Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Leikur eða stríð? Ruddalegur talsmáti á vellinum, óíþróttamannslegframkoma og jafnvel lögbrot utan vallar eru áhyggjuefni margra þeirra sem fylgjast með banda- rískum keþpnisíþróttum. 7 Eftir Hönnu Katrínu Frið- riksen AVELLINUM eru fyrirmyndir barna og unglinga en því fer oft fjarri að hegð- un átrúnaðargoð- anna sé til fyrirmyndar. En það sem er eiginlega verra er að sú staðreynd virðist ekki hafa nei- kvæð áhrif á ímynd eða feril þess- ara fyrirmynda. Körfuboltakapp- inn Latrell Sprewell réðst á þjálfarann sinn árið 1997 og greip hann kverkataki en núna birtist hann í sjónvarpsauglýsingum fyr- ir íþróttaskó þar sem hann lýsir því yfir að hann sé ameríski draumurinn holdi klæddur. Starfsbróðir hans, Dennis Rod- man, er alræmdur fyrir uppátæki sín. Þegar stjarna hans reis sem UIMIADE hæst sparkaði ” wnunr hann m.a. í kvikmynda- tökumann og skallaði dóm- ara en það kom ekki í veg fyrir að börn og unglingar í Chicago lituðu hárið á sér rautt til að líkjast átrúnaðar- goðinu sem mest. Hornabolta- hetjan John Rocker lét dæluna ganga í viðtali þar sem hann lýsti hatri sínu á nær öllum minnihluta- hópum sem nöfnum tjáir að nefna, en hann er mættur aftur til leiks með dónalegar bendingar og merki til áhorfenda. Sumir leikmanna virðast leggja sig fram um hegðun af þessu tagi til að vekja á sér athygli og kom- ast örugglega á sjónvarpsskjáinn. Þeir hæðast að andstæðingum sínum með svipbrigðum og bend- ingum, draga fingur þvert yfir hálsinn á sér til að koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir ætli að kála þeim sem standa í vegi fyrir þeim, stilla sér upp fyrir framan myndavélamar og látast brjóta eitthvað í tvennt sem mun þýða að þeir ætli sér að mölva hvert bein í andstæðingunum og svo mætti lengi telja. Það er sem betur fer óhætt að fullyrða að svona framkoma yrði ekki látin óátalin á Islandi en í Vesturheimi er viðurlögum sjald- an beitt og svo vægilega að þau eru eiginlega mest til málamynda. Sektir sem þessir „heiðursmenn“ eru skikkaðir til að greiða eru að- eins smábrot af tekjum þeirra og lengra keppnisbann er fátíðara en uppákomumar gefa tilefni til. En það er ekki þar með sagt að Bandaríkjamönnum standi al- mennt á sama um þessa þróun. I nýjasta hefti bandaríska tíma- ritsins George er m.a. fjallað um vaxandi áhyggjur þjálfara ungl- ingaliða af þeim áhrifum sem óíþróttamannsleg framkoma stjamanna hefur á óharðnaða unglingana. Krakkarnir blóta og ragna, láta ruddaleg frýjunarorð- in dynja á andstæðingum sínum og hika ekki við að beita ofbeldi á vellinum. Sálfræðingur, sem tím- aritið ræðir við, segir að umrædd hegðun stórstjarnanna veiki smám saman tilfinningu allra fyr- ir kurteisi og prúðmannlegri framkomu. Ein afleiðingin sé sú að ungir íþróttamenn telji sig á einhvem hátt meiri ef þeim tekst að gera lítið úr andstæðingunum, hvemig sem leikurinn fer. Undir þetta tekur þjálfari nokkur og segir ekki við öðm að búast því fjölmiðlar hampi mdda- legum stórstjörnum og sjónvarpið margsýni atvik,þar sem átrúnað- argoðin berji á andstæðingum, dómuram eða áhorfendum. Böm og