Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 72

Morgunblaðið - 06.05.2000, Page 72
72 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Brauð Kristínu Gestsdóttur fínnst notalegt að fínna ilm af nýbökuðu brauði, sjá deigið lyfta sér og fylgjast með hvernig það breytir lögun í ofninum. IHILLUM bakaríanna eru nú orðið margar tegundir ilmandi brauða með ýmsum nöfnum, sem sjaldan segja til um hvers konar hráefni er í brauðinu, en nöfnin eru skemmtileg svo sem Bláfjalla- brauð, sem ég kaupi oft og þykist finna ilm af snjó og skíðum, þegar ég bít í það. Hér áður fyrr þegar brauð voru bökuð heima áttu hús- mæður oft brauðmót sem voru út- skomir tréhlemmar, sem þrýst var ofan á brauðin fyrir bakstur svo að alls konar munstur og áletranir mynduðust í brauðinu. Ég á í fór- um mínum slíka hlemma. Þessir hlemmar vom mikið notaðir þegar brauð var bakað á hlóðum. Við get- um sem hægast bakað slík brauð á grillinu. Þau þurfa að vera frekar þunn og verður að gæta þess að þau brenni ekki að neðan. Gamla pönnu eða pott má setja undir brauðið á grind grillsins til að draga úr hita. Brauðdeig má móta eins og leir og getur margt skemmtilegt komið út úr því. Með- an ég kenndi bömum matreiðslu lét ég þau oft móta deigið frjálst, t.d. fyrir páska. Þá urðu brauðin oft kanínur, ungar, hérar og snigl- ar svo og stjömur, sólir og mánar. Körfur úr brauðdeigi hefi ég oft fléttað utan um stálskálar og geta þær orðið hið mesta skraut. Skálin er síðan losuð úr eftir bakstur. Um daginn bjó lítil ömmustelpa til bangsa úr brauðdeigi meðan ég bjó til hafmeyju. í sporð hafmeyj- unnar klippti ég nokkra flipa með skæmm og notaði sundurskornar rúsínur í augu á hana og bangsann. Fræ var í nafla og geirvörtum. Notið hugmyndaflugið og hafið bömin með. Best er að nota hveiti í það brauðdeig sem á að móta eitthvað fínt úr, það er mest glúten í því, en það gefiir mesta teygju og sveigj- anleika í brauðið. Þegar brauðdeig er búið til þarf að hafa tvennt í huga. Vökvinn má alls ekki vera heitari en 37°C og deigið þarf að vera lint. Ég nota yfirleitt um helmingi minna ger en gefið er upp og læt brauðið lyfta sér í marga klukkutíma í kæliskáp, jafnvel til næsta dags. Mörgum verður illt af nýbökuðu brauði, en ef þetta er gert er minni hætta á því. Hveitibrauðsdeig __________750 g hveiti_______ _________1/2 bréf þurrger____ ___________2 tsk. solt_______ _________V2 msk. sykur_______ _____2 pelar fingurvolgt vafn __________dl matorolíg_______ eggjorouðo til að pensla með 1. Setjið allt nema eggjarauðuna í hrærivélarskál eða aðra skál og hnoðið. Setjið síðan stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í kæliskáp í allt að tólf tíma, en á eld- húsborðinu í tvo tíma. 2. Setjið ögn af hveiti á eldhúsborðið, takið deig- ið úr skálinni og hnoðið h'tillega. Mótið það sem ykkur hentar úr deiginu stórt og smátt, brauð eða annað. 3. Penslið með eggjarauðu og skreytið með alls konar fræi, sól- blómafræi, sesamfræi, birki, rúsín- um, hnetum eða öðru. 4. Leggið stykki yfir skálina og látið lyfta sér í 20-30 mínútur. Bakið neðarlega í ofninum við 210°C, í blástursofni við 200°C í 12- 35 mínútur eftir þykkt og stærð. Fylgist með bakstrinum. Fínt hveiti- braudsdeig 2 egg + 1 eggiahvíto (geymg _____________rouðu)____________ ___________1 msk. sykur________ 1 tsk. salt ________1 msk, ftnt þurrger____ 1 dl matarolía 30 g smjör (ekki smjörlíki) 6 dl fingurvolgt vatn úr krananum ___________600 g hveiti________ 1 eggjarauðg til að pensla með 1. Þeytið egg, eggjahvítu, salt og sykur þar til það er ijóst og létt. 