Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________LAlIGARDAGTiR 6.' MAÍ 2000 51 MINNINGAR fyrir tiltækið. En út að Skelli fórum við. Leitin bar hins vegar lítinn ár- angur og ekki fannst það sem leitað var að. Það var liðinn hálfur fjórði ára- tugur frá því að ég sigldi með Denna síðast á trillu. Ég minnist þess að þá hafði ég áhyggjur af því hvernig ég kæmist um borð, því að lágsjávað var. Denni leysti hins vegar vanda minn með styrkum höndum sínum enda var hann vanur að liðsinna börnunum í kringum sig og munaði lítið um að taka einn strákpolla og koma honum ofan í bát. I fyrrasum- ar kveið ég hins vegar engu. Trillan Hannes lóðs lá við flotbryggju og auðvelt var uppgöngu. En Denni hafði gætur á öllu, sagði mér að taka í stýrishúsið á bátnum og koma mér þannig um borð; hann vissi frá fyrri tíð að handfestan er það sem öllu skiptir þegar menn sjá fótum sínum ekki forráð. Ég minnist ennþá hand- taksins, þegar hann tók í vinstri hönd mína um leið og ég fór um borð, þessa styrka handtaks sem ég þekkti frá því að ég var barn. Mér varð hugsað til þess að hann hefði engu gleymt og til allrar hamingju þyrfti nú ekki að klifra, enda þyngd mín öllu meiri en fyrir hálfum fjórða áratug. Við bræður áttum sérstæða stund út við Skelli og skeggræddi Denni um það hvað hugsanlega hefði gerst þennan dag, 7. janúar 1950, þegar náttúruöflin fóru hamförum svo að enginn gleymir því sem þá at- burði lifði. Nú var ísinn brotinn. Denni reyndist fus að miðla okkur af fróð- leik sínum um skipið og ýmislegt sem það snerti. Á slysið minntumst við hins vegar lítið. En írásagnir hans og ýmsar heimildir sem kann- aðar voru gáfu glögga mynd af ferli þessa farsæla og glæsta skips og því sem gerðist þennan sorgardag fyrir 50 árum. Atburðir síðasta árs náðu há- marki hin 3. desember 1999 þegar opnuð var í Vestmannaeyjum sýn- ingin á skipslíkönum og myndum úr lífi Helga Benediktssonar og kvik- myndum sem snertu atburði í Vest- mannaeyjum á fyrri hluta þessarar aldar. Engan grunaði þá að það yrði í síðasta sinn sem við systkinin hitt- umst öll saman ásamt móður okkar, Guðrúnu Stefánsdóttur, sem við- stödd var þessa hátíð. Dauðanum hefur stundum verið líkt við manninn með ljáinn. Það má einnig líkja honum við Ægi konung sem gefur engum grið sem hann vill hreppa. Dauðastríð þessa elsta bróð- ur míns var skammvinnt og hart. Dauðinn gerði að honum harðar at- rennur eins og Ægir konungur lék Helga forðum við Faxasker. Hann varð þunghöggur og umskiptin urðu því sneggri en flestir hugðu. Sigling hans var löng og farsæl. Hann átti því láni að fagna að eign- ast góða konu, tvær dætur, tengda- syni og barnabörn sem einnig hafa eignast börn. Þessi duli maður unni börnunum um alla hluti fram og þau nutu traustrar mundar afa síns og langafa. Mér fylgir hinsvegar minn- ingin um hreinskiptinn bróður og þessa styrku mund. Arnþór Helgason. í dag verður til moldar borinn frá Landakirkju Stefán Helgason, sem lést í Reykjavík 30. apríl sl. eftir stutta legu. Mig langar með nokkrum orðum að minnast þessa vinar míns, Stef- áns, og systursonar konu minnar, en hann var almennt nefndur Denni af ættingjum ogvinum. Æska Denna og uppeldi, eins og margra annarra ungra manna hér í Vestmanneyjum, beindist að sjón- um. Snemma öðlaðist hann vél- stjórnar- og skipstjóraréttindi. Hann fór því ungur að starfa við fyr- irtæki föður síns sem rak hér