Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 56

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 56
56 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Strákagöng Siglufjörður/ Fljótaleið iGnenivik Dalvík Lágheiði 'A Þverár- Skagaströnd fjall Hofsós Sauðárkról HBiönduós Akureyri Varmahlii Vatns- ökarð Oxnadals- -iieiði " Um Um Vatnsskarð Þverárfjall 63 -15 Narfastaðir - Blönduós 78 km \ Siglufjörður - Blönduós Tvenn jarðgöng fyrir 25.000 manna byggð, og gott betur „TVENN jarðgöng fyrir þúsund manns út í hött“. Þannig hljóðar fyrirsögn á frétt í DV fyrir skömmu og vitnað í ummæli Kristjáns -'^Rálssonar alþingis- manns í Reykjanes- kjördæmi í tengslum við borgarafund í Mos- fellsbæ um umferðar- mál. Þarna er Kristján Pálsson að mótmæla stefnu Sturlu Böðvars- sonar samgönguráð- herra, flokksbróður síns, að grafa tvenn ný jarðgöng til Siglufjarð- ar þar sem fyrir eru nú þegar ein jarðgöng. „Eg skil ekki þessa forgangsröðun og þessi stefna er úr öllum takti og gjörsamlega út í hött“ er haft eftir Kristjáni. Þetta er alveg rétt hjá Kristjáni, ef verið væri að byggja einkajarðgöng upp á 6,2 milljarða kr. fyrir Siglfírðinga. En svo er alls ekki. Verið er að hring- vegtengja 25.000 manna byggðarlög beggja vegna Tröllaskagans sem er mikið og brýnt byggðamál. Siglfirð- ingar hafa verið í forustu í barátt- unni fyrir þessum samgöngubótum og eiga heiður skilið fyrir. Á árinu 1996 kom fram hugmynd um að sam- eina sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð en til þess að það gæti orð- ið að veruleika þyrfti að bora tvenn jarðgöng til Siglufjarð- ar um Héðinsfjörð svo Siglfirðingar gætu orð- ið þátttakendur í hinu stóra sveitarfélagi. Strax þá var þessari jarðgangaleið um Héð- insfjörð mótmælt, en jafnframt bent á aðra skynsamari jarðganga- leið, svonefnda Fljóta- leið, sem er bæði ódýr- ari og arðsamari svo nemur milljörðum kr. Jafnframt er hún miklu meiri og betri sam- Trausti göngubót fyrir íbúana Sveinsson út með Eyjafirði (Ól- afsfjörð og Dalvík) og Skagfirðinga. Fljótaleiðin er einnig heppilegri fyrir Siglfirðinga því samgöngur verða einnig greiðar og góðar vestur í Skagafjörð og styttist leiðin þangað um 15 km. Fljótaleiðin leysir auk þess stóru vandamálin samfara miklu jarðskriði á Almenn- ingum, sem núverandi akvegur ligg- ur um til Siglufjarðar. I athugasemdum við skýrslu „Lágheiðarhóps" ( Lágheiðarhópur, sem svo er nefndur, var skipaður ’94 til að gera tillögur um samgöngu- bætur á norðanverðum Tröllaskaga til framtíðar), sem sendar voru sam- göngunefnd Alþingis og samgöngu- ráðuneytinu, kemur fram að Héðins- fjarðarleiðin með tveimur akreinum Samgöngur Fljótaleiðin getur betur tryggt búsetu 1 Fljótum en Héðinsfjarð- arleiðin, segir Trausti Sveinsson, og ber þing- mönnum að taka fullt tillit til þess þegar stór- ar og afgerandi ákvarð- Um Öxna- Héðins- dalsheiði fjarðarleið Fljótaleið Dalvík - Blönduós 168 km 176 -20 156 -12 Ólafsfjörður - Blönduós 186km 158 -20 138 -48 Héðinsfjarðarleið anir eru teknar í sam- göngumálum. í jarðgöngum kostar um það bil 6.210 milljónir kr. en Fljótaleiðin 5.800 millj. kr. Þar við bætist að ekki er tekið á vandamálunum nú, sem fyrr er getið, á Almenningum. Það verður því seinni tíma mál að glíma við þann kostnað sem því fylgir, sem er hér áætlaður 2.790 millj. kr. (greinarg. send samg.nf. Alþingis). Samanlagt er Fljótaleiðin því í raun з. 100 millj. kr ódýrari. Sem dæmi um meiri arðsemi Fljótaleiðar skulu nefnd hér nokkur atriði. Fljótaleiðin er 20 km styttri en Héðinsfjarðarleiðin frá Eyjafjarðar- svæðinu (Ólafsfjörður og Dalvík) til Skagafjarðar og suður að viðbættri 15 km vegstyttingu um nýjan Þver- árfjallsveg sem tilbúinn verður eftir и. þ.b. 3 ár. Arðsemi af þessum veg- styttingum er minnst 750 kr. að meðaltali á bifreið. Ef 400 bifreiðar fara um Fljótaleið á dag að meðaltali næstu 50 árin (talan tekin upp úr skýrslu Lágheiðarhóps) gefur Fljótaleiðin 5,5 miljarða kr. meiri arðsemi af þessari umferð en Héð- insfjarðarleiðin. Dulúð Héðinsfjarðar, Hvanndala og nágrennis með sína óspilltu nátt- úru vill undirritaður verðleggja á 2 Viltu setja 40 milljarða í OPIÐ: Man.-FÓS. 10:00-18:00 Launard. 11:00 -16:00 Sunnud. 