Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 63 SKOÐUN Annað skal að gefnu tilefni nefnt í þessu samhengi. Þegar grennslast er fyrir um hver eigi jörðina þar sem hestunum er haldið föngnum, kemur í ljós að það er að stórum hluta hátt- settur maður í landbúnaðarráðu- neytinu, sem mikið kom við sögu þegar ráðuneytið var að þrengja kost Herdísar á Kálfatjörn. Skyldi sá maður spila golf? Gott er þegar skel hæfirvelkjafti. Næst beindist sóknin að minni fer- fætlingum. Hundurinn Depill hafði borgið sér úr brennandi húsinu á Kálfatjörn hina örlagaríku bruna- nótt. Ekki hafði Herdís aðstöðu til þess að halda hann þar sem hún bjó í Reykjavík og gat eðlilega ekki hugs- að sér að láta lóga dýrinu. Var reynt að gefa hundinn fólki uppi á Kjalar- nesi en hann strauk óðara og var strax kominn suður á heimaslóðir. Var það ráð tekið út úr neyð að geyma dýrið í útihúsum þar á bæ. Ekki væsti þar um rakkann enda kom einhver úr fjölskyldu Herdísar daglega að hirða hestana og fékk þá Depill sinn útivistartíma. Um síðir var honum svo fenginn hvolpur úr eigu fjölskyldunnar sér til samlætis. Þótt seppi hefði borgið sér frækilega úr bráðum háska sóttu nú að honum hættulegri fjandmenn. Kona nokkur, alla leið úr Hafnarfirði, var dýrkuð upp og látin kæra veru hundanna í útihúsunum sem „dýraplagerí". Voru til kallaðir embættismenn og dýralæknir til þess að meta þá meintu ósvinnu sem þarna átti sér stað. Þegar fram kom við slíka vett- vangsrannsókn að lítið sem ekkert hafði heyrst í hundunum, gerði kær- andi því skóna að skorið hefði verið á raddbönd hundanna svo sem minnst bæri á þessari illu meðferð. Var ein- hver að tala um glórulausar ofsókn- ir? Nú er Depill allur þó ekki hafi þessi atlaga orðið honum að aldurtila heldur varð dómur Hæstaréttar óbeint hans skapadómur enda engri lifandi veru gefin svo mörg líf að þar verði ekki þrot á um síðir. Yfirvöld allskonar hafa verið æði leiðitöm að fylgja eftir öllum þeim aðförum í formi kæra og hestataka sem hersetumönnum Kálfatjarnar hefur dottið í hug að fara af stað með gegn Herdísi Erlendsdóttur og hennar fólki. En þar kom að embættismanni var nóg boðið og neitaði að fylgja slíkum málum eftir. Næsti leikur atgan- gsmanna var sá að finna til mann nokkurn í líki fiðurfjárvinar sem kærði það að nokkrar pútur voru i gamla fjósinu á Kálfatjörn og urpu eigendum sínum egg í morgunverð- inn. Við þessa kæru var héraðsdýra- lækni nóg boðið og hann vísaði henni frá sér með uppgerðri hlátursroku sem nægði til þess að láta golffélags- klíkunni sem kennd er við Voga, skiljast að nú hefði hún gengið of langt. Ekki væri hægt að ætlast til þess að embættismenn stæðu í slík- um skítverkum fyrir þessa menn. Hér lýkur að segja af aðför og hegðan grasvallarmanna í garð Her- dísar Erlendsdóttur á Kálfatjörn og hennar fólks og er þó aðeins stiklað á stóru. Minnt skal á að mest af þessu átti sér stað meðan enn var togast á um rétt konunnar á staðnum, bæði við ráðuneyti og fyrir dómstólum. Aðgerðir þessar allar hafa þegar kostað Herdísi og hennar fólk fé sem nemur milljónum króna í beinum og óbeinum kostnaði og stefnir í meira þar sem enn er haldið í „gíslingu" bæði hestum og gámhýsi að verð- mæti enn stærri upphæða. Furðu gegnir að einungis landbún- aðarráðuneytið skuli hafa farið með þetta mál af hálfu ríkisins. Þar sem verið er að skáka jörðinni til aðila sem ætlar að leggja þar niður allan búskap mætti þó segja að vel hafi verið við hæfi að það ráðuneyti gini yfir málinu. Ef fyrirhugaðar áætlan- ir um Kálfratjarnartúnið ganga eftir munu kirkjan og kirkjugarðurinn á staðnum lenda inni í miðjum golfvelli og hefðu einhverntíma þótt helgi- spjöll enda segir í lögum um kirkju- garða: „Eigi má reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrir- tæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Skal þessa gætt við skipulagningu skipulags- skyldra staða." Kirkjunnar menn og ráðuneyti þeirra hafa samt ekki haft uppi nokkra tilburði til þess svo lítið sem láta í Ijósi álit sitt á þessum ráða- gjörðum. Það svíður Herdísi á Kálfa- tjörn mjög að þola þá þögn sem það- an stafar og beinlínis nístir þreyttar taugar. Þessi kona sem um áratugaskeið, ásamt sínu fólki, hafði veg og vanda af flestum hlutum sem vörðuðu um- sjá kirkjunnar á Kálfatjörn; sá um þrif hennar, hafði umsjón og geymdi fermingarkyrtla, tók á móti prestum og skrýddi heima í stofu og veitti þeim og mörgum öðrum messukaffi; henni er nú sveiað burt af staðnum eins og hún hafi unnið þar eitthvert óþurftaverk. Athyglivert er að geist- leg yfirvöld og ráðuneyti kirkjumála hafa ekki látið í sér heyra eitt orð henni til varnar. Eiga laun heimsins að vera vanþakklæti og höfnun þegar fólk er komið á efri ár? Vei þeim sem að þessari aðför hafa staðið og vei þeim Vatnsleysustrandarbúum, sem vísast eru ekki margir, er taka undir það að gömlum sveitunga hafi nauð- ugum verið bolað á brott í þeirra þágu. Hðfundur er fiskifræðingw. LIÐ-A- FRANOW Miklu sterkara fyrir liða- mótin og líka miklu ódýrara APÓTEKIN Combi Camp tjaldvagnar Notaðar vinnuvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval Irigvar Helgason hf. Véladeild - Sœvarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 5879577- www.ih.is - E-mail: veladeild@ih.is Btestu fáanlegu Polaroidgler, með glampavörn. Hihn eihí sanni guli Utur, með eða án styrkleika, eða) tvískipt. í'rval ai umgjöröum. Hvert gler er sérmælt og snidid í þá umgjorð sem hentar best. GíVö sjón er sögu $*&**** Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsíða: www.isa.is/titan Laugaveai 51 - Res kiavík ~ Skttí 5T1 3232 ' Hamraborg 10 Sfmi 554 3200 Smaratorgi Simi 554 3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.