Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 43 fylkingarinnar með 76,4% atkvæða *amtak og igi samleið Morgunblaðið/Arni Sæberg yni, formanni flokksins, lof í ldfa og var rinu lágu fyrir í gær. allsstaðar í samfélaginu en við hins vegar styðjum markaðshagkerfið, við styðjum einstaklingsframtak og við viljum heilbrigða samkeppni í at- vinnulífinu. Gleymum því ekki að sam- keppni í atvinnulífinu er hagsmuna- mál fyrir neytendur og við erum hreyfing neytenda. Ríkisvaldið á að taka afstöðu með neytendum í stað þess að leggja áherslu á einkavæðingu og verndaraðgerðir sem leiða til fá- keppni og jafnvel nýrrar einokunar," sagði Össur. Hann sagðist ekki vera hræddur við að samkeppnisvæða ríkisfyrirtæki eins og Landsbanka og Búnaðar- banka en sagðist hafna einkavæðingu grunnþátta í mennta- og heilbrigðis- kerfinu. „í þessu máli er skýr víglína á milli okkar og ríkisstjórnarflokkanna og við eigum, góðir félagar, að beita okk- ar kröftum þar sem munar um þá, og þarna er þeirra þörf," sagði hann. Netið notað við þjdðar- atkvæðagreiðslur I ræðu sinni lagði Össur áherslu á að Samfylkingin beitti sér fyrir því að með aðstoð Netsins yrði hægt að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur um mik- ilvæg mál og sveitarstjórnum yrði gert kleift að skjóta þýðingarmiklum ákvörðunum til almennrar atkvæða- greiðslu. Sagðist hann hafa í hyggju að nota Netið til að ráðfæra sig reglu- lega við flokksmenn. Óssur lagði mikla áherslu á eflingu menntunar og sagði að tilfærsla á fé til menntamála yrði fyrsta úrslausn- arefni ríkisstjórnar sem Samfylkingin stæði að. Skýr víglína í fiskveiði- stjdrnarmálinu Hann fjallaði einnig um auðlinda- mál og sagði: „Auðlindir í sjó og landi eru eign þjóðarinnar og fyrir nýtingu á þeim ber að greiða sanngjarna leigu til þjóðarinnar. Gjald fyrir auðlinda- nýtingu á að mínu mati meðal annars að nýta til þess að lækka tekjuskatt launafólks. Þjóðin öll á að fá sann- gjarnan hlut af afrakstri sameigin- legra auðlinda sjávar með því að veiði- heimildir verði leigðar út til langs tíma eins og við höfum lagt til. Að því gefnu er það mín skoðun að það eigi að stýra fiskveiðum með aflamarks- kerfi en ég er hins vegar algerlega andvígur núverandi gjafakvótakerfi stjórnarflokkanna. Ég er í hópi þeirra sem eru ekki gramir yfir nýföllnum dómi Hæstaréttar. Ég tel að með þessum dómi hafi Hæstiréttur í reynd vísað veginn til breytinga á fiskveiðik- erfinu og ég heiti ykkur því að við munum ekki láta stjórnarflokkana komast upp með að svæfa málið áfram í kyrrsetunefndum mörg misseri í við- bót. I þessu máli er algjör og skýr víg- lína í íslenskum stjórnmálum," sagði Össur og tóku fundarmenn undir þessi orð hans með lófataki. Umsókn um aðild að ESB dráðleg án samstöðu Össur fjallaði einnig um Evrópu- málin og sagði m.a. að Evrópusam- bandið væri að breytast og stækka og atburðarásin gæti leitt til þess að þjóðin stæði frammi fyrir því að gera upp hug sinn um aðild. „Við getum ekki gert upp hug okk- ar um aðild nema ljóst sé um hvað við vildum semja. Ég tel því að næsta skref í þessum málum sé að hefja skipulega vinnu við að skilgreina samningsmarkmið íslendinga í hugs- anlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En um þau markmið verður að ríkja meirihluta- samstaða meðal þjóðarinnar. Það er ekki ráðlegt að sækja um aðild nema slík samstaða sé fyrir hendi og nægir þar að minna á dæmi Norðmanna. Við sækjum ekki um nema við vitum ná- kvæmlega hvað við viljum og nema víðtæk samstaða ríki um samnings- markmiðin meðal þjóðarinnar," sagði Össur. Hann sagði ennfremur að kostirnir við aðild gætu reynst þyngri á metum en gallarnir, að því tilskildu að íslend- ingar einir nýttu fiskimiðin. Sagði hann eðlilegt að íslendingar færu gætilega við alþjóðlegar skuldbind- ingar. „Slík varkárni má þó ekki leiða til einangrunarhyggju," sagði hann. Viðbúnaður skv. varnarsamningi leiði ekki til skeytingarleysis Össur fjallaði einnig um önnur