Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ 1,2 milljónir í skólagjöld við HÍ FYRIRHUGAÐ er að koma á fót MBA- námi við Háskóla Is- lands í haust. Það er fagnaðarefni að tekin skuli upp ný námsleið við skólann. Það form sem velja á náminu þýðir hins vegar kú- vendingu á mennta- stefnu Háskólans. Ætl- unin er að innheimta skólagjöld upp á 1.250.000 krónur af þeim sem námið stunda. Frá stofnun Háskóla íslands hefur hann verið þjóðskóli þar sem landsmenn hafa getað stundað nám óháð aðstöðu og efnahag. Þessu mikilvæga grundvallaratriði á nú að fórna í uppgjöf fyrir afskiptaleysi ráðamanna um æðsta menntastig þjóðarinnar. Yfirmönnum mennta- mála virðist loksins hafa tekist að svelta Háskólann til hlýðni með hinu mikla fjársvelti undanfarinna ára. Bakdyramegin er verið að koma skólagjöldum á þótt einungis ár sé liðið frá því að sérlög Háskólans voru samþykkt á Alþingi og skýr- lega var markað að skólagjöld skyldu ekki tekin upp. Farið er í kringum lög Samkvæmt lögum um Háskóla Is- lands er ekki heimilt að innheimta önnm- skólagjöld en skrásetningar- gjald, allt að 25.000 kr. í 18. gr. segir hins vegar að Háskólanum sé heim- ilt að taka gjöld fyrir endurmenntun og fræðslu fyrir almenn- ing. Háskólinn ætlar nú að skýla sér á bak við það ákvæði, flokka MBA-nám undir end- urmenntun og leggja skólagjöld á nemend- ur. Með því er beinlínis verið að fara í kringum lögin. Það getur ekki verið eðlilegt að flokka prófgráðu eins og MBA, Master of Bus- iness Administration, undir endurmenntun. Ef námi lýkur með slíkri prófgráðu er Skólagjöld Með upptöku skóla- gjalda, segir Eiríkur Jónsson, hverfur Há- -----7---------------- skóli Islands frá grund- vallarsjónarmiðum um hlutverk sitt. augljóslega ekki um endurmenntun að ræða heldur sjálfstætt nám. End- urmenntun felst m.a. í því að rifja upp og auka við sig þekkingu innan þeirrar gráðu sem viðkomandi ein- staklingur hefur þegar hlotið. Hins vegar fara menn í sjálfstætt fram- haldsnám til að bæta við sig próf- gráðu. Engin haldbær rök eru fyrir því að telja MBA-námið endurmenn- tun frekar en annað framhaldsnám við skólann. Það er skoðun Stúdent- aráðs að endurmenntunarhugtakið hafi hér verið teygt langt út fyrir það sem eðlilegt getur tahst í þeim tilgangi að innheimta skólagjöld. Hættulegt fordæmi Með upptöku skólagjalda við MBA-nám í Háskóla íslands er gefið afar slæmt fordæmi fyrir þær náms- leiðir sem síðar eiga eftir að líta dagsins ljós. Mikil hætta er á því að vísað verði til MBA-námsins sem fordæmi fyrir þvi að hin nýja náms- leið skuli flokkast undir endur- menntun og þar innheimt skóla- gjöld. Nú stendur yfir vinna við nýja reglugerð fyrir Háskólann og verð- ur hún afgreidd af háskólaráði og háskólafundi í maí. í drögum að reglugerðinni er gert ráð fyrir skólagjöldum fyrir MBA-nám. Stúd- entaráð mun beita sér harðlega gegn því fyrirkomulagi og leggja höfuðáherslu á að námið verði án skólagjalda líkt og annað framhalds- nám við skólann. Það eiga ekki að vera forréttindi að stunda nám við Háskóla íslands, heldur á þar að ríkja jafnrétti til náms. Með upp- töku skólagjalda stígur Háskóli Is- lands ógæfuspor og hverfur frá grundvallarsjónarmiðum um hlut- verk sitt. Höfundur er formaður Stúdentaráðs HI. Eiríkur Jónsson íótrúlegu úrvali" Rýmum fyrir sumarskónum. UTILIF r a Nrvl i l/< I " ú GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Neytendasam- tökin - brjóst- vörn íslenskra neytenda N eytendasamtökin eiga greinilega erindi við almenning og það er ljóst að almenning- ur telur starf samtak- anna mikilvægt. Neyt- endasamtökin hafa á undanförnum árum verið ein fjölmennustu samtök landsins þar sem félagsmenn taka um það sjálfir ákvörð- un að vera félagsmað- ur. Og það er vegna þess hve jákvæðir ís- lenskir neytendur eru, að Neytendasamtökin eru hlutfallslega þau fjölmennustu í heimi. Hlutfallslegur samanburður segir þó ekki alla söguna. I raun þyrftu félagsmenn í Neytendasamtökun- um að vera miklu fleiri en þeir eru nú því starf í þágu neytenda er í eðli sínu kostnaðarsamt og því mið- ur hafa stjórnvöld að miklu leyti brugðist í þessum málaflokki. Ef allir eiga að njóta ávaxta frjáls markaðshagkerfis, einnig neytend- ur, verða þeir að hafa yfirsýn yfir markaðinn. Það er því mikilvægt að Neytendasamtökin geti sinnt góðu