um- fangsmikla útgerð, fiskverkun og verslun. Faðir hans lét smíða, bæði hér í Eyjum og í Svíþjóð, marga fiskibáta. Það kom að því í hlut Denna sem var mjög fær vélstjóri og laghentur að fylgjast með og hafa eftirlit með smíði bátanna í Svíþjóð. Hann var einnig oft í áhöfn þessara báta þegar þeim var siglt heim að smíði lokinni. Þegar útgerð föður hans lagðist af fór hann að starfa sem ökukennari. Fyrsti nemandi hans var Minna, móðursystir hans. Hann er því búinn að kenna mörgum bæjarbúum hér að aka bifreið. Denni lagði metnað sinn í að æfa nemendur sína það vel undir ökup- rófið að þeir stæðust það með sóma. Denni starfaði einnig mörg ár sem verkstjóri í Kertaverksmiðjunni. í eldgosinu 1973 dvaldi hann hér í Eyjum allan tímann og starfaði með slökkviliði Vestmannaeyja við að bjarga húsum og verðmætum undan hrauni og eimyrju gossins. Við Denni áttum saman trillubát. Hann talaði oft um hve mikla ánægju hann hafði af að skreppa á sjó og þá helst á vorin. Við fórum oft fyrri part morguns þegar sólin var að rísa handan jökulsins. AJlt um- hverfið var logagyllt og spegilsléttur sjór. Þá kom upp í hugann ljóðið „Heima“ sem Ási í Bæ orti: Hún rís úr sumarsænum, í silkimjúkum blænum með Qöllífeldigrænum mín fagra Heimaey. Það var oft skemmtilegt hjá okkur „trillukörlum" eftir að hafa rennt færi, að leggjast undir iðandi fugla- bjarg, hlusta á gargið og kvakið í fuglunum, næra sig á heitri kjötsúpu sem Sirrý sendi með okkur á sjóinn. Það má segja að það hafi verið orðin föst venja hjá okkur Denna að hitt- ast á laugardagsmorgnum þegar tími gafst til, fá okkur bíltúr á bryggjurnar og út á Eyju og koma svo heim til Sirrýjar þar sem okkar beið góð máltíð. Á kveðjustund minnumst við fjöl- skylda mín Denna og þökkum marg- ar ógleymanlegar og ánægjulegar samverustundir. Þá verður okkur ljóst hve mikið ber að þakka fyrir áralanga vináttu þeirra hjóna. Að lokum viljum við Minna og börnin okkar votta Sirrý, dætrum, tengdasonum og aldraðri móður innilega samúð svo og systkinum, barnabömum og öðrum ættingjum. Jóhannes Tómasson. Þegar ég var tæpra sex ára var það mín heitasta ósk að eignast lítið systkin þar sem ég var yngsta barn foreldra minna. Það má segja að sú ósk hafi ræst þegar systir mín eign- aðist lítinn dreng hinn 15. maí árið 1929. Hann varð strax augasteinn- inn okkar allra í Skuld. Hann fékk nafnið hans Stefáns afa síns og ekki varð það til að minnka ást okkar á honum. Hann var sólargeisli á heim- ilinu, því pabbi hans var ólatur að bera hann í fanginu heim að Skuld og lofa okkur að hafa hann á daginn. Það endaði með því að Denni ílentist í Skuld hjá afa sínum og ömmu til fermingaraldurs. Þá byggðu þau Guðrún og Helgi stórt og rúmgott hús og gerðu ráð fyrir að Denni flyttist heim í for- eldrahús, sem og varð. Ekki slitnuðu vináttuböndin því við Denni og fjöl- skyldur okkar hafa alla tíð tengst sterkum böndum. Mig langar að þakka honum þann bróðurkærleika sem hann sýndi mér alla tíð. Elsku Denni minn, þakka þér fyrir alla þína hjálp og vináttu gegnum lífið. Ég veit við munum hittast aftur. Innilegar kveðjur til elsku Sirrýj- ar, dætra og allrar fjölskyldunnar. Megi almættið styrkja ykkur og okkur öll á þessum erfiðu tímum. Guðfinna Stefánsdóttir (Minna). Stefán Helgason í Vestmannaeyj- um, áður Denni í Skuld, hefur mætt sínu skapadægri miklu fyrr en efni gátu talist til, okkur og svo mörgum öðrum til sárs