Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 77
mmviími Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fa\: 533 3510 • MMiv.marco.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 FÓLK í FRÉTTUM á Hellu Tónleikar Bubba Hellu - Það var vel við hæfi að fá rokkkónginn Bubba til að troða upp í veitingahúsinu með konunglega nafnið, Kristjáni X. á Hellu, þar sem hann hélt velheppnaða tón- leika fyrir stuttu. Veitingahúsið Kristján X. opnaði seint á sl. ári en húsið stóð á Þingvöllum á al- þingishátiðinni 1930 og var þar matsalur fyrir hirð Kristjáns X. Danakonungs, sem sótti Island heim það ár. Árið 1935 var húsið flutt að Ljósafossi þar sem starfs- menn við virkjanaframkvæmdir mötuðust íþví, en 1938 var það flutt á Hellu og var lengst af notað sem pakkhús hjá Kaupfélaginu Þór. Húsið var endurbyggt á sl. ári, en í því er eitt og annað sem minnir á upphaflegt hlutverk þess, s.s. myndir og forláta flugustöng, sem konungur mun hafa notað við veið- ar í Elliðaánum f áðurnefndri heim- sókn. Bubbi Morthens náði strax upp góðri stemmningu og var hús- fyllir í þessu sögufræga húsi og gestir vel með á nótunum. Bubbi flutti á einum og hálfum tíma allt frá Isbjarnarblús til nýrri laga, sem fréttaritari kann ekki nöfnin á, við góðar undirtektir. Milli laga krydd- aði hann flutninginn með óborgan- legum frásögnum, aðallega af sjálf- um sér á yngri árum, þar sem ekkert var dregið undan í lýsingum á líferni og dagdraumum hins unga drengs við færibandið í ísbirninum og víðar. Að loknum tónleikunum tjáði Gestir kunnu vel að meta tónlist Bubba. Morgunblaðið/Aðalheiður Það er ekkert kynslóðabil hjá Bubba, (f.v.) Hannes Öm Kjartansson, Hjördís Rún Oddsdóttir og Vilhjálmur Þórarinsson. Bubbi fréttaritara blaðsins að hann væri að vinna að upptökum á svo- kölluðum pistlum Carls Michaels Bellmans, sem segja má að sé Jónas Hallgrímsson Svía, elskað og dáð ljóðskáld. „Það kemur út diskur frá mér í sumar með 10-12 pistlum, en hugmyndin að þessu vaknaði þegar ég var að æfa dagskrá fyrir Lista- hátíð í sumar þar sem ég ætla að syngja þessi ljóð Bellmans. Það má vel vera að næsta mál á dagskrá hjá mér verði að fara um landið með Bellman." Bubbi er alltaf bestur einn með gítarinn sinn. á mbl.is í tilefni af frumsýningu kvikmyndar- innar Hvaða sunnudag sem er (Any Given Sunday) bjóða mbl.is og Sam- bíóin þér að taka þátt í leik á mbl.is. Það eina sem þú þarft að gera er að svara léttum spurningum um myndina á mbl.is. Verðlaun: ''Æt Verðlaun: 'f*®? &?. /0 • PlayStation-tölva með aukastýripinna ásamt Electronic Arts-íþróttaleikjum frá BT • Tónlist úr myndinni frá Skífunni • Miðar fyrir tvo á kvikmyndina Hvaða sunnudag sem er (Any Given Sunday). Hvaða sunnudag sem er er nýjasta mynd Óskars- verðlaunahafans Olivers Stone. Hún fjallar um óvæginn íþróttaheim Bandaríkjanna, hörku hans og sýndarmennsku. í myndinni er fjöldi stórleik- ara, Al Pacino, Cameron Diaz, James Woods, Dennis Quaid, Matthew Modine, Ann-Margret, Lauren Holly, LL Cool J. og fleiri. % mbl.is errrH\A*£) a/ý't / Kóngurinn á Kristjáni tíunda Sófar 02 svefíisófar ^^ MilriA nitnl af unnHii/iiim ciiofncÁfiim nn Mikið úrval af vönduöum svefnsófum og sófum fyrir sumarbústaðinn og heimilið i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.