Morgunblaðið - 06.05.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 06.05.2000, Síða 84
Netþjónar og tölvur COMPAa fllmngtstiiMjtfrifr Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tima starfsfólksins i biö? Það er dýrt að láta starfsfólkið biðai Tölvukerfi sem virkar 563 3000 M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍUl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBUS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Útboðsgengi deCODE væntanlega 14-18 dollarar á hlut Gengi á gráa markaðnum lækkaði um 25% í gengi hafði mikil áhrif á gráa mark- VÆNTANLEGA verður útboðs- gengi þeirra 8 milljóna hluta í deCODE genetics sem selja á í for- sölu á bilinu 14-18 dollarar á hlut, samkvæmt upplýsingum á ipo.com þar sem upplýsingar um fýrirtæki sem eru að sækja um skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum er að fínna. Ekki kemur fram hvenær út- boðið muni hefjast og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta ekki endanleg verðákvörðun á félaginu heldur mun gefa til kynna 5 '‘að það muni verða á þessu bili. Ovíst er hvort endanlegt verð liggur fyrir fyrr en degi fyrir útboð. Fréttin af væntanlegu útboðs- aðinn á Islandi en fyrstu viðskipti í gær voru á rúmlega 40 dollara á hlut en í lok dags voru viðskipti með bréf deCODE á 30 $. Er þetta 25% lækk- un á einum degi en gengið fór hæst í janúar eða í um 65 dollara á hlut. Erfitt fyrir ný líftæknifyrirtæki að fara á markað Margeir Pétursson forstjóri MP Verðbréfa segir að þótt útboðsgengi deCODE, sem birt var í gær, sé tals- vert lægra en búist var við fyrir nokkrum vikum, lýsi það trú fjár- festingarbankans, sem sér um skráningu fyrirtækisins á Banda- ríkjamarkaði, á deCODE að það skuli vera verðlagt með þessum hætti eftir þær sviptingar sem verið hafa á hlutafjármarkaði með bréf líf- tæknifyrirtækja að undanfömu. Bandariskir fjárfestar varkárir Margeir sagði að fyrir þremur mánuðum eða svo hefði vissulega mátt búast við að útboðsgengi deCODE yrði hærra. En nú væru bandarískir fjárfestar mjög varkárir gagnvart líftæknifjrirtækjum og hefðu dregið sig að miklum hluta út úr þeim markaði. Jafnframt væri mjög erfitt fyrir ný fyrirtæki að koma þar inn og því sýndi það trú gær fjárfestingarbankans Morgan Stan- ley á fyrirtækinu að haldið væri áfram með skráningu þess. Á fundi stjórnar F'járfestingar- banka íslands 3. febrúar sl. var ákveðið að stefna að því að selja eignarhlut FBA í deCode, og í til- kynningu frá bankanum í byrjun apríl kom fram að salan mundi fara þannig fram að hluthöfum FBA gæf- ist kostur á að kaupa hlutabréf bank- ans. Um 625 þúsund hluti er að ræða en söluverð verður það útboðsgengi sem boðið verður þegar skráning fer fram á Nasdaq. Bókfært verð hluta- bréfa bankans í deCode er nú um 15 dollarar hver hlutur. Kjaradeila Sjó- mannafélagsins Slitnaði upp úr við- ræðum FUNDI í kjaradeilu Sjó- mannafélags Islands, vegna farmanna á kaupskipum, var slitið klukkan hálf tvö í nótt. Fundurinn hafði staðið í húsnæði ríkissáttasemjara frá því klukkan ellefu í gærmorg- un en að sögn Jónasar Garð- arssonar, formanns Sjó- mannafélagsins, kom bakslag í samningaviðræðurnar í gærkvöld. Hvorki Jónas né Þórir Ein- arsson ríkissáttasemjari vildu tjá sig um efnisatriði ágrein- ingsins. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan hálf tvö í dag. Formaður Samfylkingarinnar um Evrópusambandsmál á stofnfundi Skilgreinum samningsmark- mið Islendinga ÖSSUR Skarphéðinsson hefur verið kosinn formaður Samfylkingarinnar, en úrslit í formannskjöri voru kynnt á stofnfundi ílokksins í gær. í ræðu sinni á fundinum fjallaði Össur m.a. um Evrópumál og sagði að ekki væri hægt að gera upp hug sinn um aðild að Evrópusambandinu nema ljóst væri um hvað menn vildu semja. " " „Ég tel því að næsta skref í þess- um málum sé að hefja skipulega vinnu við að skilgreina samnings- markmið Islendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. En um þau markmið verður að ríkja meirihlutasamstaða meðal þjóðarinnar. Það er ekki ráðlegt að sækja