saknaðar. Hann tengdist okkur með eftirminnilegu og höfðinglegu brúðkaupi bama okkar í Eyjum fyrir tæpum þremur áratugum, þar sem gestir frá megin- landinu voru hýstir, svo margir og svo lengi sem við þurfti. ítrekaða og ómælda gestrisni reyndum við af þeim Sigriði og fjölskyldum þeirra, með upplifun þjóðhátíðar, siglingu út um sund og eyjar og öku- og gönguferðum um hvern krók og kima kærrar Heimaeyjar. Fyrir gamlan Eyjapeyja var þetta ómet- anleg endurlifun á bernskri lífs- reynslu, frá þeim fersku ámm, er vitundin var að vakna til skynjunar og skilnings á fegurð og um leið harðneskju lífs og náttúm. Sameign þriggja bamabarna og síðar tveggja langforeldrabama mynduðu líftaug- ar, sem ekki rakna. Okkur sortnaði fyrir augum, þeg- ar Heimaey huldist gosmekki, ösku og hrauni, en fyrir harðfylgi Denna í eina slökkviliði heims, sem hefur reynt að slökkva í eldfjalli, vakti hann upp byggðina og kom sinni kvenþjóð með fyrsta flugi til lands, og þar með fyrsta barnabarni okkar, tveggja mánaða þokkadís. Síðan barðist hann áfram í mekkinum og varð stundum að telja sig fram um göturnar og beygja í blindni, enda kunni ökukennarinn hvert skref ut- an að allt frá blautu barnsbeini. Hann og félagar unnu þar írægan sigur, en hver veit nema hann hafi til lengdar hlotið æviskaða og áratjón af eldsins eiturbrasi. Til samanburð- ar finnst manni vega létt að hafa átt hlut að gerð áætlana um endurreisn á pappír. Hjarta Denna sló ætíð í Eyjum, svo hann velktist aldrei í vafa um að snúa aftur. Hann var sjófróður um mannlíf, atvinnuhætti og hag Eyja- búa og hélt hart og fast á málstað þeirra og sjávarútvegsins, og gat sennilega hugsað sér að innlima Is- land í Eyjarnar! Var því í senn eggj- andi - ef ekki ögrandi - og skemmti- legt að eiga við hann orðastað, og þó rétt að fara með gát, því að með hlýju geði bjó hann yfir heitu skapi. Með Denna er farinn síðasti mót- afinn niðja okkar. Fer að gjörast einsamt, því fleiri nánustu af sömu kynslóð sem bíða manns handan móðunnar. Meiri er þó missir eigin- konu og hans nánustu fjölskyldu og þar með nafna, sem Eyjalífi unir, eins og forðum á sama aldri sá afi, sem hér talar. Þeim eru öllum send- ar innilegar samúðarkveðjur ofan frá meginlandi. Rósa og Bjarni Bragi. Því lengra sem líður á ævina gerir maður sé betur grein fyrir gildi góðra minninga. Að safna slíkum sjóði er meira virði en nokkur ver- aldlegur auður. Verðgildi þeirra er ekki háð dags- veiflum heldur fer vísitalan sífellt hækkandi. Með tíð og tíma gerir maður sér einnig betur grein fyrir mikilvægi þeirra sem áttu þátt í því að búa þær til. Denni frændi á dýrmætan hluta af æskuminningum okkar. Að alast upp í Eyjum eru forréttindi. Æskan er viðburðarík þar sem sjórinn, út- eyjarnar og björgin spila mikilvægt hlutverk. Pabbi og Denni hafa frá því við munum eftir okkur verið fé- lagar í trilluútgerð í frítíma sínum. Ósjaldan fengum við krakkamir að fljóta með í veiðitúra, út í einhverja eyna að sækja fugl eða í skottúra út á vík. Upp úr standa þó sölvaferðir fjölskyldna okkar sem voru næstum áriegir viðburðir. Þetta voru ærsla- fullar og skemmtilegar ferðir þar sem sölvatínslan var í raun aukaat- riði. Við minnumst atburða sem áttu fastan sess í tilveru fjölskyldna okk- ar. Bíltúrar í gamla bláa jeppanum hans Denna. Samvera á gamlárs- kvöld. Þorraveisla á þrettándanum. Kjötsúpan sem Denni sendi í Dalinn á Þjóðhátíð. Bflprófin