Morgunblaðið - 06.05.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 06.05.2000, Síða 76
76 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bjarta vonin múm hefur vakið mikla athygli heima og heiman Múm-liðar eru fastagestir á matkránni Kabarett þar sem í boði er margt Ijúffengra rétta. Morgunblaðið/Golli Hljóðritum næstu plötu úti á dönsku engi Þrátt fyrir að feta lítt troðnar slóðir í tón- listarsköpun sinni hefur hljómsveitin múm vakið ómælda athygli undanfarið, bæði heima og heiman. Hún er bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi og nýverið fékk breið- skífa hennar frábæra dóma í breska tónlist- arritinu NME. Skarphéðinn Guðmundsson spjallaði við liðsmenn sveitarinnar yfír gúrkusúpu; um gangavörslu, vínilplötur, hljóðfæri og dönsk engi. SÚPUILMURINN læddist mjúklega upp að nefí blaða- manns er hann rak það inn um dyrnar á matkránni Kabarett £ Austurstræti. Þetta var um kvöldmatarleytið og í einum básnum sátu þétt saman að snæðingi krakkarnir í múm. Þeir voru að sporðrenna síðustu súpuskeiðunum og virtust saddir og sælir. „Hvernig var gúrkusúpan? - var í þeirri andrá kallað úr eldhúsinu og þau svöruð um hæl að hún hefði sannarlega yljað þeim um hjartarætumar. Ofurlítið þrejrtuský sat yfir bás fjórmenning- anna; erfiður vinnudagur var að baki. Gunnar Öm Tynes og Örvar Smárason Þóreyjarson vinna báðir í grannskóla, Gunnar sem gangavörð- ur og Örvar semktuðningsfulltrúi en 'tvíburasysturnar Gyða og Kristín Valtýsdætur era i menntaskóla. Gunnar Örn viðurkennir að hann sé kannski ekki nógu harður við krakk- ana: „Það virkar ekki á krakkana að vera harður eða grimmur. Þeim finnst reyndar svolítið skrítið að ung- ur maður nenni að vera í slíku starfi." En svona er nú hinn blákaldi vera- leiki þessara metnaðarfullu ungu tónlistarmanna; þeir þurfa að hafa í sig og á eins og allir aðrir en það hef- ur þeim ekki enn tekist með tónlist- arsköpuninni einni saman og eiga að sjálfsögðu þann draum heitastan að geta helgað sig tónlistinni alfarið. Það stefnir í að sá draumur geti ræst ^ fyrr en seinna. Breiðskífan „Yester- " ' day Was Dramatic - Today Is OK“ sem kom út um síðustu jól hefur ver- ið hlaðin lofi bæði heima og heiman og nýverið var sveitin valin bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi. Morg- undagurinn virðist því þeirra. Bæði m-in lítil eða stór En hvnð um þennan dramatíska gærdag; hvernig varð múm til? Örvar: „Ég og Gunnar Örn voram fyrst saman í rokksveitinni Andhéra en fóram að vinna raftónlist til hliðar því við höfum alltaf haft mun meiri »>áhuga á henni. Árið 1998 gáfum við út okkar fyrstu plötu undir nafni múm sem var önnur hlið stuttrar breiðskífu á móti Spúnk.“ Var tónlistin frábrugðin því sem seinna varð? Gunnar Örn: „Nei. Hún var eðli- legt upphaf þróunarinnar." Hvaðan kemur nafniðmúm? ~~Jf Örvar: „Það er því miður ekki til nein flott saga á bak við það. Getur þú ekki bara skáldað einhverja góða fyrir okkur?“ Ykkur er illa við að það að Múm (smá stríðni blaðamanns) sé skrifað með stórum staf? Gunnar Örn: „Já, en það hefur með útlitið að gera. Annaðhvort vilj- um við að bæði m-in séu með litlum eða stórum, ekki sitthvort, það lítur svo illa út.“ Hvenær komuð þig síðan inn í myndina, stelpur? Gyða: „Það var rétt fyrir jólin 1998 að þeir vora fengnir til þess að gera tónhst fyrir Náttúraóperuna í MH sem við Kristín tókum þátt í að flytja. Þannig lágu leiðir okkar fjögurra saman og þá urðum við í múm fjög- ur.“ Hvernig breyttist múm við til- komu stelpnanna? Örvar: „Við einblíndum mun meira á rafrænu stefnuna þegar við voram tveir.