upplýsingastarfi sem geri neytend- um betur kleift að rata um markað- sfrumskóginn. Þeir verða einnig að geta leitað aðstoðar á ódýran og skjótvirkan hátt sé gengið á rétt þeirra. Þarna eru Neytendasamtök- in brjóstvörn íslenskra neytenda, enda sinna samtökin bæði upplýs- ingastarfi og aðstoða neytendur sé á rétt þeirra gengið. Það skiptir því miklu fyrir neytendur að Neyt- endasamtökin séu öflug og því gera flestir neytendur sér grein fyrir. to justice“ og við höf- um valið að þýða: Að- gengi neytenda að ódýrum og skjótvir- kum úrlausnarleiðum vegna deilna við selj- endur. Búast má við að leiðbeiningarnar verði að tilskipun innan ekki langs tíma. Reglurnar munu gilda á öllu EES-svæðinu og sam- kvæmt þeim þarf að reka skrifstofur í öll- um aðildarlöndunum til að sinna kvörtunum neytenda. Með því að nota leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna má uppfylla leiðbeiningarnar og tilskipunina á vandaðan og hagkvæman hátt. Fleiri félagsmenn - sterkari samtök Nú er verið að hringja til al- mennings til þess að fjölga félags- mönnum í Neytendasamtökunum og auka þar með slagkraft samtak- anna. Það er samdóma álit þeirra sem hringja að afstaða neytenda Neytendur N eytendasamtökin sinna upplýsingastarfí og aðstoða neytendur sé á rétt þeirra gengið, að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar. Það skiptir Jóhannes Gunnarsson Neytendur þurfa upplýsingar Neytendastarf er í eðli sínu viða- mikið og nær auk þess inn í marga mismunandi málaflokka. Margt af því sem gera þarf kostar talsverða fjármuni. Neytendur vilja til dæmis í auknum mæli fá upplýsingar um gæði vöru og þjónustu, en gæða- kannanir eru mjög dýrar. Með sam- starfi Neytendasamtakanna við neytendasamtök í nágrannalöndum okkar er nú mögulegt að nýta sér niðurstöður slíkra kannana og birta í Neytendablaðinu. Blaðið fá allir félagsmenn sent og er það innifalið í árgjaldi sem er 2.800 kr. En þess- ar kannanir þarf að staðfæra og helst þyrftum við einnig að geta lát- ið rannsaka merki sem eru sterk í sölu hérlendis en eru ekki með í er- lendu könnununum. Til að þetta sé mögulegt verða stjórnvöld að styrkja Neytendasamtökin. Jafnframt reka Neytendasam- tökin vandaða upplýsingaþjónustu fyrir félagsmenn sína. Þessa þjón- ustu er þó alltaf hægt að bæta og hafa opna fyrir allan almenning. Vandaðar upplýsingar um vöra og þjónustu áður en kaup era gerð geta sparað mikið fyrir samfélagið allt, auk þess sem slíkar upplýsing- ar verða til að auka gæði. Ef efla á þennan þátt í starfi Neytendasam- takanna sem raunar er nauðsyn- legt, verða stjórnvöld, ríki og sveit- arfélög, að koma að með myndarlegan stuðning. Við skulum muna að stjórnvöld eru með þessu að spara umtalsverða fjármuni fyrir þegna sína. Neytendur þurfa aðstoð Neytendur þurfa einnig að hafa aðgang að leiðbeininga- og kvörtun- arþjónustu. Nú hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur í Brussel sem við eigum að taka tillit til vegna að- ildar okkar að EES-samningnum. Þessar leiðbeiningar heita ,Access því miklu fyrir neytend- ur að Neytendasamtök- in séu öflug. gagnvart samtökum sínum, Neyt- endasamtökunum, er jákvæð. Þar eð árgjald félagsmanna er lang- stærsti tekjuliður samtakanna skiptir slík jákvæðni miklu máli. Félagsmenn fá líka miklu meiri þjónustu en aðrir hjá Neytenda- samtökunum og má nefna fáein dæmi: • Félagsmenn fá Neytendablað- ið sent 4-5 sinnum á ári. Neytenda- blaðið sker sig frá öðrum blöðum þar sem auglýsingar era ekki birtar í blaðinu. • Þeir hafa fullan aðgang að heimasíðu Neytendasamtakanna, en þar era gæða- og markaðskann- anir á læstum síðum fyrir félags- menn. Þar er að finna fleiri kannan- ir en þær sem birtast í Neytendablaðinu. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að Netinu geta fengið þessar kannanir sendar í pósti án endurgjalds. • Félagsmenn fá útgáfurit Neyt- endasamtakanna og neytendasam- taka í nágrannalöndum okkar á sér- stökum kjörum. • Þeir hafa aðgang að upplýs- ingaþjónustu áður en kaup eru gerð. • Þeim stendur til boða end- urgjaldslaus aðstoð kvörtunarþjón- ustu ef vandamál koma upp eftir að kaup hafa farið fram og neytandinn nær ekki fram rétti sínum einn síns liðs. Það getur því borgað sig fljótt að vera félagsmaður í Neytendasam- tökunum. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.