13:00 -16:00 JU i dlTlCL sófar 2ja sæta Beige, blár GRÁR, GRÆNN RAUOUR 3JA SÆTA TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri lihust götur - eða taka strætó? STARFSHÓPI, sem borgarstjóri skipaði sl. haust og ætlað var að „kanna og leggja mat á tiltæka kosti í rekstri og þjónustu almenn- ingssamgagna í Reykjavík", var nokk- ur vandi á höndum. I tengslum við mót- un svæðisskipulags fyrir höfuðborgar- svæðið hafa menn nefnilega gefið sér eft- irfarandi forsendur hvað varðar umferð og enginn hefur dregið þær í efa: Gert er ráð fyrir að bílaumferð muni aukast um 50%. Stefnt er að því að viðhalda núver- andi þjónustustigi vegakerfisins. Til þess þarf að: Leggja Sundabraut Ljúka endurbyggingu Vestur- landsvegar Byggja við Sæbraut Tvöfalda og byggja við Reykja- nesbraut Byggja við vegakerfi við nýja mið- bæjarkjarna Byggja nýja vegtengingu milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar (Fossvogs- braut) Byggja Ofanbyggðarveg Byggja Hlíðarfót. Auka umtalsvert framboð á bíla- stæðum og bílastæðahúsum, m.a. á svæðum þar sem þegar eru vand- ræði á lausnum m.v. núverandi ástand. Sérfræðingar hafa slegið fram lauslegri kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda. Þær eru tald- ar kosta um 40 milljarða króna á næstu 20 árum. Þá er ekki talinn með vaxandi kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa, sem nú þegar er ógnvekjandi. Né heldur er þar tal- inn með kostnaður heimilanna af því að eiga og reka tvo - jafnvel þrjá - einkabíla á ári hverju. Þá er heldur ekki reynt að greina kostnað vegna umhverfismála í þessari tölu. Eðlilegar tvær lyk- ilspurningar í starfi hópsins urðu því: 1. Með hvaða hætti geta auknar almenn- ingssamgöngur dregið úr fyrirsjáanlegum sameiginlegum kostn- aði samfélagsins miðað við þessar forsendur? 2. Eru ríkisvaldið og sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu reiðu- búin til einlægs og markviss samstarfs um 5-10 ára uppbygging- arátak við að vinna al- menningssamgöngum þann sess að á þær verði litið sem raunhæfan valkost í ferðamáta á svæðinu? Samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur. I þessu samhengi standa sveitar- stjórnir á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið frammi fyrir þeirri spurningu hvort viðurkenna eigi sig- ur einkabílsins og skipuleggja allar nauðsynlegar aðgerðir út frá slíkri staðreynd, eða hvort snúa eigi vörn í sókn og vinna markvisst að því að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti í ferðamáta framtíðarinnar. Borgarstjóm hefur sem betur fer samþykkt einróma að velja síðari kostinn og fyrir liggur þessi sam- þykkta tillaga borgarstjóra sem nú verður unnið eftir: „1. Að vinna að því að styrkja al- menningssamöngur sem raunhæfan ferðamáta og auka hlut þeirra í sam- göngukerfi höfuðborgarsvæðisins. 2. Að beita sér fyrir því í viðræð- um við nágrannasveitarfélögin að al- menningssamgöngur á höfuðborgar- svæðinu verði efldar og leitað verði samstöðu um leiðir til að draga úr þeirri aukningu á umferð einkabfla á svæðinu sem spáð er. Samstaða um sameiginleg markmið í því efni hlýt- ur að vera forsenda fyrir samrekstri eða frekara samstarfi við nágranna- sveitarfélögin. 3. Að í viðræðum við fulltrúa ríkis- Samgöngur Á að viðurkenna sigur einkabílsins og skipu- leggja aðgerðir út frá slíkri staðreynd, spyr Helgi Pétursson, eða vinna að því að gera al- menningssamgöngur að raunhæfum valkosti? valdsins verði byggt á sameiginleg- um hagsmunum svæðisins og ávinn- ingi þjóðarbúsins í heild af góðum og vel nýttum almenningssamgöngum, ekki hvað síst með tilliti til alhliða umhverfisþátta. 4. Að fela borgarstjóra að láta vinna ítarlega athugun á kostum og göllum aukins samstarfs eða sam- rekstrar um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt verði metið hvort æskilegt er að skflja á milli stefnumótunar og þjón- ustukaupa annars vegar og rekstrar samgöngutækja hins vegar hjá Reykjavíkurborg (SVR) og settar fram rökstuddar tillögur í því efni. Sérstök áhersla verði lögð á starfs- mannamál í úttektinni þannig að réttur starfsmanna verði ekki lakari en nú er, ef einhverjar breytingar verða lagðar til á rekstri íyrirtækis- ins.“ Möguleikar í stöðunni Nckkrir möguleikar eru sjáanleg- ir í samstarfi við aðra aðila um fram- kvæmd almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Aukið sam- starf við Almenningsvagna bs. s.s. með samræmdri gjaldskrá, gagn- kvæmu skiptimiðakerfi o.fl. getur styrkt stöðu almenningsvagnaþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu. Með sama hætti eru sjáanlegir möguleik- ar í því að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu taki upp samstarf Helgi Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.