Alþýðublaðið - 24.09.1934, Page 1

Alþýðublaðið - 24.09.1934, Page 1
MÁNUDAGINN 24. SEPT. 1934. ÝV. ÁRGANGUR. 280. TÖLUBL. Mi 8. VAl^SaUUlSSOM DAQBLAÐ OO VIKUBLAÐ CTOEFAKDl k i*$> fðUPlOftftOKi'iK a aa. i jwa &&&*& Kfísu C4j eft«fwee*istsiís„ 4$S&. * Í3«5*a?4*i. (jprwíflS «r ty«WWnw«R < nacu^r-">^c. &4S#*a»i. »ei«?t3rjtr- ** fcterta'rt t ðogteteðlBMA. fr«y«vw «<g *Ww»sirfv^> «tí“t 3??»w «ííso-'fwöwr fttwcal. 4BQK ymafra**. tó@B iP«*sss»*--Btar -t vriaeœ»s*w»rt Island brezk nýlenda. eftír 1943? Opinberar ráOagerflir i brezkn stérblaM n innlimun ísiands f brezka riklð Eru þektir íslenzkir stjórnmálamenn með i þessu ráðabruggi? BREZKA STÓRBLAÐIÐ „THE SCOTSMAN“ birti á föstudaginn grein um pólitíska framtíð ís- lands, sem vakið hefir geysilega athygli bæði i Englandi og í Danmörku. í greininni er afdráttarlaust farið fram á það, að ísland verði tekíð inn í brezka ríkið sem sjálf- stjórnarnýlenda (dominion), pegar sambandinu við Danmörku verði slitið 1940—1943. Höfundur grein- arinnar, sem sagður er nákunnugur íslenzkum mál- um, og gefið er í skyn að standi í nánu sambandi og samvinnu við pekta íslenzka stjórnmálamenn, segir, að ísland geti ekki staðið eitt út affyrirsig, að það sé nú þegar undir vernd brezka flotans, að það hafi mikla þýðingu fyrir brezka verzlun og út- gerð, og að enska flotamálastjórnin hafi augastað á landinu sem þýðingarmikilli flotastöð milli Ev- rópu og Norður-Ameríku. A LÞÝÐUBLAÐINU varð kunn- ugt um þessa merkilegu grein siðdegis á laugardaginn. Það simaði pegar fréttaritur- um sinum i London og Kaup- mannahöfn og bað pá um nán- ari upplýsingar nm málið. Blaðinu bárust í morgun eftir- farandi skeyti um eíni grein- arinnar og ummæli stjórnmála- manna og blaða um hana. EINKASKEYTI TIL ALPÝÐUBLAÐSINS. (Eftirpwentun bönnuð.) KAUPMANNAHÖFN í morgun; THE SCOTSMAN er næst Man- cbester Guardian útbreiddasta blað á EngJandi og Skotlandi, sem kiemur út fyrir utan Lon- don. Grein blaðsins á föstudag- inn fylgdi formáli frá blaðinu sjálfu, þar siem sagt var, að hún væri rituð af manni, siem væri nákunnugur íslenzkum málum, og jafnframt gaf blaöið í skyn, að hann stæði í mjög nániu sam- bandi við áhrifamikla ísienzka stjórnmálamenn og stæði í sam,- vinnu við þá. Eftir að greinin kom út á föstu- daginn og hafði þegar vakið mik- ið umtal, barst ritstjórn blaðs- ins fyrirspurn um það, hver væri höfundur greinarinnar, en rit- sjórnin svaraði því, að hún myndi eikki á þessu stigi málsins birta nein nöfn í sambandi við þetta mál. Söguleg rök greinarhöf- undarins fyrir upptöku íslands í brezka heims- veldið í upphafi greinarinnar stingur höfundurinn upp á þvj, að ísland verði, þegar sambandinu sé slit- ið við Danmörku eftir 1940, tek- ið upp í brezka heimsveldið. Fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að svo náið pólitískt samband milli fslands og Bretlands sé eðlilegt og æskilegt, færir greinarhöfund- urinn eftirfarandi ástæður: í fynsta lagi sé fsland, land- fræðilega og jarðfræðilega séð, hluti af eða réttara sagt áfram- hald af Brétlandseyjum. í öðru lagi hafi fimti hlutinn af landnámsmönnjúinum komið frá Bretlandseyjum, og eins hafi kristnin og hin kristna menning borist til fslands frá Englandi og Noregi. í þriðja lagi hafi enskir kaup- rnenn um langan tíma, ifrá 1415 til 1460, einir haldið uppi stöð- ugu sambandi við ísland. í fjórða lagi hafi Reykjavík i Napóleonsstyrjöidunum 1807— 1814 um skeið verið tekin her- skifdi af enskri fregátu. Höfund- urinn minnir i því sambaindi enn fremur á það, að Sir Joseph Banks, sem þá var forsieti í hinu konunglega brezka landfræðifé- lagí, hafi 1772 skrifað enska ut- anríkisráðuneytinu mörg bréf um ífiland, þar sem sýnt var fram á, að ísland hefðd fyrir Bretland miklu meiri þýðingu heldur len t. d. New Foundland. í fimta lagi sé fsland ómissandi millistöð fyrir enskar flugferðir yfir Norður-Atlantshaf í framtíð- inni. Rök brezka auðvaldsins. Eftir þeunan sögulega iningang bemur gneinarhöfundurinn að því, að sýna fram á þá stórkostlegu hagsmuni, sem Bretland hafi af því, að fsland verði tekið upp í brezka heimsveldið. f fyrsta lagi segir hann, að öll íslenzk utanríkisverzlun mundi, ef ísland væri hluti af brezka heimsveldinu, beinast til Englands, og hann áætlar, að hún muni nema 6 milljónum sterlings- punda (ca. 130 milljónum króna) á ári. I öðru lagi séu íslenzk fiskimið miklu nær Englandi heldur en fiskimiðin við New-Foundland og að skozkir og