Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 36

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Vísindavefur Háskóla íslands Af reikistjörnum, trúar- brögðum og súru regni VISINDI A UNDANFORNUM vikum hafa lesendur Vísindavefjarins fræðst um margvísiegustu fyrirbæri. Þar á meðal má nefna stöðvun öldrun- ar, íslenskt vatn, rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum, blóðflokka, sykursýki, skrifræði, hreinlæti í geimferðum, saltmagn í tárum, mai katta, líkindi í hlutkesti, sýn milli íslands og Grænlands, súrar appelsínur, x í núllta veldi, tímasetningu páska, heiti föstu- dagsins langa, prósent, mýbit, ferðalög yfir Ijóshraða, kjarnorku- sprengjur, þará meðal nifteindasprengjur, kynlitninga, hálfspegla, bláma himinsins, samstöðu reikistjarna 5. maí, samkomudag Al- þingis kringum árið 1000, halastjörnur og frumtölur. Er þó ekki nærri allt talið. En sjón er sögu ríkari; veffangið er http://visinda- vefur.hi.is/ Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? SVAR: Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. I upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjón- auka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfir- borði hnattarins. Alyktaði hann að vitsmunaverur hefðu grafið skurðina sem þjónuðu þeim tilgangi að flytja bræðsluvatn frá heimskautajöklun- um til uppþornaðra svæða nær mið- baug. Um 1910 komu fram vandaðri kort af yfirborði Mars og var þessari kenningu þá hafnað af þorra vísinda- manna, en lengi eimdi eftir af henni í margs konar skáldskap. Fram yfir 1960 ræddu menn möguleika á að gróður gæti þrifist á Mars, því að ýmsir athugendur höfðu veitt athygli litarbreytingum sem virtust færast yfir hluta hnatt- arins að sumarlagi. Sumum sýndist jafnvel svæði þessi taka á sig græn- an lit, en síðan kom í ljós að sáralítið súrefni er í andrúmslofti hnattarins (minna en 0,1%). Þótti þá víst að þetta gætu ekki verið grænar plönt- ur. Og um 1965 var ljóst orðið að lit- arbreytingamar stöfuðu af miklum stormum sem þyrluðu upp ryki af yfirborði. Rykið var um tíma á sveimi í andrúmsloftinu en féll síðan á yfirborðið á ný og breytti lit þeirra svæða sem það settist á. Árið 1976 lentu tvö könnunarför, Viking 1 og 2, á yfirborði Mars og gerðu þar jarð- vegskönnun. Með tækja- búnaði um borð var gerð leit að ummerkjum um frum- stætt líf og gáfu fyrstu til- raunir óvæntar niður- stöður. Bætt var næringarefnum í jarðvegssýni og virt- ist þá eiga sér stað upptaka, sem skýra mætti með tilvist örvera. Nánari rannsókn leiddi þó í ljós að í jarð- veginum voru engar lífrænar sameindir, auk þess sem talið var að ólífræn efnahvörf gætu skýi’t niðurstöður tilraunanna. Flestir vís- indamannanna, sem að rannsóknum þessum komu, drógu því að lokum þá ályktun að lífverur gætu ekki þrifist í jarðvegi á Mars um þessar mundir. Árið 1983 var rannsakaður loft- steinn sem fundist hafði á jaðri Suð- urskautsjökulsins. Náð var sýnum af lofttegundum sem lokast höfðu inni í bólum í stein- inum og kom þá í ljós að hlutföll neons, argons, krypt- ons og xenons, auk tiltekinna samsætuhlutfalla þessara loft- tegunda, voru samskonar og Viking-lendingarförin höfðu greint í andrúmslofti Mars nokkrum árum fyrr. Þetta var talin öragg sönnun þess að steinninn væri ættaður frá Mars og hafa nú alls fundist 12 loftsteinar af þessu tagi á yfirborði jarðar. Þar með opnaðist leið til könnunar á sýn- um frá yfirborði nágrannahnattar- ins, án þess að senda þyrfti þangað geimför. Einn þessara Marssteina fannst árið 1984 á Suðurskautsjöklinum og hefur vakið sérstaka athygli fyrir það að leiddar hafa verið líkur að því að í honum séu ummerki um líf á Mars fyrir nokkram milljörðum ára. Er fjallað nánar um þetta mál í öðra svari sama höfundar á Vísindavefn- um. Þar kemur meðal annai-s fram að rökin fyrir ummerkjum um líf í steininum era hvorki óyggjandi né óumdeild. En þó að þarna skorti nokkuð á vissu er hitt víst að sjálf spumingin um líf á Mars fyrr eða síðar hefur fengið byr undir báða vængi við þessar uppgötvanii'. Hún er nú rædd af áhuga og alvöra á ný. Lífvænlegt er að vísu ekki á hnettinum um þess- ar mundir því að meðalhiti á yfir- borði hans er um -58°C, sáralítið súr- efni er í andrúmslofti og geimgeislar og útfjólublátt ljós eiga greiða leið að yfirborði. Og ekkert vatn er í fljótandi formi á yfirborðinu. Stöðu- vötn gætu þó verið undh' heims- skautajöklum hnattarins og hugsan- legt er að jarðhiti bræði klaka í jarðvegi og þar með era komin skil- ju’ði þess að frumstæðar lífverar gætu þrifist. En einkum horfa menn til þess tímabils snemma í sögu hnattarins, er vatn var á yfirborði og and- rúmsloft þykkara en nú er. Þá ættu lífsskilyrði að hafa verið betri og er leitin að steingerðum leifum lífvera, sem þá kynnu að hafa þróast á Mars, einn aðalhvatinn að hinni rækilegu könnun hnattarins sem fyrirhuguð er á næstu áratugum. Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur, Raunvísinda- stofnun Háskólans. Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir? SVAR: Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haiti að- hyllist að einhverju marki. Hlutfallið I stríðum draumi Draumstafir Kristjáns Frímanns ÞEGAR öld Vatnsberans hóf að teygja anga sína inn í líf okkar um og upp úr miðri síðustu öld með uppreisnum gegn ríkjandi kerf- um, upprætingu hafta og hverju því sem hélt frjálsri hugsun fang- inni komu fram listamenn sem túlkuðu þessar breytingar og breyttu heiminum með gerðum sínum. Söngleikurinn Hárið frá 1968 var eitt þeirra listrænu verka sem skildi eftir sig djúp spor í vitund manna um nýja tíma, þar var fyrrnefnt frelsi lofsungið og vitnað til aldarinnar sem nú er rannin upp. Titillag verksins „Aquarius" fjallaði um komandi tíma og breytingar á hugarfari sem afstaða plánetanna myndi efla á ákveðnum tímapunkti: „When the moon is in the seventh house and Jupiter aligns with Marz, then peaee will guide the planets and love will still the stars. This is the dawning of the age of Aquarius." Þessi tímapunktur var í gær, 5. maí, þegar pláneturnar fimm; Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúruns röðuðu sér í beina línu við tungl, jörð og sól svo úr varð einskonar risastór geislasproti sem myndaði segulmagnað tog milli plánetanna og margfaldaði geislaflóð þeirra sem þaut af mikl- um móð í gegnum myrkvana sem mynduðust milli stjarnanna og magnaði kraft þeirra. Áhrifin af þessum huldu kröftum urðu sýni- leg í auknu stórstreymi sjávar- falla og kannski fundu sumir sig jarðbundnari en fyrr. En það eru hin duldu áhrif sem eru hvað merkilegust því samkvæmt útlist- unum fræðimanna munu þau efla hug mannsins margfallt og kalla fram nýja gerð hugsunar þar sem hugtakið friður og ást fær nýja og göfuga merkingu. Skilningur mannsins á sjálfum sér, umhverfi sínu, Guði og tilveru allri skerpist verulega og nýtt Ijós kviknar í vit- undinni. Hin bjarta framtíð, sem var svo óralangt í burtu með sín fögra fyrirheit, er því mætt á staðinn og nú er að sjá hvað setur. Ef þú vilt kynna þér nánar hvað gerðist getur þú slegið inn slóðina http://www.inward.com á Netinu og kannað málið en mig langar að biðja þig og alla aðra lesendur pistilsins að senda Draumstöfum drauma síðustu nætur og nátta til frekari glöggvunar. Draumur „Stínu“ Gætirðu ráðið fyrir mig draum sem ég hef reglulega? Hann snýst um æskuheimili mömmu sem var bóndabær en er nú í eyði. Þessi staður er niðri við sjó, einbýli, fjós og hlaða. Ég hef alltaf verið heill- uð af þessum stað og komið þang- að nokkrum sinnum og myndi vilja gera upp húsið fyrir sumar- bústað. En alltaf dreymir mig þennan stað. Stundum eru önnur hús þarna, stundum er einhver samkoma þarna, margt fólk. Eitt sinn lágu tveir bátar við akkeri. Nú síðast var komin sjóeldiskví þarna í óleyfi, tölva var í húsinu með e-mail til mín, en þar áður var skilinn eftir símsvari. Merkilegast þótti mér þegar mig dreymdi að þarna stæði kirkja og þegar ég sagði frá draumnum kom það upp úr dúrnum að þarna á sama stað og draumakirkjan var staðsett hafði verið bænahús reist um 1530 sem lítið er vitað um síðan. Einnig í þeim draumi ætlaði ég að labba afleggjarann upp að hliði við þjóð- veginn sem er um klukkustundar langur gangur en þá mæta frænd- ur mínir mér á hestbaki og láta mig fá hestana tvo, ljósan og dökkan, sem svo taka á stökk alla leið upp að hliði, þar fer ég af baki (var á þeim Ijósa) og hestarnir fara að fá sér hey á bás. Ráðning Nú er mikið rætt um gen og erfðafræði sem lausn á erfiðum þrautum mannsins svo sem sjúk- dómum, elli og hrörnun enda sé þar lyklana að finna að þeim og fleiri leyndardómum. Draumarnir hafa líka sinn litningabanka og lykla sem ljúka upp huldum dyr- um, ein þeirra er hurðin að gát- unni um líf eftir þetta og að fyrri lífum. I draumi þínum er lykill að sjálfri þér og þeirri staðreynd að þú hafir átt líf fyrrum í tengslum (miðaldakirkjan) við þann stað sem draumurinn snýst um. Bönd staðarins við þig virðast óvenju sterk (tölvan, e-mail og símsvar- inn) og það er eins og hann kalli á þig að taka sig að sér áður en hon- um verði breytt í eitthvað (sjókví- in) sem má ekki verða. Þá benda draumarnir á að þú sért næm persóna og eigir auðvelt með að setja þig í spor annarra og skynja líf þeirra og tilfinningar en það mun koma þér vel í því sem þú ert nú að leggja út í. Frásögn þín bendir til að í þessum sama draumi (en ólíkum eftir nóttum) farir þú sálförum um tímann, til- veru staðarins og húsinu við hafið. •Þeir lesendur sem vilja fá draunm sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimil- isfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk eða á hcimasfðu Draumalandsins http://www.dreamland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.