“ Gunnar Örn: „Við voram sífellt að fikta og þreifa fyrir okkur en með til- komu stelpnanna urðu þær þreifing- ar markvissari og ákveðin stefna varð til. Það var mjög hollt fyrir okk- ur Örvar að finna einhverja sem era á okkar bylgjulengd því við höfðum verið hálfhornreka og sambandið satt að segja hálfinnhverft.“ Gyða: „Við eram kannski núna fyrst orðin hljómsveit en þó erum við fyrst og síðast perluvinir. Við væram öragglega alltaf saman þótt múm væri ekki til.“ Hvað komuð þið systur þá með inn í tónlist múm ? Kristín: „Þegar við hittum strák- ana þá voru tölvur fyrir okkur mjög undarleg fyrirbæri.“ Örvar: „Við Gunnar Örn héldum að lögin höfðu náð eins miklum þroska og þau gátu en með tilkomu stelpnanna opnuðust gáttir. Þá fór- um við að gefa fleiri hljóðfæram gaum og hugmyndimar vora ekki eins bundnar við tölvurnar." Örvar: Höfðuð þið Kristín og Gyða áðurfengist við tónlist? Kristín: „Já, frá unga aldri en við höfðum aldrei verið í neinni hljóm- sveit en það hafði alltaf verið svona fjarlægur draumur." Gyða: „Við gældum alltaf við að geta búið til tónlist en það varð ein- hvem veginn aldrei neitt úr því fyrr en við hittum Gunnar og Örvar.“ Tekið upp með einni tölvu og hljóðnema Hvað tók við af fjölguninni? Kristín: „Við unnum nokkur lítil verkefni árið 1999, aðallega í sam- starfið við aðra, t.d. Músíkvat og Andra Snæ Magnason skáld.“ Hvenær hófst vinnan að breið- skífunni? Gyða: „Við vorum að vinna að henni samhliða og með pásum tók það okkur 9 mánuði að fullklára hana.“ Mættuð þið í hljóðveri með full- skapað efnið? Gunnar Örn: „Það var að miklu leyti tilbúið en það gerðist samt mjög margt í hljóðverinu. Við erum alltaf að gera einhverjar tilraunir sem leiða stundum til einhvers betra en fyrir hafí verið áætlað. Við tókum heldur ekki upp í eiginlegu hljóðveri heldur i litlu herbergi þar sem við höfðum okkur til halds og trausts eitt stykki tölvu og hljóðnema.“ Kristín: „Það vora mjög skrýtnar og erfíðar vinnuaðstæður. Við voram alveg að kafna í þessu litla loftlausa herbergi. Það var ekki hægt að opna glugga þannig að til þess hreinlega að halda lífi þurftum við að fá okkur ferskt loft með reglulegu millibili.“ Notuðuð þið þá vinnuaðfcrð til þess að reyna að koma til skila ákveðinni stemmningu innilokunar og drunga? Kristín: „Einmitt ekki því tónlistin er að okkar mati björt og víðáttuleg." Kristi'n: „Við náum til þeirra sem við viljum ná til og sá hópur er ekki stór.“ Nú hefur mönnum verið tíðrætt um sérstaka hljóðfæraskipan og áhuga ykkar á því að reyna við ný hljóðfæri; hvað liggur að baki? Gunnar Örn: „Við setjum okkur engin mörk. Ef okkur langar að prófa að nota eitthvað þá geram við það og ef það kemur vel út þá notum við það. Því höfum við ekki neina fasta hljóðfæraskipan og á tónleikum spilum við á það sem okkur lystir hverju sinni. Það veitir okkur óend- anlegt frelsi og fjölbreytileika." Örvar: „Tónlistin er hins vegar byggð að mestu á rafrænum grunni. Síðan reisum við á þeim granni með ólikum hljómum og hljóðfæram til blæbrigða." Erum engir popparar Eruð þið að hafna hinni „hefð- bundnu “ hljóðfæraskipan ? Saman í kór: „Nei, alls ekki!“ Gyða: „Við spilum oft á gítar og bassa á tónleikum og við eigum meira að segja lítið trommusett, sem við reyndar notum mjög sjaldan." Þið lítið ekki á ykkur sem popp- ara? Saman í kór: „Nei!“ Örvar: „Ef poppið miðast út frá því að reyna að selja þá erum við ekki popparar.“ _ Gunnar Örn: „Það er hættulega auðvelt að láta markaðinn hafa áhrif við tónlistarsköpunina.