unglingar haldi að svona eigi íþróttiraar að vera, þær séu stríð en ekki leikur. Orðfærið, sem not- að sé í íþróttafréttum, ýti frekar undir þetta en hitt. Það versta sé að margir foreldrar séu þessu samþykkir. Sumir hafi jafnvel sagt honum að hætta að leggja svona mikla áherslu á góða hegð- un liðsins, hans hlutverk sé að trvggja sigur. I Flórída var slæm hegðun jafnt ungra íþróttamanna sem foreldra þeirra orðin vemlegt áhyggjuefni. Ungur fótboltakappi skallaði dómara svo hraustlega að loka þurfti skurði á höfði hans með átta spomm, faðir í Palm Beach var handtekinn eftir að hann ógnaði þjálfara 11 og 12 ára bama með kylfu og beindi að hon- um byssu og homaboltaleikur tveggja liða, sem vora skipuð 7 og 8 ára bömum, leystist upp eftir að þjálfumm og foreldram laust saman. Sum atvik era enn al- varlegri, til dæmis réðist 15 ára ís- hokkfleikmaður svo harkalega að marksæknum andstæðingi sínum eftir að leiktíma lauk að hann lam- aðist fyrir neðan bringu. „Þetta ætti að halda honum í skefjum," vora orðin sem þokkapilturinn lét hafa eftir sér eftir árásina. í öðram ríkjum er ástandið litlu skárra. Bæði í Ohio og Maryland hefur verið gripið til þess ráðs að halda svokallaða „þögla“ leiki þar sem þjálfarar, leikmenn og áhorf- endur verða að láta allar upp- hrópanir eiga sig. Sums staðar keppa yngstu liðin án áhorfenda vegna slæmrar reynslu af æstum foreldram. í bæ einum í Flórída var gripið til þess ráðs að skikka foreldra allra barna, sem tóku þátt í íþróttastarfi, til að sækja nám- skeið um íþróttamannslega hegð- un. Á námskeiðinu fræða barna- sálfræðingar og þjálfarar foreldrana um hvemig best sé að hegða sér. Námskeiðinu lýkur með því að foreldramir undirrita eiðstaf þar sem þeir heita því að láta tilfinningalega og líkamlega velferð bama sinna ganga fyrir eigin löngun í sigur. Skipuleggj- endur námskeiðsins segja þennan undirbúning nauðsynlegan þvi foreldrar láti oft blindast af hugs- anlegum möguleikum bamanna til að ná frægð, frama og auð- æfum með framgöngu á íþrótta- vellinum og börnin telji sjálfsagt að bregðast við harðri samkeppn- inni með framkomu sem „sæmir“ atvinnuíþróttamönnum. Jákvæð uppeldisleg áhrif íþrótta era ótvíræð. Þeim stendur hins vegar alvarleg ógn af þessari uggvænlegu þróun sem fyrst og fremst á rætur að rekja til þess að of margir virðast ekki lengur gera greinarmun á heilbrigðri keppni annars vegar og ofbeldi hins veg- ar. Með fullri virðingu fyrir sál- fræðingum, er hægt að ímynda sér nokkuð aumara en að þurfa að fá aðstoð þeirra til þess að ráða við að styðja barnið sitt á upp- byggilegan hátt við íþróttaiðkun? tlngibjörg Jóns- dóttir fæddist að Efri-Holtum í V- EyjafjöIIum 21. mars 1908. Hún lést á hjúkrunardeild Lundar á Hellu hinn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Páls- son frá Fit í V-Eyja- fjöllum, f. 6. maí 1872, d. 2. feb. 1930, og Þorbjörg Bjarna- dóttir frá Gíslakoti í A-Eyjafjöll- um, f. 12. júní 1877, d. 26. des. 1965. Þau hófu búskap á Efri- Holtum en fluttu síðar að Ásólfs- skála í sömu sveit. Ingibjörg var sjöunda í röð þrettán barna þeirra hjóna. Þau eru: Margrét, f. 3.6. 