enskir útgerðaú- menn myndu, ef fsland tilheyrði bnezka ríkinu, fá fastar bæki- stöðvar í íslenzkum höfnum,. Rök brezku flotastjórn- arinnar. En það þýðingarmesta af ötiu, segir greinarhöfundurinn, sé þó það, að hægt sé á auðveldan hátt að breyta íslenzku höfnun- um á Norður- og Vestur-fslandi í þýðinganniklar flotastöðvar, á miðri leið milli Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Ensku flotastjórninni er afar vel Ijóst, segir greinarhöfund- urinn, hve alvarlega hættu pað mundi hafa í för með sér fyrir Bretland, ef floti einhvers annar störveldis næði undir sig pessari „lykilaðstöðu“ og England hafi pví að sjálfsögðu hag af pvi og hug á pví, að tryggja sér hana sjálft. ísland brezk nýlenda sam kvæmt sjálfsákvörðun (!) THE SCOTSMAN flytur með þiessari grein langa forystugrein um þetta mál, þar sem svo er að orði komist, að það sé hressandi á þiessum tímum, þegar menn séu orðnir svo svartsýnir, að tala um að brezka heimsveldið sé í þann veginn að gliðna sundur, að frétta, að það sé einnig mögu- leiki á því, að brezka ríkið stækjki áður en langt um líður, að það stækki, „ekki fyrir þvingunarráð- stafanir, heldur fyrir sjálfsákvörð- arrétt þjóðanna, svo að notað sé orðalag Wilsons.“ Álit danskra blaða og stjórnmálamanna: Bretar sækjast eftir yfirráðum á íslandi. Innihald greinarinlnar í THE SCOTSMAN var orðið kunnugt í Kaupmannahöfn á laugardaginin, og vakti strax gífurlega athygli hér. Blöðin skrifa þó mjög rólegá um málið, og leiðandi mienn, sem þau hafa snúið sér til, siegja, ,að þeim sé ekki kunnugt um, að neinar óskir séu uppi á fslandi um það, að ganga iinn í bnezka heimsveldið. BERLINGSKE TI- DENDE minnir þó á það, að Ás- geir Ásgeirsson, fyrverandi for- sætisnáðherra, hafi verið í Lon- do:n í vor og komið þaðan með loforð um stórt ríkislán til þess að greiða eldri ríkisskuldir, Prófessor Erik Anup, meðlimi- ur í íslenzk-dönsku lögjafnaðar- nefndinni, segir, að greinina beri að skoða sem lið í pólitík skozkra útgerðarmanna („et Stykkie spe- cielt skotsk Fiskeripolitik“). Heildarálit danskra blaða og stjórnmálamanna á þessu máli er það, að Bretar séu að sækjast eftir yfirráðum á íslandi, en ís- lendingar iekki eftir því að kom- ast undir Bretland. STAMPEN. Fréfttaritari AlpýðBblaðsins f London á við* tal við menn f brezkn st|órn nnl. „Bretlaisd mnn fylgju atburðnnam 1040 með mikillt og vinsamlegri athygli.t( ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBL. LONDON, sunnudagskvöld. Brezka stjórnin hefir ekki auga- stað á því, að gera ísland ífram-f tíöinini að brezkri sjálfstjómari). nýlendu, þrátt fyrir uppástung- una, sem kom fram um það i THE SCOTSMAN á föstudaginn. Ég átti í dag tal viö rnenn á hæstu stöðum, sem óhætt er að taka mark á, og þeir sögðu mér, að það sé álitið þar, að framtí'ð Islands sé algerlega þess eigið. mál, og að það séu ekki minstu likindi til þess, að Bretland hlut- ist til um það á nokkurn hátt. Auðvitað mun Bretland fyigja at- burðunum eftir 194o, þegar bú- ist er við, að alþingi mum segja upp sambandinu, sem nú er við Danmörku, með mjög vinsámlegri og mikilli athygli. En afstaða Bretlands mun eftir sem áður verða sú, að hlutast ekki til um þau mál. Greinin í THE SCOTSMAN sagði orðrétt: „ísland getur varla staðið eitt út af fyrir sig. Því er vel Ijóst, að pað stendur undir vernd brezka fiotans. Utanríkisverziun þess, sem nem- úr nálega 6 milljónum sterlings- punda, er smám saman að fær- ast til Bretlands. Það er augljóst, að til pess að tryggja öryggi sitt, verður pað að ganga i brezka rikið, ef pað slitur sambandi sinu við Danmörku." Höfundur greinarinnar, í THE SCOTSMAN bendir á söguiegt samband milli Bretlands og Islands og bætir við: Hagsmunir Bret- lands af því, að hafa ísland í heimsveldinu, eru margvislegir. Þ,að myndi flýta fýrir því, að ut- anríkisverzlun íslands flyttist al- gerlega yfir til Bretlands. Fi§ki- miðin við Island eru miklu nær en fiskimiðin við New-Foundland og brezkir þegnar hefðu þá rétt til að hafa útgerðarstöÖvar sínar í íslenzkum höfnum,, en það hafa þeir ekki nú. MACBRIDE. Daily Herald. sVe fallinii f Biindð fkjuno Sokið WASHINGTON í morgun. Verkfatisleiðtogarnir hafa fyn- irskipað verkíatismönnum að hverfa til vinnu sinnar á iný. Eru það 500 000 verkannenn, sem um er að næða. > erkfailsnefndin hefir tilkynt, að verkamenn hafi komið fram öllum helstu kröfum sinum. (United Press.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.