Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 37
hafa flúið Castro. Prestar, bæði karlar og konur, þjóna í vúdú en skipulag þeirrar prestastéttar er lauslegt. Andar og goð sem dýrkuð eru í vúdú munu flest vera afrísk að uppruna og bera það með sér, en sum þeirra hafa ver- ið samsömuð kaþólskum dýrlingum og fengið nöfn þeirra. „Dambala" heitir einn af guðum Fon-þjóðarinn- ar sem tengdur er slöngum og birt- ist stundum í slöngulíki. Hann er til- beðinn í vúdú, stundum undir þessu heiti en stundum er látið svo heita að hann og heilagur Patrekur séu einn og sami guðinn. „Ogun“, jarnsmíðaguð í trúar- brögðum Jorúba í Nígei-íu og stríðsguð í vúdú, hefur í síðamefndu trúarbrögðunum runnið saman við heilagan Jakob, einn af postulunum tólf, bróður Jóhannesar guðspjalla- manns. Það er ekki sjálfgefið, hvað skuli telja til „hluta“ sem notaðir eru við trúarathafnir, en í vúdú er trumban líklega mikilvægust. Algengt er við vúdúathafnir að trumbur séu barðar ákaflega og sungið og dansað eftir trumbuslættinum. Þannig „hitar söfnuðminn sig upp“ eins og vúdú- sinnar orða það sjálílr, en það er nauðsynlegt til þess að andi eða guð, sem ákallaður er, geti tekið sér ból- festu um stundarsakir í einhverjum sem tekur þátt í athöfninni. ooos íam .0 jmoÁaflAaiTAJ QfL LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 37 leystum steinefnum í vatni svo að sýran sem berst frá Ruhrhéraðinu í Þýskalandi hefur mikil áhrif. A Islandi er lítið um iðnað sem brennir olíu og kolum, nema í álver- unum í Straumsvík og á Gmndar- tanga og í jámblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Þessi iðjuver nota kolaskaut sem brenna upp við vinnsluna og þarf til dæmis um 400 kg af kolum á móti hverju tonni af áli sem er framleitt. Leitast hefur verið við að nota kol með litlum brennisteini í þessi iðju- ver, og er þess vegna síður hætta á súra regni. Iðjuverin era einnig staðsett þannig að ríkjandi vindátt leiðir útblástur á haf út. Hér era ekki barrskógar sem gætu skemmst af súru regni og vegna ungs aldurs jarðlaga era steinefni í þeim auðleysanleg. Stein- efnainnihald í vatni er tiltölulega hátt og á eldvirku svæðunum er það sennilega þrisvar sinnum hærra en í Suður-Noregi. A blágrýtissvæðunum, sem era elstu svæðin á Islandi, er minna af uppleystum steinefnum, og nærri því eins lítið og í S.-Noregi. Þar væri þess helst að vænta að súrt regn hefði áhrif á sýrastig vatnsins, vegna þess hve illa vatnið nær að vega upp á móti sýranni. Þvi ætti að forðast að reisa iðjuver sem brenna kolum og olíu á blágrýtissvæðum landsins, ef möguleiki er að reisa þessi iðjuver þar sem áhrifa frá þeim gætti síður. Sýrur í úrkomu hafa einnig áhrif á fléttugróður og mosa en rannsóknir á því era litlar hér á landi. Þó er ljóst að í næsta nágrenni Isals lét gróður á sjá í fyrstu, en ekki er vitað hvort það var vegna sýra í regni, flúors eða annarra efna sem berast frá verk- smiðjunni. I næsta nágrenni iðnaðar má gera gera ráð fyrir einhverri mengun, og þegar gróðurskemmdir vora athugaðar í Straumsvík, kom í ljós að þeirra gætti ekki utan eins ld- lómetra frá verksmiðjunni. Síðan þessar rannsóknir vora framkvæmdar hafa