sem Denni gaf okkur systkinunum. Denni á harða- hlaupum til að sinna útkalli slökkvi- liðsins. Denni að atast í krökkunum með góðlátlegri stríðni þar sem hann lét þau reyna á sig, stæía vöðvana og æfa jafnvægið. Denni og Sirrý, heimilið þeirra, vinátta, gestrisni og höfðingsskapur sem þau sýndu ávallt. Allt þetta hluti af órjúfanlegri heild sem gerði bernskuna svo góða. Eftir að við kvöddum æskuárin, er ekki erfitt að sjá af hverju Denni skipar svo mikilvægan sess í okkar huga því með fullorðinsaugum sáum við sömu bamgæsku og gleði og hann sýndi okkur hér áður, beinast að börnum okkar. Fyrir þetta þökkum við um leið og við sendum ástvinum Denna innileg- ar samúðarkveðjur. Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Iðunn Dísa og Ingunn Lísa Jóhannesarbörn. S TEINGRÍMUR STEFÁN THOMAS SIGURÐSSON < + Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson fæddist á Akureyri 29. aprfl 1925. Hann varð bráðkvaddur í Bol- ungarvík 21. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju 29. aprfl. Hann Steingrímur St. Th. Sigurðsson list- málari og rithöfundur er látinn. Það kemur illa við hjarta mitt og þegar Morgun- blaðið kom með mynd af honum og stutt ágrip af ævisporum varð ég orðlaus í bili. Ólýsanlegur kraftur hefur samt lyft mér upp, ég ætla að flytja honum kveðju. Steingrímur var sérstakur maður. Hann var haldinn ofurmætti sem ekki var hægt að skilja en svo gat hann dottið niður fyrir núll á annan máta. Börnum sínum þremur veitti hann mikla umhyggju og umönnun meðan þau voru lítil. Hann vildi hafa bömin skrautleg og klæddi þau stundum í sokka sem voru ekki í sama lit, hægri fóturinn hárauður og sá vinstri blár eða gul- ur. Þennan sérstaka smekk hafði Steingrímur. Það væri margt gott hægt að segja um Steingrím. Hann var feikilega gefandi persóna og mikilvirkur. Hann umvafði mig sínum kærleika og fyrir það er ég honum þakklát. Jensína Halldórsdóttir. margir kollegar gætu lært af, fór með list sína um landið til fólks og sýndi. Þar fór hann mikinn, fréttir í blöðum um að Steingrímur St. Th. Sigurðsson hefði opnað málverkasýn- ingu voru eins vissar og aflafréttir. Lífshlaup hans var margbrotið, og víða var drepið niður fæti, og stundum skriplað á skötu, en oftast komið standandi niður. Þótt stundum væru teknar dýfur reis Steingrímur alltaf í hæðir aftur. Honum varð ekki komið á kné fyrr en nú. Steingrímur hafði ákveðnar skoð- anir á flestum málum, og ekki síst í pólítík. Hann var mikill íylgjandi Sjálfstæðisflokksins og studdi flokk- inn með ráðum og dáð, bæði í um- ræðuþáttum fyrir kosningar og víð- ar. Ymsir halda því fram að hann hafi með þessu unnið borgarstjórnar- kosningar fyrir R-listann hérna um árið. Sama hvaðan gott kemur. ■ Steingrímur skilur eftir sig mikla arfleifð, fyrst og fremst skilur hann eftir mannvænleg börn sín, frænd- systkini okkar sem gott er að eiga að. Verk hans munu lifa, en ekki síst er það minningin um þennan sér- stæða lífskúnstner sem eftir situr. Orðstír hans deyr aldrei, enginn get- ur fetað í fótspor hans, hann verður aldrei klónaður. Með þakklæti fyrir frændsemina og vináttuna kveð ég hann að leiðar- lokum. Sigurður Guðmundsson. Ó hve einmana ég er á vorin þegar sólin strýkur blöðum trjánna líkt og þú straukst vanga minn forðum og þegar ég sé allt lifna og grænka minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit og þegar ég sé sólina