Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 06.05.2000, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 75 FÓLK í FRÉTTUM V FORVITNILEG TONLIST Alvöru kúrekar Prayers from Hell. Safndiskur Trikont, Þýskaland. LÍNUDANS, hamborgararassar og væmnir Nashville-söngvarar eru það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar minnst er á kántrítón- list. Þessi glassúrmynd á ekkert skylt við alvöru skítuga og pers- ónulega kántrítónlist. Hér er kynntur til sögunnar frábær disk- ur um rætur kántrítónlistar meðal sveittra og drullugra suðurríkja- búa á fyrri hluta aldarinnar. Hann nefnist „Prayers from hell“ eða „Bænir úr víti“ og segir það mikið um innihald disksins. Diskurinn er fullur af söngglöð- um hvítum sveitalubbum sem slógu í gegn á tímum kreppu og þurrka í Bandaríkjunum með hrá- um trega og trúarsöngvum. Þarna blandast saman þjóðlagahefð gamla heimsins og blús og trúar- tónlist hinna svörtu. Þessi tónlist fer með hlustandann til hita- svækjudaga í suðurríkjunum þar sem konurnar spila á gítar, karl- arnir syngja og börnin glamra á þvottabretti. Fyrstu kántrísöngvararnir voru bændur sem spiluðu með fjölskyld- um sínum og á þessum diski eru flytjendur yfirleitt systkin, hjón eða frændfólk. Frægust slíkra fjöl- skyldna er Carter-fjölskyldan en þarna eru einnig Monroe-bræður, Collins-hjónin og fleiri „fjölskyldu- bönd“. Þetta er frumstæð tónlist um Jesú og ofdrykkju sem gerði Elvis Presley, Jhonny Cash og fleiri að tónlistarmönnum. I æsku sinni heyrðu kapparnir þessi lög í gegnum léleg útvörp í suðurríkja- hreysum sínum, tóku upp kassa- gítarinn og gerðust súperstjörnur. „Prayers from hell“ eru barnagæl- ur rokksins. Þetta er einlæg tón- list um guðsótta og góða siði sem kannski á lítið erindi við góðæris- geðveikt nútímafólk en gleymum samt ekki góðum boðskap kúrek- anna og vörum okkur á viskíi, lauslæti og glysi heimsins. Ragnar Kjartansson Slitolían frá Weleda engu lík, fáðu prufu ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136 Nœ turq(k (inn s„m ss? 6oso Hliómsveit Stefáns P. oa Péturs leikur í kvöld. r Laugardagstilboð Teg.3469 Litur svartur Stærðir 40-46 Verð 3.995,- PÓSTSENDUM STEINAR WAAGE Domus Medica, sími 551 8519 Langur laugardagur Opið kl. 10—16 SJONVARP A LAUGARDEGI SÍÐASTA helgi bar mikið svipmót 1. maí dagsins á mánudag sem verkalýðsshreyfingin hélt hátíðleg- an hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Kröfugöngur og rauðir fánar eru að vísu arfur frá stjórn- málahreyfingu, sem reis upp og stofnaði til heims- veldis; taldi mönn- um trú um að það væri heimsveldi verkalýðsins og lifði á slagorðum eins og „guð er ópíum fólksins“ og „betri er rauður en dauður". Ekkert slagorðanna kom að gagni, enda tók heimsveldið upp á því að deyja drottni sínum mitt í ofbeldi og fangelsunum, sem var hin hálffalda undirstaða ríkisins að viðbættri endalausri fátækt lýðsins. Sósíalisminn er enn við lýði, sem hin félagslega lausn, en bauð heim fleiri óleystum svörum við miklum draumum og kjaftæði á liðinni öld en dæmi voru um áður. Má benda á Weimar-lýðveldið því til sönnunar. Með aukinni upplýsingu alh-a þjóða á Vesturlöndum á síðari hluta nít- jándu aldai- og þó einkum á tuttug- ustu öld, ásamt mikilli iðnvæðingu, spratt upp þörfin fyrir skipulega verkalýðshreyfingu. Inn í þessa hreyfingu tróðst vald einræðis og ógna og bókstaflega taldi henni trú um að þar væri komið hjálpræði verkamanna. Þar með var boðið upp á átök við pólitíska andstæð- Krafan langa inga vinstrafólks sem