annars félli á kaupandann. Fasteignamat Hverjar eru reglurnar í sam- bandi við kaupsamning íbúða þeg- ar ekkert fasteignamat Iiggur fyr- ir? „Eins og er áætla sýslumenn matið," segir Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri matsviðs hjá Fasteignamati ríkisins. „Verið er að endurskoða þær reglur sem þeir vinna eftir og er þess vænst að þær liggi fyrir eftir nokkrar vikur," seg- ir Magnús. Alltaf það nýjasta bara fyrir þig. ^ Aiitar pao nyjasta Dara iyrir pig... f ^ kynnum 1 dag... ^"kl12°9j4 V-a'o^. Komdu og smakkaðu! Pitubrennsla a flösku $ Svalandl drykkur sem ir hraðar fitubrennslu -> fyrir KOIUUR SLENDERTONE LIFÐU LlFINU OG NJÓTTU ÞESS Mótar vöðva, styrkir, grennir, nuddar, minnkar cellulite og fl. Komdu og pröfaðu ^affeða^ % % Kynningarafsláttur í dag Opið í dag TrákL 10-16 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL -----Skeiftinni 19 - S. 5681717----- www. h rey st i. i s Netverslun með fæöubótarefni á betra verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.