speglast í vatninu speglast minningin um þig í hjarta minu oglaufgastáný. Björg Elín Finnsdóttir. Steingrímur Sigurðsson, sá mikli stórfrændi minn, var jarðsettur á laugardag, á sjötíu og fimm ára af- mæli sínu. Hann hafði lofað ættingj- um sínum og vinum veislu og stóð við það. Ekki veit ég hvort hann var sjálfur viðstaddur eða upptekinn við annað, það skiptir litlu, hann er með- al okkar eigi að síður, sterk og kröft- ug minning. Andlát hans var snöggt og óvænt, án undirbúnings rétt eins og mörg tilvik í lífi hans, og kom honum sjálf- sagt jafnmikið á óvart og öðrum. Orð Sigfúsar Daðasonar eiga kannski betur við hér en oft áður, „sá sem er dauður, hann er dauður hvaðan sem á hann stendur veðrið". Flest mynd- um við vafalítið kjósa að fá að kveðja heiminn snöggt. Steingrími hefðu langdregin endalok ekki verið að skapi. Ándlát hans bar þó að með friði og ró í hópi vina við 108. málverkasýn- ingu hans. Andlátið lýsti honum sjálfum kannski betur en margt ann- að, í reynd var hann tilfinningaríkur, næmur og feiminn húmanisti og gáfumaður, sem leyndist bak við sér- stæðan húmor og gauragang í fram- komu. Persónuleiki Steingríms var sér- stæður, með honum er genginn einn af síðustu íslensku originölunum, hann setti svip á bæinn, aðra bæi út um land og ekki síst blaðið sem er vettvangur þessarar kveðju. Ekki munum við lengur sjá lítil, kjarnyrt og stundum skrúðmælin bréf sem mæra afburða viðurgjörning á gisti- stöðum og veitingahúsum hér og þar á landinu, Grírnui- að gjalda greið- ann. Þjóðarsálin er fátækari eftir. Hann var mikil hamhleypa til verka, málaði af krafti, orku og alltaf af tilfinningu. Hann gerði það sem Við sáumst síðast í sólskini í Reykjavík og það var stfll yfir þér þá, eins og í lífinu og eins og í dauð- anum. Nafn þitt mun nú um Islands þúsund ár tengjast nafni góðs fólks sem kvaddi sama dag og þú fyrir tveimur ái-þúsundum og það er eins og vera ber. Þannig var bæði staður og stund eins og eftir pöntun, kæri Steingrímur, því þér þótti gaman að hafa dramatíska og táknræna reisn yfir vötnum. Það liggur í hlutarins eðli að minn- ingargrein er virðingarvottur sem erfitt er að endurgjalda en fyrir allar þínar hnyttnu og hittnu minningar-' ’• greinar í gegnum tíðina, fannst mér rétt að þú fengir eina frá mér. Þótt ég eigi ættir að rekja til þess kyn- stofns er þú dáðir einna mest og valdir að deyja hjá, þá hef ég hvorki þína andagift né mannþekkingu, en stundum verður að meta viljann fyr- ir verkið. Einhver spakur sagði, að hver vin- ur væri fulltrúi nýrrar veraldar innra með okkur, veraldar sem kannski væri ekki til fyrr en þessi vinur kæmi til sögunnar. Þannig má segja að þú og einn annar vinur hafi fært mér Vestfirðina, ykkar Vest- firði, sem ég fúslega gerði að mínum, því hjá ykkur voru þeir sveipaðir æv- intýraljóma og ég fékk að vera sjó- > ræningjaprinsessa í stafni. Annar spakur sagði að vinir væru afsökun- arbeiðni guðs fyrir ættingjana. Allt í lagi þá, guð, þér er fyrirgefið. Steingrímur, ég á mynd af þér frá þessum síðasta fundi í sólinni, með klút um hálsinn, í vesti, göfugur og töff í senn, heiðursmaður og lærður, sem alltaf var til í að ærslast eins og rollingur. Ég kveð þig með eftirsjá og þakka samferðina. Náðin Drott- ins Jesú sé með öllum. Þórdís Bachmann. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. N ánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.