hafa í gegn- um áratugina ekki endilega snúist um sanngimi heldur orðið öðrum þræði slagsmál á milli heimskerfa. Hver maídagur minnir á þessa fár- ánlegu sögu þar sem öfgafullir óþokkar notuðu sjálfsagðan rétt verkalýðshreyfinga fyrirhuguðu heims- veldiskerfi til fram- dráttar. Því er það að þegar verkalýðshreyf- ingin krefst margra sjálfsagðra og eðlilegra hluta á sínum heiðursdegi ber að hlusta þótt verkalýshreyf- ingin ein og sér geti aldrei komið í staðinn fyrir þjóðkjöma fulltrúa. Gaman var að hlusta á gamla verkalýðssforingjann, Guðmund J., í þættinum Tvennir tímar á sunnd- ag á Stöð 2, þar sem Guðmundur, nú látinn, fór yfir sögu Dagsbrúnar á liðinni öld, einkum seinni hluta hennar, þegar hann veitti Dags- brún fomstu lengst af. Guðmundur var mikill sómamaður, snjall verka- lýsforingi. Hann einbeitti sér að kjömm félaga sinna og varðaði minna um heimsmálin eða þann leynda draum sumra flokksfélaga sinna að taka þyfti föðurlandið með byltingu. Guðmundur kunni marg- ar sögur úr hinni pólitísku verand og sagði manna best frá, eins og þeir vita sem þekktu hann. Hann sat á þingi í mörg ár fyrir allaballa en ekki er vitað til að hann hafi ver- ið mjög ánægður. Stuttu eftir að hann gekk í þann flokk ungur mað- ur sat hann flokksfund þar sem Brynjólfur og Einar vom að taka í gegn einhvem ónafngreindan mann og kölluðu hann landráða- mann. Gekk á þessu um stund þangað til nýliðinn, Guðmundur, hallaði sér að sessunaut sínum, Áka Jakobssyni, sem þá var ráðherra í nýsköpunarstjórninni, og hvíslaði: Um hvem em þeir að tala? Þá brosti Áki Ijúfmannlega og hvíslaði á móti að þeir væm að tala um sig. Nýsköpunarstjómin var um það bil að springa enda kominn upp ágreiningur um Keflavíkurvöll. Bandaríkjamenn vildu hafa not af honum áfram en það vildu vinstri- menn í stjóminni ekki. Áki hafði lagt fram miðlunartillögu við sína menn, sem þeir bmgðust ókvæða við, að gera bókun í ríkisstjóminni þar sem beiðninni var andmælt. Þátturinn með Guðmundi J. var svolítil klassík þar sem rakin er baráttusagan á seinni hluta 20. ald- ar. Auðvitað vora það stjómvöld, sem leystu úr málum, en krafan var komin frá Dagsbrún og félögum. Dagsbrún átti góðan talsmann þar sem Guðmundur var. Þeir vom fleiri í stjóm Dagsbrúnar, sem urðu sögufrægir. Svo var um Tryggva Emilsson. Indriði G. Þorsteinsson ;T og’bústaðurinn WISH-CLEAN gluggaþvegillinn er bæði hægt að nota til að þvo og skafa glugga og spegla. Verð með 25% afslætti aðeins: Hágæða stálpottur ' sem hasgt er að hella úr án ■ þess að taka lokið af! Ameriskur og endingargóður, Verð aðeins: Meira en 1000 kr. afsláttur! Kjötgaffall með hitamæli Einstök nýjung! 500 kr. afsláttur. Hitaþrúsi úr ryðfrfu stáli Tvöfaldur og engin glerflaska! 20% afsláttur. Verð aðeins: Melissa grillofninn Bakar og hitar. Verð aðeins: Furusnagi með sex krókum aí%f£t Fallegur snagi sem rúmar fjölmargar flíkur. Verð aðeins: Sparaðu um 1.500 kr. á þessum netta grillofni. 600 kr. afsláttur! Hjólalás á hálfvirði! Níðsterkur, festist beint á gjörðina, þvælist ekki fyrir og kostar aðeins Þessi 2,3 I ' blandari er sérhannaður fyrir fasðubótarefni. Verð aðeins: 798 kr. 20% afsláttur! Garðáhöld á frábæru verði! Þrjú stykki saman með 40% afslætti á aðeins Sex bretti á standi Alveg gráupplagt í bústaðinn Verð aðeins: Rýmingarsala á ferðaspilurum og vasadiskóuml Þú sparar 350 krónur! Sími 568 9400 Opið sunnudag 13-17 Tölvur og tækni á Netinu vfj) mbl.is -ALLTA.f= eiTTHVAO fJÝTT~
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.