“ Gyða: „Og reyndar þegar farið að reyna að beygja okkur að kröfum markaðsins, t.d. með því að reyna að fá okkur til þess að syngja meira.“ Þið segið sjálf að tónlist ykkar kalli ekki á breiðan hlustendahóp; er þá ekki nauðsyn að ná að stækka hann með því að leita út fyrir land- steinana? Gunnar Örn: „Jú, hiklaust. Við höfðum til þröngs hlustendahóps hér heima og getum engan vegin lifað á því. Þótt við munum áfram höfða til þröngs hóps á erlenda vísu þá er sá þröngi hópur kannski það stór að okkur verður kleift að lifa á tónlist- inni, sem er höfuðmarkmiðið." Platan hlaut fádæma lofsamlegar umsagnir, bæði heima og heiman, enhefur hún selst eitthvað? Örvar: „Við höfum ekki hugmynd um það, fylgjumst ekki með því. Hún hefur af skiljanlegum ástæðum ekki fengið neina spilun á útvarpsstöðv- unum sem hefur alltaf sitt að segja með söluna en við eram afar ánægð með þær viðtökur sem platan er að fá.“ Þið eruð þegar farin að marka nokkuð djúp spor erlendis; hafíð m.a. fengið rífandi umsagnir íþýsk- um blöðum og svo gaf NME ykkur 8 aflOíeinkunn á dögunum? Gunnar Örn: „Okkur hefur verið sagt frá þessum þýsku dómum en getum ekki sannreynt því við skiljum ekki þýsku. Við sáum hins vegar NME dómin og eram glöð yfir hon- um.“ Hefur þetta aukið möguleikana á stórum samningi eða opinberri út- gáfu á heimsvísu? Örvar: „Plötufyrirtæki okkar héma heima (TMT-Entertainment) mun gefa hana út á heimsvísu en sú þróun er ekki enn kominn nógu langt til að hægt sé að merkja árangur. Það er óljóst hvað síðan tekur við og engir samningar hafa verið gerðir um næstu plötur. Við viljum helst ekki binda okkur langt fram í tím- ann.“ Unnendur gamla vínilsins títgáfa á Netinu ætti kannski að henta ykkur einna best? Örvar: „Eiginlega ekki því við er- um öll langhrifnust af gamla víniln- um.“ En eru ekki samt meiri möguleik- ar á þvi' að þið náið til flcstra ígegn- um Netið? Örvar: „Jú, kannski en við viljum höfða fyrst og fremst til þeirra sem eru á sömu nótum og við, þ.e. þeirra sem fá mest út úr því að gramsa í plötubúðum og uppgötva tónlistina upp á gamla mátann." Gyða: „Okkur þykir líka svo vænt um plötuumslögin." Er tónlistin citthvað að breytast hjá ykkur? Gyða: „Já, hún er ekki eins létt- leikandi. Hún er yfirvegaðri og kannski eitthvað þyngri. Það á kannski eitthvað að breytast með sólinni." Stendur til að fara út í sólina í sumar? Örvar: „Já við ætlum að fara til Danmerkur og vinna næstu plötu í sumarhúsi þar. Við ætlum alfarið að vinna hana ein og höfum fjárfest í græjum til þess að svo geti orðið.“ Þið kunnið vel við að hljóðrita ut- an hins hefðbundna hljóðvers? Gunnar Örn: „Já. Við tökum með okkur ferðatölvu sem við höfum búið undir upptökurnar og draumurinn er að geta tekið upp nákvæmlega þar sem okkur lystir, hvort sem er úti á engi eða inni í lyftu.“ Kristín: „Það heillar okkur ekkert sérstaklega að fara alltaf síðdegis inn í þröngt og loftlaust hljóðverið að loknum erfiðum vinnu- eða skóla- degi.“ Hvernig varð ykkur við að vera kosin bjartasta vonin í íslcnskri tónlist? Gunnar Örn: „Þetta var gaman fyrir mömmu og pabba og litlu krakkana í skólanum." Kristín: „Þetta kom fjölskyldum okkar í skilning um hversu alvarleg- um augum við lítum tónlistina. Það rann upp fyrir þeim að við værum að gera eitthvað af viti en ekki að dúlla okkur í hljómsveit einvörðungu til dægrastyttingar og gamans." Gyða: „Fjölskyldur okkar skilja nú betur hvers vegna við tökum múm fram yfir allt annað, jafnvel skólann og vinnuna."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.