Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MENNTUN mHrgVjNBLAÐIÐ Tungumál - M.Paed.-nám fyrir tungumálakennara er ný námsleið við Háskóla Islands, en vaxandi erlend sam- skipti og alþjóðavæðing kallar sífellt á betri kunnáttu í erlendum tungumálum. Salvör Nordal ræddi við nokkra af forsvarsmönnum námsins. Það á að efla hæfni kennara og auka rannsóknir á sviði tungumálanáms og kennslu. Nýtt nám fyrir tungu- málakennara • Framhaldsnám í íslen^ku, dönsku og ensku við Háskóla Islands. • Námið er einkum ætlað kennurum í grunn- og framhaldsskólum. Tungumálakunnátta er lykill- inn að menntun og almennt eru gerðar æ meiri kröfur um tungumálakunnáttu á öllum sviðum þjóðlífsins,“ segir Auð- ur Hauksdóttir, lektor í dönsku, spurð um hið nýja nám, en hún hefur ásamt Guðrúnu Guðsteinsdóttur, dósent í ensku, og Sigríði Sigurjóns- dóttur, dósent í íslensku, skipulagt þessa nýju námsleið. Einnig hafa Bergljót S. Kristjánsdóttir, dósent í íslensku, Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, og Þóra Björk Hjartardóttir, dósent í íslensku fyrir erlenda stúdenta, unnið að skipulag- ningu námsins. „Náminu er ætlað að efla málakennslu í grunn- og fram- haldsskólum og er einkum ætlað dönsku-, ensku- og móðurmálskenn- urum og þeim sem kenna íslensku sem erlend mál. Þessu nýja námi er einnig ætlað að stuðla að auknum rannsóknum á sviði tungumálanáms og -kennslu. Okkur finnst brýnt að hefja þetta nám núna þegar nýjar námskrár í grunn- og framhaldsskólum hafa tekið gildi en þær hafa það markmið að auka enn frekar tungumálanám og bæta færni nemenda á þessu sviði. Eigi málanámið að ná þeim markmiðum sem að er stefnt, þurfa kennaramir að hafa góða kunnáttu á fræðasviði sínu og kunna skil á kennslufræði greinarinnar. Þá má geta þess að árið 2001 verður evrópskt ár tungumála og því þótti okkur við hæfí að hefja námið á námsárinu 2000-01.“ Mikilvægt að efla rannsóknir Eitt markmið M.Paed.-námsins er að efla rannsóknir á sviði málanáms og málakennslu. „Rannóknir á þess- um sviðum hafa stóraukist um allan heim og skilningur manna á eðli tungumála og tungumálanáms hefur aukist jafnt og þétt. Þetta á jafnt við um móðurmálið sem erlend mál. Með tilkomu nýrra miðla í kennslu er t.d. mikilvægt að meta hvaða námsefni hentar í kennslunni og hvaða þættir málsins valda nemend- um erfiðleikum. Sáralitlar rannsókn- ir hafa verið gerðar á tungumála- námi og -kennslu hér á landi, t.d. hvernig íslendingum gengur að læra dönsku og ensku, hvað þeir eiga auð- velt með og hvað vefst helst fyrir þeim. En slík vitneskja er nauðsyn- leg til að hægt sé að byggja upp markvisst nám.“ Er hugsanlegt að tungumálanám- ið sé ekki nógu markvisst hér á landi? Auður Hauksdóttir verður fyrir svörum: „Sú ríka áhersla sem hefur verið á lestur í íslenskum skólum er afar mikilvæg bæði í kennslu er- lendra mála og í móðurmálskennslu. Málfræði er mikilvæg í öllu mála- námi, en kennarar verða að geta glöggvað sig á, hvaða málfræðiatriði Morgunblaðið/Sverrir J/ . .. 1 | Mmh! . $ í P'" á / - í/é M.Paed.-nám fyrir tungumálakennara er m.a. í umsjá Auðar, Guðrúnar og Sigríðar. skipta mestu máli. Rannsóknir mín- ar á dönskukennslu gefa vísbending- ar um, að oft sé lögð einhliða áhersla á málfræði, en að skapandi þáttum málsins sé of lítill gaumur gefinn. Þá hafa rannsóknir mínar sýnt að fag- menntun dönskukennara í grunn- skólum er mjög ábótavant. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tungumál lærast fyrst og fremst með því að nemendur noti þau á eigin forsend- um. Þegar nernendur tjá hugsanir sínar leita þeir að orðum sem þeir hafa þörf fyrir og þannig verða þau meira lifandi fyrir þeim og þeir upp- lifa málið sem tæki til tjáskipta. Sem dæmi um litla áherslu á tjáningu í málakennslu má nefna að á sam- ræmdum prófum í dönsku hefur hlutur tjáningar einungis verið 20% ritun. Mat á talmáli er ekki hluti af prófinu. Samræmdu prófin eru reyndar ótæmandi rannsóknarefni um tungumálanám og kunnáttu nem- enda, því þar fer heill árgangur í próf á hverju ári og því eru þar á ferðinni gífurlega mikilvæg gögn sem ástæða væri að rannsaka nánar. Með þeirri vitneskju væri síðan hægt að bæta námið enn frekar.“ Samstarfsverkefni M.Paed-námið er samstarfsverk- efni ensku-, dönsku- og íslensku- skorar við Háskóla Islands. Námið tekur þrjú misseri, tvö misseri eru kennd í heimspekideild og eitt í fé- lagsvfsindadeild. Þeir kennarar sem lokið hafa kennsluréttindanámi þurfa einungis að taka tvö misseri. Nokkur námskeið, eins og rannsókn- ir á málanámi og málakennslu, mál- taka móðurmáls og erlendra mála, kenningar um ritun, textalestur, orðaforða og hlustun í erlendu máli verða kennd sameiginlega en önnur eru kennd innan hverrar greinar. „Auðvitað hefur hvert tungumál sína sérstöðu. Danskt talmál er til dæmis mun erfiðara fyrir íslendinga en það enska og þannig mætti áfram telja, en með vissri samnýtingu get- um við náð hagræðingu sem gerir okkur kleift að koma þessu námi á fót,“ segir Auður og bætir við að samvinna þessara greina, hafi verið mjög lærdómsrík og skemmtileg. Að sögn Guðrúnar Guðsteinsdótt- ur, dósents í ensku, hefur lengi verið rætt um það innan enskudeildarinn- ar að setja upp svona nám. „Fyrir rúmu ári vorum við Auður saman í samstarfsnefnd á vegum Háskóia Is- lands, Kennai’aháskólans og Háskól- ans á Akureyri, en nefndinni var ætl- að að skilgreina markmið í námi væntanlegra ensku- og dönskukenn- ara út frá breyttri námskrá sem nú er að taka gildi og þá sáum við að óhjákvæmilegt er að efla menntun kennara ef markmið hennar eiga að ná fram að ganga. Þetta varð því til þess að við fórum að leita leiða til þess að koma þessu námi á fót.“ Auk þeirra kennara sem komu að skipulagi M.Paed.-námsins mun Birna Arnbjörnsdóttir, doktor í mál- vísindum frá Bandaríkjunum, verða einn af aðalkennurunum, en hún hef- ur unnið að kennslu og rannsóknum í kennslufræðum tungumála síðustu tíu árin við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. „Bima hefur mikla rannsóknar- og kennslureynslu, einkum í því að kenna útlendingum ensku. Það er BRONCO fjallahjól, dömu og herra 24"-26*| BRONCO með dempara 20" 24*-26' DIAMOND Street, dömu og herra 24‘,-26' BRONCO Duo Shock 24“-26‘ Hjólin eru afhent ti GIANT fjallahjól_________________ samsett og stillt á fullkomnu reiöhjólaverkstæöi SCOH fjallahjól__________ GIANT tveggja dempara GIANT City, dömu og herra upphersla eftir VCO ItaitrHœ yiví ^ 1 -■ I N T r k N A f I O N A I. '■ ék EUROSTAR DÍAMOND Á r s á b SCOTT ál meö dempara einn mánuð Fjallahjól fyrir börn frá Ármúla 40 Sími: 553 5320 k'erslunin VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bila og margt fleira. 5% staðgreiðslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Alvöru Verð stgr. frá kr. 24.130 t'125.555 Verð stgr. frá kr. 27.455 ti! 28.405 Verð stgr. kr. 26.505 Verö stgr. kr. 29.925 DIOMOND og BRONCO Verð stgr. frá kr. 36.955
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.