ut- anríkismál og sagði að á tímum nýrrar heimsskipunar og örra tæknibreyt- inga yrðu íslendingar að gæta þess að viðbúnaður hérlendis samkvæmt varnarsamningnum við Bandaríkin leiddi ekki til skeytingarleysis hjá okkur sjálfum um öryggismál. „Is- lendingar eiga að íhuga þátttöku og sjálfstætt starf í ýmsum nýjum og brýnum öryggisverkefnum, ekki síst þeim sem beinast gegn hryðjuverkum hverskonar og skemmdarverkum á hugbúnaði, við almannavarnir og björgunarstörf," sagði hann. Réttindi haldist í hendur við skyldur Undir lok ræðu sinnar lagði Össur áherslu á helstu baráttumál Samfylk- ingarinnar og sagði m.a.: „Við berj- umst fyrir sanngjörnu samfélagi jafnra tækifæra. Við viljum að ein- staklingurinn blómstri í samfélagi sem sinnir um hann. Við vttjum að réttindi haldist í hendur við skyldur. Við viljum að öflugt efnahagslíf og sanngjarnt samfélag fari saman. Við teljum að einstaklingsframtak og fé- lagshyggja eigi samleið. Við viljum gagnsæja og lýðræðislega stjórnsýslu með dreifðu valdi. Við einsetjum okk- ur að breyta íslenskum stjórnmálum með nýjum hugmyndum á grunni samhjálpar og atorku." I lok ræðunnar risu fundarmenn úr sætum og hylltu hinn nýkjörna for- mann með langvinnu lófataki. Margrét Frímannsdóttir sjálfkjörin varaformaður Stefnir í átök við kosn- ingu ritara á fundinum MARGRET Frímannsdóttir var sjálf- kjörin varaformaður Samfylkingar- innar á stofnfundinum í gær, Ágúst Einarsson prófessor var sjálfkjörinn formaður framkvæmdastjórnar og Eyjólfur Sæmundsson gjaldkeri. I dag stefnir hins vegar í átök við kosn- irigu í starf ritara en uppstillingar- nefnd leggur til að Steinunn V. Osk- arsdóttir borgarfulltrúi verði kjörin í það starf en Katrín Júlíusdóttir, vara- formaður Ungra jafnaðarmanna, býð- ur sig fram gegn henni og nýtur m.a. stuðnings Ungra jafnaðarmanna. Samkomulag um að efna ekki til mdtframboðs Um tíma leit út fyrir að fleiri flokksmenn myndu bjóða sig fram í embætti formanns framkvæmda- stjórnar og varaformanns Samfylk- ingarinnar áður en framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rann út kl. 13 í gær. Fljótlega lá þó fyrir að víðtækt samkomulag væri um að uppstilling- arnefnd myndi gera tillögu um Mar- gréti í embætti varaformanns og Agúst í formennsku framkvæmda- stjórnar án mótframboða og voru þau því sjálfkjörin í þessi embætti á fund- inum þegar nefndin kynnti tillögu sína síðdegis. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir þingmaður hugleiddi um tíma framboð til varaformennsku en ákvað svo að falla frá því eftir að fundurinn hófst. Morgunblaðið/Golli Ungir jafnaðarmenn réðu ráðum sínum á stofnfundinum í gær. Kosning í embætti ritara fer fram í upphafi fundar í dag. Steinunn Valdís, borgarfulltrúi R-listans, kemur úr Kvennalistanum, en Katrín úr Al- þýðubandalaginu og er aukinheldur varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Báðar tóku þær virkan þátt í starfi Röskvu - Samtaka félagshyggjufólks í Háskólanum. Uppstillingarnefnd gerir tillögu um Steinunni í embætti ritara, en ekki er einhugur um þá ákvörðun og síðustu dagana fyrir stofnfundinn var skv. heimildum Morgunblaðsins gert ráð fyrir að Katrín yrði á lista nefndar- innar. Innan Kvennalistans er hins vegar lögð þung áhersla á að fá full- trúa inn í forystu Samfylkingarinnar og þar er það sjónarmið ríkjandi að það sé eðlilegt þar sem Kvennalistinn sé einn þriggja flokka sem formlega standi að hinum nýja flokki. Ungir jafnaðarmenn styðja Katrínu hins vegar ákaft og segja nauðsynlegt að hafa fulltrúa yngri kynslóðarinnar í stjórn hins nýja flokks. Hið sama er að segja um marga fyrrverandi liðs- menn Alþýðubandalagsins. Því er von á spennandi kosningu í morgunsárið. Til stóð að kosningar færu fram á stofnfundinum í gær en vegna tækni- legra örðugleika í tölvukerfi við skráningu þingfulltrúa þurfti að fresta kjörinu. Miklar umræður um sjávarútvegsmál í fyrirspurnatíma Ekki sátt um neitt smáræði SJAVARUTVEGSMÁL voru fyrsta málefnið