2. Bræðið smjörið, kælið örlítið en setjið síðan saman við olíuna og vatnið og helhð út í eggjahræruna. Blandið síðan hveiti og geri út í. Bætið í hveiti ef með þarf, en deig- ið á að vera lint. 3. Farið eins að og í uppskrift- inni hér að framan. ÍDAG VELVAKAMDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Afturhvarf til fortíðar HNIGNUN á landsbyggð- inni lýsir sér í afturhvarfi til fortíðar á ýmsum svið- um. Hruni í samgöngumál- um sem felst í því að einok- un er komin aftur í innanlandsfluginu. Lokun deilda á sjúkrastofnunum. Ég nefni hér eitt dæmi, lok- un á fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Nes- kaupstað þar sem er fullkomin skurðstofa. Sængurkonur skulu fara á Heilsugæslustöð Egils- staða. Sparnaður af þessu tagi er afturhvarf til fortíð- ar. Fiskvinnslan, sem hefur haldið uppi þjóðarbúinu, er orðin þannig að vinna er 2-3 daga í viku, svo er fólk- ið sent heim á dagvinnuka- upi. Þegar samið er um kaup og kjör á bónusinn að bjarga öllu. Fiskvinnslu- fólkið hefur bara bónus þá daga sem er unnið, þetta fólk er orðið lágtekjuhópar og landsbyggðin láglauna- svæði. Allt þetta framan- talda er sjálfsagt einn af mörgum þáttum í fólks- flóttanum af landsbyggð- inni. Ef þetta heldur áfram að þróast á þennan veg verður ekki langt að bíða að allir af landsbyggðinni verði komnir á suðvestur- hornið. Nú hefur málgagn þess flokks sem kenndi sig við að vera landsbyggða- flokkur, „Austri“ hætt að koma út. Á Austurlandi er gefið út eitt landsmálablað, ,Austurland“ sem er gefið út af flokki sem ekki er tál. Hvenær kemur svo að því að þetta blað gefst upp á því að koma út. Þetta allt er mikil hnignun á Austur- landi. Svona kann þetta að vera viða á landsbyggðinni. Gunnar G. Bjartmars- son. Tapað/fundið Mjög stórrar leður- tösku - skólaverkefnis - er saknað MJÖG stór rauðbrún leður- taska dregin saman með snúru, hvarf úr kennslu- stofu í Skipholti 37,1. hæð. Taskan er fóðruð að innan með dökkbrúnu rúskinni og innan í töskunni eru þrír vasar. I töskunni var svart leðurbelti með skeifulag- aðri sylgju, ljósbrún smá- taska, fóðruð með rauðu leðurfóðri og dökkbrún lyklakippa, skreytt með hlýraroði. Taskan og allt sem í henni var er skóla- verkefni sem meta átti til prófs. Þetta er mikið til- finningalegt tjón fyrir eiga- ndann. Hún hefur lagt gíf- urlega mikla vinnu í þetta verkefni. Þetta er allt sér- saumað. Ef einhver veit hvar þessir hlutir eru nið- urkomnir er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Áslaugu í síma 563-3881 eða 566- 7514. Grá úlpa með hettu tapaðist GRÁ úlpa með hettu tapað- ist á Café Victor síðastliðið páskadagskvöld. Eiga- ndinn væri afar þakklátur ef hún fyndist. Upplýsingar í síma 587-1964 eða 699- 7100. Gleraugu gleymdust ÍStellu GLERAUGU gleymdust í versluninni Stellu í Banka- stræti föstudaginn 28. apríl sl. Upplýsingar í síma 551- 3635. Hjólabretti tapaðist HJÓLABRETTI, rautt og appelsínugult, tapaðist við Kríuhóla 4 föstudaginn langa. Brettið var sumar- gjöf. Upplýsingar í síma 567-9950 eða 699-7950. Dýrahald Lítill hundur í óskilum Á SUÐURGÖTUNNI í Skerjafirði fannst lítill, Ijósbrúnn, hreinræktaður hundur miðvikudaginn 3. maí sl. Hann er síðhærður og svolítið flatur í framan. Hann er með svart nælon- hálsband en ómerktur. Upplýsingar gefur Birna í síma 561-3419. Læða fæst gefins SEX vikna kettlingur, læða, fæst gefins á gott heimili. Kassi og fleira fylg- ir. Upplýsingar í síma 561- 4939. SKAK IJmsjón Helgi Áss Grétarsson Hvftur á leik. Meðfylgjandi staða kom upp á milli eistneska stór- meistarans Jaan Ehlvest, hvítt (2621), og alþjóðlega rússneska stórmeistarans Anatoly Bykhovsky (2409) á XIX. Reykjavíkurskákmót- inu. 28.Rxf7! Bxg3 28...Kxf7 29.Dh5+ og hvítur vinnur manninn til baka með dá- góðum vöxtum. 