um aðild nema slík samstaða sé fyrir hendi og nægir þar að minna á dæmi Norðmanna. Við sækjum ekki um nema við vitum nákvæm- lega hvað við viljum og nema víðtæk samstaða ríki um samningsmarkmið meðal þjóðarinnar," sagði Össur. Hann sagði að fara þyrfti gætilega við alþjóðlegar skuldbindingar. Margrét Frímannsdóttir kjörin varaformaður Samfylkingar Össur hlaut alls 3.363 atkvæði í formannskosningunni eða 76,4% af öllum greiddum atkvæðum en Tryggvi Harðarson mótframbjóð- andi hans hlaut 956 atkvæði (21,7%). Uppstillingarnefnd gerði tillögu á fundinum í gær um Margréti Frí- mannsdóttur þingmann í embætti varaformanns. Steinunn V. Óskar- sdóttir borgarfulltrúi og Katrín Júl- íusdóttir, varaformaður Ungra jafn- aðarmanna, sækjast báðar eftir embætti ritara og fer fram kosning á milli þeirra á stofnfundinum fyrir hádegi í dag. Skýr víglína í fískveiði- stjórnunarmálinu Töluverðar umræður urðu um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og hugmyndir um sátt í sjávarútvegs- málinu á fundinum í gær. Össur sagði m.a. í ræðu sinni að skýr víg- lína væri í íslenskum stjórnmálum í þessu máli. Sagði hinn nýkjömi for- maður að greiða bæri sanngjarna leigu til þjóðarinnar fyrir nýtingu á auðlindum hennar og þetta gjald ætti m.a. að nýta til þess að lækka tekjuskatt launafólks. ■ Einstaklingsframtak/42 HEKLA — í farystu á njfrri iild I A MITSUBISHI - demantar í umferd MITSUBISHI CHRI5MR Morgunblaðið/Arni Sæberg Össur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, var hylltur með lófataki á stofnfundi flokksins í gær. Við hlið hans stendur Árný E. Sveinbjömsdóttir, kona hans, en til hægri er Guðný Guðbjörnsdóttir. The New York Times um ballett Helga Tómassonar Lófatak áhorfenda sem þrumugnýr „PRISM“, nýtt ballettverk eftir Helga Tómasson var frumflutt hjá New York City dansflokknum á miðvikudagskvöld við mikinn fögnuð áhorfenda. í umsögn Önnu Kisselgoff dansgagnrýn- anda The New York Times segir að lófatak áhorfenda hafi verið sem þrumugnýr og að ekki væri nógu sterkt til orða tekið að lýsa kvöldinu sem sigri. Hreinleiki hins klassíska stfls Kisselgoff rekur feril Helga í umsögn sinni og fjallar ítarlega um verkið. „Með „Prism“ er Helgi Tómasson aftur á heima- velli, en hann var stjarna City dansflokksins áður en hann tók við sem listrænn stjórnandi San Francisco dansflokksins árið 1985,“ segir hún. „Hann fæddist á íslandi, en hóf feril sinn undir handleiðslu danskra ballettkenn- ara og varð eins og Peter Martins sem er listrænn stjórnandi City dansflokksins, einn besti klassíski dansari í heimi“ Kisselgoff segir að „hreinleiki hins klassíska stíls sem rekja megi til danska skólans hafí end- urspeglast bæði í dansi Helga og í kóreógrafíu hans. Það er ekki að undra að ný-klassískur danshöf- undur sem gerir miklar kröfur eins og Helgi, skuli hafa valið einn af fyrstu Beethoven-kon- sertunum, sem er mjög klassísk- ur og formrænn. Þó eru tilfinn- ingarnar aldrei fjarri yfirborði verka Helga og í þessu formlega dansverki sem ekki hverfist um söguþráð er greinileg hlýja.“ Nokkuð var um staðgengla á þessari sýningu þar sem óvenju margir dansarar áttu við meiðsl að stríða, en það kom ekki að sök. Benjamin Millepied sem dansaði fyrir Sébastien Marcovici, dans- aði hið veigamikla sóló sitt af „rafmögnuðum krafti" segir í The New York Times. Ballettinn var í heild sinni ákaflega krefjandi bæði fyrir dansarana og tónlistar- mennina og árangurinn með miklum ágætum. Áhrifin eru viðkvæmnisleg og ljóðræn Kisselgoff segir að eins og Beethoven-verkið sé „Prism“ langt en ekki fábrotið, það endur- spegli frægar kadensur tónlistar- innar og ofgnótt hennar. „Maður þarf að kunna að meta tungumál klassísks balletts til að hafa ánægju af „Prism“. Svonefnd gömul spor eru ríkulegur þáttur verksins, sem af öryggi eru sett I nýtt samhengi. ,Ábrifm eru við- kvæmnisleg og ljóðræn,“ segir Kisselgoff ennfremur í þessum lofsamlega dómi um frumsýningu New York City dansflokksins á dansverki Helga Tómassonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.