1897 (látin), maki Sigurður Guð- jónsson (látinn); Guðbjörg, f. 7.8. 1901 (látin), maki Sigurður Guð- jónsson (látinn); Sigurður, f. 10.9. 1902 (látinn), maki Guðrún Ólafs- dóttir (látin); Páll, f. 9.11. 1903 (látinn), maki Sólveig Pétursdótt- ir; Þórarinn, f. 5.5. 1905, maki Sigrún Ágústsdóttir; Jón, f. 14.8. 1906; Sigurbjörg, f. 24.5. 1910 (látin), maki Sigurjón Guðjónsson (látinn); Einar, f. 15.10. 1912 (lát- inn); Einar, f. 26.10.1914, (látinn), maki Ásta Steingrímsdóttir (lát- in); Sigurlaug, f. 10.6. 1916, maki Guðjón Pétursson (látinn); Ólafur Jónsson, f. 10.1. 1918 (látinn), maki Jóna Bjömsdóttir; Kristín, f. 13.9.1920 (látin). Hinn 5. janúar 1935 giftist Ingi- björg Hróbjarti Péturssyni frá Lambafelli, f. 20.6. 1907, d. 10. Móðir, nú ég minnast vil á þig móðir, sem í heiminn færðir mig, móðir, ég vil yrkja um þig Ijóð alla tíð þú varst svo blíð og góð. Móðir, hvað er meira, en brosið þitt en megnar ætíð lækna hjartað mitt móðir, hvað er meira, en öll þín tár megi Drottinn græða öll þín sár. Móðir bh'ð, hve bjart er kringum þig blessuð sértu, er örmum vafðir mig. Móðir, hafðu mesta frá mér þökk, meira ei getur túlkað önd mín klökk. (Höf.ók.) Fallegt Ijóð, sem segir næstum allt sem segja þarf um móður okkar syst- kinanna frá Lambafelli. Til hennar gátum við leitað með öll okkar vanda- mál og úr þeim var leyst bæði fljótt og vel. Hún lærði það í bemsku, sem flestir fengu að kynnast á hennar al- dri að mikil vinnusemi, samfara dugn- aði og áræði væri allt sem þyrfti til að komast áfram í þessu lífi. Þannig munum við hana sívinnandi frá morgni til kvölds. Þegar faðir okkar var rúmfastur, svo mánuðum skipti, hefur eflaust reynt mikið á mömmu, bæði utan dyra sem innan en aldrei var kvartað, frekar bætt á sig verkefnum. Þau tóku að sér fósturböm svo og bama- böm sem ólust upp hjá þeim fram að unglingsárum. Ekki er nokkur vafi á því að henni þótti ekki síður vænt um þau en sín eigin. Minntist hún oft á bróðurson sinn, Sigfús, er kom á heimili okkar bam að aldri og dvaldist til fullorðins- ára hjá okkur, enda reyndist hann þeim sem besti sonur. Er árin færð- ust yfir og heilsan fór að bila, þá drýgðu þau tekjumar með því að taka að sér sumarböm og era þau ófá, sem dvalið hafa á LambafelU um lengri eða skemmri tíma. Mamma var grallari, ætíð stutt í prakkaraskapinn, sögur af unglings- árum á Skála lýstu henni hvað best. Einu sinni á grímudansleik í Skarðs- hlíð dansaði karlmaður þar allt kvöld- ið án þess að nokkur bæri kennsl á hann. Þegar grímumar vora teknar niður um miðnóttina ætluðu viðstadd- ir ekki að trúa því að þar færi hús- móðirin á Lambafelli. Hún var sérstök, vann eins og þræll, gat skemmt sér og tekið þátt í félagslífi hvenær sem var. Mamma var dýravinur og vora feb. 1992. Foreldrar hans voru Pétur Hróbjartsson og Steinunn Jónsdóttir á Lambafelli. Börn Ingibjargar og Hróbjartar eru: 1) Kristín, f. 18.6. 1935; maki Sveinn Jónsson (látinn). Þau eiga sjö börn, tólf barnabörn og eitt barnabama- barn. 2) Guðsteinn Pétur, f. 26.6. 1937, maki Árný Magnea Hilmarsdóttir (látin). Þau eiga tvö börn og þijú barnabörn. 3) Þór, f. 27.11. 