29.Rxd8 Hxd8 30.Ba4! Hf8 31.Bxb5 Bxf2+ 32.Khl og svartur gafst upp. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... ESSA dagana minnast Banda- ríkjamenn þess að 25 ár eru lið- in frá því að Víetnamstríðinu lauk. Stríðið hefur markað djúp sár í þjóð- arsál Bandaríkjanna og haft marg- vísleg áhrif á þá ekki síður en landið sem var vettvangur þessa hroðalega stríðs. í því féllu yfir tvær milljónir Víetnama. Það er áhrifamikið að skoða minn- ismerkið um Víetnamstríðið í mið- borg Washington, en þar er að finna nöfn yfir 58 þúsund Bandaríkja- manna sem féllu í stríðinu. Á hveij- um degi kemur fjöldi manna að minnismerkinu til að skoða það og votta hinum látnu virðingu sína. Margir ferðamenn koma af forvitni til að skoða þennan fræga stað og sjá með eigin augum nöfn hermannanna sem eru skráð á vegginn. Fyrir út- lendinga er þetta kannski eins og að lesa símaslú-ána; vissulega áhrifa- mikið, en nöfnin hafa enga þýðingu fyrir þá persónulega. Fyrir aðra er þetta hins vegar heilagur staður. Þama mátti sjá fólk með tárin í aug- unum snerta nöfn ættingja sem skráð eru á vegginn. Margir leggja blóm við hann eða skilja eftir blað sem hefur að geyma saknaðarorð til fóður, afa eða frænda. Þegar Vík- veiji skoðaði minnismerkið tók hann sérstaklega eftir korti frá barni sem sendi kveðju til afa síns sem það hef- ur væntalega aldrei séð. „í dag eru 65 ár liðin frá því þú fæddist og nú eru bráðum 30 ár síðan þú lést. Ég hugsa oft til þín. Guð blessi þig.“ XXX MIKIL umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum um Víetnam- stríðið, lok þess og þann lærdóm sem draga má af því. Víkveiji fylgdist nýverið með umræðum í sjónvarpi, en meðal þátttakenda voru Gerald Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og nokkrir blaðamenn sem voru í Ví- etnam á stríðstímanum og fjölluðu um það. Það kom í hlut Fords að taka hina óhjákvæmilegu ákvörðun um að draga Bandaríkin út úr stríðinu, en það gerðist í lok apríl 1975. í umræðunum var talsvert rætt um það hvernig fréttamenn fjölluðu um stríðið á sínum tíma, en myndir og frásagnir fjölmiðla af því sem var að gerast í Víetnam áttu mikinn þátt í því að stór hluti almennings í Bandaríkjunum varð mjög and- snúinn þátttöku Bandaríkjamanna í stríðinu. Einn af blaðamönnunum sagði í umræðunum að stjórnmála- menn ættu að draga þann lærdóm af Víetnamstríðinu að segja almenningi alltaf satt. Johnson forseti hefði aldrei sagt þjóð sinni hver staða Bandaríkjamanna væri í stíðinu. Hann hefði reynt að telja henni trú um að Bandaríkin gætu sigrað og komið sér hjá því að skýra þjóðinni frá þeim ósigrum sem bandaríski herinn mátti þola í Víetnam. Blaða- maðurinn sagði að þegar staða Breta í seinni heimsstyrjöldinni var sem verst og sá möguleiki blasti við að Bretar gætu hugsanlega tapað fyrir Þjóðverjum hefði Churchill verið gerður að forsætisráðherra. Fyrsta verk hans hefði verið að skýra þjóð sinni frá því hve staðan væri alvar- leg. Bretum hefði vissulega fundist þetta slæmar fréttir, en þeim hefði þótt gott að vita sannleikann. Roos- evelt, forseti Bandaríkjanna, hefði einnig ákveðið að segja þjóð sinni sannleikann um auðmýkjandi ósigur Bandaríkahers á Pearl Harbor. Hann hefði sagt að framundan væru erfiðir tímar og langt stríð en Banda- ríkjamenn myndu sigra á endanum. Það gekk eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.