verið gerðar ráðstafanir hjá ísal sem hafa minnk- að mengun mjög mikið, og hefur magn flúors sem sleppur út minnkað um að minnsta kosti 85% síðan. Því þarf að athuga á ný hve víðfeðm áhrif verksmiðjunnar era á gróður- far. Gísli Már Gislason prófessor í líffræði við Háskóla Islands. Hver og einn andi er ákallaður með takti og dönsum sem hann einn gegnir og fómir era einnig mismun- andi eftir smekk andanna. Þegar andinn er kominn í einhvem við- staddan heitir svo að sá sé „chwal“ (hestur) andans. Þar með er söfnuð- urinn kominn í beint samband við heim anda og goða. Andinn notar líkama og rödd mannsins, sem er setinn af honum, syngur, dansar og borðar með söfnuðinum, gefur fólki ráð og ávítar það. Krossar gegna hlutverki við helgi- athafnir, einkum við dýrkun á önd- um framliðinna, sem er mikill þáttur í vúdú eins og í afrískum trúarbrögð- um. Við krossa, sem reistir era við hlið kirkjugarða eða í þeim miðjum, er hinum látnu fórnað kertum og mat. Ýmiskonar hlutir eru dýrkaðir í þeirri trú að þeir séu þrangnir krafti frá vemdaröndum einstaklinga. Al- þjóðaorðið fyrir þesskonar hluti er „fetish“ en hefur verið kallað „blæti“ á íslensku. Talsvert er um dýrafómir í vúdú. Er þá slátrað dýrum, einna helst hænsnum, geitum og kúm, handa veram annars heims til neyslu. Að sumra sögn var framan af siður í vúdú að fórna meybörnum við helgi- athafnir, en nú sé í staðinn fórnað hvítum kiðlingum. Mikið er um galdra í vúdú, meðal annars kváðu Associated Press vera að því einhver brögð að látnir séu vaktir upp til þess að veita lif- endum þjónustu („zombies"). Dagur Þorleifsson, stundakennari við Háskóla íslands. Fellur súrt regn á íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því? SVAR: Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2S04), saltpéturssýra (HN03) og lífrænum sýram. Þessar sýrar myndast við brana á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Ahrifa súrs regns gætir aðal- lega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suður-Skandinavíu, en auk þess víða í Rússlandi. Skemmdir af völdum súrs regns hafa menn fundið í barrskógum, þar sem líkur er leiddar að þvi að skóg- ardauða, til dæmis í Þýskalandi, megi rekja til sýra í regni. Sýran hefur áhrif á barrið og á sveppagróð- ur í samlífi við rætur trjánna, svepp- irnir deyja og næringarapptaka trjánna minnkar. í Suður-Skandina- víu hefur vatn súrnað svo mikið að laxfiskar hafa horfíð úr vötnum og ám á stórum svæðum, til dæmis í Suður-Noregi. Þar er lítið af upp- Teg. Jcumey / / () -J-J -V Einnig til 2ja sæta Kr. 108.150,- Sjonvarpssónnn er með innbyggðu skammeti í báðum endasætum. Sjónvarpssonnn er með niðurfellanlegu baki f miðj'u sem breytist í borð með einu handtaki Sjónvarpssófínn er fáanlegur i mörgum tegundum, áklæðum og litum. Sjónvarpssófinn er húsgagn sem þú vitt ekki vera án. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi, og er góð leið til þess að láta fara vel um sig við sjónvarpið og slappa af. Teg. Kialto Teg. Dreamtime 390,- 146.160,- Einnig til 2ja sæta kr. 128.670,- HUSOAGNAHOLUN Bildshöfða, 110 Reykjavík simi 510 8000 www.husgagnahollin.is CHGAJ8MUOJTOM MORGUNBLAÐIÐ er 80-90% samkvæmt sumum heim- ildum. Haitimenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á Haiti á síðustu ára- tugum. Sem ástæður nefna menn vaxandi útbreiðslu hvítasunnuhreyf- ingarinnar þar í landi, minnkandi vægi stórfjölskyldunnar og áhrif er- lendis frá, ekki síst með ferðamönn- um. Vúdú heldur ef til vill betur velli meðal Haitimanna utan heimalands- ins, sennilega vegna þess að þeir era þar fámennir og áhrifalitlir minni- hlutahópar og því verður átrúnaður- inn frá ættlandinu þeim hughreyst- andi uppistaða sjálfsmyndar. Fræðimenn hafa ekki allir sömu afstöðu til vúdú, einn þeirra kallar það til dæmis „djöfladýrkun" (devil- worship) en aðrir fara um trúar- brögð þessi öllu vinsamlegri orðum. Þetta mismunandi mat stafar ef til vill af því að þessi trú, ásamt með- fylgjandi trúariðkun, getur verið mjög mismunandi frá einum söfnuði til annars. Veralegur munur er til dæmis á vúdúiðkun í borg og í sveit. Drýgsti þátturinn í vúdú er frá trúarbrögðum Vestur-Afríku á svæðinu frá núverandi Ghana í vestri til landsvæðanna kringum neðsta hluta Kongófljóts í suðri. Heitið er talið vera dregið af „vodu“ sem þýðir „andi“ eða „goð“ á máli Fon-þjóðarinar sem býr þar sem nú er ríkið Benin. Einhverjir fræði- menn telja heitið þó komið frá ann- arri vestur-afrískri þjóð, Ewe, sem býr í Tógó og Ghana. Hinn afríski átrúnaður sem varð uppistaðan í vúdú barst til Haiti með afrískum þrælum sem þangað vora fluttir og blandaðist þar kaþólsku sem hefur verið opinber trúarbrögð þar í landi síðustu 500 árin eða svo. Mun vúdú hafa mótast nokkurn veg- inn á 18. öld. Samkvæmt sumum heimildum er svo að sjá sem vúdú hafi borist tilbaka til „upphafs" síns, að minnsta kosti hefur frést af því í ríkinu Benin. Lengi vel var það einkum lágstétt- arfólk á Haiti sem aðhylltist þennan átrúnað, en efri stéttir fyrirlitu hann. Á því varð breyting á fjórða áratug 20. aldar er menntamenn tóku að hylla vúdú sem þjóðartrú Haitimanna. Francois Duvalier, illræmdur ein- ræðisherra sem ríkti á Haiti 1957- 1971, studdi vúdú, bæði til mótvægis við kaþólsku kirkjuna sem hann hafði illan bifur á og sökum þess að hann taldi stuðning við vúdú líklegan til alþýðuvinsælda. Aðalástæðaþess hve mikið af aírískum átrúnaði hélt velli á Haiti er að landsmenn þar era að mestu leyti af afrískum ættum. Þess skal getið að víðar á þessum slóðum er mikið um átrúnað sem svipar meira eða minna til vúdú og er einnig afrískur í upþrana. Þetta á bæði við annars staðar í Vestur- Indíum og í Brasilíu, þar sem íbúar era að miklu eða talsverðu leyti af afrískum upprana, og ef til vill einn- ig víðar. Þekktust af þessum trúar- brögðum era líklega „Santería" á Kúbu sem hafa eflst verulega í stjómartíð Castros, kannski sum- part vegna þess að stjórnvöld hafa skeytt minna um þau en kaþólsku kirkjuna þar. Santería hefur og mik- ið fylgi í Bandaríkjunum en þangað hafa þau borist með Kúbverjum sem Vestfirðir í NANOQ Vestfjarðakynning i NANOQ 6.-14. mai. Vestfirskir ferðaþjónustuaðilar kynna Vestfirði i máli og myndum alla dagana milli kl. 14:00 og 18:00. Verið velkomin! NANOQ* Krlnglunni 4-12 • Síml S7S 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.