1940, maki Ingveldur Sigurðardóttir. Þau eiga eitt barn. 4) Einar Jón, f. 6.3.1942; maki Ólafía Oddsdóttir. Þau eiga þrjú börn og sjö bama- börn. 5) Unnur, f. 22.11. 1946, maki Helgi Haraldsson. Þau eiga átta börn og tólf barnaböm. 6) ðl- afur, f. 15.1. 1949, maki Kristín Guðrún Geirsdóttir. Þau eiga fjögur böra og eitt bamabarn. Skólaganga Ingibjargar var hefðbundið barnaskólanám. Bú- störfum sinnti hún fram yfir tvít- ugsaldur á heimili foreldra sinna á Ásólfsskála. Hún hóf búskap í Vestmannaeyjum ásamt eigin- manni sínum um 1935 og bjuggu þau þar til ársins 1940 er þau fluttu að Lambafelli í A-Eyjafj. og tóku við búi foreldra Hróbjartar. Ingibjörg tók þátt í félagslífl sveitarinnar og starfaði m.a. í Kvenfélaginu Fjallkonunni. _ Útför Ingibjargar fer fram frá Ásólfsskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hestamir í sérstöku uppáhaldi hjá henni, og ekki spillti það fyrir að þeir vora skjóttir, það var liturinn frá Skála. Langbesti gæðingurinn sem hún átti var einmitt rauðskjóttur og nefndi hún hann Skjöld. Vann hann oft til verðlauna fyrir frábært tölt og mikill vilja og vora verðlaunaskeif- urnar ætíð hafðar uppi á vegg. Hún minntist oft á æskustöðvamar á Ásólfsskála, og það var hennar hinsta ósk að hvfla heima, þegar þessu jarðneska lífi lyki. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Þinn sonur _ Ólafur Hróbjartsson. Ingibjörg Jónsdóttir fóðursystir mín er gengin yfir móðuna miklu. Margs er að minnast er ég hugsa til baka, til daga minna á Lambafelli, þar sem hún bjó ásamt bónda sínum Hró- bjarti Péturssyni. Þau hjónin vora afar samhent, vora bæði dugnaðarfólk sem bjó lengst af við þröngan kost eins og algengt var á þeim tímum. Hróbjartur var völ- undur á tré og jám og allt lék í hönd- um frænku minnar. Bamahópurinn var stór en samt létu þau sig ekki muna um að taka böm í sveit eins og kallað var. Ég nam margt af þeim hjónum, lærði að þekkja allskonar gróður og fugla og ekki síst að vinna ærlega á hendurnar, því ekki vora neinar vélar fyrst er ég kom að Lambafelli. Ingibjörg var trúuð kona og hafði hina helgu bók ætíð hjá sér við hjón- arúmið, las daglega og vitnaði oft í Frelsarann. Hún vandi mig á kirkju- rækni og vora þær ófáar messumar sem við sóttum saman að Eyvindar- hólum en þá var sr. Sigurður Einars- son í Holti sóknarprestur Eyfellinga. Ég lærði gömlu sálmalögin og sálm- ana varð auðvitað að læra utanað svo allt gengi sem best. Við fóram saman í berjamó austur í svokallaða Hálsa og tínt var í stóra mjólkurbrúsa og gerði Ingibjörg Ijúf- fenga saft af berjunum. Allt var farið á hestum og þótti hin besta skemmt- an. Síðan kom dráttarvélin og þá var drengurinn auðvitað látinn keyra, sækja vatn, fara með mjólk á pallinn og gera margt sem þurfti. Glaðværð var mikil á heimilinu og oft hlegið dátt og innilega að ýmsu sem á dagana dreif. Kæra frænka, ég þakka þér fyrir kærleika þinn og fómfysi í minn garð, boðun orðsins, fyrir öll handaverkin sem þú gerðir fyrir mig með þínum vinnulúnu höndum og aldrei féll verk úr hendi, iðni og samviskusemi í há- vegum höfð alla tíð. Þú lést aðra ganga fyrir en hugsað- ir minna