sem kom til umræðu á stofn- fundi Samfylkingarinnar eftir hádegi í gær þegar þingmenn flokksins sátu við pallborð og svöruðu spurningum úr sal. Hörður Bergmann spurði þing- mennina hvort þeir teldu unnt að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd fyr- ir næstu kosningar að horfið verði frá ókeypis úthlutun aflaheimilda. Fram kom í máli Sighvats Björgv- inssonar, sem á sæti í nefnd um endur- skoðun á stjórnkerfi fiskveiða, svo- nefndri sáttanefnd, að þar væri nákvæmlega ekkert að gerast. Svan- fríður Jónasdóttir sagði að Samfylk- ingin þyrfti að skýra betur út fyrir þjóðinni hvernig hægt væri að leysa þá stóru deilu sem uppi væri um eign- arhald og úthlutun veiðiheimilda. „Þó við séum tilbúin til samstarfs um góða hluti, þá eru þarna mjög skýrar línur og við ætlum ekki að fara að má út þessar línur. Við ætlum ekki að fara að gera sátt við stjórnarflokk- ana um eitthvert smotterí," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson. Morgunblaðið virðist hafa slegið af sínum kröfum Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, sagði að nýfallinn dómur Hæstaréttar benti beinlínis á að taka ætti upp veiðileyfagjald. „Ég held að menn ættu ekki að gleyma því sem segir í stjórnarsáttmála en þar var skotið inn lítilli aukasetningu, þar sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn urðu sammála um að það kæmi til greina að láta sjávarútveginn borga fyrir þann kostnað sem hlýst af ýmissi þjónustu við hann. Hvað felst í því? Við vitum það ekki. Líklega munu þeir, áður en kemur til næstu kosn- inga, leggja fram einhverskonar hug- myndir um veiðileyfagjald. Það verða öðruvísi hugmyndir en okkar, en eins og Guðmundur Arni sagði, þá seljum við ekki sál okkar fyrir hvað sem er. Gleymum því ekki heldur að þeir sem hafa verið að slást hvað harðast í þessu máli er Morgunblaðið. Þeir virð- ast nú hafa slegið aðeins af sínum kröfum. Nú tala þeir bara um að prinsippið þurfi að nást en þeim er í reynd sama um hvað gjaldið yerður hátt. Það er okkur ekki," sagði Össur. Morgunblaðið/Golli Glenda Jackson, þingmaður Verkamannaflokksins f Bretlandi, og Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi og frambjóðandi til formanns, í djúpum samræð- um á stofnfundi Samfylkingarinnar í Borgarleikhúsinu í gær. Gísli Einarsson sagði andstæðinga flokksins á Alþingi smám saman vera að viðurkenna að sanngirni fælist í til- lögum Samfylkingarinnar. „Þetta mun vinnast á tveimur þingum þannig að það verður sjáanleg breyting í þá átt sem við erum að fara. Eftir þessi tvö þing koma kosningar og þá kom- um við okkar málum í gegn," sagði hann. Eyjabakkamálið skaðaði Samfylkinguna Talsverðar umræður urðu einnig um umhverfismál á fundinum en Jak- ob Frímann Magnússon beindi þeirri spurningu til þingmannanna hvernig þeir teldu Samfylkinguna hafa komið út úr umdeildu virkjanamáli á Austur- landi þar sem þingmenn hennar væru sakaðir um að hafa ekki verið nægi- lega samstiga. Þingmennirnir voru ekki á einu máli í svörum sínum við þessari spurningu. Einar Már Sigurðarson sagðist telja að það hefði verið styrkur Samfylking- arinnar í þessu máli að þingmenn hennar voru ekki sömu skoðunar í þessu máli. „Það voru kannski fjárfestar sem björguðu okkur frá þessu máli. Það er einfaldlega komin upp ný staða í virkj- ana- og álversmálum á Islandi," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir. Rannveig Guðmundsdóttir þing- flokksformaður var ekki sammála Jakob um að Samfylkingin hefði verið í vanda í virkjunarmálinu. „Samfylk- ingin er ekki á móti virkjunum en Samfylkingin vill vönduð vinnubrögð og við stóðum saman um það sem skiptir máli, nefnilega að vilja um- hverfismat. Það stóðum við saman um. Það var svo þegar kom að síðari af- greiðslum sem þingflokkurinn skipt- ist,"sagði hún. „Ég held að þetta hafi skaðað okkur en það varð miklu minni skaði heldur en efni stóðu til," sagði Össur Skarp- héðinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.