um sjálfa þig. Þetta á auð- vitað einnig við um Hróbjart. Ég votta systkinunum frá Lamba- felli samúð mína með þökk fyrir allt og allt. Sigfús Ólafsson. Elsku amma Ingibjörg. Nú hefur þú fengið hvfldina sem þú þráðir. Eft- ir sit ég með söknuð í hjarta, en ég sit ekki bara með söknuð í hjarta heldur dásamlegar og hlýjar minningar um bestu langömmu í heimi. Ég man þeg- ar ég kom til ykkar afa um helgar þegar ég bjó úti í Eyjum og alltaf var spennan jafnmikil að fá að koma í sveitina til ykkar. Ég man þegar við fengum okkur alltaf göngutúr niður að læknum og alltaf fékk hundurinn ykkar afa, hann Lappi, að koma með okkur. Ég man þegar ég var hjá ykk- ur og við voram að fara að sofa, þá fékk ég alltaf að sofa milli þín og afa. En fyrst léstu mig fara með bænimar sem þú kenndir mér. Svo kom vetur- inn ’92, þá fékk afi hvíldina og ég man hvað þú misstir stóran hluta af sjálfri þér. í jarðarfórinni hans afa sat ég hjá þér og hélt í höndina þína og strauk þér, mér fannst erfitt að sjá tárin streyma niður kinnamar á þér. Eftir útförina vora allir að hrósa mér fyrir að vera svona góð við þig, enda var ég ekki nema sjö ára. Þá kemur að dval- arheimilinu Lundi sem þú dvaldir á í átta ár. Ég kom alltaf til þín eins oft og ég gat, enda ömmustelpa. Öllum fannst ótrúlegt hvað þú þekktir mig alltaf, því minnið var ekki gott síðustu árin hjá þér. En mér fannst alltaf jafn gott að koma til þín þrátt fyrir það. Ég man árið ’97 þegar ég kom til þín og þú varst að fara að leggja þig og ég skreið upp í rúm til þín og sofnaði. Ég vaknaði þegar tvær starfskonur vora að taka mynd af okkur því þeim fannst svo sætt að ég skyldi sofna uppi í rúmi hjá þér. En nú sit ég hér og er að horfa á myndina sem þær gáfu mér af okkur. Nú er víst komið að kveðjustundinni og ég vil þakka þér fyrir alla þá ást sem þú sýndir mér og allt sem þú kenndir mér. Einnig vil ég þakka starfsfólki dvalar- heimilisins Lundar fyrir góða umönn- un og hjúkrun á ömmu minni. Mig langar að birta bæn sem er mér efst í huga þegar ég hugsa um ömmu því hún kenndi mér hana: Ó Jesúbróðirbesti ogbamavinurmesti æ breið þú blessun þína ábamæskunamína. Elsku amma, þú munt alltaf eiga pláss í hjarta mínu. Sofðu vært amma Ingibjörg. Þín langömmustelpa Harpa Steinarsdóttir. í dag er til moldar borin Ingibjörg Jónsdóttir frá Lambafelli. Þegar ég minnist hennar er mér efst í huga um- hyggja hennar fyrir íjölskyldu sinni. Hún gladdist yfir hverjum nýjum fjöl- skyldumeðlim og fylgdist vel með aldri og þroska hvers og eins. Oft byrjaði hún daginn með því að segja mér: „í dag á hann Nonni minn af- mæli“, eða einhver annar sem til- heyrði hennar stóra hópi. Hún átti hlýju og væntumþykju handa þeim öllum. Fyrir u.þ.b. 16 árum missti ég föð- ur minn snögglega og þá naut ég hlýju og stuðnings frá þeim hjónum Ingibjörgu og Hróbjarti, sem var mér mikils virði. Vil ég þakka fyrir það og allt sem þú gafst mér, Steinari og börnum okkar. Ég minnist þín með hlýju. Hvíl þú í friði. Þuríður Sigurðardóttir. r Blómabú3ib ^ £aOlvSsU0W\ * v/ T'ossvogsUipUjugapð a Símh 554 0500 INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.